Tíminn - 06.02.1983, Qupperneq 12
Aumingjaskapiir Alþingis
■ Meirihluti Alþingis hefur nú sam-
þykkt að mótmæla ekki fyrirhuguðu
hvalveiðibanni og sýnt með því slíkan
aumingjaskap að dómi undirritaðs að
þess eru fá dæmi í sögu stofnunarinnar.
Erum við íslendingar enn sjálfstæð þjóð
sem tekur sínar eigin ákvarðanir eða er
okkur stjórnað af samtökum erlendis á
borð við hvalfriðunar- og náttúru-
verndarsamtök í Bandaríkjunum eins
og raunin virðist vera í þessu máli? 29
þingmenn okkar íslendinga hafa beygt
sig undir vilja grátkellinga í Bandaríkj-
unum og ættu þeir að skammast sín fyrir,
hinum 28 vil ég þakka fyrir þorið og
kjarkinn.
Hvalveiðibannið er runnið undan
rifjum Alþjóðahvalveiðiráðsins en það
hefur breytst í nokkuð undarlega stofn-
un á síðustu árum. Þannig er að hvaða
ríki sem er getur gerst aðili að þessu ráði
nú og sum ríkjanna sem þar eru finnast
ekki í íslenskum landafræðibókum.
Maður efast um að þeir halanegrar sem
eru fulltrúar þeirra ríkja viti hvernig
hvalur líti út hvað þá meira.
Rökin fyrir hvalveiðibanninu eru
einkum þau að hvalir séu dýrastofn sem
sé í hættu. Þetta er vissulega rétt þegar
tekið er mið af veiðum þjóða á borð við
Japani. Þetta er hinsvegar rangt hvað
varðar stofnana hér við land. Þótt
rannsóknir okkar á þeim séu ekki
fullkomnar benda þær til alls annars en
að við ofveiðum hvali, þvert á móti
virðist nýting okkar á þeim vera
skynsamleg og er þá tekið mið af sókn
okkar og afla síðustu tuttugu ára á þessu
sviði.
Önnur rök eru að hvalir séu greindar
skepnur. Þetta er einkum tilkomið
vegna rannsókna á höfrungum. Sam-
kvæmt veiðiskýrslum frá 1980 voru
rúmlega 40.000 höfrungar drepnir, eða
margfalt fleiri hvalir en Alþjóðahval-
veiðiráðið leyfði að veiddir yrðu það ár
og voru Bandaríkjamenn einna stórtæk-
astir í þessu drápi en þeir leyfðu sér
hinsvegar þann ósóma að koma fram við
okkur íslendinga í þessu máli eins og um
hvert annað bananalýðveldi væri að
ræða í S-Ameríku. Það virðist hafa
gefist vel, allavega voru til 29 „bláeygir
byltingamenn" á Alþingi þar á meðal
Alþýðubandalagið eins og það lagði sig,
utan Ragnar Arnalds fjármálaráðherra.
Hræddir menn
Hvernig sem litið er á þetta hvalamál,
með eða á móti, þá verður ekki hjá því
komist að skoða „prinsippið" sem liggur
hér að baki en það er að erlendum
þrýstihóp hefur tekist að beygja Alþingi
undir viija sinn hvað varðar fiskveiðar
okkar íslendinga sem við byggjum
lífsafkomu okkar á. Hvalveiðar hafa á
undanförnum árum verið mikilvægur
liður í þessari lífsafkomu. Þannig námu
hvalafurðir okkar um 1,21% af heildar-
útflutningi landsmanna á árinu 1981.
Það væri fróðlegt að heyra sjónarmið
þeirra 29 þingmanna sem „hentu þessu
í sjóinn“ hvernig þær ætluðu að bæta
þennan hlut.
Það sem réði meirihlutaákvörðun
Alþingis var hræðsla og ekkert annað,
hræðsla hægri manna við hótanir frið-
unarsamtaka vestra um að koma í veg
fyrir fisksölu okkar og hræðsla vinstri-
manna við viðbrögð svipaðra hópa
innan sinna eigin raða sem gjarna gera
svona mál að forskrúfuðum dægurmál-
um hjá sér.
Friðunarsamtök vestra voru með stór-
ar yfirlýsingar um að þau myndu koma
að þessi samtök hefðu varið mestu af
tíma sínum í að hrella þjóðir eins og
Japani og Norðmenn sem ofveiða hvali.
Annað er að auðvitað hefðum við átt
að mótmæla banninu strax og þá með
allskonar fýrirvörum um nákvæmari
rannsóknir o.þ.h. sem hægt væri að leita
skjóls í síðar. Þá hefðum við verið búnir
að standa af okkur storminn núna, að
mestu, í stað þess að þurfa að taka
ákvörðun á síðasta degi og þá í
brennheitu sviðsljósi heimsfrétta. Al-
þingi er hinsvegar þekkt af allt öðru en
að hugsa langt fram í tímann svo þetta
hefur sennilega alltaf verið borin von.
Sjálfstæði þjóðar, og þar með réttur-
inn til að taka eigin ákvarðanir er oft
dýru verði keypt. Þeir 29 þingmenn sem
samþykktu að mótmæla ekki banninu
meta þetta sjálfstæði ekki meir en þær
milljónir króna sem við hefðum tapað
vegna tímabundinnar minnkandi sölu á
fiskafurðum okkar í Bandaríkjunum.
Það er miður. _ir»i
í veg fyrir fisksölu okkar á mörkuðum
þar ef við lytum ekki að vilja þeirra í
málinu. Þau sjónarmið voru dyggilega
studd af fréttastofu útvarpsins sem
útvarpaði þeim dag eftir dag yfir
landslýð í gegnum Helga Pétursson og
er fréttaflutningur útvarpsins af málinu
þeirri stofnun til háborinnar skammar.
Það var ekki fyrr en bannið hafði verið
samþykkt að sú stofnun fór að geta
sjónarmiða þeirra fslendinga sem hags-
muna áttu að gæta í málinu. Ef þetta er
hinsvegar skoðað niður í kjölinn kemur
í ljós að lítil ástæða var til að óttast. Að
vísu hefði þessum háværu aðilum eflaust
tekist að minnka sölu okkar eitthvað á
mörkuðum vestra, en þá aðeins tíma-
bundið og ekki er að efa að almenn-
ingsálitið, hjá jafntilfinningaríkri þjóð
og kanar eru, hefði snúist okkur í hag
þegar ljóst var að þessi samtök voru að
kippa stoðunum undan lífíafkomu lítill-
ar eyþjóðar, vegna veiða sem í sjálfu sér
eru ekki athugaverðar þar sem við
ofveiðum ekki hvalastofna okkar nema
síður sé. Auk þess hefði maður haldið
Friðrik Indriðason
blaðamaður skrifar
á bókamarkadi
Hvers vegna var
Jarðabók Árna
Magnnssonar og
Páls Vídalíns
samin?
■ Nýverið sendi Hið íslenska fræðafé-
lag í Kaupmannahöfn frá sér fjórða
bindið af Jarðabók Árna Magnússonar
og Páls Vídalíns í ljósprentaðri endurút-
gáfu. Jarðabókin var samin á öndverðri
18. öld, en birtist fyrst á prenti á árunum
1913-1943. Áformað er að bindin verði
nú allt að 13, og er þá haft í huga að
prenta í síðustu tveimur bindunum ýmis
skjöl varðandi jarðabókarverkið sem
ekki hafa verið gefin út áður. Þykir þar
ekki síst fengur að skjölum úr Múlasýsl-
um og Skaftafellssýslum þar sem jarða-
bókin um þ r sýslur er ekki varðveitt.
Handrit að henni hefur að líkindum
farist í hinum sögufræga bruna í
Kaupmannahöfn árið 1728.
Endurútgáfa Jarðabókar Árna og Páls
hlýtur að teljast nokkur viðburður í
íslensku menntalífi. Hún er langmerk-
asta heimildarrit sem íslendingar eiga
um sveitaþjóðfélag sitt á 18. öld,
Dani skorti upplýsingar
um hagi íslendinga
En skýrslugerð var líka í tísku á 18. öld
landbúnað og efnahag. Hún geymir
nákvæmar upplýsingar um kvikfénað
bænda, jarðir og býli, og fá má af henni
glögga vitneskju um hag landsmanna og
hvernig hver jörð var í byrjun 18. aldar.
Fjórða bindið, sem er nýkomið út, tekur
yfir Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu.
Mörgum leikur eflaust forvitni á að
vita hvaða ástæður lágu á sínum tíma að
baki þessu umfangsmikla verki.
Jarðabókin var tekin saman vegna
þess að stjórnvöld í Kaupmannahöfn
skorti upplýsingar um raunverulegan
hag íslendinga og landgæði hér. Bæna-
skrár og fjöldi kvartana hafði borist frá
landinu, en stjórnin átti óhægt um vik
að dæma um hvort þær hefðu við rök að
styðjast. Hún þurfti því að fá umsögn
hlutvandra manna að undangenginni
ítarlegri rannsókn.
Hitt hefur ekki síður vegið þungt á
metum þegar ráðist var í að hefja
jarðabókarverkið að danska ríkið þurfti
nauðsynlega á auknum tekjum að halda,
og möguleiki var á að hér á landi væru
ónýttar eða stórlega vannýttar auðlindir.
Árna og Páli voru því samhliða jarða-
bókarstörfum falin margvísleg önnur
vcrkefni.
Loks verður að hafa í huga að þetta
voru tímar aukinna umsvifa í opinberri
stjórnsýslu ríkjanna í Norðurálfu og
söfnun alls kyns upplýsinga var nánast
tískustefnu - það var svo undir hælinn
lagt hvað um allan fróðleikinn, skjala-
bunkann, varð.
Erindisbréf til Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns var gefið út af Friðrik 4.
Danakonungi í maí 1702. Það var í 30
greinum. Höfuðverkefnið sem þeim var
sett, var, sem fyrr segir, að semja
jarðabók um land allt með nákvæmri
lýsingu hverrar bújarðar. Stjórnvöld
ætluðust til að þessu starfi yrði lokið á
skömmum tíma, 2-3 árum, og er það út
af fyrir sig til marks um þekkingarskort
þeirra á íslenskum staðháttum. Þau
gerðu sér ekki grein fyrir að samgöngur
milli héraða lágu niðri mikinn hluta
ársins.
Auk jarðabókarstarfa var Arna og
Páli falið að rannsaka almennt hag
landsmanna, kynna sér kvartanir þeirra
og kærur á hendur embættismönnum og
kaupmönnum, kanna eignir kirkna og
skóla. Einnig að athuga möguleika á
brennisteinsnámi, þilskipaútgerð og
leita að steinum og málmum. Loks áttu
þeir að láta taka manntal um land allt.
Það gefur auga leið að starf af þessu
tagi er ekkert áhlaupaverk, og báðir
kusu þeir Árni og Páll fremur að vanda
til verka eins og framast var unnt, en
rasa um ráð fram. Bera samtímaheimild-
ir, s.s. Vallaannáll, vott um vandvirkni
þeirra og samviskusemi.
Starf jarðabókarnefndar tók rúman
áratug. Handritið barst af ýmsum ástæð-
um ekki til Danmerkur fyrr en 1720, er
stiftamtmaður flutti það utan ásamt
öðrum bókum og handritum Árna
Magnússonar. Þremur áratugum síðar
var dönsk þýðing jarðabókarinnar
fullgerð, en prentuð var hún fyrst á 20.
öld; þá auðvitað í öðru augnamiði en
hún var saman tekin.
Það er engum vafa undirorpið að fyrir
íslenska sagnfræðinga nú á dögum er
Jarðabókin heillandi rannsóknarefni, og
ritið er fróðleiksnáma fyrir alla áhuga-
menn um sögu. Ef til vill verður hin
nýja ljósprentun einhverjum vandvirk-
um fræðimanni kveikja til að rannsaka
og rita um íslenska samfélagssögu 18.
aldar, en þeirri sögu hafa íslenskir
sagnfræðingar lítt gefið sér tóm til að
sinna.
GM.