Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 ÚRSLIT í GÆRKVÖLDI ■ í gíerkvöld voru tveir leikir í 2. deild karla í handknattleik. Grótta sigraði HK 27-17 á Seltjarnarnesi. Grótta lék vel í leiknum, og þó enginn betur en markvörðurinn Ragnar Halldórsson, sem varði 20 skot í leiknúm, þar af 6 línuskot, og skoraði auk þess eítt mark sjálfur með gríðarlegu skoti yfir endilangan völl. , ★ Haukar sigruðu Aftureldingu í Hafnarfirði 27-21. Nánari frcttir af þciin Icik náðust ekki. Staðan á toppnum í 2. deild er nú mjög jöfn og spennandi. ■ Staðan í annarri dcild er nú þessi eftir leikina í gær: Grótta-HK 27-17 Haukar-UMFA 27-21 KA 11 7 2 2 278-243 16 Grótta 12 8 0 4 286-283 16 Haukar 13 7 2 4 305-282 16 UBK 12 5 4 3 237-222 14 Fór V. 10 4 3 3 221-218 11 HK 12 4 1 7 254-275 9 UMFA 13 2 3 8 252-286 7 Ármann 11 1 3 7 219-244 5 Umsjón: Samúel örn Er^ingsson |R NABI f DYRMÆTSUG íþróttahúsið ■ Þorsteinn Ólafsson. Hann gctur kastað fótholtanum langar leiðir, en dag verður það handboltinn sem hann þeytir. Þorsteinn byrj- ar gegn Þór ■ F.ins og fjallað hefur vcrið um í fjölmiðlum mun Þorsteinn Olafsson fyrrum landsliðsmarkvörður leika mcð Þór á Akureyri komandi keppnistíma- bil. Þorsteinn dvelst nú í Keflavík, en hann er nýkominn frá Svíþjóð þar sem hann hefur dvalist um tíma. Þorsteinn byrjar þó ekki íþróttamennsku sína hér á þcssu ári með Þór frá Akureyri, heldur á múti. Mun Þorsteinn m*ta siuu oýja félagi í handbolta í dag, með ÍBK gegn Þór í Keflavík í leik í Íslandsmótinu þriðju deild... 60-78 (29-39) ■ Úrvalsdeild, Njarðvík, UMFN-ÍR Stigin: ÍR: Kolbeinn Kristinsson 24, Pétur Guðmundsson 24, Gylfi Þorkelsson 13, Kristinn Jörundsson 10, Hreinn Þorkelsson 6, Jón Jörundsson 1. UMFN: Valur Ingimundarson 24, Sturla Örlygsson 7, Árni Lárusson 6, Gunnar Þorvarðarson 6, Ingimar Jónsson 5, Albert Eðvaldsson 4, Ástþór Ingason 4, Júlíus Valgeirs- son 4. Kanalausir Njarðvíkingar áttu erfitt á köflum gegn ÍR í leik liðanna í úrvalsdeildinni í Ljónagryfjunni í gærkvöld. ÍR liðið sem nú leikur hvern leikinn öðrum betri hefur nú heldur betur styrkt stöðu sína í botnbarátt- unni, hefur 10 stig, en KR hefur 8. Nú er framundan úrslitaleikur IR og Fram á morgun, um hvort liðið berst við KR um fallið. ÍR ingar sigruðu Njarðvík- inga 78-60 í gær eftir að staðan í leikhléi hafði verið 39-29 ÍR í hag. ÍRingar byrjuðu leikinnaf miklum krafti, en allt rann að sama skapi út í sandinn hjá Njarðvíkingum. ÍRingar komust í 6—0, 17-8, 28-12, en þá tóku Njarðvíkingar að hjarna við. 30-20, og 39-29 í leikhléi. Njarðvíkingar voru kraftmiklir í byrjun síðari hálf- leiks, og hjuggu sniám saman á forskot ÍR. Fór svo 8 mínútum fyrir leikslok að Njarðvík komst yfir 54-53. ÍR seig fram úr aftur, en stutt var á milli uns staðan var 56-58 ÍR í vil. Þá kom mikill sprettur hjá ÍR, og skyndilega var staðan orðin 72-56. Mest að þakka góðum leik Kolbeins og Péturs. Njarð- vík átti aldrei afturkvæmt eftir þetta. Bestir ÍR voru Kolbeinn og Pétur, en allir voru góðir. Valur Ingimundar var bestur Njarðvíkinga, en góða spretti áttu ungir strákar Albert og Ástþór og komu þeir við sögu í hinum góða spretti Njarðvíkinga í síðari hálfleik. tóp/söe ■ Staðan í úrvalsdeildinui eftir leiíc ÍR og UMFN í gær er þessi: UMFN-ÍR 60-78 Valur .... 13 10 3 1178-1076 20 ÍBK......... 14 10 4 1162-1146 20 UMFN ... 14 7 7 1139-1158 14 Fram........ 14 5 9 1231-1236 10 ÍR ......... 14 5 9 1059-1112 10 KR.......... 13 4 9 1102-1183 8 ÞRÖTHR HELGARINNAR ■ í dag og á morgun er heilmikið um að vera, boltaíþróttir eru í fullum gangi, körfuknattleikur, blak og handknatt- leikur. Og innanhússknattspyrna er Ifka, ásamt hinum ýmsu greinum, svo sem fimleikum. Körfuknattleikur ÍRingar eru ekki aldeilis í fríi um helgina, auk leiksins í gær leika þeir á sunnudag, og þá gegn Fram, botnbar- áttuleikur... Leikur Fram og IR er í Hagaskóla klukkan 14.00. Þá leika klukkan 14 í dag einnig í Hagaskóla Valur og KR. Spurning hvort andlitslyfting hefur orðið á KR síðan Jón Sigurðsson tók við þjálfuninni af Stewart Johnson, og ef hún hefur orðið, hvort það er nóg gegn Val... Þar með er úrvalsdeildin afgreidd, en það er aldeilis leikur í fyrstu deild karla, sem vert verður að fylgjast með, Þór frá Akureyri mun leika gegn ÍS, og þar mætast tvö af þremur toppliðum deildar- innar, í hverri hart er barist um úrvalsdeildarsætið. Leikur Þórs og ÍS HANN FÉLL í VERÐI UM 25 MILUÓNIR ÁEINU TÍMABILI ■ Markaskorarinn í ensku knatt- spyrnunni, Justin Fashanu féll í verði 'um 25 milljónir króna á einu keppnis- tímabili. Fashanu hvers stjarna stóð hæst þegar hann lék með Norwich, þar sem hann skoraði 35 mörk í 90 deildarleikjum, var keyptur til Nott- ingham Forest á siðasta keppnistúnabili fyrir rúmar 30 milljónir króna. Brian Clouglt framkvæmdastjóri Forest sem sótti Fashanu í upphafi til Norwich, gaf það loks eftir í desember síðastliðnum, að Justin Fashanu yrði seldur til Notts County, nágranna Forest fyrir um 5 milljónir króna. „Justin Fashanu féll aldrei inn í Nottingham Forest,“ sagði Clough. „Þegar hann fékk sinn stóra samning við okkur, fannst honum hann vera stjarna, sem ekki þyrfti að vinna á æfingum. Þess vegna hafði ég ekki þörf fyrir hann“. En stjarnan reis á ný Justin Fashanu hefur sýnt, frá því að hann kom til Notts County að hann er enn góður leikmaður. Þegar hann kom til County var félagið í botnbaráttu og frekar illa statt. Fashanu hefur skorað grimmt fyrir County, og síðast um daginn þegar hann gerði eina mark leiksins gegn Arsenal, og félagið er nú á uppleið, í 15. sæti og hefur 8 stig umfram neðsta liðið. „Ég varð fórnarlamb fýsnar Brians Clough til þess að sýna vald sitt og mátt“, segir Fashanu. „Það er helber lygi að ég hafi ekki tekið á æfingum þessa 15 mánuði sem ég var hjá félaginu. Sannleikurinn er sá að ég fékk aldrei að leika mína stöðu hjá félaginu, og smám saman tókst Clough að eyða öllu mínu sjálfstrausti. Strax eftir þennan stutta tíma hjá County veit ég að það er ekkert að getu minni og kunnáttu". Og þessi gullfugl blómstrar hjá Notts County. Samtímis getur hann glott í áttina til stórabróður County félagsins, Nottingham Forest. Forest hefur gengið illa að undanförnu, og var fallið út úr báðum bikarkeppnun- um þegar County var slegið út af Middlesborough um daginn.. hefst klukkan 15.30 í dag. Þórsarar verða nú ekki aldeilis búnir að sletta úr klaufunum þegar leikurinn er búinn við IS, heldur mæta þeir Haukum á sunnudag í Hafnarfirði, klukkan 14.00. Gaman að sjá hvernig toppurinn breytist í fyrstu deild karla um helgina, hverjir fá stigin úr þessum leikjum. í fyrstu deild kvenna mætast í Njarðvík Njarðvík og ÍR í dag klukkan 15.30. Og í annarri deild karla leika Vík og Bræður á Selfossi í dag klukkan 16.30. Blak ■ Blakfólk verður á ferð og flugi um helgina. íþróttafélag Stúdenta átti að fara í Norðurlandsreisu með karlalið sitt, og leika við Bjarma í gærkvöld, og leika við Eyfirðinga í dag klukkan 15 í íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri. í dag leika einnig Norðfjarðarmenn sinn fýrsta leik á árinu, þeir keppa við HK, sem bregður undir sig betri vængjunum í dag og skreppa þarna austur, Þróttur N. -HK klukkan 15. Á morgun keppa í blakinu Þróttur og Víkingur í fyrstu deild karla, sá leikur hefst klukkan 19 í Hagaskóla, klukkan 20.15 keppa Víkingur og ÍS í fyrstu deild kvenna, og á Selfossi keppa á morgun Samhygð og Fram í annarri deild karla, þar hefst leikur klukkan 15.30. Handknattleikur í dag eru margir leikir neðri deildum handknattleiksins, klukkan 14 hefjast Skallagrímur Dalvík í 3. d. karla í Borgarnesi, ÍBK-ÞÓR Ak. í þriðjudeild í Keflavík, Selfoss og Þróttur í 2. d. kvenna á Selfossi og HK og ÍBK í 2. d. kvenna í Ásgarði. A eftir er HK-Stjarn- an í 1. fl. karla þar. í Laugardalshöll eru fimm leikir í dag, Fylkir-Stjarnan í 2.d. kvenna klukkan 13, Fram haukar í l.d. kvenna kl. 14, KR-FH í l.d. kvenna kl.15, Valur-Víkingur í l.d. kvenna kl.16 og Ögri-Fylkir í 3.d. karla kl. 16. Annað Litla bikarkeppnin í innanhússknatt- spyrnu er í dag í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Þá er úrslitakeppni Fimleik- asambandsins á morgun í Laugardals- höll. Reyndar er keppni B og C liða pilta og stúlkna er í Höllinni á morgun. Keppnin hefst klukkan 14 á báðum stöðum. Enn eru Arsenal og Leeds jöf n Úrslit úr ensku bikarkepninni. ■ í vikunni voru endurleiknir þeir þrír leikir sem enduðu með jafntefli á laugardaginn var í cnsku Þriðji leikurinn var hnífjafn, og endaði með jafntefli. Þar léku Leeds gamla stórveldið sem nú leikur í annarri deild, og Arsenal sem að vísu má muna sinn fífil fegri, en er allt að hressast, ekki síst eftir að Júgóslavinn Petrovic hóf að byggja þar upp á miðjunni. Liðin voru jöfn eftir venjulegar leiktíma, og cftir framlengingu léku á Elland Road, heimavelli Leeds, en þau léku á verða að leika enn á ný. En rifjunt upp hvaða liö þá mætast i bikarkeppninni í 16 liða úrslitunt: Everton-Tottenham Liverpool-Brighton, Derby-Manchester United Norwich-lpswich Aston Villa-Watford Middlesbro-Arsenal/Leeds Chrystal Palace-Barnslcy Cambridge-Sheffield Wednesday. 9 ■ Hafsteinn hafsteinsson og félagar í Val mæta Kr i dag. Verður leikurinn enn einn sigur Valsmanna, eða koma KR ingar á óvart? Nu er stóra ts að vera með Aðeins skuldlausir áskrifendur geta tekið þátt í Getraunaseðlarnir birtast í laugardagsblöðunum Siðumúla 15, Reykjavík LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.