Tíminn - 06.02.1983, Síða 14

Tíminn - 06.02.1983, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 1S Truong Nhu Tang, einn af stofnendum Þjóðfrelsisfylkinarinnar í Suður-Víetnam, er flúinn til Vesturlanda og fer ófögrum orðum um svik kommúnista við samherja sína í Víetnam: ■ í Um höfundinn: Truong Nhu Tang ■ Höfundur greinarinn- ar um Víetnam er Truong Nhu Tang en hann var á sínum tíma einn af stofn- endum Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar í Suður-Víet- nam og sat í Bráðabirgða- byltingarstjórninni. Arið 1975 varð han dómsmála- ráðherra í hinni nýju ríkisstjórn Suður-Víet- nams. Hann lét af em- bætti vegna ágreinings við kommúnista, og þegar hann áttaði sig á því að stjórnvöld í Hanoi voru að sölsa undir sig öll völd í landinu og koma á kommúnísku einræði flúði hann land ásamt mörgum öðrum; slóst í hóp hins svonefnda „bátafólks“ árið 1979. Hann komst til Indónesíu, en býr nú í París. Grein Truong Nhu Tang er í senn marktæk og trúverðug lýsing á ástand- inu í Víetnam og eðli kommúnismans, og á því brýnt erindi til allra hugs- andi manna. Kúgunarstjórn kommúnista í Víetnam á sér enga hliöstæðu í sögu landsins Sviku loforð um frelsi, lýðræði og sjálfstæði Suður-Víetnams ■ Hinn 15. maí árið 1975 stóð ég á viðhafnurpalli og fylgdist með fyrstu fagnaðargöngunni á Sigurdegi í Ho Chi Minh-borg (sem nokkrm mánuðum áður hét Saigon). Mannfjöldinn þokaðist áfram framhjá okkur, veifandi fánum Alþýðulýðveldisins Víetnam (Hanoi) og Bráðabirgðabyltingarstjómarinnar í Suður-Víetnam (Viet Cong). Hersveitirnar báru aftur á móti aðeins einkennislit Norðanmanna og ég spurði því háttsettan hershöfðingja sem stóð við hlið mér hvar gæti að líta hinar frægu herdeildir Þjóðfrelsisfylkingarinnar númer 1,5,7 og 9. Hershöfðinginn, Van Tien Dung, yfirmaður herja Norður-Víetnams, svaraði kuldalega að allar hersveitir hefðu nú verið sameinaðar. Það var á þessu andartaki sem skilningur kviknaði í huga mér á því hver örlög mín vom orðin og örlög Þjóðfrelsisfylkingarinnar. Þarna á pallinum áttaði ég mig á því að fyrirheit kommúnista voru markleysa og einber áróður. Á Sigurdegi var ekki verið að fagna sigri Þjóðfrelsisfyikingarinnar eða Suður-Víetnams. Laðaðist að vestrænni frjálshyggju Þegar ég var við nám í París á fimmta áratugnum laðaðist ég ákaflega að vestrænni frjálshyggju. Ég kynnti mér kenningar um lýðræði og var sjálfur vitni að því hvernig það reyndist í framkvæmd. Heimaland mitt átti sér aðra sögu: Þar hafði kínversk einveldisstjórn drottnað í þúsund ár og síðan verið leyst af hólmi af álíka óupplýstri nýlendustjórn Frakka. Það var því kannski þversagnarkennt að þarna í París varð mér ljóst að ég dáði franska menningu og einkum þó stórnmálahefðir Frakka. Mér var gífurlega annt um að mín eigin þjóð fengi að njóta hins sama og Frakkar og aðrir Vesturlandabúar: sjálfstæðis og lýðræðis í stjórnmálum. Það verkaði örvandi og ég var hreykinn þegar Ho Chi Minh kom til Parísar til að semja-við frönsk yfirvöld, ekki síst vegna þess að blöðin hylltu hann sem alþýðuhetju frá Víetnam. Sú virðing sem honum var sýnd snerti strengi í hjarta mínu. Ég varð gagntekinn hamingju þegar mér var boðið að hitta hann. Ég, saklaus víetnamskur æskumaður, ríkur af hugsjónum, varð á þeim fundi eindreginn fylgismaður Ho Chi Minhs. Á sjötta áratugnum höfðu ekki margir víetn- amskir menntamenn lagt stund á háskólanám á Vesturlöndum, og ég var í hópi fárra sem lokið höfðu prófi frá frönskum háskóla. Þegar ég sneri aftur heim til Saigon árið 1958 fékk ég starf sem aðaleftirlitsmaður í banka og síðan skipaði ríkisstjórn Suður-Víetnams mig forstöðumann sykurhreinsunar ríkisins. Upp frá því gat ég fetað í fótspor þeirra heppnu menntamanna sem höfðu menntast á Vesturlöndum og fengu sjálfkrafa há embætti og nutu öruggrar framtíðar hjá því opinbera. Oft fengu slíkir menn ráðherraembætti, sem þeir notfærðu sér til fullnustu. Þeir sinntu mjög eigin hagsæld og velgengni og skeyttu ekkert um það sem mér virtust vera nauðþurftir almennings í landinu. Enginn leiðtogi föðurlandsvinur Er fram liðu stundir komst ég á þá skoðun að nánast enginn af aðalleiðtogum Suður-Víetnams væri föðurlandsvinur, og að ég gæti ekki þjónað landi mínu í slagtogi með spilltum herforingjum og stjórnmálamönnum. Mér þótti sérstaklega bagalegt að við nutum ekki þess stjórnmálafrelsis sem ég hafði kynnst á Vesturlöndum. Smám saman komst ekkert annað að í huga mínum en samlandar mínir sem þjáðust í fangelsum og út í frumskóginum vegna baráttu sinnar fyrir sjálf- stæði og þeim stjórnmálahugmyndum sem ég deildi með þeim. Með leynd kom ég mér í samband við þessa byltingarmenn. 1 sameiningu komumst við að þeirri niðurstöðu að ég þjónaði málstaðnum best með því að sitja áfram í embætti mínu hjá sykurhreinsuninni og héldi leynilegu sambandi við hina nýju félaga. Eftir þetta hitti ég erindreka Huynh Tan Phat, sem síðar átti eftir að verða forsætisráðherra Bráðabirgðabyltingar- stjórnarinnar, á tveggja vikna fresti, og áttum við slíka leynifundi næstu tvö árin. Allan þann tíma grunaði lögreglu Ngo Dinh Diems forseta aldrei að ég hefði tengsl við Viet Cong. Á minnistæðum t'undi inni í frumskóginum í desember árið 1960 kom fram tillaga um að við mynduðum bráðabirgðastjórn Þjóðfrelsisfylking- arinnar. í kjölfarið var efnt til stærri fundar á gúmekru í Bien Hoa, tuttugu mílur norðaustur frá Saigon. Það fyrsta sem okkur datt í hug var að velja forseta og stungið var upp á lyfjafræðing í Saigon, Tran Kim Quan að nafni. Quan hafði verið leiðtogi friðarhreyfingarinnar 1954 og virtist kjörinn til starfans, en hann neitaði. Annar kostur var Nguyen Huu Tho, lögfræðingur sem um þær mundir sat í stofufangelsi í Qui Nhon. Félagar mínir söfnuðu liði til að ræna honum en í fystu tilraun tókst ekki betur til en svo að þeir komu með rangan mann til baka. Önnur ránsferð var skipulögð og nú heppnaðist hún. Stuttu síðar, í febrúar 1962, var efnt til annars fundar nálægt Tay Ninh í „Græna þríhyrningnum“, svæði nálægt landamærum Víetnams og Kambódíu. Þar var ákveðið að kjósa Þjóðfrelsisfylkingunni stjórn og Tho varð forseti. Dyggílegur stuöningur kommún- ista í Norður-Víetnam Allan þennan tíma nutum við dyggilegs stuðn- ings kommúnista í Norður-Víetnam. í sannleika sagt vorum við háðir þeim varðandi vopn, sam- skipti okkar í millum og einkum þó áróður. En flestir vorum við í forystu Þjóðfrelsisfylkingar- innar. Sunnanmenn og margir okkar voru ekki kommúnistar. Hreyfingin sjálf var ekki kommún- ísk og við vorum sannfærðir um að leiðtogar Norður-Víetnams, sem höfðu barist af eindrægni gegn Frökkum, mundu ekki láta hugmyndastefnu sitja fyrir hagsmunum almennings. Kommúnistar í Norður-Víetnam gáfu aldrei í skyn að þeir vildu þröngva kommúnisma upp á Suður-Víetnam. Þvert á móti - þeir kváðust vita að þjóðskipulag Suðursins yrði að vera annars konar: skipulag sem samræmdi löngun okkar til að vera sjálfstæðir og búa við stjórnmálalegt frelsi. Ég var sannfærður um að kommúnistar í Norður-Víetnam væru nógu skynsamir til að geta dregið lærdóma af reynslu annarra kommúnista - ríkja - góðri og slæmri - og sérstaklega þó af reynslu Norður-Víetnams, og að þeir mundu forðast að endurtaka mistök sem gerð höfðu verið annars staðar. í Norður-Víetnam ríkti, eins og Ho Chi Minh lagði einatt áherslu á, sérstakt ástand þar sem kommúnistar og þjóðernissinnar höfðu snúið bökum saman í sameiginlegri baráttu. Augljóslega gilti hið sama um Suður-Víetnam og hina nýstofnuðu Þjóðfrelsisfylkingu. Stjórn henn- ar bar ríkt traust til föðurlandsvinanna í Norðrinu. Þoldi pyntingar Ég var handtekinn í fyrsta sinn árið 1964. Ég hafði veitt öðrum menntamönnum í Saigon liðsinni til að stofna Samtök fyrir fullveldi Suður-Víelnam, hreyfingu sem var andvíg ríkis- stjórninni. Fyrir þetta brot var ég dæmdur í tveggja ára fangelsi. í vissum skilningi var hér þó aðeins um viðvörun að ræða vegna þess að um þær mundir lágu engar sannanir fyrir um tengsl mín við Viet Cong. Árið 1967 kom Viet Cong-skæruliði, sem lögregla Thieu og Ky hafði handtekið og pyntað, upp um mig. Ég var handtekinn á ný og í þetta sinn varð fangavistin miklu erfiðari. Lögreglan beitti mörgum af sínum uppáhaldsaðferðum til að pynta mig. Ég var þvingaður til að drekka sápuvatn og gefið 220 Fimm fyrrum forystumen Þjóðfrelsisfylkingarinnar í Suður-Víetnam: Nguyen Huu Tho, forseti samtakanna, Nguyen Van Hieu, Huynh Tan Phat, Tran Nam Trung og Nguyen Thi Binh. volta raflost. Mánuðum saman varð ég að dúsa í fjögurra fermetra klefa. Ég var þvingaður til að játa að ég væri kommúnisti (þótt ég væri það ekki),ogtilaðgreina fráólöglegristarfsemiminni. Ég var enn í haldi þegar Tet-sóknin fræga skók landið 1968. Eitt sinn hótaði lögreglan okkur því að ef Viet Cong skæruliðar kæmust inn í Saigon yurðum við allir teknir af lífi. Stuttu síðar kom fangavörðurinn til mín og skipaði mér að taka saman föggur mínar og fylgja sér. Það gat ekki farið milli mála hvað var að gerast. Ég var sannfærður um að nú ætti að skjóta mig ásamt öðrum Viet Cong-föngum sem ég vissi að verið var að taka af lífi á götum úti. Mér og tveimur öðrum félögum mínum úr Þjóðfrelsisfylkingunni var ýtt inn í flutningabíl bandaríska Rauða krossins. Mér til undrunar og ánægju voru tveir Bandaríkjamenn einnig í bifreiðinni, og þeir sáu um að við vorum fluttir í byrgi CIA. Ég komst að því seinna að leynilegar viðræður höfðu átt sér stað milli Bandaríkjamanna og Þjóðfrelsisfylking- arinnar um fangaskipti, og ég var látinn laus í skiptum fyrir tvo bandaríska liðsforingja. Áður en ég yfirgaf byrgi leyniþjónustunnar var ég beðinn að taka bréf til forystumanna Þjóðfrels- isfylkingarinnar og þvingaður til að hafa með mér útvarpstæki, en það vildi ég ekki því ég taldi að þar væri hljóðnemi falinn. Flogið var með mig og tvo aðra skiptifanga í þyrlu til Trang Bang, lítils héraðs um fimmtíu mílur norðvestur af Saigon, Við vorum látnir lausir á knattspyrnuvelli þar sem herstjóri Viet Cong í Loc Ninh héraði (en því réði Viet Cong) beið okkar. Þaðan vorum við fluttir á vélhjóli langt inn í frumskóginn að aðalbæki- stöðvum Þjóðfrelsisfylkingarinnar, hinum frægu höfuðstöðvum þaðan sem gervallri baráttu Viet Cong var stjórnað. Löghlýðnir þegnar á daginn - skæruliðar að nóttu Stríðið sem stjórnað var frá þessum bækistöðv um var háð af fjölda hersveita frá Norður-Víet- nam auk skæruliða Viet-Cong. Snemma á sjöunda áratugnum, áður en ég var handtekinn, voru nokkur herfylki frá Norður-Víetnam með okkur en þau voru ekki fjölmenn. Mikill meirihluti hersveita okkar voru þá andspyrnumenn frá Suður-Víetnam; margir þeirra höfðu einnig tekið þátt í baráttunni gegn franska nýlenduveldinu. Aðrir í hópnum voru bændur sem höfðu gengið í lið með okkur þegar Þjóðfrelsisfylkingin var stofnuð. Flestir í síðast nefnda hópnum bjuggu hema. Á daginn voru þeir löghlýðnir þegnar í Suður-Víetnam, en að nóttu til breyttust þeir í skæruliða Viet Cong. Flestir þessara skæruliða höfðu ekki minnsta áhuga á marxisma og lenínisma eða öðrum hugmyndastefnum. En þeir fyrirlitu þá embættis- menn sem harðstjórnin í Saigon hafði sett yfir þá. Það leiddi einnig af samstafi þeirra við Viet Cong að þeir gátu verið í námunda við fjölskyldur sínar. Þjóðfrelsisfylkingin leit á þá sem bræður, og enda þótt varla væri unnt að tala um launagreiðslur hjá Viet Cong, voru þessir bændur tryggir og einarðir baráttumenn. Að auki nutu þeir stuðnings fjöldans: fólk í sveitum og jafnvel inní borgum útvegaði matvæli og upplýsingar um hagi hersins útvegaði matvæli og upplýsingar um hagi hersins og aðstoðaði hersveitir okkar á ýmsa lund. Enda þótt við værum kallaðir kommúnistar og morð- ingjar af áróðursmeisturum stjórnvalda voru bændurnir annarrar skoðunar. I þeirra augum vorum við ekki marxistar og lenínistar heldur einfaldlega byltingarmenn sem börðust gegn hataðri einræðisstjórn og erlendri íhlutun. Vildu losna undan Hanoi engu síður en Washington Sveitir Viet Cong voru sérstaklega þjálfaðar til þess að afla samúðar bænda - enda töldum við okkur heyja alþýðustríð. En almennt má segja að markmið okkar hafi fallið almenningi í geð. Við vorum að vinna að fullveldi og sjálfstæði Suður-Víetnams - vildum losna undan Hanoi engu síður en Washington. Á þeim tíma þegar Viet Cong var háð Hanoi-stjórninni um vopn og milliríkjasambönd vorum við margir sannfærðir um að stjórnin í Norður-Víetnam mundi virða og styðja stjórnmálastefnu Þjóðfrelsisfylkingarinnar, og að það væri í þágu hennar eigin hagsmuna að gera það. Þegar í Tet-sókninni 1968, eftir að ég hafði verið látinn laus, kom ég á framfæri við leiðtoga kommúnista mótmælum vegna hryðjuverkanna sem hersveitir Norður-Víetnams höfðu framið í borginni Hue, en þar hafði fjöldi saklausra borgara verið drepinn og tólf bandarískir stríðs- fangar teknir af lífi án dóms og laga. Mér var gerð grein fyrir því að þetta væru pólitískar aftökur, og eins að fjöldi „mistaka" hefðu verið gerð. Mér tókst að fá sjálfan mig til að trúa því að slík „mistök" hentu ekki aftur þegar stríðinu væri lokið. Tet-sóknin örlagarík Því miður reyndist Tet-sóknin líka verða til þess að fyrirætlanir okkar fóru út um þúfur. Það er ein af þversögnum Vietnamstríðsins að fyrir áróður okkar breyttist þetta áhlaup í stórkostlegan sigiir, sem aftur gaf okkur nýja möguleika til sóknar í samningaátt, efldi bandrísku friðarhreyfinguna og dró mátt úr stjórninni í Washington. Sannleikurinn er sá að Tet-sóknin varð til þess að við misstum helming alls herafla okkar. Missir okkar var slíkur að við gátum ekki fyllt í skarðið. Ein afleiðing þess var að stjórnin í Hanoi sendi æ fleiri hermenn sína suður á bóginn, fleiri en dæmi höfðu verið til um, og þeir fengu nýja og mun áhrifameiri stöðu í frelsishreyfingunni. Mistökin í Tet-sókninni urðu einnig til þess að seinka því að Bandalag þjóðlegra lýðræðis- og friðarafla kæmist á legg, en það hafði verið myndað af þrjátíu menntamönnum og áhrifa- mönnum í Suður-Víetnam sem andvígir voru stjórninni þar. Það var ekki fyrr en árið 1969 að okkur tókst að koma þessum hóp saman aftur undir forystu Trinh Dinh Thao, lögfræðings sem Þyrlusveit Bandaríkjamanna gerir aðsúg að bækistöð víetnamskra skæruliða. hafði stundað nám í Frakklandi og hafði verið dómsmálaráðherra í stjórn Suður-Víetnams sem Frakkar studdu á sjötta áratugnum. Ég varð einhig forystumaður þessa hóps. Við reyndum að semja breiða pólitíska stefnuskrá, og sinntum jafnvel smáatriðum eins og fyrirhuguðum þjóð- söng og þjóðfána í frelsuðu Suður-Víetnam. Bráðabirgðabyltingar- stjórnin mynduð í júní 1969 mynduðum við Bráðabirgðabylting- arstjórn að kröfu kommúnista sem þá voru að búa sig undir að taka þátt í Parísarráðstefnunni um frið í Víetnam. { upphafi var stungið upp á mér sem innanríkisráðherra, en þar sem ég var lögfræðingur að mennt töldu menn að ég hentaði betur sem dómsmálaráðherra. Á mínum vegum störfuðu fimmtíu embættismenn í frumskóginum. Aðeins fáir í Bráðabirgðabyltingarstjórninni voru kommúnistar: Nguyen Huu Tho forseti Þjóðfrels- isfylkingarinnar, Tran Nam Trung hershöfðingi, varnarmálaráðherra, og Nguyen Thi Binh utan- ríkisráðherra. Jafnvel þeir voru Sunnanmenn sem voru trúir þeirri hugsjón að Suður-Víetnam skyldi fylgja annarri stjórnarstefnu en Norður-Víetnam. Nær allir forystumenn Þjóðfrelsisfylkingarinnar voru þessarar skoðunar, og á sama máli voru flestir stuðningsmenn okkar víða um heim. Stjórninni í Hanoi var fullkunnugt um þetta viðhorf, og hún hagaði starfi sínu meðal okkar í samræmi við það. Hún samþykkti stefnuskrá Þjóðfrelsisfylkingarinnar og studdi hvert einasta atriði í henni, og gaf hin fegurstu fyrirheit um að virða sjálfstæði Suður-Víetnams. Síðar uppgötv- uðum við það að sjálfsögðu að kommúnistar í Norður-Víetnam höfðu farið með blekkingar vitandi vits til að ná því markmiði sem þeir höfðu sett sér í upphafi, að eyða Suður-Víetnam sem sérstöku ríki aðskildu frá Norðurríkinu. Þeim tókst að blekkja okkur með því að segjast vera bræður okkar sem hefðu háð sömu baráttu og við værum að há og með því að notfæra sér föðurlandsást okkar til fuilnustu. Engu að síður hefði rás atburða orðið önnur og þeim ekki tekist að hrinda markmiði sínu í framkvæmd ef ekki hefðu komið til atvik sem ekki var unnt að sjá fyrir Styrk skorti til að halda kommún- istum í skefjum Eftir að friðarsamkomulagið ar undirritað í París árið 1973 voru flestir okkar reiðubúnir að taka þátt í að mynda óháða stjórn er tæki ekki afstöðu á milli vinstrisinna í Norðri og hægrisinna í Suðri. Við vonuðum að Bandaríkjastjórn og aðrir aðilar friðarsamkomulagsins mundu taka virkan þátt í að fylgja því eftir. Enginn átti von á Watergatemálinu og afsögn Nixons forseta. Enginn átti heldur von á hinni snöggu brottför Bandaríkjahers frá Víetnam. Um þær mundir var ég, verðandi dómsmálaráðherra, að skipuleggja sáttagerð til að koma í veg fyrir hefndir og refsiaðgerðir gagnvart fyrrverandi andstæðingum okkar. En hið óvænta hrun stjórnarinnar í Suður-Víetnam (sem að hluta til orsakaðist af flótta margra stjórnarleiðtoga) ásamt brottflutningi Bandaríkjamanna varð til þess að mig og aðra „óháða sósía!ista“ skorti styrk til að halda aftur af kommunistum frá Norður-Víetnam. Það er mikilvægt að menn átti sig á því að skoðanir okkar fyrir stríðslok á framvindu að stríði loknu réðust ekki af einfeldni okkar einni saman. Á sjötta áratugnum átti Þjóðfrelsisfylking- in ekki von á því að vinna hernaðarlegan sigur á Bandaríkjamönnum ogerindrekum þeirra. Skipu- lag baráttunnar miðaðist við það að í framtíðinni tækjum við þátt í einhvers konar samsteypustjórn. Slík stjórn myndi hafa komist hjá yfirráðum Norður-Víetnama og mátti vænta verulegs stuðn- ings á alþjóðlegum vettvangi. Þjóðstjórn í samræmi við víetnamska hefð í stórnmálaviðhorfum skiptust menn í þrjá flokka þótt línur væru ekki einfaldar eða einhlítar milli þeirra. Menn voru kommúnistar, andkomm- únistar og ekki-kommúnistar, ef nota má það orðalag. Hinn þögli meirihluti taldist til síðasta hópsins. Le Duc Tho sem gerði friðarsamkomu- lagið í París ásamt Kissinger sagði á blaðamanna- fundi árið 1972: „Ég ítreka það sem ég hef áður sagt að stjórnin í Hanoi og Bráðabirgðabyltingar- stjórnin hafa aldrei viljað þröngva kommúnískum stjórnarháttum upp á Suður-Víetnam. Við viljum aðeins að þar verði komið á legg samsteypustjórn þriggja aðila er styðji frið, sjálfstæði, hlutleysi og lýðræði. Þessir þrír aðilar eru föðurlandsvinir, fólk sem er andvígt Bandaríkjunum en styður þó ekki Bráðabirgðabyltingarstjórnina eða stjórnina í Hanoi; stuðningsmenn Bráðabirgðabyltingar- stjórnarinnar og stuðningsmenn Saigon-stjórnar- innar. Slík ríkisstjórn væri raunsæ birtingarmynd stjórnmálaástandsins í Suður-Víetnam, og skipan hennar væri rökvísleg og skynsamleg lausn.“ Allt þar til í mars árið 1975 átti enginn okkar í Bráðabirgðabyltingarstjórninni von á því að stjórnin í Saigon hrökklaðist frá og Bandaríkjaher yfirgæfi landið. Við vorum að búa okkur undir þjóðstjórn. Við þessar aðstæður var (og er) þjóðstjórn er hefði það að markmiði að koma á röð og reglu og sáttum skynsamlegust og mannúðlegust lausn til að sameina þjóðina. Slík stjórn mundi líka endurspegla hina sterku siðferðisvitund Víetnama og hugsjón þeirra að sýna hinum sigraða miskunn og gleyma hatri fortíðarinnar. Það væri og í samræmi við afstöðu þeirra fyrr gagnvart Mongól- um og árásarherjum frá Kína. Loforð kommúnista um sættir án hefnda og um að virða sjálfstæði Suður-Víetnams, sem hlaut svo góðar undirtektir á Vesturlöndum og í Suður-Víetnam sjálfu, virtist

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.