Fréttablaðið - 30.01.2009, Qupperneq 42
26 30. janúar 2009 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Ætla ekki að selja Sölva Geir
Jacob Gregersen, íþróttastjóri SönderjyskE, tjáði Frétta-
blaðinu í gær að varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen væri
ekki til sölu en enska 1. deildarliðið Birmingham hefur
áhuga á Sölva. „Við höfum tekið ákvörðun um að selja
ekki okkar bestu menn í janúarglugganum. Við
ætlum að halda sæti okkar í deildinni og við
myndum ekki finna annan sterkan varnarmann
á þeim tíma sem eftir er,“ sagði Gregersen
sem vildi ekki tjá sig um hvort komið
hefði tilboð frá Birmingham. Aðspurður
hvort félagið hefði efni á að hafna öllum
tilboðum sagði Gregersen: „Auðvitað
yrðum við að skoða mjög freistandi tilboð.
Það yrði þá að vera mjög freistandi.“
9. HVE
R
VINNU
R!
Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum
– Skógarlind 2. M
eð því að taka þátt ertu kom
inn í SM
S klúbb. 149 kr/skeytið.
MEÐAN AÐRIR FYLGDU SKIPUNUM...
FYLGDI HANN SAMVISKU SINNI
FRUMSÝND 30. JANÚAR
SENDU SMS ESL VBV Á NÚMERIÐ
1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR,
TÖLVULEIKIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA
WWW.SENA.IS/VALKYRIE
Fjarnám ÍSÍ og ný fræðslukvöld!
Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst mán. 16.
feb. nk. Ný fræðslukvöld, öllum opin, s.s. þjálfurum og
íþróttaiðkendum verða í boði frá og með 12. feb. nk.
Uppl. um skráningu o.fl. í síma 460-1467 og á
vidar@isi.is
Sjá einnig nánar á www.isi.is
N1 deild karla
Fram-Haukar 20-30 (7-16)
Mörk Fram (skot): Guðjón Drengsson 5 (8),
Haraldur Þorvarðarson 4 (8), Halldór Jóhann
Sigfússon 3/3 (3/3), Rúnar Kárason 3 (8), Magn-
ús Stefánsson 2 (4), Björn Guðmundsson 1 (1),
Magnús Einarsson 1 (1), Andri Haraldsson 1 (6).
Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 14
(37/4, 38%), Davíð Svansson 1 (8/3, 13%).
Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/7
(11/7), Elías Már Halldórsson 5 (6), Freyr Brynj-
arsson 5 (8), Tjörvi Þorgeirsson 3 (5), Gunnar
Berg Viktorsson 3 (6), Kári Kristjánsson 2 (2),
Andri Stefan 2 (5), Stefán Sigurmannsson 1 (1).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22 (41/2,
54%), Gísli Guðmundsson 0 (1/1, 0%).
FH-Stjarnan 34-22
Markahæstir FH: Bjarni Fritzson 11, Ásbjörn
Friðriks. 6, Benedikt Kristins. 6, Guðmundur Ped-
ersen 4, Sigurður Ágústs. 2, Hermann Björns. 2.
Markahæstir Stjarnan: Vilhjálmur Halldórs-
son 6, Guðmundur Guðmundsson 3, Sverrir
Eyjólfsson 3, Kristján Kristjánsson 2, Fannar
Þorbjörnsson 2, Jón Heiðar Gunnarsson 2.
Valur-Akureyri 32-21
Markah. hjá Val: Fannar Friðgeirsson 10, Arnór
Gunnarsson 9, Sigurður Eggertsson 4, Hjalti
Pálmason 2, Heimir Örn Árnason 2.
Markah. hjá Ak.: Andri Snær Stefánsson 5,
Oddur Grétarsson 3, Árni Sigtrygsson 3, Jónatan
Magnússon 3, Hreinn Hauksson 2, Goran Gusic
2, Gústaf Kristjánsson 1, Hafþór Einarsson 1.
Víkingur-HK 27-24
Markah. Vík: Sverrir Hermannsson 7, Davíð
Ágústsson 5, Sveinn Þorgeirsson 4, Hreiðar
Haraldsson 4, Davíð Georgsson 2.
Markah. HK: Valdimar Þórsson 10, Ásbjörn
Stefánsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4.
Iceland Express karla
Breiðablik-Keflavík 63-85
Stigahæ. Breiðablik: Nemanja Sovic 21, Kristján
Sigurðsson 10, Daníel Guðmundsson 9, Halldór
Halldórsson 8, Þorsteinn Gunnlaugsson 6, R.
Stigahæ. Keflavík: Gunnar Einarsson 18, Sig-
urður Þorsteinsson 13, Sverrir Sverrisson 12, Jón
Hafsteinsson 10, Þröstur Jóhannsson 9, Gunnar
Stefánsson 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 7.
FSu-Þór Ak. 94-84
Stig FSu: Chris Caird 27, Sævar Sigurmundsson
27, Árni Ragnarsson 20, Tyler Dunaway 9, Björg-
vin Valentínusson 5, Vésteinn Sveinsson 5.
Stigahæ. Þór: Guðmundur Jónsson 28, Konrad
Tota 20, Daniel Bandy 15, Jón Kristjánsson 10,
Baldur Jónasson 3, Óðinn Ásgeirsson 3.
Grindavík-Skallagrímur 117-67
Stigahæ. Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 22,
Nick Bradford 19, Páll Kristinsson 18, Brenton
Birmingham 15, Þorleifur Ólafsson 14, Davíð
Hermannsson 13, Guðlaugur Eyjólfsson 8.
Stigahæ. Skallar: Igor Beljanski 21, Landon
Quick 20, Sveinn Davíðsson 12.
Iceland Express kvenna
Haukar-KR 65-57 (24-30)
Stigah. Hauka: Slavica Dimovksa 20, Kristrún
Sigurjónsdóttir 12, Guðbjörg Sverrisdóttir 8, María
Sigurðardóttir 8, Ragna Brynjarsdóttir 7.
Stigahæ. KR: Sigrún Ámundadóttir 14, Guðrún
Þorsteinsdóttir 13, Hildur Sigurðardóttir 7, Gréta
Guðbrandsdóttir 6, Margrét Sturludóttir 6.
HANDBOLTI Leikið var um sæti
fimm til tólf á HM í Króatíu
í gær. Þjóðverjar tryggðu sér
fimmta sætið með þægilegum
og öruggum sigri á Ungverjum,
28-25. Lars Kaufmann, sem held-
ur Loga Geirssyni utan liðs hjá
Lemgo, fór mikinn hjá Þjóðverj-
um og skoraði átta mörk.
Svíar lentu ekki í neinum vand-
ræðum með Serba í leiknum um
sjöunda sætið og unnu átta marka
sigur, 37-29. Mattias Gustafsson
skoraði sjö mörk fyrir Svía og
Jonas Kallman sex.
Leikurinn um ellefta sætið á
milli Makedóna og Suður-Kóreu
var æsispennandi en Makedón-
ar unnu eins marks sigur, 32-31.
Makedónska skyttan Kiril Laz-
arov skráði sig í sögubækurnar í
leiknum er hann skoraði fimmt-
án mörk. Hann varð markahæsti
leikmaður mótsins með 92 mörk
en aldrei áður hefur leikmað-
ur skorað svo mörg mörk á HM.
Hann sló þar með met Kóreubú-
ans Kyung Shin-Yoon frá því á
HM á Íslandi árið 1995.
- hbg
Leikið um sæti á HM í handbolta í Króatíu:
Lazarov sló met Yoon
MAGNAÐUR MAKEDÓNI Kiril Lazarov
fór á kostum á HM í Króatíu.
NORDIC PHOTOS/BONGARTS
FÓTBOLTI Knattspyrnusamband
Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær
að úrslitaleikur Meistaradeild-
arinnar árið 2011 færi fram á
hinum glæsilega Wembley-leik-
vangi í Lundúnum. Valið stóð á
milli Wembley, Allianz-vallarins í
München og Ólympíuleikvangsins
í Berlín. Leikið verður á Allianz-
vellinum í úrslitunum árið 2012.
Á sama tíma var tilkynnt að
úrslitaleikur UEFA-bikarsins
sama ár færi fram á Lansdowne
Road í Dyflinni. Emirates-völlur
Arsenal laut í lægra haldi í þeirri
keppni þar sem Wembley fékk
Meistaradeildarleikinn.
Síðast var spilað í úrslitum
Meistaradeildarinnar í England-
ið árið 2003 þegar leikið var á Old
Trafford, heimavelli Man. Utd.
Gamli Wembley var með
úrslitaleik Meistaradeildarinnar
árið 1992 þegar Barcelona lagði
Sampdoria í úrslitum. - hbg
Meistaradeildin 2011:
Úrslitin spiluð á
Wembley
HANDBOLTI „Ég er gríðarlega
ánægður með leikinn. Við vorum
að spila frábæran varnarleik allan
tímann með Birki öflugan fyrir
aftan og sóknarleikurinn var líka
spilaður af mikilli skynsemi og
ákveðni. Það kom smá óðagot hjá
okkur í byrjun seinni hálfleiks en
svo náðum við aftur jafnvægi í
okkar leik og baráttugleði minna
manna átti sinni þátt í því,“ segir
ánægður Aron Kristjánsson, þjálf-
ari Hauka, eftir stórsigur sinna
manna, 20-30, á Fram í gær.
Haukar mættu gríðarlega vel
stemmdir til leiks í gærkvöld og
baráttugleðin skein úr andlitum
Hafnfirðinganna sem gjörsam-
lega pökkuðu andlausum Frömur-
um saman í fyrri hálfleik.
Haukar spiluðu grimman varn-
arleik frá fyrsta flauti og Fram-
arar áttu engin svör og skoruðu
sitt fyrsta mark eftir tæplega tíu
mínútna leik en þá var staðan 1-
4. Haukar héldu baráttunni áfram
og stigu sérstaklega vel út í skytt-
urnar Rúnar Kárason og Andra
Berg Haraldsson sem komust ekki
á blað í fyrri hálfleik. Markvörð-
urinn Birkir Ívar Guðmundsson
stóð líka vaktina vel á bak við frá-
bæra vörnina og varði fjórtán skot
í hálfleiknum.
Eftir tuttugu mínútur hafði
nákvæmlega ekkert breyst en
staðan var þá 4-10 gestunum í vil
og þrjú af fjórum mörkum heima-
manna úr vítum.
Haukar voru ekki síðri sóknar-
lega þar sem Sigurbergur Sveins-
son og Freyr Brynjarsson voru
líflegastir en staðan í hálfleik var
7-16 Haukum í vil. Til að bæta
gráu ofan á svart fyrir Framara þá
þurfti skyttan Magnús Stefánsson
að yfirgefa völlinn vegna meiðsla
á hendi en hann var nýbyrjaður að
spila aftur fyrir Fram.
Allt annað var að sjá til Framara
í upphafi síðari hálfleiks þar sem
leikmenn liðsins fóru loks að berj-
ast og spila eins og lið í vörninni
og þá fylgdi með fín markvarsla
frá Magnúsi Gunnari Erlendssyni
í kjölfarið.
Haukarnir gáfu þó ekki færi á
sér lengi og leikurinn varð aldrei
spennandi í síðari hálfleik.
Haukarnir náðu mest ellefu
marka mun í stöðunni 19-30 en
lokatölur urðu 20-30 og Haukar
unnu þar með sinn sjötta leik í röð
í deildinni og hirtu í leiðinni topp-
sætið af Fram.
„Það er lítið hægt að segja eftir
svona leik. Þetta var nánast búið
í fyrri hálfleik. Það þýðir ekki að
mæta með hangandi haus í leikina
því þá taparðu pottþétt. Þeir sem
vilja meira, þeir vinna. Við verð-
um núna að rífa okkur upp á rass-
gatinu,“ segir Haraldur Þorvarð-
arson Framari. omar@frettabladid.is
Niðurlæging í Safamýri
Haukar skutust á topp N1-deildar karla eftir auðveldan sigur á Fram, 20-30, í
Safamýri. Fram átti engin svör við frábærum varnarleik Haukanna í leiknum.
KÁTIR Kári Kristján Kristjánsson og Birkir Ívar Guðmundsson fögnuðu oft í leiknum í
Safamýri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Haukakonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild
kvenna með átta stiga sigri, 65-57, á KR í fyrstu umferð efri hluta
deildarinnar. Haukar hafa þar með unnið þrettán deildarleiki í
röð og náðu um leið að hefna fyrir tapið fyrir KR í bikarnum í
byrjun mánaðarins.
Bæði lið spiluðu fast, oft á tíðum lá við slagsmálum og það
kom mikið niður á gæðum leiksins.
KR-liðið virtist vera í fínum málum í lok annars leik-
hluta, með níu stiga forskot og að spila grimma vörn.
Haukarnir skoruðu hins vegar þrjú síðustu stig
hálfleiksins og byrjuðu seinni hálfleikinn 14-0
og voru eftir það með frumkvæðið í sínum
höndum.
„Við vorum að spila skelfilega illa í fyrri
hálfleik og gátum ekki spilað verr en samt voru
þetta bara sex stig. Við vissum að við myndum
brúa það fljótt, breyttum í maður og mann í seinni hálfleik
til þess að fá smá stemmningu í vörnina og það tókst. Við
skoruðum 17 stig í röð og tókum stjórnina á leiknum,” sagði
Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka. „Ég held að leikmenn
hafi ætlað sér of mikið að hefna sín eftir bikarleikinn.
Þetta var heilt yfir ekki gæða körfuboltaleikur en ég myndi
frekar vilja vinna svona leiki heldur en að tapa þeim,” segir
Yngvi en Haukar hafa nú áfram fjögurra stiga forskot á
Keflavík.
“Víst að Keflavík vann í gær var mikilvægt fyrir okkur
að vinna í dag og sérstaklega þar sem við vorum á
heimavelli. Keflavík er að spila feykilega vel þessa
stundina og þó að þetta hafi ekki verið okkar besti
leikur þá var þetta sigur,” sagði Yngvi að lokum.
“Við vorum óöruggar með boltann í sókninni í
seinni hálfleik og sóknin var mjög vanmáttug.
Haukarnir gengu á lagið og menn misstu hausinn.
Ég hef samt engar áhyggjur á mínu liði því við vorum í
hörkuleik á móti efsta liði deildarinnar, “ sagði Jóhannes
Árnason, þjálfari KR, eftir fyrsta tap ársins hjá liðinu.
YNGI GUNNLAUGSSON, ÞJÁLFARI HAUKA: ÁNÆGÐUR MEÐ SIGUR Á KR EN EKKI LEIKINN SJÁLFAN
Haukar skoruðu 17 stig í röð og skildu KR eftir