Tíminn - 06.02.1983, Page 27

Tíminn - 06.02.1983, Page 27
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 27 ■ Edda og Pétur Einarsson í hlutverkum Makbeðs og frú Makbeð i samnefndu leikriti eftir Shakespear sem Leikfélag Revkjavíkur sýndi árið 1977. Ég var svona 15-16 ára gamall þegar ég byrjaði að spila og þá í skólahljóm- sveit sem hét Taktar með Kjartani Ragnarssyni leikara o.fl. Við höldum því fram að það hafi verið fyrsta hljómsveitin á íslandi sem var algjörlega sniðin eftir Bítlunum, við vorum á undan Hljómum. Eg vann fyrir mér með náminu með því að spila í hljómsveitum þar til ég varð, svona 24-25 ára, en varð að hætta þegar háskólanámið fór að verða virkilega erfitt. Þá átti maður margar stjörnur og fyrirmyndir úr poppinu en nú eru stjörnurnar fiðlarar eins og til að mynda. Paul Zukofsky og Gidon Kremer, og klassíkin eiginlega alveg búin að taka yfir. Músíkin er nefnilega sambærileg lífinu sjálfu að því leyti að það sem þú færð út úr því er í beinu hlutfalli við það sem þú leggur í það. Klassíkin krefst miklu meiri vinnu og undirbúnings og maður þarf að leggja sig miklu meira fram. Hún gerir meiri kröfur og veitir að sama skapi meira. En mér finnst líka gaman að spila popp og hef yfirleitt gaman af allri músík og hef alltaf haft. En ég get ekki verið í öllu og hef því valið fiðluna. Ég spila þó stöku sinnum á gítarinn en það fer minnkandi. Ég eyði mestum tíma í fiðluna og eftir því sem mér fer fram hef ég meira gaman af henni.“ - Spiliði mikið saman? „Það gefst nú frekar lítill tími til þess í heimilislífi eins og tíðkast hjá flestum nútímafjölskyldum, Edda er í stjórn Félags íslenskra leikara og þau funda bæði oft og lengi, en við reynum að gera það annað slagið. Edda er býsna drjúgur áhuga píanisti. Hún les mjög vel og getur liðlega gripið í píanóið," segir Finnur. (Það mun kallast lestur á tónlistarmáli þegar spilað er beint eftir nótum án þess að hafa séð þær og æft áður) „Ég held að ég hafi æfst mest í lestri þegar Helga systir var að læra, áður en hún fór erlendis til framhaldsnáms," segir Edda, „við spiluðum mikið saman þá systurnar og ég held ég hafi lært mjög mikið af því.“ Flugið ekki sameiginlegt áhugamál - Á fjölskyldan fleiri áhugamál en tónlist? „Ég var í fluginu hér áður fyrr, en það er nú ekki hægt að segja að það hafi verið sameiginlegt áhugamál. Ég reyndi mikið að fá Eddu til að fljúga með mér en það tókst mjög sjaldan. Hún er sáttari við músíkina sem áhugamál hjá mér.“ „Já, það var mikil breyting til batnaðar þegar hann fór að eyða svo miklum tíma í tónlistina," segir Edda. „það er líka mikils virði því þá getur maður tekið þátt í þessu með honum." - Varstu ekki líka í siglingum Finnur? Jú, en ég hef þurft að draga mjög úr því á seinni árum. Ég sigldi m.a. frá íslandi til Skotlands einu sinni, það var mjög ævintýraleg ferð. Við vorum tveir saman og skútan mjög lítil, ekki nema sex metra löng. Það var líka komið undir haust svo að þetta var heilmikið vos.“ „Við sigldum líka dálítið í Manchest- er“, segir Edda, „keyptum okkur bát í Bretlandi og fórum mjög skemmtilega mánaðar reisu sumarið eftir að við vorum í Manchester. Við sigldum þá um Englandsstrendur, aðallega strendur Wales. Siglingarnar bjóða upp á útivist og eru hollar og skemmtilegar. Þær eru ágætis áhugamál fyrir fjölskyldufólk og miklu skemmtilegra að stunda þær en flugið.“ íslandsmeistari í siglingum - Þú tókst þátt í siglingakeppnum Finnur? „Já, mér tókst einu sinni að verða íslandsmeistari, en ég er alveg viss um að mér tækist það ekki aftur. Bæði vegna þess að mér hefur farið aftur og síðan hafa miklar framfarir orðið í þessari grein og margir góðir siglingamenn komið fram á síðustu árum. En ég er aiveg hættur þessu núna því ég er kominn svo á bólakaf í músíkina að ég hef ekki tíma til neins annars fyrir utan vinnuna náttúrlega." Búa á skemmtilegum stað í miðbænum Edda og Finnur búa á mjög skemmti- legum stað í miðbænum, eiginlega við lítinn stíg sem gengur út úr Bókhlöðu- stígnum. „Húsið var byggt árið 1927“, segir Edda, „en við keyptum það árið 1975, árið sem Fróði fæddist. Það var upphaf- lega tvær íbúðir og við leigðum neðri íbúðina út í sex ár. Síðan breyttum við því í einbýlishús í fyrra og erum enn að breyta því. Þetta var heilmikið rask því það var ekki gengt á milli íbúða. Það fór mikill tími í þetta fyrst en við tökum því rólega núna, gerum bara það sem við höfum efni á og tíma til. En húsið er alveg sérstaklega vel staðsett og stutt í vinnuna fyrir okkur bæði. Við erum því búin að sélja bílinn núna, ætlum að prófa að vera bíllaus. Okkur hefur líkað það mjög vel, maður er miklu duglegri að hreyfa sig og er meira úti en ella. Auk þess á maður stundum smápening eftir þó að mánuð- urinn sé liðinn, en það kom aldrei fyrir á meðan við áttum bílinn. Það sýnir að það er ansi dýrt að reka bíl þó maður hugsi ekki um það á meðan maður á hann,“ segir Edda að lokum og ég þakka kaffið og spjallið og kveð þau hjónin og Gróu sem er að fara í bílpróf á morgun og Fróða sem er búinn að dansa ballett í allt kvöld. -sbj. NÝIR KAUPENDUR hringiðl>\ BLAÐIÐ KEMUR UM HÆL SÍMI 86300 VÖKVAPRESSA MÚRBROT - FLEYGUN HLJÓÐLÁT — RYKLAUS Tökum að okkur alla múrbrota- og fleygavinnu, hvar og hvenær sem er. T.d. í húsgrunnum og holræsum, brjótum milliveggi, gerum dyra og gluggaop, einnig fyrir flestum lögnum og f.l. Erum með nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn. VERKTAK símí 54491. Nú er rétti tíminn til að fá sér: LITLU VOGINA MEÐ STÓRU MÖGULEIKANA Björn í Kjötbúð Suðurvers vissi hvað hann gerði, er hann valdi Ishida Cosmic tölvuvog. Við bendum sérstaklega á eftirfarandi eiginieika: ★ Vatnsvarið takkaborð .............................= Minni bilanatíðni ★ Vog og prentari sambyggt..........................= Minni bilanatíðni ★ Hægt að setja inn 5 föst einingaverð.............= Fljótari afgreiðsla ★ Margföldun og samlagning..........................= Fljótari afgreiðsia ★ Prentun með föstu heildarverði....................= Fljótari afgreiðsla ★ Sjálfvirk eða handvirk prentun...................= Hentar hvort sem er ★ Fljótlegt að skipta um við afgreiðslu eða ★ Hægt að taka út summu (tótal) alls við pökkun, bakatil semvigtaðeryfirdaginneðahvenærsem er. íverslunum. ★ Tvær dagsefningar, pökkunardagur og síðasti söludagur. Þessir eiginleikar hafa í för með sér að ISHIDA COSMIC passar jafnt fyrir upp- vigtun og afgreiðslu í stórmörkuðum, sem í smærri verslunum og við verksmiðju- pökkun. Nýjar og eldri pantanir óskast stað- festar. ^ sjávarfiskurs, MELABRAUT17 HAFNARFIRÐI S. 51779 „1 14II ÓUFHft.L ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN rvl Vörumarkaðunnn hí setn HAGKAUP ÍÍOGÚifER 35390 JU MATVORUMARKAÐ t R Skjqrbúðir $ K.S.K. GRINDAVÍK 1 KÍLÓVERÐ 1 VERÐ PÖKKUNARDAGUR sIdasti sotuDyi Það er komin 5 ára reynsla af ISHIDA — tölvuvogum og ekki síðri reynsla af þjónustu PlilStOS NAKVÆMNI — HRAÐI — ORYGGI i ISHIDA tölvuvogir v , r, NÁKVÆMNI — HRAÐI — ÖRYGGI Allar gerðir tölvuvoga fyrir verksmiðjur og verslanir rlilSliM lll Sími: 82655

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.