Tíminn - 19.01.1983, Qupperneq 12
16 &mmm MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983
iiciiii iiibiiiii inri 1 Ulái SJOIIS UaSta
■ Sleðinn er svo léttur, að það er hægðarleikur að renna honum fram og aftur með annarri hendi. í kjöltu stúlkunnar sjást ýms sýnishorn af því, sem prjónað hefur
veriö í vélinni. (Tímantynd Ella)
Prjónavélin sem
prjónar úr lopa
■ I versluninni ALLT í Fellagörðum í
Breiðholti er til sölu nýstárleg prjónavél,
sem fyrst var kynnt hér á landi á síðustu
Heimilissýningu. Síðan hefur hún selst
vel hér á landi, en eini útsölustaðurinn'
mun, cnn sem komið er, vera fyrrncfnd
verslun.
Vélin er ensk að uppruna og bcr
nafnið Bond. Meðal nýjunga, sem hún
býður upp á, er að hægt er að prjóna úr
lopa meö henni. Þar að auki er hún mjög
einföld að gerö og í notkun, svo að segja
má, að hvert barn geti unnið við hana.
Við báðunt Hönnu Jónsdóttur unt að
segja okkur nánar frá vélinni og þcim
tækifærum, sem hún býður upp á, en
Hanna leiðbeinir væntanlegum kaup-
enduni um notkun og meðferð vélarinn-
ar.
Hægt að prjóna allt í
vélinni, sem hægt er að
prjóna í höndunum
- Allt það, sem maður getur prjónað
í höndunum, getur maður prjónað með
vélinni, og það er miklu fljótlegra, segir
Hanna. -Þessi vél er mjög frábrugðin
öðrum prjónavélum, þar sem á henni
eru engir takkar, þannig að krakki getur
prjónað á hana. Hún er einföld að gerð
og í notkun, en það þarf að „hjálpa"
henni nokkuð. Þetta er ekki tölva og
vclin gcrir ekki allt sjálf. Það vcrður
ýmislegt að gera með höndunum, taka
af nál og setja á aðra o.s.frv. Það þarf
að sitja við hana og hrcyfa sleðann frant
og tilbaka, cn það er ekkert þungt.
Sem fyrr scgir, má prjóna allt þaö,
sem liægt er að prjóna í höndunum, með
vélinní, en það tékur hins vegar mun
skemmri tíma. Hún cr handhæg, þegar
t.d. þarf að stækka prjónaflík, sem barn
hefur stækkaö upp úr. Þá má rekja upp
gantlar prjónaflíkur og nota garnið að
nýju. Og skv. auglýsingu framleiðanda
tekur aðeins 2-4 klst. aö prjóna peysu í
fullorðinsstærð!
Vélin er fyrirferðarlítil
Prjónavélin sjálf er fyrirfcrðarlítil,
vegur tæp tvö kíló og er tæpur einn metri
á lengd og 13 cm á breidd. Það má fá
framlengingu á hana. Hún er sjálfsmyrj-
andi og höggþolin. Nálar eru úr nikkel-
húðuðu stáli. Varahlutir, ef með þarf,
eru fáanlegir í versluninni, en að sögn
Hönnu er lítið um hluti í vélinni, sem
geta skemmst eða bilað, það væri þá
helst hætta á ferðum, þar sem lóðin eru
fest í, en festingarnar eru úr plasti og sá
möguleiki er fyrir hendi, að þær rifnuðu,
ef klippt yrði frá of nærri. En þá er
ekkert mál fyrir eigandann að skipta
sjálfur um festingar.
Þar sem vélin er svona lítil, þarf hún
ekki að eiga sitt sérstaka pláss í íbúðinni.
Þegar hún er ekki í notkun, má stinga
henni inn í skáp, en á meðan verið er
að nota hana, getur hún staðið á hvaða
borði, sem er, því aðeins það sé ekki
kringlótt. Vélin er bara skrúfuð á
borðplötuna, eins og hakkavélarnar
voru í gamla daga, með skrúfum undir
-íborðbrúnina.
Æfingin skapar meistarann
Eins og fyrr segir er vélin einföld að
gerð. Því fylgir sá kostur, að aðeins
fylgir henni ein nálarstærð, þó að hún
geti prjónað úr hvaða garngrófleika,
sem vera skal. Aftur á móti fylgja henni
4 smápiastspjöld, sem skipt er um eftir
því, hvað garnið er gróft. Þá þarf að
bæta við lóðum, ef verið er að prjóna úr
grófu garni, og fækka þeim þá að sama
skapi, ef prjónað er úr fínu garni.
Aukalóð er hægt að fá, svo og
aukanálar.
Þá er það kostur, að ekki þarf að vinda
upp garnið áður en prjónaskapurinn
hefst. Það er bara rakið innan úr
dokkunni, sent liggur laus á borðinu.
Upplýsingabæklingar, myndskreyttir
og með enskum texta, fylgja hverri vél,
þannig að fólk getur prófað sig_ áfram
sjálft. En þar að auki fylgir kennsla
vélunum og er fólk útskrifað eftir aðeins
‘A-l klst. tilsögn! En þá tekur æfingin
við og má segja, að hún skipti sköpum,
því að gamalt og gilt orðtæki segir:
Æfingin skapar meistarann.
Verð á vélinni miðað við greiðslu á
borðið er nú 3.998 kr., en sé greitt að
hluta nteð víxlum, 'fer verðið upp í
4.162.40. Framlengingin, sent áður er
nefnd, kostar um 1.000 kr.
húsráð
Er þröngt
á mat-
borðinu?
■ Þegar margir sitja til
borðs í einu, eða ef gest-
irnir eru svo margir, að
hentugara þykir að hafa
standandi borð, þar sem
hver og einn sækir sér á
diskinn, vill oft verða
þröngt á borðinu, ef borið
er fram á mörgum fötum
og öðrum ílátum. Ráð-
snjöll kona hefur fundið
lausn á þessum vanda.
Hún hefur keypt sér
grindur, sem ætlaðar eru
til að sauma lampaskerma
á, og hefur þær sem
standa undir sum ílátin.
Hún bendir réttilega á,
að nauðsynlegt sé að gæta
þess, að grindurnar séu
traustar!
Þurr og
hörð húð á
alnbogunum
■ Húðinni á alnbogunum
hættir til að verða hörð og þurr.
Reynið að mýkja hana upp í
volgri olífuolíu.