Fréttablaðið - 30.01.2009, Page 38

Fréttablaðið - 30.01.2009, Page 38
22 30. janúar 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Tónleikar hljómsveitar- innar For a Minor Reflect- ion, sem hitaði upp fyrir Sigur Rós á síðasta ári, þóttu hápunktur Euros- onic-hátíðarinnar að mati breska tímaritsins Music Week. „Þeir voru hápunkt- ur Eurosonic-hátíðarinn- ar í þessum mánuði. Þessi íslenska hljómsveit býr til náttúrulega og melódíska tónlist með alþjóðlegu yfirbragði,“ sagði gagn- rýnandi tímaritsins. Troðfullt var á tónleik- um hljómsveitarinnar, sem fóru fram í þrjú hundruð manna tjaldi. Þrír tónleika- bókarar hafa nú sýnt sveit- inni áhuga og til stendur að hún fari í þriggja vikna tón- leikaferð í lok maí. Fram undan hjá hljóm- sveitarmeðlimum er að klára skólagöngu og undir- búa upptöku nýrrar plötu. Síðan er stefnt á tónleika- hald í Evrópu í vor og sumar. Eurosonic laðar að sér fulltrúa allra ríkisútvarpa í Evrópu um leið og hún er ein helsta hátíð tónleika- bókara og -haldara. Meg- intilgangur hennar er að koma ungum hljómsveitum og listamönnum á framfæri við tónlistarhátíðir og tón- leikahaldara í Evrópu. Hápunktur Eurosonic-hátíðar Rapparinn Mike Skinner, betur þekktur sem The Streets, þurfti á læknisaðstoð að halda eftir sviðsdýfu sem hann tók á tónleik- um í Cambridge. Hann segist hafa verið sleginn af einhverjum aðdáendum og vaknaði morguninn eftir með mikla verki. „Ég hef aldrei upplifað annan eins sársauka en þegar ég var yngri handleggsbrotnaði ég á báðum höndum og fann varla fyrir því,“ skrifaði Skinner á bloggsíðu sinni. Sviðsdýfa hans var með óvenjulegra móti því í stað þess að stökkva ofan af sviðinu hljóp hann aftast í salinn og lét áhorfendur bera sig upp á svið. Meiddist í sviðsdýfu FOR A MINOR REFLECTION Hljómsveitin efnilega þótti standa sig best allra á Euro- sonic að mati Music Week. THE STREETS Mike Skinner þurfti á læknis- aðstoð að halda eftir óvenjulega sviðsdýfu í Cambridge. N O R D IC PH O TO S/G ETTY > ÁNÆGÐ OG GRÖNN Söngkonan Lily Allen segist hafa misst nokkur aukakíló vegna þess að henni líði svo vel um þessar mundir. Núna láti hún frönsku kartöflurn- ar alveg í friði. „Eina ástæðan fyrir því að ég hef grennst er að ég borða mikið þegar mér líður ekki vel,“ sagði Allen. Virtir fjölmiðlar á borð við Reuters og AP hafa fjallað mikið um skipan Jóhönnu Sigurðardóttur í forsætis- ráðherrastólinn. Stjörnur á borð við Conan O‘Brien og Perez Hilton hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. „Íslendingar hafa tilkynnt hver verður næsti forsætisráðherra; hún er lesbía og flugfreyja … eða var mig að dreyma þetta?“ var ein af skrýtlum kvöldsins hjá bandaríska spjallþáttastjórnand- anum Conan O‘Brien. Áhorfendur í sal sprungu úr hlátri. Jóhanna er sennilega sá íslenski forsætis- ráðherra sem fengið hefur hvað mestu athyglina í heimspressunni, ef undanskilinn er Geir H. Haarde fyrstu dagana eftir að bankarnir hrundu. Og hún er kannski ekki skrýtin, athyglin sem Jóhanna fær. Hún er fyrsta konan sem gegn- ir þessu embætti í sögu Íslands, landið hefur verið nánast stans- laust í kastljósi fjölmiðlanna und- anfarna hundrað daga, auk þess sem Jóhanna er samkynhneigð, hefur verið í sambúð með Jónínu Leósdóttur, leikskáldi og rithöf- undi frá árinu 2002. Á það hefur verið bent í erlend- um fjölmiðlum að Íslendingar setja hjónabandsstöðu og viðtekn- ar venjur í sambúð ekki fyrir sig, ólíkt því sem gerist í öðrum vest- rænum löndum. Þar þurfa stjórn- málamenn yfirleitt að hafa óflekk- að mannorð í þeim málum, helst að vera hvítir, gagnkynhneigðir karlmenn með tvö börn og eigin- konu. Íslendingum sé slétt sama um einkahagi fólks; þeir hafi til að mynda kosið einstæða móður í embætti forseta Íslands. Sem þóttu mikil tíðindi meðal siða- vandra borgara hins vestræna heims. En aftur að Jóhönnu. Bloggar- inn Perez Hilton, einhver sá þekkt- asti í bransanum, óskar Íslend- ingum til hamingju. Hann hefur fylgst grannt með gangi mála á Íslandi, skrifað nokkrar færslur um íslenska efnahagshrunið og saup eiginlega hveljur þegar rík- isstjórn Íslands féll með hvelli. Perez óskar Jóhönnu góðs gengis og allrar lukku. „Enda veitir henni ekki af,“ skrifar Perez á bloggsíðu sína. The Sun fer ekki eins og köttur í kringum heitan graut þegar það segir frá ráðningu Jóhönnu. „Ice- land´s new PM is a lesbian,“ er fyrirsögn á frétt breska blaðsins. Og þar er síðan rætt við Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfis- ráðherra. „Jóhanna hefur lengst- an þingferil og Íslendingar elska hana,“ segir Þórunn við The Sun. Geir H. Haarde tekur undir það að einhverju leyti en bætir við að Jóhanna sé eyðslusamur ráðherra. freyrgigja@frettabladid.is Jóhanna í kastljós- inu um allan heim Meg White, trommari rokkdúetts- ins The White Stripes, ætlar að setja eitt af trommusettum sínum á uppboð. Með uppátækinu vill hún koma vini sínum Jim Shaw, sem er þekktur úr rokksenunni vestan- hafs, til aðstoðar en hann glímir nú við krabbamein. Trommusettið var notað við tökur á myndbandinu við lagið The Hardest Button to Button árið 2003. Settið fer á uppboð sjöunda febrúar ásamt fleiri munum tón- listarmanna. Meðal annars verða boðnar upp sjaldséðar ljósmynd- ir af hljómsveitinni Iggy and the Stoogies. Trommusett á uppboð MEG WHITE Trommari rokkdúettsins The White Stripes ætlar að bjóða upp trommusettið sitt. FJALLAÐ UM JÓHÖNNU Bæði Perez Hilton og Conan O‘Brien gerðu skipan Jóhönnu að umtalsefni hjá sér. Conan fékk salinn til að hlæja þegar hann sagði að nýr for- sætisráðherra Íslands væri lesbía og flugfreyja. The Sun fór hins vegar beint af augum í nálgun sinni. Veljum íslenskt í Bónus HEILSUFÆÐI Það fara fimm kíló af ferskum roðlausum og beinlausum ýsuflökum í að búa til eitt kíló af Gullfiski. Gullfiskur notar kælda framleiðsluaðferð, sem tryggir að ferskleiki og næringargildi vörunnar heldur sér þótt vatnið sé dregið úr henni. Langhollasti þorramaturinn VELJUM ÍSLENSKT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.