Fréttablaðið - 02.02.2009, Síða 8
8 2. febrúar 2009 MÁNUDAGUR
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
ICELAND
FAROE ISLAND
NORWAY
DENMARK
GREAT BRITAIN
Esbjerg
Hanstholm
Bergen
Tórshavn
Seyðisfjörður
Immingham
HRAÐI ÖRYGGI HREYFANLEIKI
Okkar styrkleiki er:...
Þjónustulundað starfsfólk
Flytjum kæli og þurrvörur
Gámaflutnigar á frysti, og þurrvöru til og frá
Asíu
Flytjum vélar, tæki bíla og búslóð
Flytjum vörur dor to dor um allan heim
Hraði í flutningum
Skjót afgreiðsla
Smyril Blue Water pf, Seyðisfjörður, +470 2800
eða email: siffi@sbwcargo.is, halli@sbwcargo.is, gvilborg@sbwcargo.is
Sjá nánari upplýsingar um komu og brottfarir á heimasíðu okkar www.smyrilbluewater.is
Smyril Blue Water sér um fraktflutninga með Norrænu.
Frá Íslandi leggjum við áherslu á alla almenna flutninga ásamt ferskum,
frosnum og söltuðum fiskafurðum til markaða í Englandi og meginlandi
Evrópu. Frystar fiskafurðir til Asíu. Til Íslands flytjum við alla frakt, bíla,
byggingavörur og annan flutning.
Smyril Blue Water er eina fyrirtækið sem býður ro/ro þjónustu, fyrir
trailera, bíla og önnur tæki sem eru á hjólum. Þeim er ekið beint um
borð og frá borði án þess að kranaþjónusta sé nauðsynleg.
Hinn hraði flutningsmáti gerir það mögulegt að senda fisk, bæði í full
lestuðum trailerum eða í minni skömmtum, frá Íslandi á miðvikudögum
á markað í Evrópu á mánudagsmorgnum.
Vara sem send er til Íslands frá Esbjerg á Laugardögum, er komin til
hafnar á Seyðisfirði á þriðjudögum til afhendingar.
...Hraðasta flutningaþjónusta á Norður-Atlandshafi
Gylfi Gylfason í Símabæ í Hverafold
hefur sett á fót GSM-endurvinnslu í
búðinni. Endurvinnslan hefur tekið
mikinn kipp í kreppunni. „Það er bara
svo mikil taktbreyting í þjóðfélaginu
núna. Farsímasnobbið er að deyja út,“
segir hann.
Gylfi segir að 120.000 símar hafi selst
árlega á Íslandi síðustu árin og því sé
ekki óraunhæft að áætla að um 200.000
þúsund símar liggi í skúffum lands-
manna. „Mig vantar þessa síma! Inn-
legg í símaendurvinnsluna skilar sér í
gjaldeyrissparnaði og hagstæðari kjör-
um handa náunganum. Þeir sem leggja
inn síma geta fengið afslátt af vörum,
eða skipt og fengið aðra varahluti í stað-
inn. Það fer allt út sem kemur inn. Ég
tek á móti öllum tegundum GSM-síma
og vil endilega fá gömlu hleðslutækin
líka. Ekkert fer til spillis, allir nothæfir
partar eru nýttir og ég sendi ónýt móð-
urborð úr landi til frekari endurnýting-
ar.“
Auk nýrra síma selur Gylfi síma sem
búið er að púsla saman. Hægt er að
kaupa nothæfan síma á þúsund kall í
Símabæ. Nokia-símar eru bestir að mati
Gylfa. „Þeir eru notendavænastir, á
þeim er lág bilanatíðni og auðvelt er að
gera við þá. Sony-símar eru hins vegar
alverstir. Ekkert nema bögg, erfitt að
gera við þá og dýrir varahlutir.“
Gylfi reynir að gera við alla síma á
staðnum. „Það er ekkert „komdu eftir
tvær vikur“ hjá mér. Sumar búðir lesa
bara á strikamerki og geta ekki annað,
en hér er öllu reddað og kúnninn sendur
ánægður út.“
Neytendur: Farsímasnobbið að deyja út
GSM-endurvinnsla í Grafarvogi
GJALDEYRISSPARANDI ENDURVINNSLA Gylfi
Gylfason í Símabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
MÓTMÆLI Kostnaður opinberra
aðila vegna mótmælaaðgerða
undanfarinna vikna hleypur á
tugum milljóna króna. Mestur
kostnaður er vegna aukins álags
á starfsfólk en kostnaður vegna
viðgerða og þrifa á opinberum
byggingum er einnig umtals-
verður.
Beinn kostnaður Alþing-
is, vegna viðgerða og þrifa
eftir mótmælin er um 12 millj-
ónir króna samkvæmt Karli
M. Kristjánssyni, aðstoðar-
skrifstofustjóra rekstrar hjá
Alþingi.
Rúður í Alþingishúsinu eru
sérstaklega styrktar og því mjög
dýrar í innkaupum. Kostnaður
við kaup á gleri og glervinnu, án
þrifa er því nokkrar milljónir.
Þar fyrir utan segir Karl mik-
inn launakostnað bætast við
vegna aukinnar viðveru og vakta
starfsfólks. „Við höfum þurft að
hafa fleira fólk á vakt um helgar
og á nóttunni,“ segir Karl.
Geir Jón Þórisson yfirlög-
regluþjónn segir kostnað lög-
reglunnar hlaupa á milljónum.
„Mestur kostnaður okkar er
vegna aukavinnu,“ segir Geir
Jón. Annar kostnaður er meðal
annars vegna viðhalds tækja
og þrifa á búnaði og þá eru ein-
hverjar skemmdir á einkennis-
búningum og hjálmum. Að auki
segir Geir Jón ekki útséð með
kostnað vegna meiðsla á lög-
reglumönnum.
Að sögn Kristjáns Kristjáns-
sonar, upplýsingafulltrúa For-
sætisráðuneytisins liggja tölur
um kostnað ráðuneytisins, vegna
skemmda af völdum mótmæl-
anna, ekki fyrir. Hann segir lag-
færingum ekki lokið en skipta
þarf um fjölmargar rúður, þrífa
innandyra og utan við húsið og
mála yfir málningarslettur á
húsinu.
Áætlaður kostnaður Reykja-
víkurborgar vegna skemmda
mótmælenda nemur um 2,7
milljónum króna samkvæmt
upplýsingum frá framkvæmda-
og eignasviði borgarinnar. Af
því vegur vinna við sópun og
þrif, hellulögn og fleira um 1,6
milljónum. Skemmdir á bekkj-
um nema um 800 þúsundum og
kostnaður vegna skemmda á
ruslafötum, stömpum og fleiru
nemur 300 þúsundum.
Að auki er gras á Austurvelli
afar illa farið eftir ágang mót-
mælenda. Í svari frá borginni
kemur fram að ekki verði ljóst
fyrr en nær dregur vori hversu
illa það er farið. Hugsanlegur
kostnaður sé þó einhver hundr-
uð þúsunda. olav@frettabladid.is
Mótmælin kostuðu milljónir
Kostnaður hins opinbera vegna mótmæla í miðborginni nemur tugum milljóna króna. Aukið álag á starfs-
fólk vegur þungt en viðgerðir og þrif kosta einnig mikið. Austurvöllur illa farinn eftir átroðning.
LÖGREGLAN VIÐ ALÞINGI Kostnaður við viðgerðir og þrif á Alþingishúsinu er um tólf
milljónir auk þess sem búnaður lögreglunnar skemmdist umtalsvert.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MÓTMÆLI VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ Kostnað-
ur vegna viðgerða á Stjórnarráðinu liggur
ekki fyrir en borgin áætlar að kostn-
aður vegna skemmda á bekkjum og
ruslatunnum nemi rúmri milljón króna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ALÞINGISHÚSIÐ ILLA LEIKIÐ Ólafur
Kristjánsson, starfsmaður HBH, tók
út skemmdir á Alþingishúsinu en
sérstyrkt gler er í húsinu sem talið er
hafa varnað því að húsið skemmdist
verr en ella. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
WASHINGTON Forseti Bandaríkj-
anna, Barack Obama, ákvað í
gær að færa ríkismálin í sjón-
varpsherbergi Hvíta hússins
þegar 15 löggjafar hópuðust í
framkvæmdasetrið til að fylgjast
með meistarakeppninni í amer-
íska fótboltanum með tilheyrandi
veitingum.
Forsetinn heldur fast í að reyna
að byggja upp stuðning við rúm-
lega 800 milljarða dollara fjár-
hags- og skattaáætlun sína hjá
báðum flokkunum. Fulltrúadeild-
in samþykkti áætlunina í síð-
ustu viku en enginn repúblikani
studdi frumvarpið. - hs
Fótbolti í Hvíta húsinu:
Obama vinnur
yfir sjónvarpi
DÓMSMÁL Sýknudómur Hæsta-
réttar yfir manni sem ákærður
var fyrir að rassskella tvo litla
drengi, svo að þeir hlutu roða á
rassinn, og bera síðan á þá olíu,
sætir áframhaldandi gagnrýni.
Barnaheill harma sýknudóm-
inn. Umboðsmaður barna hefur
gagnrýnt hann harðlega og ritað
ráðherrum dómsmála og félags-
mála bréf, þar sem farið er fram
á breytingu laga. Þá fagnar Félag
um foreldrajafnrétti afskiptum
umboðsmanns barna. Loks hefur
ríkissaksóknari talið dóminn
ganga gegn dómafordæmi. - jss
Sýkna rassskellisins:
Dómurinn enn
gagnrýndur
DÓMSMÁL Þrír menn og stúlka
innan við tvítugt hafa verið ákærð
fyrir skipulagningu og hlutdeild í
innflutningi á tæplega 300 grömm-
um af kókaíni.
Stúlkan er ákærð fyrir að hafa
komið með efnið innanklæða frá
Kaupmannahöfn í október 2007.
Hún var þá sautján ára. Einn
mannanna er ákærður fyrir að
hafa lagt á ráðin um innflutning-
inn. Annar fyrir að aka henni út
á flugvöll og koma boðum milli
hennar og fyrrgreinda mannsins.
Sá þriðji er ákærður fyrir að hafa
afhent stúlkunni eiturlyfin á hótel
Bel Air í Kaupmannahöfn. - jss
Fernt ákært í kókaínmáli:
Sautján ára
burðardýr
HEILBRIGÐISMÁL Þriggja, sex og
tólf ára börnum stendur nú til
boða ókeypis eftirlit hjá tann-
læknum sem vinna í umboði
Sjúkratrygginga Íslands. Samn-
ingur þessa efnis gekk nýverið í
gildi, en tannviðgerðir falla ekki
undir samninginn.
Fyrsta vika febrúarmánaðar er
árlega helguð tannvernd. Áhersla
er lögð á mikilvægi góðrar tann-
heilsu og í ár er sérstök áhersla
lögð á reglulega notkun tann-
þráðs undir kjörorðinu Taktu upp
þráðinn. - ovd
Tannverndarvika:
Ókeypis skoðun
hjá tannlækni
1. Hver íhugar málsókn gegn
Ólafi Jóhannessyni leikstjóra,
vegna áforma um að gera sjón-
varpsþætti úr Stóra planinu?
2. Hversu margar lögreglu-
stöðvar verða á höfuðborgar-
svæðinu eftir skipulagsbreyt-
ingar?
3. Hvað heitir sólóplata
gítarsnillingsins Guðmundar
Péturssonar?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 22
VEISTU SVARIÐ?