Tíminn - 06.02.1983, Side 16
16
Winmwt
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983
Kúgunarstjórn
kommúnista í
Víetnam á sér
enga hliðstæðu
í sögu landsins
vera reist á raunsæjumati þeirraá hernaðarstöð-
unni, andrúmsloftinu í stjórnmálum og lundarfari
Víetnama, Þetta var einnig okkar mat og mótaði
alla skipulagningu okkar á því sem gerast átti að
stríði loknu.
Óljósar línur milli samherja
og andstæðinga
Nær hver og ein fjölskylda í Víetnam hafði
einhvers konar tengsl bæði við kommúnista og
andkommúnista. Milljón Norður-Víetnamar flúðu
suður árið 1954, og skildu milljónir ættingja sinna
eftir sem bjuggu þar við og unnu fyrir kommún-
istastjórnina. Margir skæruliða Viet Cong áttu
ættingja í her Suður-Víetnam og allan stríðstím-
ann voru einhverjir hlaupandi úr öðrum búðunum
í hinar. Ástæðan gat verið fjölskyldutengsl,
föðurlandsást, fégirnd eða sjálfselska. Línur gátu
því stundum verið óljóst dregnar milli samherja
og andstæðinga. (Tran Van Trung hershöfðingi
sem stjórnaði áróðursherferð Thieu-stjórnarinnar
í Suður-Víetnam faldi í húsi sínu mágkonu sína
Duong Thi Chi, sem var félagi í Viet Cong og
situr nú á þjóðþinginu. Cao Van Vien hershöfð-
ingi faldi í einbýlishúsi sínu eitt af systkinabörn-
um konu sinnar sem var sonur kommmúnísks
herforingja. Hoang Xuan Lam hershöfðingi
leyndi í húsi sínu einum af liðsforingjum
kommúnista sem var frændi hans. Lam hershöfð-
ingi var um hríð leiðtogi fyrstu herdeildar í her
Suður Víetnams).
„Endurhæfíng“ á vegum
kommúnista
Pegar styrjöldinni lauk blossaði því miður upp
hefnigirni og ofstæki Norður-Víetnama og birtist
í grimmúðlegri misnotkun valds. Hundruð þús-
unda manna, fyrrverandi liðsforingjar og undir-
foringjar í stjórnarher Suður-Víetnams, voru
sendir í „endurhæfingarbúðir.“ Milljónir ó-
breyttra borgara voru þvingaðir til að yfirgefa
heimili sín og flytja á hið svokallaða „Nýja
hagsvæði. “ Einum mánuði eftir að endurhæfingar-
námskeiðið hafði verið fyrirskipað voru nokkrir
hinna handteknu látnir lausir. Ég spurði þá
foringja kommúnista hvers vegna þeir létu ekki
alla fangana lausa eins og þeir hefðu lofað. Mér
var svarað því til að yfirvöld hefðu aðeins sagt
föngunum að hafa með sér vistir til mánaðar í
endurhæfingarbúðirnar. Aftur á móti hefði stjórn-
in aldrei lofað að Ijúka endurhæfingunni á því
tímabili.
Strangri valdstjórn var nú komið á um gervallt
landið, valdstjórn sem studd var af þriðja stærsta
herafla í heimi, enda þótt Víetnam sé í hópi 20
fátækustu þjóða heims. í hvaða samræmi við
hugsjónir almennings er þessi valdstjórn? Þeir
sem áður voru í andspyrnuhreyfingunni, samherj-
ar þeirra og þeir sem áður studdu Viet Cong, eru
nú fullir birturleika. Þetta saklausa fólk sver
opinskátt að fengi það annað tækifæri mundi val
þess verða annað. Oft heyrist sagt: „Ég mundi
ekki gefa þeim hrísgjónakorn núna. Ég mundi ýta
þeim burt úr felustöðunum og afltenda þá
yfirvöldum.? Á sama tíma hefur goðsagan um Ho
Chi Minh sem hinn mikla föðurlandsvin orðið að
engu.
Norðanmenn berjast um
bestu bitana
Hin snögga og leynilega valdataka Norðan -
manna hafði þær afleiðingar að öll hægfara og óháð
öfl í Víetnam þurrkuðust út. Það var einfaldlega
enginn sem gat stöðvað framsókn kommúnista og
það að áætlunum þeirra yrði fylgt út í ystu æsar.
Norðanmenn börðust hverjir við aðra um bestu
bitana, um bestu embættin, notalegustu húsin, og
önnur þægindi.
Þrátt fyrir þessa ógæfu hefur almenningur ekki
misst skopskynsitt. Slagorð Kommúnistaflokksins
verða fólki skotspónn. Ho Chi Minh hafði hvatt
almenning í Norður-Víetnam til að tvöfalda og
þrefalda viðleitni sína til að frelsa bræður og
systur í Suðrinu. Nú heyrast þessi hvatningarorð
í breyttri mynd: „Allir ættu að tvöfalda viðleitni
sína til að kaupa útvarp og reiðhjól fyrir
flokksforingja, og þrefalda uppskeruna svo að
foringjarnir geti eignast ný hús og fallegar
,vinstúlkur.“
Þögul andspyrna
Samyrkjustefnar, st. , > iivöld eru að rcyna að
þröngva upp á alme g hefur mætt þögulli
andspyrnu. Flokkurinn r ynir að skrifa efnahags-
mistök á reikning brigc íiar náttúru og afleiðingar
styrjaldarinnar, en staðreyndin er sú að þau eru
■ Sxrð víetnömsk móðir reynir að forða barni
sínu frá bardagasvæði Bandaríkjamanna og
Víetnama. í orrustunni sem þarna varð féllu
um 475 skæruliðar Viet Cong.
af félagslegum og sálrænum toga spunnin. Annars
vegar er um að ræða megna óánægju sem er mjög
útbreidd, og hins vegar mistök alræðisstjórnar.
Að baki eindrægni, þagnar og undirgefni almenn-
ings býr hinn ógnvekjandi raunveruleiki sem
flokksmálgagnið Nhan Dan (Pravda þeirra í
Víetnam) hefur ekki getað leynt: „Atvinnufyrirtæki
okkar og verksmiðjur nýta aðeins 50% af
framleiðslumöguleikum sínum.“ Algengt er að
matvælum og tækjum í eigu hins opinbera sé
stolið. Milli opinberra stofnana er ekki náin
samvinna og stundum eiga þær í deilum. Augljóst
er hvað verður ef þetta ástand varir. Fólk slær
slöku við vinnu vegna þess að það trúir ekki lengur
á kommúnistaforingjana. Hoang Tung, hugmynda-
smiður og ritstjóri Nhan Dan, reyndi örvænt-
ingarfullur að fá Sovétmenn til að fallast á að lána
Víetnam milljarð rúbla árið 1981 í því skyni að
forða efnahag landsins frá hruni. Sú bón er aftur
vísbending um hve mjög Hanoi-stjórnin er háð
Sovétríkjunum. Þess ber ennfremur að geta að
Hanoi-stjórnin féllst á að leyfa Sovétmönnum að
byggja höfn og nauðsynleg mannvirki til að þjóna
kjarnorkukafbátum sínum, þar sem áður var
birgðastöð Bandaríkjamanna í Cam Ranh flóa.
Víetnam tæki í höndum
sovéskrar útþenslustefnu
í reynd er Víetnam nú tæki í höndum sovéskrar
útbreiðslustefnu í Suðaustur-Asíu. A.m.k. tíu
þúsund sovéskir hernaðarráðgjafar eru nú í
landinu. Frá því Víetnam gerðist aðili að
efnahagsbandalagi Austur-Evrópuríkja, Comec-
on, í júní 1978 hefur efnahagur þess orðið æ
samfléttaðri sovéska kerfinu, ekki síst vegna þess
að leiðtogarnir í Hanoi hafa flutt inn til Indókína
þjóðskipulagi Austur-Evrópulandanna.
Le Duan, aðalritari Kommúnistaflokks Víetn-
ams, sagði á fjórða þingi flokksins 26. desember
1976 að „víetnamska byltingin væri liður í
heimsbyltingunni" og hann áréttaði að „byltingunni
í Víetnam væri ætlað að uppfylla alþjóðlegt
hlutverk og skyldur" gagnvart Sovétríkjunum.
Þegar ég ræddi við forystumenn flokksins sagði
ég við þá: „Þið getið gert byltingu án fata, en þið
getið ekki framkvæmt byltingu með hungri,
ofsóknum og fangabúðum." Ég mótmæli því að
sjálfstæði Víetnams hefði verið selt Sovétríkjun-
um. Víetnamar hata Sovétmenn og kalla þá
„Bandaríkjamenn án dollara"; margir ferðamenn
frá Vesturlöndum hafa orðið fyrir árásum barna
og fullorðinna af því að þau héldur að þar væru
Rússar á ferð.
Byltingin flutt út?
Það er auðsætt að hernám Kambódíu er ekki
lokaskrefið í metnaðarfullri útþenslu stjórnarinn-
ar. Stjórnvöld í Hanoi hafa bæði vilja og getu til
að flytja byltinguna til grannlandanna utan
Indókína þegar aðstæður leyfa vegna þess að þau
eru tengd, hernaðarlega og hugmyndalega, bylt-
ingarhreyfingu sem að starfi erv. um gervalla
álfuna. Sovétmenn hafa ekki aðeins falið Víetn-
ömum að þjálfa hermenn frá Laos og Kambódíu
heldur einnig frá öðrum svæðum og löndum,
einkum Thailandi og Malaysíu. Þessi þjálfun fer
fram í herskóla í Hoa Binh í Norður-Víetnam og
víðar.
Það eru ekki margir sem trúa í raun hvað er að
gerast, ekki frekar en forðum þegar fólk vildi ekki
trúa því að Norðanmenn hyggðu á yfirráð í
Suðrinu og koma þar á kommúnistastjórn. En
sannleikurinn er sá að í fyrsta sinn í sögu okkar
hefur fólk hætt lífi sínu til að komast frá Víetnam;
slíkt gerðist ekki í sambærilegum mæli á dögum
frönsku nýlendustjórnarinnar eða íhlutunar
Bandaríkjamanna. í fysta sinn frá 1945, þegar
hallæri varð tveimur milljónum manna að bana,
hafa Víetnamar orðið að horfast í augu við hungur
og útbreiddan matarskort vegna þess að ofstækis-
fullir þjóðarleiðtogar hafa kosið að fórna hag
þjóðar sinar til að uppfylla skyldur sínar við
„alþjóðahyggjuna."
Ekki skylda, heldur heiöur
Atburðirnir sem orðið hafa vekja með mér
minningu frá þeim tíma er ég sat í fangabúðum
og faðir minn heimsótti mig. Þetta var árið 1967
og hann sagði: „Ég skil ekki hvers vegna þú hefur
kastað öllu frá þér-góðri atvinnu, bjartri framtíð,
hamingjusamri fjölskyldu - til að ganga til liðs við
kommúnista. í staðinn muntu ekki fá nema lítið
brot frá þeim af því sem þú hefur núna. Það sem
verra er, þeir munu svíkja þig ogofsækja alla ævi.“
Ég svaraði því til að hann yrði bara að sætta sig
við það að gefa eitt af sex börnum sínum í þágu
baráttunnar fyrir frjálsu og sjálfstæðu Víetnam.
Þama í fangaklefanum fannst mér sem ég væri að
gegna skyldu minni að berjast gegn hernaðarein-
ræðisstjórn sem kúgaði landsmenn. Og í mínum
augum var þessi fórn ekki aðeins skylda, hún var
heiður. í ákafa mínum trúði ég yfirlýsingum Ho
Chi Minh um að þjóðernissinnar og kommúnistar
gætu sameinast um sérstakt víetnamskt skipulag
af sósíalisma.
Ég hafði hörmulega rangt fyrir mér. Eins og
margir menntamenn á Vesturlöndum trúði ég því
að kommúnistar í Norður-Víetnam, sem höfðu
fært margar hetjulegar fórnir í eigin sjálfstæðisbar-
áttu, mundu aldrei að eigin vild verða háðir neinu
stórveldi. Einsogaðrir frjálslyndir menn aðhylltist
ég þá rómantísku skoðun að þeir sem höfðu barist
af siíkri einurð gegn kúgun mundu aldrei gerast
kúgarar sjálfir. Sannleikurinn er aftur á móti
ekkert rómantískur. Kommúnistar í Norður-Víet-
nam sem höfðu staðið í blóðugri baráttu gegn
nýlendukúgun, og erlendum yfirgangi, urðu
sjálfir nýlendurherrar og yfirgangsseggir og skópu
eitthvert strangasta valdstjórnarríki í heimi, og
urðu á sama tíma undirsátar Sovétmanna.
Kommúnistar kusu ófriö
fremur en sættir
Gullið tækifæri til. að þjappa saman 55
milljónum manna til að endurreisa land sitt kom
í apríl 1975 þegar erlendri íhlutun í Víetnam lauk.
Þá átti að hrinda fram sáttastefnu, mynda breiða
ríkisstjórn allra stjórnmálaviðhorfa og lýsa hlut-
lausri stefnu í utanríkismálum.
Kommúnistar kusu hins vegar ófrið fremur en
sættir. Þegar hernaðarsigur var unninn hófu þeir
að útrýma Þjóðfrelsisfylkingunni. Margir vina
minna sögðu: „Þeir jörðuðu Þjóðfrelsisfylkinguna
án nokkurar viðhafnar.“ í kvöldverðarhófi sem
við efndum til þegar Þjóðfrelsisfylkingin var lögð
niður árið 1976 sendu. hvorki kommúnistaflokk-
urinn né ríkisstjórnin fulltrúa sína. Það var merki
fyrirlitningar þeirra á þeim markmiðum Viet
Cong sem liðsmenn samtakanna höfðu fórnað lífi
sínu fyrir, og alþjóðahreyfing kommúnista hafði
stutt.
Valdataka kommúnista hefur opnað sár í stað
þess að græða þau. Þeir hafa af fremsta megni
reynt að sundra öllum andstæðingum sínum, og
halda andófi gegn stjórnarstefnunni niðri. Jafnvel
flokksmenn sjálfir hafa orðið að gjalda þessa.
Einn af hverjum þremur félögum í miðstjórn var
„hreinsunum" að bráð í kringum fjórða flokks-
þingið 1976. Nokkru síðar voru hundruð þúsunda
manna reknir úr flokknum: meðlimatalan lækkaði
úr hálfri annarri milljón félaga í 700 þúsund,.
Árið 1980 höfðu margir nýjir verið teknir inn í
flokkinn og talan komin upp í um það bil 1,7
milljón. í kringum fimmta flokksþingið í fyrra
voru 300 þúsund félagar „hreinsaðir". Það var
sagt gert til að losna við spillta flokksmenn og
stuðningsmenn Kínverja. Þrjátíu og þrír félagar
í miðstjórn flokksins og sex félagar í framkvæmda-
stjórn, þ.á.m. Vo Nguyen Giap hershöfðingi sem
vann hinn frækna sigur á Frökkum við Dien Bien
Phu, urðu hreinsunum að bráð.
Kommúnistar kusu ófrið
fremur en sættir
Gullið tækifæri tila að þjappa saman 55
milljónum manna til að endurreisa land sitt kom
í apríl 1975 þegar erlendri íhlutun í Víetnam lauk.
Þá átti að hrinda fram sáttastefnu, mynda breiða
ríkisstjórn allra stjómmálaviðhorfa og lýsa hlut-
lausri stefnu í utanríkismálum.
Kommúnistar kusu hins vegar ófrið fremur en
sættir. Þegar hernaðarsigur var unnin hófu þeir
að útrýma Þjóðfrelsisfylkingunni. Margir vina
minna sögðu: „Þeir jörðuðu Þjóðfrelsisfylkinguna
án nokkurar viðhafnar." í kvöldverðarhófi sem
við efndum til þegar Þjóðfrelsisfylkingin var lögð
niður árið 1976 sendur hvorki kommúnistaflokk-
urinn né ríkisstjórnin fulltrúa sína. Það var merki
fyrirlitningar þeirra á þeim markmiðum Viet
Cong sem liðsmenn samtakanna höfðu fórnað lífi
sínu fyrir, að alþjóðahreyfing kommúnista hafði
stutt.
Valdataka kommúnista hefur opnað sár í stað
þess að græða þau. Þeir hafa af fremsta megni
reynt að sundra öllum andstðingum sínum, og
halda andófi gegn stjórnarstefnunni niðri. Jafnvel
flokksmenn sjálfir hafa orðið að gjalda þessa.
Einn af hverjum þremur félögum í miðstjórn var
„hreinsunum“ að bráð í kringum fjórða flokks-
þingið 1976. Nokkru síðar v oru hundruð þúsunda
manna reknir úr flokknum: meðlimatalan lækkaði
úr hálfri annarri milljón félaga í 700 þúsunda.
Árið 1980 höfðu margir nýjir verið teknir inn í
flokkinn og talan komin upp í um það bil 1,7
milljón. í kringum fimmta flokksþingið í fyrra
voru 300 þúsund félagar ,,hreinsaðir“. Það var
sagt gert til að losna við spillta flokksmenn og
stuðningsmenn Kínverja. Þrjátíu og þrír félagar
í miðstjórn flokksins og sex félagar í framkvæmda-
stjíon, þ.á.m. Vo Nguyen Giap hershöfðingi sem
vann hinn frækna sigur á Frökkum við Dien Bien
Phu, urðu hreinsuðum að bráð.
Tvær fjölskyldur fara með völdin
Stjórnmálalegt vald í Víetnam er í höndum
tveggja fjölskyldna: Le Duans, arftaka Ho Chi
Minhs, og Le Duc Thos, sem samdi við Kissinger
í París. Le Hong, sonur Le Duans, er yfirmaður
öryggislögreglunnar. Le Anh, annars sonur hans,
stjórnar eldflaugavörnum landsins. Tengdasonur
Le Duans er yfirmaður flugflotans og mágur hans
er yfirmaður áróðursdeildar flokksins. Nguyen
Duc Thuan, bróðir Le Duc Thos, er forseti
verkalýðssamtakanna, og annar bróðir hans, Mai
Chi Tho, er borgarstjóri í Ho Chi Minh-borg
(áður Saigon) og yfirmaður öryggismála í
suðurhlutanum. Frændi hans, Nguyen DucTam,
hefur verið skipaður í hina valdamiklu stöðu
yfirmanns skipulagsmála flokksins.
Mé var boðið að vinna fyrir þessa ríkisstjórn.
Eftir að kommúnistar höfðu lagt Þjóðfrelsisfylk-
inguna niður og varpað meintum pólitískum
andstæðingum sínum í fangelsi, buðu þeir mér
embætti aðstoðarráðherra í matvælaráðuneytinu.
Ég hafnaði boðinu. Ég gat ekki hugsað mér að
starfa með stjórn sem sýnt hafði hversu ómennsk
hún var og almenningur hataði af ákefð. Á
sjöunda áratugnum hafði ég látið frá mér gott
embætti til að berjast fyrir framgangi hugsjóna
sem eru enn hugsjónir almennings í Víetnam:
sjálfstæði, lýðræði og félagsleg hagsæld. Ég hlýt
að taka á mig hluta ábyrgðarinnar á því hvernig
komið er fyrir iandi mínu.
Eftir að ég hafnaði tilboði stjórnarinnar bjó ég
á litlu býli í útjaðri Saigon til að forðast sífellt
eftirlit.
Mér voru þó fengnir tveir eftirlitsmenn, bifreið
og drjúg laun. Að lokum, í nóvember 1979, tókst
mér að blekkja eftirlitsmennina og flýja land með
báti sem fjörutíu flóttamenn voru á auk mín.
Kúgunin í Víetnam á sér enga
hliðstæðu í sögu landsins
Mér finnst að skylda mín við þjóð mína sé enn
meiri nú vegna þess að kúgunin sem hún verður
nú að þola á sér enga hliðstæðu í sögu Víetnams.
Stríðin sem háð voru gegn Frökkum og Banda-
ríkjamönnum voru grimmileg, en þau höfðu þó
einhvern mannlegan þátt. Nú eru Víetnamar, og
raunar allir í Indókína, að berjast gegn eindrægn-
asta og harðfylgnasta heimsveldi aldarinnar:
Sovétríkjunum. Það eru engar friðarhreyfíngar í
Moskvu.
Það sem verra er, almenningsálitið í hinum
frjálsa heimi en enn ekki reiðubúið að styðja
andspyrnuna gegn kommúnistum í Víetnam og
rússneskum forsjármönnum þeirra. Menn eru enn
haldnir þeirri kynlegu skoðun að þeir sem eru
andvígir kommúnisma hljóti að vera afturhalds-
sinnar, og að framfaraöfl hljóti nauðsynlega að
vera bandamenn sósíalistaríkjanna.
En lærdómarnir sem draga má af þrælabúðum
í Víetnam og flótta bátafólksins ætti að hafa áhrif
í þá átt að breyta þessu rótgróna viðhorfi. Aldrei
fyrr í sögu lands míns hefur nokkur stjórn valdið
jafn miklum fjölda fólks hörmungum. Ekki
hernaðareinræðisstjórnin, ekki nýlenduherrarnir,
og ekki einu sinni kínverskir fornkóngar. Þetta
eru lærdómar sem ég og félagar mínar drógum
sem sjónarvottar og sem þjáningarbræður sam-
landa okkar. Þetta eru lærdómar sem samviska
heimsins getur á endanum ekki leitt hjá sér.
GM þýddi lauslega og endursagði eftir grein
Truong Nhu Tang „The Myth of Liberatiun" í
New York Review of Books 21. október 1982.