Tíminn - 08.01.1983, Side 5

Tíminn - 08.01.1983, Side 5
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 5 fréttir Fyrsta fjárhagsáætlun Davíds Oddssonar samþykkt í borgarstjórn: „flLUR GJALDSTOFNAR UTflN TVEIR NÝTTIR TIL FULLS” — sagði Kristján Benediktsson — Þjónustugjöld borgarinnar hækkuð um 50 milljónir kr. , en fasteignaskattar lækkaðir um 20 millj. kr. ■ „Ekki ber á því aö létta eigi gjöldum af borgarbúum þrátt fyrir fjálglegar yfirlýsingar þar um fyrir kosningarnar sl. vor. Allir gjaldstofnar utan tveir eru nýttir til fulls. Enda hækkar þessi fjárhagsáætlun meira en dæmi fmnst um áöur, - 83% frá síðustu áætlun", sagði Kristján Benediktsson, annar borgarfulltrúi Famsóknarflokksins, á fundi borgarstjórnar sl. finimtudagskvcld, en þá var til lokaafgreiðslu fyrsta fjárhags- áætlun hins nýja meirihluta í borgarstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar, borgarstjóra. Kom fram í umræðum á fundinum að á sama tíma cg ákveðið er að lækka fasteignaálögur á borgarbúum urn 20 milljónir krónaþá hækkar núverandi meirihluti þjónustugjöid af ýmsu tagi um allt að 50 milljónir króna, og er þá 50% hækkun á fargjöldum SVR ekki meðtalin. Kristján Benediktsson borgarfulltrúi sagði að hin gífurlega hækkun fasteigna- matsins um 78% frá fyrra ári gerði það að verkum að þrátt fyrir 15 8% lækkun, sem samþykkt hefði verið á síðaota fundi borgarstjórnar, hækkaði fasteigna- skatturinn um 60% milli ára, eða jafmikið og milli næstu ára á undan. „T>á hækkun fordæmdu sjálfstæðismenn harðlega hér í borgarstjórn á sínum tíma og töldu það bera vott um að þáverandi meirihluti vildi koma öllum Reykvíking- um í leiguhúsnæði. Talsmaður þeirra þá, núverandi borgarstjóri, fór mörgum orðum um þá ógn og skelfingu sem svo hár fasteignaskattur mundi leiða yfir borgarbúa." Fjárhagsáætluninni lokað með stórfelldum lántökum ■ Kristján Benediktsson I öðru lagi væri fjárhagsáætluninni lokað með stórfelldum lántökum. Auk þess sem gert væri ráð fyrir lántöku eða tekjuauka að upphæð rúmar 57 milljónir króna, væri gert ráð fyrir fyrirframtöku gatnagerðargjalda að upphæð tæplega 54 milljóna króna „sem er í raun bein lántaka", sagði Sigurjón. „Fjárvöntunin í áætluninni er því um 111 milljónir króna. Rétt er að benda á að einn aðaltekjustofn þessarar áætlunar.gatna- gerðargjöldin, byggir á lóðaúthlutun á svæði sem ekki hefur verið skipulagt og ekki er í eigu borgarinnar og engir samningar hafa tekist um.‘‘ Davíð Odds- ■ Sigurjón Pét- ursson ■ Guðrún Jónsdóttir ■ Sigurður E. Guðmundsson í þriðja lagi benti Sigurjón á að á meðan fasteignagjöld væru lækkuð um 20 milljónir króna, sem kæmi stóreigna- mönnum fyrst og fremst til góða, þá væru þjónustugjöld borgarinnar hækkuð sem nemur tæpum 50 milljónum króna. Hafa ekki efni á að kaupa skó á börnin sín en aka um á dýrustu gerð af Volvo Guðrún Jónsdóttir, annar borgarfull- trúi Kvennaframboðsins. sagði að fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1983 bæri það glöggt með scr að vcra meðvituð aðgerð til að bæta hag þeirra, sem standa sterkir fyrir. Hvergi sæjust þess hins vegar merki að gert sé átak til að jafna aðstæður eða lífskjör borgar- búa, t.d. með því að fjölga lciguíbúðum í eigu borgarinnar. Né heldur sjáist þcss merki. að mcirihlutinn búi yfir raunveru- legum vilja til úrbóta í jafnréttismálum, t.d. með því að veita stórauknu fé til framkvæmda við dagvistarstofnanir. Þvert á nióti. Guðrún sagöi: „Á sama tíma er áætlað að vcita stórauknu fé til gatna- og holræsafram- kvæmda, að byggja rándýra bílageymslu Sigurjón Pétursson.oddviti Alþýðu- bandalagsins í borgarstjórn, sagði.að við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar, sem er fyrsta fjárhagsáætlun Sjálfstæðis- flokksins eftir fjögurra ára meirihluta vinstri manna í borgarstjórn kæmu mjög greúlega í ljós einkenni hægri stjórnar og dæmigerð íhaldsúrræði. Sagði Sigurjón það einkum þrjú meginatriði sem þessi fjárhagsáætlun leiddi í Ijós. í fyrsta lagi væri mjög dregið úr framkvæmdum á sviði félagsmála og stefnt að samdrætti í byggingu dagvistar- heimila og stöðvun frekari byggingar leiguíbúða auk þess sem framlag borgar- innar til byggingar dvalarheimila fyrir aldraða væri nú aðeins um helmingur að raungildi þess sem það hefur verið á liðnum árum. Davíd vill stjórna borginni einn: Öllum breytingatillög- um minnihlutans hafnad ■ Það vakti athygli við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir þetta ár, að meirihluti Sjálfstæðis- flokksins, með Davíð Oddsson, borgar- stjóra, í fylkingarbrjósti, felldi allar tölulegar breytingartillögur frá minni- ihlutaflokkunum í borgarstjórn, við atkvæðagreiðslur. Undanfarin ár hefur það viðgengist að fallist hefur verið á nokkrar breytingatillögur frá minnihlut- anum sem greinilega hafa átt rétt á sér og hafa horft til bóta, enda þá ekki stórar fjárhæðir oft í húfi, en svo varð ekki að þessu sinni. Allir minnihlutaaðilarnir í borgar- stjórn lögðu fram ítarlegar breytingatil- lögur, þar sem gerð var grein fyrir niðurskurði á tckjum, og hins vegar hvernig auka mætti útgjöld á móti eftir þeirra höfði. Á enga þeirra var fallist. í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætl- unarinnar var þó fallist á eina tillögu borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um aö óskað verði viðræðna við samgöngu- raðuneytiö, um að það með tilliti til öryggis vegtarenda að vetrarlagi taki þátt í kostnaði við áframhaldandi rekstur Skíðaskálans j Hveradölum. Þá var einni tillögu Framsóknarflokks- ins um sérstaka úttekt á nýframkvæmd- um borgarsjóðs undanfarin tuttugu ár visað ti! borgarráðs, og tillaga Kvenna- frambnðsinsam aðutanaðkomandi aðila verði íaiiö að gera nákvæma úttekt á kostnaði vegna greiðslna bifreiðastyrkja og leigubifreiðakostnaður borgarinnar hlaut sömu afgreiðslu. -Kás til að þjóna 13 bifreiðum, að leggja gervigras fyrir tugi milljóna, sem einung- is kemur fámennum hópi keppnismanna í knattspyrnu til góða, að flytja ea. 20 milljónir króna frá öllum þorra borgar- búa, t.d. börnum og þeim, sem ekkert eiga, í vasa hinna, sem stærstar og dýrastar eiga eignirnar, og svona mætti lengi telja. Svo eitthvað sé nefnt, þá minnir þetta búskaparlag meirihlutans helst á búskaparlag fólks, sem ekki telur sighafaefni á að kaupa skó á börnin sín, en ekur um á dýrustu gerð af Volvo. Ef íurið hefði verið að tillögu Kvenna- framboðsins um álagningu fasteigna- gjalda og jalnlramt hætt við fyrirhugaðar framkvæmdir við bílastæðishús í Póst- hússtræti, gervigras á Laugardalsvellin- um og skíðalyftu í Bláfjöllum, hefði borgarsjóður 42 milljónir króna til skiptanna umfram það sem nú er. Til samanburðar má geta þess, að það samsvarar tæplcga þriðjungi þess fjár, sem áætlað er til allra byggingafram- kvæmda á vegum borgarsjóðs árið 1983. Gefur auga leið, að með þessum fjármunum hefði mátt gcra stórátak í íélagslcgum framkvæmdum, s.s. í bygg- ingu dagvistarstofnana, cn til þeirra er einungis áætlað að verja 9 milljónum króna árið 1983“ Horfíð frá stefnu félagshyggju Sigurður E. Guðmundsson, borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins, sagði að fjár- hagsáætlun sú sem nú lægi fyrir til afgreiðslu bæri að sínum dómi glögg einkenni þeirrar grundvallar stefn - breytingar í borgarmálum, sem orðið hefði með tilkomu Itins nýja borgar- stjórnarmcirihluta. Horfið hefði verið frá þeirri stefnu fclagshyggju er einkennt hcfði í nokkrum mæli stefnu vinstri mcirihlutans á síðasta kjörtímabili, og í hennar stað tekin upp andfclagsleg stefna, scm í megindráttum miðaði að því að gera hlut mcðalefnaðra og efnalítilla fjölskyldna lakari cn hann hcfði verið, og hlut þcirra enn bctri scm best eru settir í samfélaginu. „Slík stefna er í algjöru ósamræmi við grundvallar- stefnu- og lífsviðhorf okkar jafnaðar- manna og við erum hcnni gjörsamlega andvígir. Ég harma þessa þróun og lýsi andstöðu minni við hana“, sagði Sigurð- ur E. Guðmundsson. -Kás. ■ Sviðsmynd úr „Garðveislu“ eftir Guðmund Steinsson. Næsta sýning verksins er í kvöld. Aríu- og Ijóðatónleikar í Austurbæjarbíói í dag ■ Ungur bandarískur söngvari Laurence Albert kemur fram á fjórðu áskriftartón- leikum Tónlistarfélags Reykjavíkur í dag kl. 14.30 í Austurbæjarbíói. Albert þykir með efnilegustu söngvara vestanhafs og hefur unnið til margra verðlauna, m.a. þrisvar til Schubert verðlauna fyrir ljóðasöng í Austur- ríki. Hann er bassasöngvari og hefur einkum lagt fyrir sig Ijóðasöng en einnig sungið í óperum og komst m.a. í úrslit í söngkeppni á vegum Metropolitan óperunnar f New York. Undirleikari Alberts á tónleikunum verður Mary Dibbern, hún er bandarísk en hefur hlotið mestan sinn frama í Evrópu þar sem hún hefur starfað með söngvurum á borð við Gerard Souzay og Ely Ameling. Á efnisskrá eru aríur eftir Hándel og Vivaldi og sönglög og lagaflokkar eftir Schubert, Wolf og Poulenc. Um 100 þúsund leikhúsgestir í Þjóðleikhúsi ■ Mikil umsvif eru nú hjá Þjóðleikhúsinu og eru þar fimm leiksýningar í gangi þessa stundina. Jólasýningin JÓMFRÚ RAGN- HEIÐUR, eftir Guðmund Kamban, hefur verið sýnd fimm sinnum og jafnan fyrir fullu húsi og hafa þegar hátt á þriðja þúsund áhorfendur séð verkið. Þá hefur nýju sýningunni á Litla sviðinu ekki síður verið vel tekið, en búið er að sýna SÚKKULAÐl HANDA SILJU, eftir Nínu Björk Árnadótt- ur, tvisvar sinnum fyrir fullu húsi. Báðar þessar sýningar hafa fengið afar lofsamlega dóma. Þá hefjast í þessari viku að nýju eftir jólahlé sýningar á þremur eldri verkefnum. GARÐVEISLA Guðmundar Steinssonar verður sýnd nokkrum sinnum ennþá og er næsta sýning hennar í kvöld laugardagskvöld. Þá eru einnig fyrirhugaðar nokkrar sýningar á verðlaunaleikriti Tom Kempinskis, TVÍ- LEIK, á Litla sviðinu og verður 25. sýning þess á sunnudagskvöld, 9. janúar, kl. 20.30. Ennfremur hefjast á ný sýningar á meistar- averki Eugene 0‘Neill, DAGLEIÐIN LANGA INN f NÓTT, og verður 8. sýning þess nú á sunnudagskvöldið (9. janúar). Auk þessara sýninga standa svo að sjálfsögðu yfir æfingar á næstu verkefnum Þjóðleikhússins, en næsta frumsýning verður þann 22. janúar og hefjast þá sýningar á bamaleikritinu LÍNA LANGSOKKUR, eft- ir Astrid Lindgren. Þá eru hafnar æfingar á ORESTEIU eftir Æskylos í þýðingu Helga Hálfdánarson. Á sl. ári var aðsókn mjög góð að leikhúsinu og voru leikhúsgestir á árinu 1982 alls 99.599. Tónjeikar í Hlégarði ■ Tónleikar verða haldnir í Hlégarði í Mosfellssveit á vegum Tónlistarfélags Mos- fellssveitarídagkl. 15. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran syngur við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara. Efnisskráin er fjölbreytt, m.a. em lög eftir: Hándel, Schumann, Brahms, Schubert, Donnizetti, Rossini o.fl. íslenska óperan á árs afmæli ■ „Fyrir ári síðan, þ.e. 9. janúar 1982 læddust teppalagningarmenn, smiðir, málar- ar og ræstingarfólk út um hliðardyr um hálf átta leytið, en um leið tóku að streyma að prúðbúnir frumsýningargestir í hátíðarskapi. Ævintýrið var orðið að veruleika." Svo segir í frétt frá íslensku óperunni, en á sunnudags- kvöld 9. janúar verður afmælissýning á Töfratlautunni, en þá verður liðið eitt ár frá því aö íslenska óperan tók til starfa með frumsýningu á Sígaunabaróninum. „Á þessum tímamótum er aðstandendum (slensku óperunnar efst í huga þakklæti til allra þeirra er hafa gert þetta ævintýri að raunveruleika og mun ekki á neinn hallað þótt nefnd séu hjónin Helga Jónsdóttir og Sigurliði Kristjánsson, sem með höfðinglegri dánargjöf sinni skiptu sköpum í sögu Islensku óperunnar," segir ennfremur í fréttinni. Síðan óperan hafði fyrstu sýningu fyrir ári hafa u.þ.b. 47.000 manns séð þær þrjár uppfærslur, sem hún hefur staðið fyrir. Það þýðir að Vs hluti þjóðarinnar hefur farið í óperuna á einu ári. Það er sjaldgæf aðsókn að óperu. (tilefni afmælis verður óperugestum boðið upp á veitingar i hléi á afmælissýningunni á sunnudagskvöld. JGK Kammersveit Reykjavíkur ræðst í stórvirki ■ Kammersveit Reykjavíkur efnir til 2. tónleika starfsársins í Gamla bíói á morgun sunnudaginn 9. janúar klukkan 16.00. Stjórn- andi verður Paul Zukofsky frá Bandaríkjun- um sem lagt hefur mikið af mörkum til íslensks tónlistarlífs á undanförnum árum, meðal annars með sumarnámskeiðum í tónlist sem við hann eru kennd og haldin eru á vegum Tónlistarskólans í Reykjavtk. Á þcssum tónleikum ræðst Kammersveit- in í að flytja Kammersinfóníu Schönbergs, sem er stórvirki á sínu sviði, en hún er fyrir 15 hljóðfæri og talin eitt af erfiðustu kammerverkum sem samið hefur veirð. Þá verður Dance Preludes fyrir 9 hljóðfæri eftir pólska tónskáldið Lutoslawski á dagskránni tónleikunum lýkur með tónverkinu. La Création du Monde fyrir 17 hljóðfæri eftir Milhaud. Miðar á tónleikana verða seldir við innganginn en fastir áskrifendur að tón- leikum Kammersveitarinnar eru minntir á að taka með sér áskriftarkort sín til að framvísa þeim við dyravörð. Tónleikar í Norræna húsinu ■ Á morgun, sunnudag, kl. 17 munu þær Berglind Bjamadóttir sópran og Guðrún A. Kristinsdóttir píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu. Á efnisskránni eru verk eftir norræn tónskáld. Berglind syngur úr Ljóðakornum Atla Heimis Sveinssonar og sænska sönglagabálkninn Gullebarns vagg- sánger eftir Wilhelm Peterson-Berger. Auk þess verða fluttir söngvar eftir Wilhelm Stenhammar og Jean Sibelius. Sýning Dagmar Rodius ■ 1 dag kl. 16.00 verður opnuð sýning á verkum þýsku listakonunnar Dagmar Rodius í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b. Dagmar sem er fædd í Bæjaralandi árið 1945, hefur stundað myndlistarnám bæði í Þýskalandi og Hollandi, auk fjögurra ára listasögunáms. Sýningin stendur fram á sunnudagskvöld 16. janúar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.