Tíminn - 05.02.1983, Page 12

Tíminn - 05.02.1983, Page 12
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 húsrád Er erfitt að henda reidtir á rafmagns- snúrunum? ■ í sumum cldri ddhúsum cr lílið um rafniagnsinnstungitr í cldhúsum. Alls kyns rafmagnstækjum, sem licima ciga í eldhúsinu, fcr aftur á inóti fjölgandi, og getur oröið crfitt um vik, cf þau eiga öll 'að tengjast cinu og sömu innstungunni. I’að vill t.d. brcnna við, aö fólk rugli samun tcnglunuin, þcgar það vill sctja citt tæki í samhand. Kannski setur það óvart bruuöristina í samband, þcgar ætlunin var að laga scr góðan kaffisopa. Káðagóð kona tók það til brugðs að límu mislit líntbönd á snúrurnar rétt við tenglana, og segist hún síðan hafa sloppið við mistök af þessu tagi. ■ Hcr cr litlu til kostað til að geta áttað sig betur á hvaða snúra tilhcyrir hvcrju rafmagnstæki. Hvernig geyma má eggjaraúður ■ Oft vcrða eggjarauöur afgangs, þcgar bakað er, og er alveg synd að þurfa að fleygja þeim. Gott ráð til að4 geyma þær er að liræra sanian viö þær dálitlu vatni, skipta þeim niður í litlar dollur og frysta síðan. I*ær ciga að þola gcymslu í allt að 3 manuði. Þessar frystu cggjarauður er upp- lagl að nota i pönnukökur og omclcttur. Einnig er gott að setja þær út i kartöfluinús, sem á að grutinera. Þá hragðbætir það súpur ur kjötkralti að hræra cggjarauður, ásamt þeyttum rjóma, út í þær. Það gelur líka verið gott að bæta nokkr- um cggjarauðuin út í kökudeig, svo scm sandköku og gcrdcig. ■ Geymið lyf í sérstökum læstum skáp, a.m.k. eins og hálfs metra hæð frá gólfi 881 Frystar ís- lenskar pizzur á markaði ■ Um mánaðamótin nóveinbcr/ desember sendi íslcnska fyrirtækið Joco Trading frá sér á markað tvær tegundir af frosnum pizzum og cr það eina íslenska fyrirtækið, sem selur frystar pizzur. Tegundirnar eru Pizza bologncse og Pizza pepperoni. Strax og þær’ hafa verið settar saman, er þcim stungið í plastpoka og frystar. Síðan er þeim pakkað inn í pappakassa og er mikil áhcrsla lögð á, að þeim sé haldið frosnum allt frá framleiðslu og þar til þær eru konmar í hendur neytenda. Geymsluþol þeirra er 5 mánuðir, og er prentað skýrum stöfum á bakhlið umbúðanna fram- leiðsludagur og sá dagur, þegar reikna má með að geymsluþol sé út runnið. A bakhlið umbúðanna1 er einnig að finna greinargóða lýsingu á innihaldi pizzanna, þyngd þeirra, sem er 310 grömm, og fiýiri upplýs- ingar. Ekki hefur verið kastað til höndun- um við framleiðslu þessara pizza, því að það tók framlciöendur 3 mánuði að komast að niðurstöðu ■ hvaða hráefni hentuðu best. Hversu hættulegt er heimilidsmábörnum? ■ Það er ógerningur að fyribyggja algerlega að börn fari sér að voða á heimilum sínum. En að því, er sænskur læknir heldur fram, er margt hægt að gera til varnar gegn slysum á mjög einfaldan hátt. Það er því mikilvægt, að þegar áður en barnið er farið að skríða. sé farið yfir íbúðina hátt og lágt og hún gerð þannig úr garði, að hún hafi eins lítið upp á hættur að bjóða og mögulegi er. Læknirinn hefur útbúið eftirfarandi lista foreldrum til leiðbeiningar: Kornabörn 0-3 mánaða Skiptiborðið sé svo traust, að barnið geti velt sér á því hálfan hring án þes* að detta af því, eða á það eru settir 3 hliðarveggir. • Takið alltaf barnið af skiptiborðinu. ef þið þurfið að ganga frá því lengra en í eins metra fjarlægð. • Rúmiðeðavagganþarfaðveratraust • Ekkert plast í rúminu. • Gangiö úr skugga um að hitastigið á baðvatninu sé rétt nteð þvií að stinga alnboganum ofan í það. • Gangió úr skugga um að karfan sitji vel skorðuð á undirvagninum. • Sniðgangið miklar umferðaræðar, þegar þið eruð úti að ganga með barnið. • Látið barnastólinn alltaf standa á gólfinu. • Sitjið aldrei með barnið í kjöltunni, þegar þig eruð að drekka te eða kaffi, eða aðra heita drykki. • Skorðið alltaf plastsmekki ofan í buxur barnsins. • I bílnum skal barnið liggja í vel skorðuðu barnarrúmi eða sitja í örugg- um barnastól mcð spennt öryggisbelti. Smábörn 3 mánaöa -1 árs Gangið svo frá heitavatnskrönum, að lítil börn geti ekki skrúfað frá þeim á cigin spýtur. • Farið aldrei frá barninu á meðan það er í baði. • Látið barnið aldrei sitja einsamalt án eftirlits í kerrunni. • Látið lok á alla rafmagnsrofa, hvort heldur er í veggjum eða fjöltengjum og rafmagnsdósir. • Athugið, að allar rafmagnsleiðslur séu í fullkomnu lagi. • Gætið þess, að rafmagnssnúrur á borðlömpum, straujárnum og hljóm- flutningstækjum liggi ekki lausar á gólfinu. • Setjið hlið fyrir stigann á milli hæða. • Hái barnastóllinn verður að vera traustur. • Takið barnið alltaf úr stólnum, ef þig þurfið áð yfirgefa herbergið. • Allir hnífar og beitt eggjárn verða að vera geymd utan seilingar bamsins. • Verði miðstöðvarofnamir heitari en 60 stig, skuluð þið setja grind fyrir framan þá. • Eldavélin sé áföst veggnum, svo að ekki sé hætta á að hún sporðreisist. • Gætið þess, að á eldavélarbrúninni sé hár kantur, svo að ef upp úr sýður fari ekki sjóðandi heitt vatnið beint niður á gólf. • Athugið að rafmagnssnúrur á eldhús- tækjum og sköft á pönnum o.s.frv. standi ekki fram af borðbrúninni, svo að smábörn eigi ekki á hættu að hella yfir sig sjóðandi vatni eða brennheitum mat. • Uppþvottarduft, sterkur hreingern- ingarlögur, lyf, benst'n o.s. frv. verður alltaf að geymast þar sem lítil börn ná ekki til. • Læknislyf heimilisins skulu geymd í sérstökum læstum skáp, þar sem börnin ná ekki til, a.m.k. í eins og hálfs metra hæð yfir gólfi. • Á öllum gluggum skulu vera öruggar hespur • Hendið öllum hættulegum og sködd- uðum leikföngum. • Smábörn mega ekki eiga aðgang að plastpokum. • Gangið svo frá heitavatnskrönum, að lítil börn geti ekki skrúfað frá þeim á eingin spýtur. • Farið aldrei frá barninu á meðan það er í baði. • Allar glerrúður innanhúss, sem eru í minna en 80 cm hæð frá gólfi, skulu vera varðar á einhvern hátt. • Ræktið engin eitruð blóm á heimilinu á meðan óvitar eru þar. • Ef þið reiðið barnið á reiðhjólinu, hafið þá sérstakt barnasæti á hjólinu hafið hlíf yfir teinunum og látið barnið bera höfuðhjálm. • í bílnum situr barnið í sínum eigin öryggisstól. • Ef þið eruð með barnið í sundlaug, við sjó eða annað vatn, sem það getur dottið út í, látið það þá alltaf bera björgunarvesti, sem er miðað við þyngd þess, og sleppið því aldrei úr sjónmáli. • Forðist miklar umferðargötur, ef þið eruð með barnið á reiðhjóli. • Leyfið barninu aldrei að hlaupa á undan eða dragast aftur úr, þegar þið eruð með það úti í umferðinni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.