Fréttablaðið - 02.02.2009, Page 26

Fréttablaðið - 02.02.2009, Page 26
18 2. febrúar 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabla- F í t o n / S Í A 20. – 22. febrúar 20. – 22. febrúar Verð á mann: 49.900 kr. 39.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og miði á leik. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og miði á leik. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Man. Utd. Blackburn Arsenal Sunderland Verð á mann: TILBOÐ! TILBOÐ! Enska úrvalsdeildin: Liverpool-Chelsea 2-0 1-0 Fernando Torres (89.), 2-0 Fernando Torres (90.). Newcastle-Sunderland 1-1 0-1 Djibril Cisse (32.), 1-1 Shola Ameobi, víti (68.) Stoke-Man. City 1-0 1-0 James Beattie (45.). Arsenal-West Ham 0-0 Aston Villa-Wigan 0-0 Bolton-Tottenham 3-2 1-0 Sebastian Puygrenier (31.), 2-0 Kevin Davies (87.), 2-1 Darren Bent (73.), 2-2 Darren Bent (75.), 3-2 Kevin Davies (87.). Fulham-Portsmouth 3-1 1-0 Andy Johnson (14.), 2-0 Erik Nevland (71.), 3-0 Erik Nevland (80.), 3-1 David Nugent (84.). Hull City-WBA 2-2 1-0 Bernard Mendy (44.), 1-1 Jay Simpson (53.), 2-1 Craig Fagan (69.), 2-2 Chris Brunt, víti (73.). Middlesbrough-Blackburn 0-0 Man. Utd-Everton 1-0 1-0 Cristiano Ronaldo, víti (44.). STAÐA EFSTU LIÐA: Man. Utd 23 16 5 2 40-10 53 Liverpool 24 14 9 1 39-15 51 Chelsea 24 14 6 4 44-15 48 Aston Villa 24 14 6 3 38-24 48 Arsenal 24 12 7 5 38-25 43 HM í handbolta: 1. sætið: Króatía-Frakkland 19-24 (12-11) Markah. hjá Kró: Ivan Cupic 6/4, Blazenko Lack- ovic 4, Goran Sprem 3, Igor Vori 2. Markah. hjá Fra: Michael Guigou 10/7, Daniel Narcisse 6, N. Karabatic 2, J. Fernandez 2. 3. sætið: Danmörk-Pólland 23-31 Markah. hjá Dan.: Mikkel Hansen 10, Lars Christi- ansen 7, Hans Lindberg 2, Thomas Mogensen 2. Markah. hjá Pól.: Karol Bielecki 10, Tomasz Tluczynski 5, Kryzstof Lijewski 4. N1-deild kvenna: Fram-FH 34-29 Stjarnan-Fylkir 33-25 Mörk Stjörnunnar: Alina Petrache 10, Kristín Clausen 6, Hildur Harðardóttir 5, Aðalheiður Hreinsdóttir 3, Þorgerður Atladóttir 3, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Esther Ragnarsdóttir 1, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1. Mörk Fylkis: Sunna Jónsdóttir 8, Rebekka Rut Skúladóttir 4, Hanna Sigurjónsdóttir 4, Nataly Valencio 4, Ásdís Guðmundsdóttir 2. Valur-HK 39-26 Mörk Vals: Eva Barna 9, Hildigunnur Einarsdóttir 8, Drífa Skúladóttir 4, Hrafnhildur Skúladóttir 4, Íris Ásta Pétursdóttir 4, Ágústa Edda Björnsdóttir 4, Dagný Skúladóttir 2, Berglind Íris Hansdóttir 1. Mörk HK: Arna Sif Pálsdóttir 9, Pavla Plaminkova 4, Elísa Ósk Viðarsdóttir 4, Brynja Magnúsdóttir 4, Elva Björg Arnarsdóttir 3, Tinna Rögnvaldsdóttir 1. Knattspyrnumaðurinn Óli Stefán Flóventsson segist bjartsýnn á að komast að hjá norska 2. deildarliðinu Flöy en hann fór og æfði með liðinu á dögunum. „Það stefnir allt í að ég fari út en það er ekkert fast í hendi enn sem komið er. Ég er engu síður bjartsýnn á að þetta muni ganga upp. Hugurinn stefnir út og vonandi komumst við út. Ef þetta gengur upp er það hið besta mál enda er allt stórfínt þarna úti,“ sagði Óli Stefán sem er samningsbundinn Fjölni. „Ég er búinn að ræða við þá og hef mætt miklum skilningi. Á því ekki von á að það verði neitt vandamál.“ Óli Stefán mun ekki fara í fulla atvinnumennsku í Noregi heldur mun hann vinna með fótboltanum. Norska félagið er því að skoða atvinnumöguleika fyrir Óla og konuna hans en Óli er sjúkraliði og konan hans deildarstjóri á leikskóla. Þau vilja eðlilega vinna í svipuðu umhverfi og þau hafa verið að gera hér heima. „Ég vil vinna sem sjúkraliði eða skoða tengt nám jafnvel. Ef ég færi að vinna þá gæti ég verið að vinna á öldrunarstofnunum, sjúkrahús- um og geðdeildum sem er mjög spennandi dæmi. Svo langar mig mikið að skoða slökkviliðið og sjúkrabílinn. Það skoða ég þegar ferli lýkur enda ganga þær vaktir ekkert sérstaklega vel með fótboltanum,“ sagði Óli Stefán sem segir umhverfið hér heima hafa mikið með þá ákvörðun að gera að þau vilja flytja. „Þetta eru ekki spennandi tímar hér heima á Íslandi núna. Auðvitað er samt gaman í Fjölni og því sem við erum að gera þar en ég held að maður verði að hugsa um sjálfan sig til tilbreytingar núna,“ sagði Óli en hann ber bænum Kristianstad vel söguna en þangað myndi hann flytja ef af yrði. „Þetta er fáránlega flottur staður. Þarna búa um 100 þúsund manns og er algjör sumarparad- ís. Bærinn er syðst í Noregi og veðurfar því fínt. Svo skemmir ekki fyrir að systir mín er nýflutt þangað,“ sagði Óli Stefán jákvæður og bjartsýnn. ÓLI STEFÁN FLÓVENTSSON: BJARTSÝNN Á AÐ KOMAST AÐ HJÁ NORSKA LIÐINU FLÖY Ekki spennandi tímar til að búa á Íslandi FÓTBOLTI Þrátt fyrir ótrúlegt gengi Man. Utd þessa dagana er stjóri liðsins, Sir Alex Ferguson, ekkert að missa sig og einbeitir sér að því að halda sínum mönn- um á jörðinni. United vann enn og aftur á laugardaginn, 1-0 gegn Everton, og hélt þess utan hreinu í tólfta deildarleiknum í röð. „Við höfum forskot en ekkert rosalegt forskot þegar það eru sextán leikir eftir,“ sagði Fergu- son. „Fram undan eru erfiðir leikir og lið munu tapa stigum. Það er alltaf best að vera á toppn- um. Ég vona bara að við töpum færri stigum en hin toppliðin.“ United hefur ekki fengið á sig mark í ensku deildinni síðan 8. nóvember í fyrra er Samir Nasri skoraði fram hjá Edwin van der Sar. „Þetta er ótrúlegt. Ég trúði varla því sem stóð þegar ég las að við hefðum síðast fengið á okkur mark í nóvember. Það er lygi- legt,“ sagði Ferguson. - hbg Sir Alex Ferguson: Heldur mönn- um á jörðinni HANDBOLTI Frakkar urðu heims- meistarar í þriðja skipti þegar þeir lögðu heimamenn frá Króa- tíu, 24-19. í mögnuðum úrslita- leik í gær. Áður höfðu Frakkar orðið heimsmeistarar árið 1995 á Íslandi og 2001 í Frakklandi. Úrslitaleikurinn var mögnuð skemmtun. Leikurinn hnífjafn, stemningin í höllinni í Zagreb rosaleg og átökin mikil. Heima- menn höfðu undirtökin lengi framan af en aldrei munaði meiru en einu til tveimur mörk- um á liðunum. Það var svo undir lokin sem Frakkar tóku öll völd á vellinum, vörnin hrökk held- ur betur í gírinn og sóknarleikur Króatanna alls ekki nógu beitt- ur. Frakkar því heims- og Ólymp- íumeistarar og geta náð þrenn- unni eftirsóttu í Austurríki næsta janúar þegar EM fer fram. - hbg Frakkar urðu heimsmeistarar í handbolta í gær: Þriðji titill Frakka MEISTARAR Jerome Fernandez hampar hér sigurverðlaunum í Zagreb í gær. NORDIC PHOTOS/AFPHM Í HANDBOLTA Lið mótsins: Markv.: Thierry Omeyer, Fra. Lína: Igor Vori, Króatía v. horn: Michael Guigou, Fra. v. skytta: Blazenko Lackovic, Kró. Miðja: Nikola Karabatic, Fra. h. skytta: Marcin Lijewski, Pól. h. horn: Ivan Cupic, Króatía Besti leikmaður mótsins: Igor Vori Króatía FÓTBOLTI Liverpool komst aftur á beinu brautina í gær er það lagði Chelsea, 2-0, í uppgjöri liðanna í öðru sæti deildarinnar. Það var Spánverjinn Fernando Torres sem skoraði bæði mörk leiksins á loka- mínútunum. Frank Lampard fékk að fjúka af velli á 60. mínútu með beint rautt spjald en það þótti nokkuð umdeildur dómur. Að sama skapi þótti mjög umdeilt að Mike Riley dómari skyldi ekki henda Bosing- wa af velli þegar hann sparkaði í bak leikmanns Liverpool við horn- fánann. Atvikið átti sér stað fyrir framan nefið á aðstoðardómaran- um sem brást illilega þar. Liverpool var beittara liðið lung- ann af leiknum en Petr Cech varði oft ágætlega. Hann var aftur á móti algjörlega úti á túni í fyrra marki Chelsea. Þá skallaði Torr es á nærstöng eftir fyrirgjöf og Cech var hrikalega illa staðsettur og átti aldrei möguleika í skallann. Ashley Cole gaf síðan síðara mark- ið. Lét Benayoun hrifsa af sér bolt- ann sem endaði síðan hjá Torres sem var ekki í vandræðum með að skora. „Við vissum að við yrðum að vinna þennan leik og það verður að játast að það er meira sjálfstraust í liðinu eftir þennan leik,“ sagði Torres sem var að skora sín fyrstu deildarmörk síðan í október. „Að skora fyrstu mörkin eftir meiðslin á heimavelli sem og gegn Chelsea er auðvitað æðislegt. Við vissum að Chelsea yrði að verjast eftir að Lampard fór af velli. Jafn- tefli hefði hentað þeim vel en við urðum að vinna,“ sagði Torres. Luiz Felipe Scolari, stjóri Chel- sea, var afar ósáttur við rauða spjaldið sem Lampard fékk og vill að Riley skoði það betur. „Úrslitin eru eðlileg eftir það sem gerðist fyrir Lampard. Þá var Liverpool betra liðið og meira með boltann en það var ekki þannig fram að því. Ég vil að dómarinn skoði þetta spjald í sjónvarpi og vonandi dragi spjaldið til baka. Mér fannst þetta vera brot á hinn leikmanninn,“ sagði Scolari en hann vill ekki missa Lampard í bann. Brasilíumaðurinn gat þó ekki varið Bosingwa. „Ef Bosingwa hefði verið rek- inn af velli hefði ég ekki kvartað. Það er hægt að sætta sig við rautt spjald fyrir þannig hegðun en ekki fyrir það sem Lampard gerði,“ sagði Scolari. henry@frettabladid.is Gjafmildir Lundúnabúar Chelsea færði Liverpool tvö mörk á silfurfati á Anfield í gær. Sigur Liverpool engu síður verðskuldaður. Frank Lampard fékk að líta rauða spjaldið sem þótti umdeildur dómur. Jose Bosingwa var stálheppinn að sleppa við rautt. MÆTTUR AFTUR Fernando Torres skoraði í gær sín fyrstu deildarmörk fyrir Liverpool síðan í október. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > Messi bjargaði Barcelona Argentínski snillingurinn Lionel Messi sá til þess í gær að Barcelona heldur tólf stiga forystu í spænsku deildinni. Þá lagði Barcelona lið Racing Santander, 2-1. Santander komst yfir í leiknum og gekk vel að halda aftur af Bör- sungum allt þar til Messi kom af bekknum á 60. mínútu. Messi jafnaði leikinn á 65. mínútu og skoraði svo sigurmarkið einum tíu mínútum fyrir leikslok. Eiður Smári Guðjohnsen var einnig á varamanna- bekk Barcelona en fékk að spila síðustu sjö mínúturnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.