Fréttablaðið - 09.02.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.02.2009, Blaðsíða 26
18 9. febrúar 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is F í t o n / S Í A 27. feb. – 1. mars 27. feb. – 1. mars Verð á mann í tvíbýli: 65.900kr. 69.900kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, miði á leikinn og hótelgisting með morgunverði í 2 nætur. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, miði á leikinn og hótelgisting með morgunverði í 2 nætur. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 West Ham Man. City Man. Utd. Portsmouth Verð á mann í tvíbýli: Boltinn er hjá okkur! Eimskipsbikar karla Valur-FH 29-25 (18-13) Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 7/4 (10/4), Heimir Örn Árnason 7 (13), Sigurður Eggertsson 5 (8), Baldvin Þorsteinsson 4 (7), Sigfús Sigurðs- son 2 (4), Elvar Friðriksson 2 (9), Ingvar Árnason 1 (1), Hjalti Þór Pálmason 1 (7), Sigfús Páll Sigfússon (1), Hjalti Gylfason (1) Varin skot: Pálmar Pétursson 10 (27 37%), Ólafur Gíslason 6 (14/1 42,9%) Mörk FH: Guðmundur Pedersen 6/1 (8/1), Ásbjörn Friðriksson 5 (12), Bjarni Fritzson 4 (7), Sigurður Ágústsson 3 (4), Aron Pálmarsson 3 (12), Sigursteinn Arndal 2 (3), Hjörtur Hinriksson 2 (5) Varin skot: Magnús Sigmundsson 24 (52/3 46,2%), Hilmar Þór Guðmundsson (1/1 0%) Iceland Express karla Snæfell-Breiðablik 99-73 (54-27) Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 21, Hlynur Bæringsson 16 (6 frák., 6 stoðs.), Lucious Wagner 16, Atli Rafn Hreinsson 13, Sigurður Þorvaldsson 10, Slobodan Subasic 7, Magni Hafsteinsson 6, Gunnlaugur Smárason 4, Arnór Hermundarson 4, Egill Egilsson 1, Daníel Kazmi 1. Stig Breiðabliks: Emil Jóhannsson 24, Þorsteinn Gunnlaugsson 18, Nemanja Sovic 15, Daníel Guðmundsson 7, Halldór Halldórsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Hjalti Vilhjálmsson 2. Stjarnan-Þór Ak. 110-96 (53-51) Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 31 (8 stoðs.), Guðjón Hrafn Lárusson 20, Jovan Zdravevski 19, Kjartan Kjartansson 14, Hjörleifur Sumarliðason 13, Ólafur Sigurðsson 5. Stig Þórs: Konrad Tota 25, Guðmundur Jónsson 19, Bjarki Ármann Oddsson 17, Daniel Bandy 15, Óðinn Ásgeirsson 11, Jón Orri Kristjánsson 5, Baldur Ingi Jónasson 3. Njarðvík-Skallagrímur 96-67 (53-41) N1-deild kvenna í handbolta Stjarnan-Haukar 27-30 (16-18) Mörk Stjörnunnar: Alina Petrache 13/4, Þorgerður Atladóttir 6, Kristín Clausen 4, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 2. Mörk Hauka: Hanna Stefánsd. 10/3, Erna Þráinsd. 6, Nína Arnfinnsd. 5, Ester Óskarsdóttir 4, Ramune Pekarskyte 4, Nína Björnsdóttir 1. Fylkir-FH 33-30 Markahæstar: Sunna Jónsd. 8, Rebekka Skúlad. 7, Nataly Valencia 7 - Hildur Þorgeirsd. 10, Gunn- ur Sveinsd. 9, Ragnhildur Guðmundsd. 7. ÚRSLITIN Í GÆR Iceland Express kvenna Haukar-Keflavík 82-67 (53-30) Stig Hauka: Slavica Dimovska 31 (9 frák., 8 stoðs., 5 stolnir), Guðbjörg Sverrisdóttir 14, Kristrún Sigurjónsdóttir 12, Ragna Margrét Brynj- arsdóttir 11 (10 frák.), Moneka Knight 7 (9 stoðs, 3 stolnir), Helena Hólm 5, Sara Pálmadóttir 2 Stig Keflavíkur: Pálína Gunnlaugsdóttir 15 (12 frák., 5 stoðs.), Bryndís Guðmundsdóttir 13 (11 frák.), Marín Rós Karlsdóttir 10, Svava Ósk Stefánsdóttir 9 (7 frák., 5 stoðs.), Hrönn Þor- grímsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 5, Birna Valgarðsdóttir 4, Lóa Dís Másdóttir 3, Halldóra Andrésdóttir 2. Hamar-KR 76-79 (37-36) Stigahæstar: Lakiste Barkus 27 (10 frák., 6 stoðs.), Julia Demirer 24 (15 frák., 6 varin), Fanney Lind Guðmundsd. 11, Sóley Guðgeirsd. 9 - Margrét Kara Sturlud. 21 (9 frák., 6 stoðs.), Sigrún Ámundad. 17 (13 frák.), Hildur Sigurðard. 14 ( 5 stoðs.), Guðrún Gróa Þorsteinsd. 10. Snæfell-Fjölnir 77-44 (41-24) Stigahæstar: Kristen Green 26 (13 stolnir), Berg- lind Gunnarsd. 10, Björg Einarsd. 7 (6 stoðs.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, María Björnsd. 7 - Birna Eiríksdóttir 13, Hrund Jóhannsd. 12 (8 frák.) Stigin í efri hluta: Haukar 32, Keflavik 24, KR 20, Hamar 18. Stigin í neðri hluta: Valur 18, Grinda- vík 12, Snæfell 8, Fjölnir 2. Bandaríska háskólakarfan TCU-Colorado State 71-59 (40-25) Helena Sverrisdóttir var stigahæst á vellinum með 19 stig á 27 mínútum fyrir TCU auk þess að taka 7 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Helena nýtti öll 4 vítin sín og hefur hitt úr 31 víti í röð. ÚRSLITIN Í GÆR > Arndís Ýr sigursælust Fjölniskonan Arndís Ýr Hafþórsdóttir vann flest gull á Meistaramóti Íslands í frjálsun en hún vann 800, 1500 og 3000 metra hlaup. Arndís vann yfirburðasigur í 3000 metra hlaupinu innan við klukkutíma eftir að hún vann 800 metrana. Sex náðu tveimur gullum. Linda Björk Lárusdóttir úr Breiðabliki vann 60 metra hlaup og 60 metra grindahlaup, Jóhanna Ingadóttir úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH unnu bæði langstökk og þrí- stökk, Trausti Stefánsson úr FH og Hafdís Sigurðardóttir úr FH unnu bæði 200 og 400 metra hlaup og Björn Margeirsson vann bæði 800 og 1500 metra hlaup. FH-ingurinn Kristinn Torfason setti glæsilegt Íslandsmet í þrístökki á Meistaramóti Íslands í frjálsum um helgina. Gamla metið var búið að standa í 30 ár en það átti Friðrik Þór Óskarsson (sjá mynd) sem stökk 14,92 metra árið 1979. Kristinn stökk 15,05 metra, bætti metið um 13 sentimetra og sinn besta árangur um 72 sentimetra. „Það er mjög gaman að hafa náð að bæta þetta met. Ég vissi af þessu meti, var búinn að sjá það um jólin að ég ætti að geta tekið það og var búinn að stefna á það síðan,“ sagði Kristinn sem ætlar þó ekki að velja þrístökk- ið fram yfir sína aðalgrein. „Langstökk hefur alltaf verið mín aðalgrein og ég held ég haldi því áfram,“ sagði Kristinn en hann vann einnig gull í langstökki þar sem tvö bestu stökkin hans komu í lokin. „Maður var svolítið lengi að komast í gang eftir 200 metr- ana,” segir Kristinn sem varð naumlega í 2. sæti á eftir Trausta Stefánssyni í 200 metra hlaupinu. Þrátt fyrir frábæran árangur Kristins þá þurftu FH-ingar að horfa á eftir sigri í heildarstigakeppni félaganna til ÍR. „Við í FH erum mjög ánægðir með uppskeru helgarinnar. Það er samt frekar fúlt að missa af heildarstigakeppninni en við tókum karlabikarinn að sjálfsögðu og unnum níu af þrettán greinum þar,“ sagði Kristinn sem er búinn að stimpla sig vel inn á nýjan leik eftir að hafa verið í fríi í nokkur ár. „Ég tók mér frí þegar ég byrjaði í háskólanámi og byrjaði síðan aftur eftir að ég lauk BS-námi,“ sagði Kristinn sem er búinn með BS-próf í eðlisfræði og er nú í mastersnámi sem hann klárar í vor. „Það tók smá tíma að koma sér af stað því maður var orðin svolítið þungur en það kom samt mjög fljótt. Ég held áfram og stefni bara á að fara ennþá lengra og slá fleiri met,“ segir Kristinn sem er kominn með eitt met í sigtið, „Íslandsmetið í langstökki innanhúss er 7,82 metrar og það mætti taka það eftir svona eitt til tvö ár,“ sagði Kristinn að lokum. KRISTINN TORFASON Í FH: KOMINN TIL BAKA EFTIR LANGT FRÍ OG BÆTTI 30 ÁRA ÍSLANDSMET Í ÞRÍSTÖKKI Stefni á að fara ennþá lengra og slá fleiri met HANDBOLTI Valsmenn mæta Gróttu í úrslitum Eimskipsbikars karla eftir sigur á FH, 29-25, á Hlíðar- enda í gær. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Valsmenn sjö marka for- ystu í fyrri hálfleik sem FH náði að minnka í fimm mörk fyrir leik- hlé, 18-13. Með mikilli baráttu, góðri vörn og markvörslu komust FH-ingar inn í leikinn og náðu að minnka muninn í eitt mark, 20-19, eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik en of mikill kraftur fór í að minnka muninn og með breiddina að vopni náði Valur að sigla fram úr og vinna að lokum öruggan fimm marka sigur, 29-25. „Við leikum illa í einhverj- ar fimmtán mínútur í fyrri hálf- leik og það er erfitt að saxa á þá. Við náum aðeins taktinum í seinni hálfleik en þetta er erfitt gegn þeim. Þeir eru skynsamir í sóknarleiknum og með góða vörn og markvörslu,“ sagði svekktur Magnús Sigmundsson markvörður FH í leikslok. „Það er engin skömm að tapa fyrir þessu liði, þeir áttu þetta meira en skilið í dag og voru betri.“ „Ég vil meina að við höfum tekið þetta á breiddinni. Það eru forrétt- indi að fá að vera með þennan hóp leikmanna,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í leiks- lok. „Við vorum lélegir sóknarlega í seinni hálfleik og skutum Magnús í stuð. Svo náðum við að róa okkur niður og gerðum einfaldari hluti. Þetta small síðasta korterið og þetta var öruggt og þægilegt.“ Í Gróttu mæta Valsmenn göml- um félögum en með liðinu leika Ægir Hrafn Jónsson og Atli Rúnar Steinþórsson auk þess sem Ágúst Þór Jóhannsson þjálfar liðið. „Ágúst er einn af mínum betri vinum og Ægir og Atli áttu frá- bær ár hérna. Það verður hörku- leikur. Þeir eru besta liðið í fyrstu deildinni núna og eru mjög góðir. Við getum aldrei vanmetið einn né neinn. Við höfum átt í erfiðleik- um með þessi svokölluðu minni lið. Svo er bikarúrslitaleikur allt- af bikarúrslitaleikur. Þá er bikar kominn á borðið og það snýst um hverjir vilja þetta.“ - gmi Breiddin kom Val í úrslit Valsmenn og Grótta leika til úrslita í Eimskipsbikarkeppni karla í handbolta eftir fjögurra marka sigur Valsmanna á FH-ingum í Vodafone-höllinni í gær. Í ÚRSLIT ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ Valsmaðurinn Sigurður Eggertsson fékk blóðnasir eftir högg en það spillti ekki fyrir sigurgleði hans í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TIL HAMINGJU Friðrik Þór Óskarsson og Kristinn Torfason. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Haukakonur eru deild- armeistarar í Iceland Express- deild kvenna eftir öruggan 15 stiga sigur á Keflavík, 82-67, á Ásvöllum í gær. Haukaliðið er þar með komið með átta stiga forskot á Kefla- vík þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir og verða því með heima- vallarrétt út alla úrslitakeppnina. Slavica Dimovska átti stórleik hjá Haukum og var með 31 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar og þá átti Moneka Knight sinn besta leik til þessa. Auk þess að skora 7 stig og gefa 9 stoðsendingar þá átti hún mikinn þátt í því að halda Birnu Valgarðsdóttur í 4 stigum eða 19 stigum undir meðaltali sínu. Haukar tóku völdin í öðrum leik- hluta og gerðu nánast út um leik- inn með því að skora 18 stig í röð og breyta stöðunni úr 28-22 í 46-22. Eftir það var þetta aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði. Auk þeirra Slavicu og Moneku voru þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdótt- ir góðar en fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var í villuvand- ræðum. Bryndís Guðmundsdóttir var besti maður Keflavíkur og Pálína Gunnlaugsdóttir átti fínan seinni hálfleik og mikinn þátt í því að Keflavíkurliðið bjargaði andlitinu eftir að hafa lent mest 32 stigum undir í leiknum. Keflavík hefur nú tapað tveimur leikjum í röð en næst á dagskrá hjá liðinu er bikar- úrslitaleikur gegn KR. - óój Stórleikur Slavicu Dimovsku gegn Keflavík í gær: Haukakonur deildar- meistarar með stæl ÓSTÖÐVANDI Haukakonan Slavica Dimovska átti stórleik gegn Keflavík á Ásvöllum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.