Tíminn - 05.02.1983, Qupperneq 4

Tíminn - 05.02.1983, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 Ódýrar bókahillur Fyrir heimili og skrifstofur Stærð: 184x80x30 Fást í furu, eik og bæsaðar. Verð kr. 1.990.— án hurða Tré- og glerhurðir fáanlegar Húsgögn oa , . . . Suðurlandsbraut 18 mnrettingar simi se 900 Lausar stöður VII Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður á eftirtöldum deildum: DEILDARSTJÓRI B-ÁLMA Laus til umsóknar er staöa deildarstjóra á nýrri hjúkrunardeild fyrir aldraða í B-álmu (B-6). Umsóknarfrestur til 20. febrúar n.k. Á sótthreinsunardeild, afleysingastaða, vinnutími 4 klst. virka daga. Á gjörgæsludeild, full vinna, hlutavinna. Á skurðdeild, full vinna, hlutavinna kl. 8.00-14.00 virka daga. Á svæfingadeild, full vinna, hlutavinna. Á skurðlækningadeild A-5, full vinna, hlutavinna. Á lyflækningadeild A-6, full vinna, hlutavinna. Á geðdeild A-2, full vinna, hlutavinna. Á hjúkrunar- og endurhæfingadeild Grensás, full vinna og hlutavinna, næturvakt. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til vetrarafleysinga á spítalann. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og störf sendist hjúkrunarforstjóra. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í sima 81200. Sérstök athygli er vakin á því að Borgarspítalinn býður hjúkrunarfræðingum, sem ekki hafa verið í starfi undanfarin ár upp á 3ja vikna starfsþjálfun. Laun verða greidd á starfsþjálfun- artíma. SÉRFRÆÐINGUR í LUNGNALYFLÆKNINGUM Staða sérfræðings i lungnalækningum við lyflækningadeild Borgar- spítalans er laus til umsóknar. Staðan er hlutastaða (75%) og henni fylgir ákveðin kennslukvöð. Staðan veitist frá 1. júní n.k. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir lyflækningadeildar Borgarspítalans. Umsókn- ir um stöðuna, ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf, sendist til stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar fyrir 6. mars n.k. Reykjavík, 4. febr. 1983 Borgarspítalinn Nauðungaruppboð sem auglýst var i 70., 77. og 83. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á Kveldúlfsgötu 18 1. hæð t.h. Borgarnesi þinglesinni eign stjórnar Verkamannabústaða Borgarnesi fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands ofl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. febr. 1983 kl. 15.00. Sýslumaður Mýra og Borgarfjarðarsýslu. Rafvirki Viljum ráða rafvirkja strax. Upplýsingar gefur Ólafur Ólafsson kaupfélags- stjóri sími 99-8121. Kaupfélag Rangæinga. fréttir Fullbúin tannlækningastofa bídur á Dalvík — en tannlæknir fæst enginn: ,,Til skammar fyrir tannlæknastéttina” — segir Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn SVARFAÐARDALUR:„Við bjóð- um upp á góða aðstöðu í glænýrri heilsugæslustöð og meira en næg verkefni. En þrátt fyrir ítarlegar til- raunir ráðamanna hcr mánuðum sam- an hefur ekki tekist að fá hingað tannlækni. Það er eins og þessir háskólaborgarar okkar geti ekki hugs- að sér að deila kjörum með almenningi út um byggðir þessa lands", sagði Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn í Svarfaðardal, sem ásamt fleirum norður þar er orðið þungt í skapi yfir því að gcta með engu móti fengið tannlækni til þjónustu í stóru lækni- shéraði. - Geta menn láð okkur þótt við séum sárir og reiðir að geta ekki - þótt nóg sé af tannlæknum í landinu - fundið einn einasta sem er fús til að starfa hér meðal okkar, þótt gull sé í boði. Ekki þyrfti hann að óttast verkefnaskort, því hér eru um 2000 manns í læknishéraðinu og um 3000 manns á Ólafsfirði þar sem líka er tannlæknislaust. Okkur þykir það óþarfa viðbótarkostnaður og mikil fyrirhöfn að þurfa að aka 100 kíló- metra til Akureyrar þurfi að láta bora í holu í barnstönn. Raunar tel ég það tilháborinnarskammarfyrirtannlækn- astéttina að láta þetta viðgangast. En það er eins og þeim finnist hvergi búandi nema í höfuðborginni - aðrir landsmenn megi því eiga sig. Hjörtur sagði tannlækni hafa starfað á Dalvík samfleytt í um 20 ár, en sá síðari þeirra hafi flutt til Selfoss s.l. vor. Bæjarstjórnini hafi keypt af honum ný og ágæt tæki sem komið hafi verið fyrir í góðri tannlæknastofu sem innréttuð var í nýrri heilsugæslustöð á staðnum. „Þar hafa þau síðan staðið - vantar ekkert nema manninn til að stjórna þeim“, sagði Hjörtur. Hann kvaðst nýlega búinn að spyrja bæjar- stjórann hvort eitthvað væri að rætast úr þessu, en svarið hafi veri „því miður sama sorgarsagan". Einhverjar vonir sem hann hafði um tíma hefðu brugðist. -HEI ■ Þegar 5 aura snúðar voru í boði léf unga Eyjakynslóðin sér ekki happ úr hendi sleppa - jafnvel þótf það kostaði 2ja klukkutíma bið. Magnúsarbakarí íEyjum 60 ára ,Þetta var al- veg ævintýri” Soffanías sendi hreppn- um mats- kostnaðinn GRUNDARFJÖRÐUR:Eitt af þeim málum sern lá fyrir síðasta hrepps- nefndarfundi í Grundarfirði var bréf frá Soffaníasi Cecilssyni, útgerðar- manni ásamt 14.500 kr. peningaupp- hæð. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í hreppsnefndinni höfnuði endanlega í janúar tilboði frá Soffaníasi um kaup á húsi hans fyrir væntanlegt elliheimili á þeim kjörum að helmingur húsverðs- ins - eftir mati - væri greiddur en hinn helminginn fengi hreppurinn gefins, eins og komið hefur fram. Fyrir úttektina á húsinu hafði hreppurinn greitt 14.500 krónur. í bréfi Soffanías- ar kveður hann það aldrei hafa verið hugmynd sína að sveitarfélagið bæri kostnað af þessu tilboði sínu og því sendi hann upphæðina - 14.500 kr. - með bréfinu. Um svipað leyti og tilboði Soffanías- ar var hafnað var stofnað sjálfseignar- félag um rekstur dvalarheimilis aldr- aðra í Grundarfirði. Hyggst það fara af stað mcð nýbyggingu væntanlegs dvalarheimilis. Fyrir sama hrepps- nefndarfundi lá einnig bréf frá félaginu þar sem leitað er svara við því hvað sveitarfélagið vilji fyrir það gera varð- andi fjárvcitingar á þeirri fjárhagsáætl- un sem unnið er að fyrir árið 1983. -HEI VESTMANNAEYJAR:„Þetta var al- veg ævintýri. Við vorum búnir að baka einhver reiðinar ósköp, en það hrein- lega fauk út á innan við klukkutíma. Já, og svo var bara allt tómt - við stóðum bara og hlógum”, sagði Andrés Sigmundsson, bakari í Magnúsarbak- aríi í Vestmannaeyjum. En Magnúsar- bakarí hélt upp á 60 ára afmæli sitt með nokkuð skemmtilegum hætti á 10 ára gosaamælinu - sunnudaginn 23. janúar s.l. - Við seldum eftir verðlista frá árinu 1923. Rjómakökurnar kostuðu t.d. 23 aura og snúðarnir 5. aura. (samt hefur krónan verið minnkuð hundraðfalt síðan) Þótt ekki ætti að opna fyrr en kl. tvö eftir hádegi voru krakkarnir farnir að bíða strax um hádegi. Um leið og við opnuðum fylltist allt svo við réðum eiginlega ekki neitt við neitt. Það er t.d. stórt og þungt kæliborð þarna inni, en það fór á fleygiferð undan þrýstingnum af fólkinu. Þetta var hreint ótrúlegt, sagði Andrés. Var auðheyrt að han hafði þó haft gaman af þessu „ævintýri" og væntanlega þeir sem fyrstir komust í 23ja aura rjóma- kökurnar. -HEI Safnað fyrir Patreksfirdinga íEyjum: „Ekki vegna upphæðar- innar heldur hjartans” VESTMANNAEYJAR:„Ekki vegna upphæðarinnar, heldur hjartans. Við skorum á alla samborgara okkar - Fyllurn nú bæjarleikhúsið einu sinni ærlega", sagði í auglýsingu Leikfélags Vestmannaeyja í síðustu viku, um fjáröflunarsýningu á leikritinu Eldfær- unum til stuðnings heimilislausum á Patreksfirði. „Við fylltum húsið", sagði Unnur Guðjónsdóttir leikkona í Eyjum er við spurðum hana um árangurinn. „Við vorum búin að hafa 8 sýningar og þetta var bara aukasýning. Við seldum á 100 kr. miðann, en fólk tók rækilega við sér. Sumir t.d. sem keyptu 2 eða 3 miða vildu ekki taka til baka af 500 krónunt. Það var líka fólk úti í bæ sem búið var að sjá sýninguna, en sendi okkur peninga í staðinn. Seldir miðar þarna niðurfrá voru fyrir rúmar 21.500 krónur, en síðan borguðum við leikararnir okkur inn með mismunandi háum upphæðum og auk þess bættist við það sem fólk sendi utan úr bæ'\ sagði Unnur. Og þetta er ennþá að koma. Ég var t.d. beðin fyrir 500 kr. frá einni konu og 100 kr. frá annarri. Ég veit líka að verið er að safna á netaverkstæðinu þar sem maðurinn minn vinnur. Drengur kom líka til mín í gær og bað um eitthvað á tombólu. „Við ætlum að safna fyrir þá á Patreksfirði", sagði hann. Þetta er um allt í bænum. „Já, það er hugsað til Patreksfirð- inga hér - enda okkur málið skylt. Við erum sjálf búin að lenda í þessu, þótt ekki hafi það verið eins slæmt því hér töpuðust þó ekki mannslíf. Við vitum að það er ekki endilega upphæðin sem mestu skiptir. heldur hugurinn að baki, sem maður metur", sagði Unnur. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.