Tíminn - 06.02.1983, Page 11

Tíminn - 06.02.1983, Page 11
SUNNUDAGUR 6. FEBRUAR 1983 ÍiJiÍ'.i. 11 kvikmyndahátíðin j „Vona að myndin sýni hvað það er að vera kona...” Rætt við bandaríska kvikmyndaleikstjórann Connie Field en mynd hennar Rósa rafvirki var sýnd á Kvikmynda- hátíðinni ■ Ein af athyglisverðari myndum á þeirri kvikmyndahátíð sem nú er að ljúka er bandaríska heimildamyndin Rósa rafvirki eftir Connie Field. Myndin er byggð upp á viðtölum við fimm konur og síðan er frétta- og áróðursmyndufn bandarískra stjómvalda á stríðsárunum fléttað inn í. í þessari mynd kemur fram nokkuð önnur reynsla bandarískra kvenna af Seinni heimstyrjöldinni en f þýsku myndinni á hátíðinni Þýskaiand - náföla móðir; bandarísku konurnar eru á vissan hátt stikkfrí, nefnilega frá þeim hörmungum sem gengu yfir Evrópu og fáir komust hjá. Ástæðan er einföld: Bandaríkjamenn heyja ekki styrjaldir heima hjá sér. Það kemur fram í Rósu rafvirkja að konur álitu að nú væri þeirra tími að renna upp, hagurinn að vænkast. Þær voru hvattar til þess að takast á hendur störf sem fyrir stríð voru í höndum karlmanna, þær voru þjálfaðar til sér- hæfðra starfa í þungaiðnaði og fengu hærri laun en þær voru vanar. Þetta var þó ekki eintómur dans á rósum, kaupið oft lægra en kaup karlmanna, svartar konur fengju lægri laun en hvítar og vinnutími oft of langur, sérstaklega fyrir konur með börn, sem áttu heimilisstörfin eftir þegar heim var komið. Sumar þurftu jafnvel að koma börnum sínum fyrir, hjá ættingjum eða öðrum, árum saman því ekki var dagheimilunum fyrir að fara nema í áróðursmyndum stjórn- valda, a.m.k. ekkifyrirverkakonur.allra síst svartar. En þær fengu hærra kaup en þær höfðu átt kost á fyrir stríð og vinnan var hærra metin en hin dæmi- gerðu kvennastörf. Connie Field sagði í viðtali við Helgar-Tímann að um 65% þeirra kvenna sem voru á vinnumarkaðinum á stríðsárunum hafi einnig verið útivinn- andi fyrir stríð: í léttum iðnaði - eins og ein konan í myndinni sem lýsir því er hún vann í verksmiðju sem framleiddi pappahatta og ýmis konar dót sem ætlað er til skemmtunar í barnaafmælum eða á gamlárskvöld: „Fólkið þarna var svo dapurt á svipinn... þetta var svo leiðin- legt;“ - eða við heimilis- og þjónustu- störf eins og önnur kona í myndinni: „Eftir stríðið fór ég aftur inn á kaffiteríuna, ég gat alltaf fengið nóg af slíkum störfum en mig langaði bara ekkert í þau.“ Talaði við sjöhundruð konur - Hvernig vannstu myndina? „Ég byrjaði á því að tala við sjöhundr- uð konur í síma og síðan heimsótti ég tvöhundruð konur og tók samtölin upp á segulband. Ég var að leita að konum sem hefðu verið úti á vinnumarkaðnum áður en stríðið byrjaði og unnið einhver dæmigerð kvennastörf. Þær þurftu líka að geta sagt skýra og skemmtilega sögu, en það er mjög misjafnt hvernig fólk segir frá, sumir segja skemmtilega frá en aðrir eiga kannski ekki eins gott með það. Slíkar heimildir eru góðar fyrir ritgerðir eða bækur en ég var að gera kvikmynd og varð því að velja samkvæmt því. En þessar konur eiga þó allar sinn þátt í því hvað varð úr myndinni. Síðan tók ég þrjátíu samtöl upp á myndband en endaði á því að kvikmynda þessar fimm konur sem koma fram í myndinni. Þær urðu fyrir valinu vegna þess að þær sameinuðu best þá þætti sem voru nauðsynlegir: voru allar úti á vinnumark- aðnum í dæmigerðum kvennastörfum fyrir stríð og þær. áttu gott með að segja frá. Ástæðan fyrir því að ég skar svo mikið niður er líka sú að ef ég hefði notað fleiri hefðum við ekki kynnst persónunum eins vel og v ið kynnumst þessum fimm konum. Þær konur sem ég talaði við glöddust mjög yfir því að einhver skyldi hafa áhuga á lífi þeirra, þeim fannst þær þá mikilvægari en ella, en það tók talsverðan tíma að byggja upp það traust sem er nauðsynlegt til þess að fólk segi manni eitthvað. - Hvað tók vinnan að myndinni langan tíma? „Hún tók fjögur ár, fyrsta árið fór í að afla fjár og það voru 50 stundir á viku í 52 vikur. Síðan tók við tveggja ára rannsóknarvinna, það var margt fólk sem hjálpaði til við að útvega heimildir en ég varð síðan að lesa þær allar. Þetta er eins og að skrifa ritgerð, kannski einhver gefi mér doktorsnafnbót fyrir þetta. Síðasta árið fór svo í framleiðsi- una sjálfa, myndatöku og allt sem framleiðslunni fylgir.“ - Hefurðu lært kvikmyndagerð? „Ég hef ekki gengið í kvikmyndaskóla heldur hef ég unnið við bandarískan ■ Connie Field: „65% þeirra kvenna sem voru á vinnumarkaðnum á stríösárunum voru einnig útivinnandi fyrir stríð“ (Tímamynd: ÁRNI) kvikmyndaiðnað sem aðstoðarmann- eskja en það eru margir sem kjósa að læra kvikmyndagerð á þann hátt. Ég vann m.a. við gerð myndarinnar Gauks- hreiðrið. í háskóla lagði ég stund á kvennasögu og starfaði með kvennahreyfingunni á seinni hluta sjöunda áratugarins og fyrri Á Carters tímanum hlutu verk um sögu kommúnistaflokksins, anarkista-hóps og verkalýðssögu styrki en slík verkefni yrðu ekki styrkt núna. Ég hef nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því, bróðir minn vinnur nefnilega hjá þessari stofnun." - Ertu kannski jafi.framt því að skrá ingu. Sú hreyfing sem berst á móti þeim á þessum vettvangi heldur fram rétti kvenna til að velja sjálfar um það hvort þær fari í fóstureyðingu eða ekki, en „siðlegi meirihlutinn" gengur mjög hart fram í því að reyna að svipta konur þeim rétti. ■ Úr myndinni „Rósa rafvirki“ sem sýnd var á Kvikmyndahátíðinni. hluta þess áttunda. Ég notaði lærdóminn þaðan í þessa mynd, sem er fyrsta kvikmyndin sem ég geri. En það eru þrjár nýjar í bígerð meðal þeirra ein um eiginkonu gríska forsætisráðherrans þar sem grísk samtímasaga verður. skoðuð út frá hennar sjónarhóli.“ - Hver var aðalfjárveitandinn? „Það var The Nationa! Endowment for the Humanities, sem er stofnun á vegum ríkisstjórnarinnar og styrkir verk- efni innan húmanísku fræðanna. Auk þess fengum við styrki frá ýmsum hreyfingum sem hafa málefni kvenna á dagskrá sinni og einnig einstaklingum. Það voru mjög margir sem hjálpuðu okkur, t.d. með því að hýsa okkur ókeypis. Maður verður að treysta mikið á það fólk sem styður mann, þegar maður vinnur svona verkefni. „Fengi ekki styrkinn ef ég væri að sækja um hann núna...“ Mér var úthlutaður þessi styrkur úr The National Endowment for the Hum- anities á meðan Carter var enn við völd, en ég er alveg viss um að ég fengi hann ekki ef ég væri að sækja um hann núna, vegna þess að myndin fjallar um konur og vinnu, og slík viðfangsefni eiga ekki upp á pallborðið hjá Reagan-stjórninni. kafla í bandarískri kvennasögu að breg- ast við þeim atlögum sem konur mega vænta í kjölfar dýpkandi kreppu? „Ég er ekki viss um hvers er að vænta því að nú er almennt verið að sparka bandarískri verkalýðsstétt út á guð og gaddinn, ekki bara konum. Það er verið að flytja iðnaðarframleiðsluna úr landi, þangað sem vinnuaflið er ódýrara. Það má þó búast við að konur og hinir ýmsu minnihlutahópar verði fyrsíir til að fá sparkið. Staða kvenna er mjög slæm í Banda- ríkjunum, konur vinna ennþá að mestu leyti hefðbundin kvennastörf og laun þeirra eru almennt einungis 59% af launum karlmanna. Þá er einnig komin fram ný hreyfing, hinn svokallaði „sið- legi meirihluti“ sem heldur uppi mjög hörðum árásum á kvennahreyfinguna. Þessi „siðlegi meirihluti" samanstendur aðallega af kristnum mönnum sem halda því fram að karlmaðurinn komi næstur á eftir guði, en konan komi síðan á eftir karlmanninum. Þeir halda því fram að nútíma konur lifi ekki í samræmi við skyldu sína, sem sé sú að helga sig fjölskyldunni, og með því grafi þær undan fjölskyldunni og samfélaginu öllu. Þessi hreyfing hefur haft mikil áhrif upp á síðkastið og hefur m.a. verið að reyna að fá fóstureyðingalöggjöfinni breytt, en það mundi hafa í för með sér að fátækar konur fengju ekki fóstureyð- „Eins og sumar konur hafí meiri skilning á mannlegri reisn...“ Efnahagsástandið í Bandaríkjunum er mjög slæmt núna og það mun vafalaust hafa áhrif á alian heiminn. Það er líka mjög mikil stríðshræðsla ríkjandi sem ég held að sé vegna þess að sagan sýnir okkur að í kjölfar hverrar kreppu siglir styrjöld. Ef þeirri kreppu sem nú er þegar skollin á fylgir stríð þá yrði það kjarnorkustríð og fólk er orðið dauð- hrætt. Þó nóg sé til af vopnum til að ganga endanlega frá mannkyninu mörg- um sinnum er samt haldið áfram að framleiða vopn. 60% af fjárveitingum bandaríska ríkisins fara í hernað og 50% af því fé sem veitt er til rannsókna er varið í hernaðarrannsóknir. Það er líka ástæðan fyrir því að Japanir eru komnir fram úr Bandaríkjunum í iðnaði, þeir veita miklu meira fé í almenna iðnaðarframleiðslu og verja einungis 1% af fjárveitingum sínum til rannsókna í hernaðarrannsóknir." - Gera konur öðruvísi myndir en karlmenn? „Ég veit það ekki, það hafa ekki nógu margar konur gert kvikmyndir til þess að hægt sé að dæma um það. Kvikmynda- iðnaðinum er ennþá stjórnað af karl- mönnum svo við verðum að bíða og sjá til. Það er þó Ijóst að konur hafa gert hluti sem hafa ekki verið gerðir áður, eins og t.d. þessi mynd sem ég gerði og fjallar um konur og ég vona að hún sýni hvað það er að vera kona og auki virðingu kvenna. Það er eins og sumar konur hafi meiri skilning en karlmenn á mannlegri reisn eða virðingu og þá sérstaklega kvenlegri reisn. Én femín- ismi er ákveðinn hugsunarháttur, maður skoðar heiminn á ákveðinn hátt. Margar konur eru ekki femínistar en það getur verið að til séu karlmenn sem horfa á heiminn sömu augum og femínistar, þó ég viti ekki hvort þeir gætu gert femíniskar kvikmyndir. Við vitum þó að sumir af merkustu karlrithöfundunum hafa gert góðar kvenlýsingar. Ég get eiginlega ekki sagt annað en það að ég veit að konur geta gert myndir eins og karlmenn en ég veit hins vegar ekki hvort karlmenn geta gert myndir eins og konur.“ -sbj.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.