Fréttablaðið - 09.02.2009, Síða 6
6 9. febrúar 2009 MÁNUDAGUR
Minna kólesteról
www.ms.is
Benecol er náttúrulegur
mjólkurdrykkur sem
lækkar kólesteról í blóði.
Mikilvægt er að halda
kólesterólgildum innan
eðlilegra marka því of
hátt kólesteról í blóði er
einn helsti áhættuþáttur
kransæðasjúkdóma.
Ein flaska á dag dugar
til að ná hámarksvirkni.
SVISS, AP Með afgerandi meirihluta
atkvæða, 59,6 prósent, samþykktu
kjósendur í Sviss í gær samkomu-
lag við Evrópusambandið um að
frjáls för launafólks milli ESB-
landa og Sviss skuli líka gilda
fyrir borgara Rúmeníu og Búlgar-
íu, nýjustu aðildarríkja ESB.
Hefði niðurstaðan orðið á hinn
veginn hefði það getað sett alla
tvíhliða samninga Sviss við ESB
í uppnám, en þar sem Sviss er
ekki aðili að samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið eins og
hin EFTA-ríkin Ísland, Noregur
og Liechtenstein hafa Svisslend-
ingar þess í stað gert röð tvíhliða
samninga um aðgang að innri
markaði Evrópu. - aa
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss:
Samþykkja
frjálsa för fólks
STJÓRNMÁL Þórlindur Kjartans-
son, formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna, og Erla Ósk
Ásgeirsdóttir, fyrrverandi for-
maður Heimdalls, gefa bæði kost
á sér í sameiginlegu prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavíkur-
kjördæmunum tveimur, sem
haldið verður um miðjan mars.
Þórlindur sækist eftir fjórða sæti
og Erla því fimmta.
Þá hefur forritarinn Jóhannes
Birgir Jensen lýst yfir fram-
boði til formennsku í Sjálfstæð-
isflokknum, en kosið verður um
nýjan formann á landsfundi 26.
til 29. mars. - sh
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins:
Þórlindur og
Erla Ósk fram
VIÐSKIPTI „Ég er með tuttugu þús-
und pund á ári fyrir stjórnarsetu í
Iceland en ekki með aðgang að bíl
og þyrlu. Annað er þvæla,“ segir
Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi
stjórnarformaður Baugs.
Hann segir fréttir breskra fjöl-
miðla frá í gær um sérstök fríðindi
vegna stjórnarsetu í fyrirtækj-
um sem hann sitji í ásamt Gunn-
ari Sigurðssyni, forstjóra Baugs,
fráleitar.
Jón Ásgeir er stjórnarformað-
ur matvörukeðjunnar Iceland og
stjórnarmaður í House of Fraser,
leikfangaversluninni Hamleys og
skartgripakeðjunni Aurum, sem
skilanefnd Landsbankans gekk að
veði í í síðustu viku. Fyrir stjórn-
arformennskuna fær hann tuttugu
þúsund pund, jafnvirði 3,3 milljóna
króna, á ári. Fríðindi eru engin.
„Ég hef ekki verið beðinn um
að hætta í stjórnum þeirra,“ segir
hann og vísar til tilkynningar
skilanefndar Landsbankans frá í
síðustu viku að Baugur hafi skuld-
bundið sig til að vinna með bank-
anum og hámarka virði eignanna.
„Við eigum að forða þeim frá frek-
ari slysum,“ segir Jón Ásgeir. Að
öðru leyti vísaði hann til þess að
tilsjónarmenn PricewaterhouseC-
oopers ráði stjórnarsetum hans
í félögum tengdum BG Holding,
dótturfélags Baugs í Bretlandi, í
dag.
Auk aðgerða skilanefndar Lands-
bankans tók Straumur yfir eignir
Baugs í Danmörku á fimmtudag.
Það eru verslanirnar Magasin du
Nord, Illum og Day Mikkelsen.
Samkvæmt breska dagblaðinu
Observers er Kaupþing að íhuga að
taka fataverslanakeðjuna Mosaic
Fashions upp í skuldir, sem nema
400 milljörðum
króna. Steinar
Þór Guðgeirs-
son, formað-
ur skilanefnd-
ar Kaupþings,
segir svo ekki
vera. Unnið sé
með félaginu að
endurskipulagn-
ingu skulda.
Breska dag-
blaðið Guardian hafði í gær upp
úr skýrslu PricewaterhouseCoo-
pers, sem unnin var fyrir skila-
nefnd Landsbankans, að 150 millj-
ónir punda, jafnvirði 25 milljarða
króna, fáist fyrir eignir Baugs yrðu
þær seldar í dag. Þetta jafngild-
ir um einum sjöunda af skuldum
Baugs gagnvart íslensku bönkun-
um sem nema um einum milljarði
punda. Lánadrottnar félagsins hafa
lýst því yfir að eignir verði ekki
seldar í því árferði sem nú ríki á
fjármálamörkuðum enda fengist
lítið fyrir þær.
Jón Ásgeir segir mikilvægt að
niðurstaða fáist í greiðslustöðvun
Baugs í Bretlandi svo hægt verði
að halda áfram þeirri vinnu sem
lagt hafi verið upp með og skýra
stöðuna.
Öllu starfsfólki Baugs hér á landi
var sagt upp fyrir rúmri viku og
tæpum helmingi í höfuðstöðvun-
um í Lundúnum í Bretlandi. Sextán
starfa þar nú og hafa öll leitað fyrir
sér á öðrum vettvangi. „Óvissan
er algjör,“ segir Jón Ásgeir. Hann
segir ljóst að saga Baugs sé öll þótt
hremmingarnar ytra ættu ekki að
hafa áhrif á félög tengd Gaumi,
félagi fjölskyldu hans hér. Sjálfur
viti hann ekki hvað bíði sín.
jonab@frettabladid.is
JÓN ÁSGEIR
JÓHANNESSON
DANSKA VERSLUNIN ILLUM Starfandi stjórnarformaður Baugs situr í stjórnum þeirra
félaga sem skilanefnd Landsbankans gekk að veðum í í síðustu viku til að forða
þeim frá frekari slysum.
Eignirnar duga fyrir
einum sjötta skulda
Yrðu eignir Baugs í Bretlandi seldar nú fengjust 25 milljarðar króna fyrir þær.
Sögu félagsins er lokið. Jón Ásgeir Jóhannesson segist óviss um framtíðina.
EFNAHAGSMÁL Viðskiptaráðuneyt-
ið reynir nú að semja við eigendur
jöklabréfa, og hluta af erlendum
aðiljum sem eiga 550 milljarða hér
á landi. Þetta staðfestir Þorfinnur
Ómarsson, upplýsingafulltrúi við-
skiptaráðuneytisins.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins kemur meðal annars til
greina að færa eignirnar í lang-
tíma ríkisskuldabréf, eða að líf-
eyrissjóðir eða aðrir kaupi þær
með afslætti. Einnig kemur til
greina að bjóða fjármagnseigend-
unum að afskrifa hluta upphæð-
arinnar gegn því að losna með
það sem eftir stendur úr landi.
Þorfinnur staðfestir að þetta séu
meðal þeirra leiða sem hafi verið
nefndar.
Erlendir aðilar eiga um 550
milljarða króna hér á landi, sem
eru fastir vegna gjaldeyrishafta.
Um 250 milljarðar liggja í jökla-
bréfum, 150 milljarðar í ríkis-
skuldabréfum og önnur eins upp-
hæð í innstæðum í íslenskum
krónum, samkvæmt upplýsingum
frá Seðlabankanum. Hagfræð-
ingar hafa lýst áhyggjum af því
að hverfi þessir erlendu fjárfest-
ar með fé sitt úr landi geti gengi
krónunnar fallið.
Þorfinnur segir markmiðið með
því að hafa samband við erlenda
aðila sem eigi eignir í krónum að
koma í veg fyrir að gengið falli
vegna þeirra þegar gjaldeyris-
höftum verður aflétt. - bj
Viðskiptaráðherra vill losa erlenda aðila við krónur án þess að gengið falli:
Reynir að semja við eigendur
SRÍ LANKA, AP Fleiri en fimmtán
þúsund óbreyttir borgarar á
átakasvæði stjórnarhersins og
Tamílatígranna nyrst á Srí Lanka
hafa lagst á flótta undanfarna
daga, að því er talsmaður stjórn-
valda í höfuðborginni Colombo
greindi frá.
Svo virðist sem stjórnarherinn
sé í þann mund að hrekja vopn-
aða liðsmenn Tamílatígra frá
síðustu vígjum sínum. Að sögn
hersins var að minnsta kosti 21
skæruliði felldur um helgina.
Stjórnarherinn sakar skæru-
liða um að beita óbreyttum borg-
urum fyrir sig sem „mannlegum
skjöldum“. Því neita talsmenn
Tamílatígra. - aa
Borgarastríðið á Srí Lanka:
15.000 óbreyttir
Tamílar á flótta
Á FLÓTTA Tamílar á flótta frá átaka-
svæðinu með föggur sínar við bæinn
Vavuniya í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Vinstri græn halda forval
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
hefur ákveðið að efna til forvals
fyrir komandi alþingiskosningar í
Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
Kjörstjórn leggur til að forvalið fari
fram 6. mars og framboðsfrestur sé til
19. febrúar.
STJÓRNMÁL
JAFNRÉTTISMÁL Félagasamtök sem
sinna forvarnaverkefnum gegn
kynbundnu ofbeldi og kynferð-
islegu ofbeldi gagnvart börn-
um eða veita þolendum stuðning
fengu tæpar 8,5 milljónir króna
í styrki frá félags- og trygginga-
málaráðherra á árinu 2008.
Meðal styrkþega eru Samtök
um kvennaathvarf, Stígamót og
Sólstafir, kvennaathvarf á Vest-
fjörðum. Þá fengu Blátt áfram og
Þekkingarsetur styrktarfélagsins
Áss einnig styrk. - ovd
Hálf níunda milljón í styrki:
Gegn kyn-
bundnu ofbeldi
KAUPHÖLLIN Erlendir aðilar eiga um
550 milljarða króna hér á landi sem eru
fastir vegna gjaldeyrishafta.
Finnst þér ný ríkisstjórn fara vel
af stað?
Já 62%
Nei 38%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu búin(n) að lesa bréf
Davíðs Oddssonar til Jóhönnu
Sigurðardóttur?
Segðu skoðun þína á visir.is.
HEILBRIGÐISMÁL „Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu
er lögþvingaður. Honum verður ekki breytt nema
fjárlög verði tekin upp á ný. Þetta er ekki ljúft
verk en við eigum ekki annarra kosta völ en að
draga saman seglin,“ segir Ögmundur Jónasson
heilbrigðis ráðherra.
Fyrirhugaður er 6,7 milljarða króna niðurskurð-
ur í heilbrigðisgeiranum á árinu. Ögmundur segir
nauðsynlegt að finna leiðir til sparnaðar, svo sem
með lækkun lyfjakostnaðar ásamt skipulags-
breytingum í stjórnsýslunni og tilhögun vinnu í
heilbrigðisgeiranum.
Reynt verði eftir megni að láta niðurskurðinn
ekki bitna á starfsfólki auk þess sem reynt verði að
hlífa því starfsfólki sem hafi lágar tekjur á kostnað
hinna.
„Ég hef sett fram þau pólitísku markmið
sem eiga að tryggja heilbrigðisþjónustuna og
aðgengi að henni. Þegar kemur að launakostnaði
verður það gert með kjarajöfnun að leiðarljósi,“
segir Ögmundur og vonast eftir samstöðu um
markmiðin.
Reynt verði að fá sem flesta að samningaborðinu
til að ná markmiðunum fram. Þá verði horft
til aðstæðna hverju sinni. „Það er sárt til þess
að hugsa að heilbrigðisgeirinn hafi ætíð setið á
hakanum og nú þurfi að skera þar niður,“ segir
heilbrigðisráðherra. - jab
HJARTARITI SKOÐAÐUR Stefnt er að því að skera niður kostnað
í heilbrigðiskerfinu um 6,7 milljarða króna í ár. Ekki ljúft verk,
segir heilbrigðisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Heilbrigðisráðherra segir erfiðan niðurskurð fyrirhugaðan í heilbrigðisþjónustu:
Eigum ekki annarra kosta völ
ÍSRAEL, AP Benjamin Netanyahu,
leiðtogi Likudflokksins sem flest
bendir til að vinni þingkosning-
arnar sem fram fara í Ísrael í
vikunni, lýsti því yfir í gær að
ríkisstjórn undir sinni forystu
myndi ekki taka í mál að skila
Sýrlandi Gólanhæðum til að liðka
fyrir friðarsamningum. Ísraelar
hafa haldið hæðunum hernumd-
um síðan í stríðinu 1967.
Kosningabaráttan hefur verið
tíðindalítil allt frá því kosning-
arnar voru boðaðar í nóvember,
þar til nú að Netanyahu grípur til
þessa ráðs til að freista þess að
halda í hægrijaðarfylgi sem nýr
harðlínuflokkur höfðar til. - aa
Kosningabarátta í Ísrael:
Mun ekki skila
Gólanhæðum
KJÖRKASSINN