Fréttablaðið - 09.02.2009, Side 27

Fréttablaðið - 09.02.2009, Side 27
MÁNUDAGUR 9. febrúar 2009 Þegar áfallið dynur yfir! Morgunverðarráðstefna um áfallastjórnun og fyrstu viðbrögð þegar „hið óhugsanlega gerist“ verður haldin miðvikudaginn 11. febrúar næstkomandi, frá klukkan 8:00 til 10:15, í Gullteigi B á Grand Hótel. Undanfarnar vikur og mánuði hefur röð alvarlegra áfalla dunið yfir fjölda íslenskra fyrirtækja og stofnana. Góður orðstír og traust ímynd, sem tekið hefur langan tíma að byggja upp, getur hrunið á svipstundu. Sömuleiðis getur áfall og langvarandi streita í kjölfarið haft skaðleg áhrif á heilsu starfsfólks og vinnugetu og þá um leið á afkomu fyrirtækis. Því er það mjög mikilvægt að stjórnendur kunni að bregðast strax við til að lágmarka mögulegan skaða og geti skapað nýjar lausnir til framtíðar. 8:00 Skráning og morgunverðarhlaðborð. 8:15 Fundarstjóri, Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, setur ráðstefnuna. 8:30 Þegar DV hringir… Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM almannatengsla ehf., ræðir um áfallastjórnun, hrun ímyndar og viðbrögð við vondri frétt. 8:45 Í auga stormsins! Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Ráðgjafahússins ehf., ræðir um áfallaviðbrögð og miðlar af reynslu sinni. 9:00 Þetta þarftu að vita. Högni Óskarsson, geðlæknir og eigandi Humus, ræðir langtímaáhrif áfalla á andlega og líkamlega heilsu og á vinnufærni og afkomu fyrirtækja. 9:15 Hvað getum við gert? Magnús Böðvarsson, læknir og stjórnarformaður Vinnuverndar ehf., ræðir um fyrirbyggjandi aðgerðir á vinnustað. 9:30 Pallborðsumræður – spurningar og svör. Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri Kaupþings, stýrir umræðum. Þátttakendur: Frummælendur og stjórnandi. 10:15 Ráðstefnulok. Þátttökugjald er kr. 2.500. Vinsamlegast skráið þátttöku á kom@kom.is eða hringið í síma 540 8800. S T O F N A Ð 1 9 8 6 K O M A LM A N N A TE N G S L / S VA R TH VÍ TT HROGN LIFUR OG KÚTTMAGI SPARNAÐARRÁÐ Kaupið ferskt fi skfars og steikið á pönnu. Frysti ð svo bollurnar. Bollurnar bragðast eins og nýjar þegar þær eru hitaðar í ofni. ATH. Bolludagurinn nálgast, hvað er betra en að eiga glænýjar bollur í frysti kistunni. 20 ára gömul uppskrift 20 ára gamalt verðHANDBOLTI Haukakonur eru komn-ar aftur í toppsæti N1 deildar kvenna eftir 27-30 sigur á Stjörn- unni í toppslag deildarinnar í Mýrinni á laugardaginn. Haukaliðið kann greinilega vel við sig á heimavelli Stjörnunnar þar sem liðið er búið að vinna báða leiki sína í vetur en liðið fór einnig á toppinn eftir sigur- inn í fyrri leiknum. Stjarnan er aftur á móti búin að vinna hina tvo sem fóru fram á Ásvöllum og í Laugardalshöllinni. Haukar höfðu frumkvæðið nánast allan leikinn, voru 18-16 yfir í hálfleik og náðu mest sex marka forskoti í seinni hálfleikn- um. Haukaliðið komst yfir það að missa stórskyttuna Ramune Pek- arskyte útaf með rautt spjald á 35. mínútu leiksins en hún fékk það fyrir sóknarbrot þar sem hún var talin hafa gefið Alinu Petrache olnbogaskot. Alina var allt í öllu í sókn Stjörnunnar og skoraði 13 mörk. Díana Guðjónsdóttir, þjálf- ari Hauka, segist ætla að áfrýja rauða spjaldinu í viðtali á heima- síðu Hauka en standi rauða spjaldið verður Ramune vænt- anlega í leikbanni í undanúrslita- leik bikarkeppninnar þar sem Haukar taka á móti Stjörnunni á Ásvöllum næsta laugardag. - óój Haukakonur aftur á toppinn eftir sigur í Mýrinni: Ramune í banni í undanúrslitunum? LEIKBANN Ramune Pekarskyte fékk umdeilt og hugsanlega dýrkeypt rautt spjald. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Enska úrvalsdeildin BLACKBURN-ASTON VILLA 0-2 0-1 James Milner (26.), 0-2 Gabriel Agbonlahor (89.), 0-2 Gabriel Agbonlahor (90.). CHELSEA-HULL 0-0 EVERTON-BOLTON 3-0 1-0 Mikel Arteta (39.), 2-0 Jo (48.), 3-0 Jo (90.). MAN. CITY-MIDDLESBROUGH 1-0 1-0 Craig Bellamy (51.). PORTSMOUTH-LIVERPOOL 2-3 1-0 David Nugent (61.), 1-1 Fa¡bio Aurelio (68.), 2-1 Hermann Hreiðarsson (77.), 2-2 Dirk Kuyt (84.), 2-3 Fernando Torres (90.). SUNDERLAND-STOKE 2-0 1-0 Kenwyne Jones (77.), 2-0 David Healy (90.). WEST BROMWICH-NEWCASTLE 2-3 0-1 Damien Duff (1.), 1-1 Marc-Antoine Fortune (3.), 1-2 Peter Lövenkrands (8.), 1-3 Steven Taylor (40.), 2-3 Marc-Antoine Fortune (72.) WIGAN-FULHAM 0-0 TOTTENHAM-ARSENAL 0-0 WEST HAM-MAN.UNITED 0-1 0-1 Ryan Giggs (62.) STAÐA EFSTU LIÐA Man. United 24 17 5 2 41-10 56 Liverpool 25 15 9 1 42-17 54 Aston Villa 25 15 6 4 40-24 51 Chelsea 25 14 7 4 44-15 49 Arsenal 25 12 8 5 38-25 44 Everton 25 11 7 7 34-28 40 ENSKI BOLTINN FÓTBOLTI Manchester United endur- heimti toppsætið í ensku úrvals- deildinni með 1-0 sigri á West Ham en tæpum sólarhring áður hafði Liverpool komist í efsta sætið eftir dramatískan 3-2 sigur á Portsmouth. Ryan Giggs tryggði Manchester United áttunda 1-0 sigurinn í síð- ustu ellefu leikjum með glæsilegu einstaklingsframtaki á vinstri vængnum. Þetta var fyrsta mark- ið hans í úrvalsdeildinni í vetur. Edwin van der Sar hélt hreinu 13. deildarleikinn í röð og hefur nú haldið hreinu í 1.212 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Hermann Hreiðarsson virtist ætla að hafa mikil áhrif í titilbar- áttu Liverpool og Manchester Unit- ed þegar hann kom Portsmouth í 2-1 tólf mínútum fyrir leikslok en Fernando Torres átti eftir að segja sitt síðasta orð, fyrst lagði hann upp mark fyrir Dirk Kuyt og svo skoraði hann sjálfur sigurmarkið með skalla í uppbótartíma. Bæði Kuyt og Torres höfðu komið inn á sem varamenn í leikn- um. „Læknar liðsins sögðu mér að Torres, Alonso og Kuyt væru þreyttir og töldu það best að hvíla þá,“ sagði Rafael Ben- ítez, stjóri Liverpool og bætti við. „Allir sigrar eru mikilvægir og sérstaklega þar sem við þurfum að vinna eiginlega alla leiki. Við gáfum þeim tvö mörk en við áttum skilið að vinna,” sagði Benitez. Afleitt gengi Chelsea á heima- velli hélt áfram með markalausu jafntefli við Hull og 2-0 útisigur Aston Villa á Blackburn þýðir að Chelsea er komið niður í fjórða sætið sjö stigum á eftir toppliði United. „Það verður mjög erfitt að ná Manchester United eins og þeir eru að spila núna,“ sagði Ray Wilkins, aðstoðarstjóri Chelsea, eftir leikinn. Everton ætlar heldur ekki að gefa neitt eftir og nýi maðurinn Jo skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Grét- ari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Kaup Manchester City á Craig Bellamy eru þegar farin að borga sig því hann skoraði sigurmarkið liðsins öðru sinni í þremur leikjum þegar City vann Middlesbrough 1- 0. City er því farið að skríða upp töfluna þökk sé Bellamy. Tíu leikmenn Arsenal náðu markalausu jafntefli á útivelli gegn erkifjendunum í Tot- tenham en Emmanuel Eboue var rekinn útaf á 37. mínútu leiksins fyrir heimskulegt brot. Andrei Arshavin var á bekknum en kom ekki við sögu í leiknum. - óój Manchester United tók toppsætið aftur af Liverpool: Meistaramark Giggs FRÁBÆRT SIGURMARK Ryan Giggs fagnar með Cristiano Ronaldo. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.