Tíminn - 06.02.1983, Síða 8

Tíminn - 06.02.1983, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Siguriur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadottir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriöason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skatti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 11.00, en 125.00 um helgar. Áskritt á mánuði kr. 150.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Hvalveiöum hætt við ísland frá árinn 1986 ■ Meirihluti hefur samþykkt á Alþingi íslendinga, aö vísu aðeins með eins atkvæðis mun, að hvalveiðum skuli hætt hér við land frá og með árinu 1986. Þar með mun þessi um það bil eitt hundrað ára atvinnugrein landsmanna leggjast niður. v Allir þingflokkarnir klofnuðu í afstöðu sinni til þessa máls, enda ekki um flokksmál að ræða nema hjá Alþýðubandalaginu, en af þeim sökum lét einn ráðherra Aiþýðubandalagsins sig vanta við atkvæðagreiðsluna. Mikið hefur verið rætt manna á meðal um þá skyndilegu kúvendingu, sem kunnugir telja að orðið hafi á afstöðu þingmanna til þessa máls á örfáum dögum, og þann hræðsluáróður, sem af ýmsum erlendum aðilum var rekinn gagnvart fslendingum. Sá áróður, sem var uppfullur af hótunum, var ósæmilegur, en augljóst, að hann hefur ráðið afstöðu margra þingmanna, enda játuðu sumir þeirra það hreinskilnislega er þeir gerðu grein fyrir afstöð’ ánni í þinginu. Hversu mikið hefur verið að marka þennan appblásna áróður má svo ráða af athyglisverðu viðtali, sem Tíminn birti á föstudaginn við Guðjón B. Ólafsson, forstjóra Iceland Seafood í Bandaríkjunum, en hann sagði m.a.: „Ég held að ég geti fullyrt það, að enginn einasti maður hér í Bandaríkjunum viti af þessari miklu öldu, sem gengið hefur yfir Isiand undanfarna daga. Allur þessi hávaði er að mínu viti alveg alíslenskur stormur í tebolla". Vonandi verður þetta alþingismönnum til nokkurrar umhugsunar. Kjörnir forustumenn þjóðarinnar verða ávallt að sýna hugrekki þegar sótt er að íslenskum hagsmunum með hótunum frá erlendum þrýstihópum. Hins vegar þýðir lítið að ræða um það liðna í þessu efni. Alþingi hefur tekið þá ákvörðun að hætta hér hvalveiðum, og það verður ekki aftur tekið. Það er því skylda alþingismanna, og þá auðvitað ekki síst þeirra sem að ákvörðuninni stóðu, að láta kanna það í fullri alvöru, með hvaða hætti megi bæta fyrir þessa ákvörðun gagnvart þeim, sem verða fyrir beinum búsifjum af hennar völdum; það er að segja íbúunum í nágrenni hvalstöðvarinnar í Hvalfirði og þeirra manna, sem atvinnu hafa haft af hvalveiðum. Það er ástæðulaust að líta framhjá því að þegar þessi atvinnugrein er lögð niður með þessum hætti missa nokkur hundruð manns fasta og ábatasama sumaratvinnu. Þá eru að sjálfsögðu umtalsverð mannvirki í Hvalstöðinni, sem ótækt er að láta ónýtt eftir að hvalveiðunum lýkur. Auðvitað verður að kanna, hvaða atvinnustarfsemi gæti þar tekið við. Það verður vafalaust gert, hver svo sem niðurstaðan af þeim athugunum verður. Og úr því sem komið er skiptir það mestu máli að þeir landsmenn, sem mest hafa verið háðir hvalveiðunum, verði ekki fyrir búsifjum vegna þessarar ákvörðunar Alþingis. Hvað dvelur tillögur um nýtt viðmiðunarkerfi? Með samkomulagi því, sem gert var í ríkisstjórninni í ágúst síðastliðnum og gerð var grein fyrir í sérstakri yfirlýsingu, sagði m.a., að ríkisstjórnin hafði „ákveðið að standa að“ endurskoðun á núgildandi vísitölukerfi. í samþykkt ríkisstjórnarinnar var þetta mjög afdráttarlaust, eða sem hér segir: „Að undangengnum frekari viðræðum við aðila vinnu- markaðarins verði tekið upp nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun, með hliðsjón af hugmyndum viðræðunefndarumivís- itölumál, þannig að verðbætur á laun verði greiddar samkvæmt nýju viðmiðunarkerfi eftir 1. desember 1982.“ Langt er síðan vísitölunefndin skilaði áliti sínu, en enn bólar ekki á tillögum ríkisstjórnarinnar í þessu efni. Það eru fáir dagar til stefnu ef nýja viðmiðunarkerfið á að gilda við næstu vísitöluútreikninga. Það er því nauðsynlegt að tillögur ríkisstjórnarinnar sjái dagsins ljós sem allra fyrst. -ESJ. skuggsjá Nýjar bækur á bandarískum bókamarkaði næstu mánuðina s I BANDARÍKJUNUM ER VORIÐ EKKI SÍÐUR BÓKAFLÓÐSTÍMIEN SÍÐUSTU MÁNUÐIRNIR FYRIR JÓL. Bókaforlögin sendu út bókalista um þær bækur, sem koma á markaðinn næstu mánuðina, í upphafi ársins, og að venju kennir þar margra grasa. Bandarísk bókmenntatímarit hafa að undanförnu gert nokkra grein fyrir ýmsum þeim nýju bókum, sem gefnar verða út þar vestra á næstunni, og skal hér minnst á sumar þeirra. Fyrst cru það æfisögurnar, en margar slíkar eru væntanlegar og sumar lofa góðu. Nokkrar þeirrar eru tengdar merkisafmæl- um þeirra, sem um er fjallað. Þannig eru til dæmis hundrað ár liðin frá því að smávaxinn en eftirminnilegur borgarstjóri í New York fæddist. Það var Fiorello H. LaGuardia (sem flugvöllur með sama nafni í New York er kenndur við), en sumir telja hann besta borgarstjóra sem þessi heimsborg hafi nokkru sinni átt. í tilefni afmælisins kemur út æfisaga LaGuardia eftir Lawrence Elliott. Nefnist hún „Little Flower" (Litla blóm). Það eiga fleiri merkisafmæli. Alkunnugt er að hundrað ár eru liðin á þessu ári frá því Richard Wagner, tónskáldið þekkta, fæddist, og hefur margt verið áætlað af því tilefni víða um lönd. Vestanhafs koma út þrjár bækur á afmælisárinu: „Richard Wagner: His Life, His Work, His Century" eftir Martin Gregor-Dellin, „Richard Wagner“ eftir Derek Watson og svo bréfasafnið „Letters of Richard Wagner“, sem John N. Burk hefur ritstýrt. Afmæli af öðru tagi er tilefni tvcggja nýrra bóka. Það verða sem sagt í sumar (19. júní) liðin þrjátíu ár síðan Ethel og Julius Rosenberg voru tekin af lífi fyrir kjarnorkunjósnir í þágu Sovétríkjanna. Um það efni fjallar Ronald Radosh og Joyce Milton í „The Rosenberg File“, og Walter og Miriam Shneir í endurskoðaðri útgáfu af bók sinni „Invitation to an Inquest“, sem fyrst kom út árið 1965. Og svo nokkrar æfisögur skálda og rithöfunda. Dashiell Hammett, bandaríski leynilögreglusagnahöfundurinn, er viðfangsefnið í tveimur nýjum bókum - annars vegar „Hammctt: A Life at the Edge“ cftir William F.Nnlan, og „Dashicll Ilainmctt: A Life“ eftir Diane Johnson. Síðarnefnda- bókin er skrifuð í -samvinnu við lcikritaskáldið Lillian Hcllman, sem bjó með Hammett á sínum tíma. W.H. Auden, sem mörgurn er hérlendis að góðu kunnur, færum sig tvær bækur: „Auden-A Carnival of Intellect" eftir Edward Callan og „Auden: An American Friendship“ eftir Charles H. Miller. Og þá má nefna „Samuel Beckett1' eftir Charles Lyons, en það er æfisaga þessa merka rithöfundar, sem reyndar er með nýja bók á Bandaríkjamarkaði með vorinu: „Worstword Ho“ heitir hún. Stjórnmálamenn fá sinn skerf af æfisögum. John Adams- fjölskyldan, sem um langt árabil var ein sú áhrifamesta í bandarískum stjórnmálum, er viðfangsefni Paul C. Nagels í „Descent from Glory“. William Manchestcr, sem frægur varð fyrir umdeilda æfisögu John F. Kennedys, skrifar um Winston S. Churchill í „The Last Lion: Visions of Glory 1874-1932“. Herbert Hoover, sem sumir telja með lélegustu forsetum Bandaríkjanna, er tekinn til meðferðar í „The Engineer“, sem er fyrsta bindið af mörgum eftir George H. Nash um æfi Hoovers. Roy Mcdvedev, sá þekkti sovéski andófsmaður og sagnfræðingur, er höfundur æfisögunnar „Khrushchev“, sem að sjálfsögðu fjallar um þennan að ýmsu leyti sérstæða sovéska forsætisráðherra. Og tveir af látnum forystumönnum Israelsríkis fá einnig um sig bækur. Annars vegar Ben Gurion í „Prophet of Fire“ eftir Dan Kurzman, og hins vegar Golda Meir í „Remembering Mama" eftir Menahen Meir, son Goldu. Það er svo sem af nógu að taka hvað æfisögur og endurminningar varðar, en rétt er að ljúka þeirri upptalningu með því að minnast á „Memory Babe" sem er gagnrýnin æfisaga bíthöfundarins Jack Kerouac, „Road to Tara“ eftir Anne Edwards, en það er æfisaga Margaret Mitchell, sem samdi þá frægu skáldsögu „Á liverfanda hveli“, og „The Roots of Treason" eftir E. Fuller Torrey, en þar er fjallað um Ijóðskáldið Ezra Pound, sem snérist á sveif með ítölskum fasistum, og ástæðurnar sem þar lágu að baki. M ARGIR HÖFUNDAR VESTRA GETA NÁNAST SJÁLFKRAFA GENGIÐ ÚT FRÁ ÞVÍ SEM VÍSU AÐ NÝ BÓK FRÁ ÞEIRRA HENDI SELJIST í RISAUPP- LÖGUM. Þetta eru metsöluhöfundarnir, sem flestir skrifa þrillera og afþreyingarbókmenntir, en þó eru þar inn á milli rithöfundar sem skrifa viðurkennd skáldverk af öðru sauðahúsi. Margir þekktir rithöfundar, bæði af hinu léttara og alvarlegra tagi, eiga nýjar bækur á bandaríska bókamarkað- inum nú síðari hluta veturs og fram á vorið. Hér skulu nokkrir þeirra nefndir samkvæmt upplýsingum hinna bandarísku bhtða. Norman Mailer, sá skemmtilegi höfundur, er með nýja skáldsögu, sem stingur nokkuð í stúf við fyrri bækur hans. Þessi nefnist „Ancient Evenings“ og gerist í Egyptalandi 1200-1100 fyrir Krist. Meðal fjölmargra sögupersóna er athyglisverður kvennabúrsstjóri. Doris Lessing heldur áfram Argos-frásögnum sínum. Sú fimmta í röðinni nefnist „Conopus in Argos: Archives - Documents Relationg to the Sentimental Agents in the Volyen Ernpire". Gore Vidal fjallar um poppmenningu og popppólitík í skáldsögunni „Duluth" (sú ætti víst erindi hingað), og Iris Murdoch er með nýjabók: „The Philosopher’s Pupil“. D.M. Thomas, sem sló í gegn fyrir fáeinum árum, heldur áfram sérkennilegum frásögnum sínum „Ararat", sem gerist jalnt á 19. öldinni í Rússlandi og í Manhattan nútímans. Sloan Wilson fjallar enn um gráklædda manninn sinn í „The Little Drummer Girl“, og Alistair MacLean segir frá afrekum í síðari heimsstyrjöldinni í „Partisans". Annar góðkunningi fslendinga á þrillerasviðinu, Hammond Innes, er með bökina „The Black Tide“ og fjallar þar urn hefnd. Joseph Wambaugh heldur áfram lögreglusögum sínum frá Los Angeles með „The Delta Star“. Morris L. West fékk innblásur úr sjálfsæfisögu sálfræðingsins Jung ogskrifaði „The World Is Made of Glass“. Og Margarct Truman heldur áfram að segja frá morðum í frægum byggingum í Washington: að þessu sinni er það „Murdcr at the Smithsonian". Það er alltaf nokkuð um það að erlendis skáldsagnahöfund- ar séu gefnir út í Bandaríkjunum, þótt það sé yfirleitt talinn erfiðasti markaðurinn fyrir útlenda höfunda að komast inná. Nóbelsvcrðlaunahafinn Gabriel Garcia Marquez er þar að sjálfsögðu efstur á blaði að þessu sinni með skáldsöguna um morðið margboðaða, sem kom út hérlendis fyrir jólin. Franska skáldkonan Francoise Sagan er með nýja skáldsögu, scm reyndar cr þegar komin út vestra og hefur vakið verulega athygli. „The Painted Lady“ heitir hún og þykir marka nokkur tímamót á höfundaferli Sagan, sem hefur verið í mikilli lægð síðustu árin. Tvær bækur um bókmenntir munu vafalaust vekja athygli ýmissa. Önnur þeirra er eftir pólska Nóbelsskáldið Czeslaw Milosz og fjallar um pólskar bókmenntir. „Thc History of Polish Literature". Hin er eftir Vladimir Nabokov og fjallar um söguhetju Cervantesar; „Lectures on Don Quixote" heitir hún og er byggð á fyrirlestrum Nabokovs, en hann var sem kunnugt er háskólakennari í bókmenntum um árabil. Vart er hægt að Ijúka þessu stutta yfirliti án þess að minnast á eina bók um stjórnmál síðustu ára, sem væntanlega mun vekja nokkurt umtal og deilur. Það er bók blaðamannsins Seymour Hersh um Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bókin heitir. „The Price of Power: Kissinger in the Nixon White House“ og er gagnrýnin úttekt á störfum Kissingers og er þar íjallað um þau á annan hátt en í viðamikilli sjálfsæfisögu Kissingers. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.