Fréttablaðið - 09.02.2009, Page 32

Fréttablaðið - 09.02.2009, Page 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Í dag er mánudagurinn 9. febrúr- ar, 40. dagur ársins. 9.42 13.42 17.43 9.37 13.27 17.17 F í t o n / S Í A Berlín er brilljant! með ánægju Þeir sem hafa heimsótt Berlín vita að þar finna sér allir eitthvað við hæfi. Hvort sem þú vilt taka þér frí frá íslenska vetrinum, auðga andann eða fara út á lífið, þá skaltu taka stefnuna á Berlín. Bókaðu núna á www.icelandexpress.is – þú hefur gott af því að skella þér út! Frábær ferð til Berlínar 6.–9. mars Verð á mann í tvíbýli 69.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli með morgunverði og akstur til og frá flugvelli. Páskaferð til Berlínar Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir 6.–13. apríl Verð á mann í tvíbýli 119.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Nánar á www.expressferdir.is og í síma 5 900 100 Opið sjö til tvö Lyfja Lágmúla - Lifið heil www.lyfja.is Af því nú er í blankheitunum hvarvetna talað um endurskoð- un á gildum hlaut boðskapurinn loks að síast svolítið inn. Samt ekki fyrr en ég hafði á haustmánuðun- um hræðilegu farið ofan í saum- ana á heimilisbókhaldinu og íhug- að ýmsar sparnaðarleiðir í daglega lífinu. Fyrir einfalda sál með hóf- leg umsvif var það fljótafgreitt og þá var sumsé komið að umræddri endurskoðun á gildum. EFTIR að hafa gert úttekt á gæða- stundum fjölskyldunnar, lagt áherslu á innihald fremur en umbúðir og hafið átak í persónu- legu frumkvæði í félagslífinu hefði tilveran átt að vera komin í fínt form; heimilsbókhaldið þekkt stærð og tilfinningalegar þarfir uppfylltar massíft. Ennþá vantaði samt eitthvað, dularfulla lífsfyll- ingu sem næstum allir í kringum mig nutu og ekki ég. Vinir og kunn- ingjar voru búnir að uppgötva nýja vídd í veröldinni og jafnvel mestu félagsskítarnir gátu skyndilega slengt fram alls kyns prívat upp- lýsingum um framvindu lífsins hjá fjölda fólks. Þótt ég þráaðist við mánuðum saman endaði síð- asta risaeðlan auðvitað eins og allar hinar og loksins er ég komin með rafræna útgáfu af sjálfri mér á veraldarvefnum. FRÁ fyrstu stund leið mér eins og ég væri meðlimur í leynifélagi, svo mikill var spenningurinn yfir þessu skilgetna afkvæmi eirðar- leysisins, fésbókinni. Auk þess að vera ánetjandi eins og sum harðari fíkniefni er hún í þokkabót ókeyp- is. Fyrsti skammturinn frír. Sem nýr neytandi er ég reyndar ósköp aumingjaleg miðað við dugnaðar- forkana sem hlaða daglega niður haugum að vinum, myndum og hnyttnum athugasemdum og eiga aðdáun mína alla. FÉSIÐ kallar á daglega athygli og minnir að því leyti á japanska tölvugæludýrið sem mörg börn áttu einu sinni, litla kvikindið sem gargaði á umönnun allan sólar- hringinn og breytti heilu fjölskyld- unum í sakbitnar taugahrúgur. Munurinn er aðeins sá að óumflýj- anleg vanræksla á japanska dýrinu var prívat og útför þess fór fram í kyrrþey. Viðstöðulaust ætlast fés- bókin til að ég skrifi eitthvað næst- um opinberlega um sjálfa mig í þriðju persónu og hafi endalausar skoðanir á því sem aðrir gera. Ég er fljót að læra. Eftir aðeins eina viku skilgreini ég hugsanir, gjörð- ir og tilfinningar bara út frá því að þær rúmist í aggalitlu textaboxi. Leynifélagið mikla

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.