Tíminn - 10.02.1983, Side 7

Tíminn - 10.02.1983, Side 7
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983. I • » 7 Vinsælir breskir hallardraugar ■ í bresku blaöi hefur verið birtur vinsældalisti þekktustu hallardrauga á Bretlandi undir yHrskriftinni „Hver er hallar- draugur hvar?“ í efsta sæti listans er sjálf Elisabet I Bretadrottning, sem lætur til sín taka í bókasafni Windsor kastala. Á hæla hcnni kemur gráklædda daman í Glamis, hertoginn af Suffolk, sem heldur sig í Astley-höll, þá risahundur í Warwick, grænklædda lafðin af Dunra- ven, beinagrindin í Dunster, María Stúart Skotadrottning í Hermitage, Ann Boleyn og vofan í Inverary. Oneitanlega glæsilegur listi! Sölnud skilnadar ■ Þýska konan Gerta Leitner, sem býr í Hamborg, var ekki lengi að fá skUnað frá eiginmanni sínum, sem er grænmetissali, þegar hún hafi lýst aðstæðum á heimil inu fyrir dómaranum. Hún bar það fyrir réttin- um, að eiginmaður hennar hefði aldrei séð ástæðu til að veita fjölskyldu sinni nýtt grænmeti eða ávexti, þó að hann hefði átt hægt um vik með það. í staðinn kom hann alltaf heim með það, sem hann gat ekld selt hvort sem er, svo sem kramda ávcxti og sölnað grænmcti! Erfidast að þekkja aftur lag- legt fólk ■ Það er engin ástæða til að örvænta, þó að við lendum í því, að einhver eigi erfitt með að átta sig á því hver við erum, þó að við höfum áður hist. Reyndar megum við líta á það sem gullhamra. Hópur í Kali- fomíu, sem hefur kynnt sér málið, hefur nefnUega komist að því, að fólk eigi erfiðast með að þekkja aftur laglegt fólk! Niðurstöðuna fékk hópurinn með þvi að fá sjálfboðaUða tU að skoða myndir af 120 ungum pUtum. Þeir ungu mannanna, sem höfðu ekkert óvenjulegt við sig, voru álitnir mest aðlað- andi. En þegar sjálfboðaliðun- um voru sýndar myndirnar aftur nokkra síðar, voru það einmitt þessir sömu menn, sem þeir könnuðust ekkert við að hafa augum litið áður. Sálfræðingar gefa þá skýr- ingu, að sléttir og fclldir and- litsdrættir, sem ekki bera nein sérstök einkenni, svo sem stórt nef eða skakkan munn, þyki yfirleitt fallegastir. þá eignast safnið eintak og síðan gilda samningar í milli safnsins og þeirra sem eiga höfundarétt yfir myndunum um afnot af þeim. Þannig getur safnið lánað myndir fyrir gjald sem að hluta rennur til þess sjálfs og að hluta til eigenda höfundarréttarins. Þannig er megnið af þeim mynd- um sem á safninu eru í eigu annaðhvort ljósmyndara eða erfingja hans, en safnið hefur fengið allmörg stór söfn til varðveislu.“ - Veistu hve margar myndir eru á safninu? „Satt að segja þá hef ég ekki hugmynd um það, það er alveg geigvænlegur fjöldi. Nýrri söfn sem við höfum til varðveislu eru gífurlega stór sum hafa að geyma allt upp í 300 þúsund negatíf hvert. Gömlu söfnin sem við erum með, fágæt söfn með myndum aldamótaljósmyndara eru miklu minni, sem stafar auðvitað fyrst og fremst af tæknilegum ástæðum. - Hvað um sýningar á vegum safnsins? „Já, - nú seint í þessum mánuði hefst mjög forvitnileg sýning á Kjarvalsstöðum á veg- um okkar og menningardeildar franska sendiráðsins. Þar verður sýnt úrval af ljósmyndum franska rithöfundarins Emils Zola, en hann var frábær ljós- myndari og tók mikinn fjölda mynda á síðari hluta ævi sinnar, það eru varðveittar eitthvað um sjö þúsund glerplötur eftir hann. Myndirnar eru flestar frá París, og eru einhverjar alglæsilegustu myndir sem ég hef séð. Við tókum þá ákvörðun að standa að þessari sýningu, þótt það sé óneitanlega mjög kostnaðarsamt fyrirtæki. Þetta verður ekki sölusýning þannig að við verðum að treysta á áhuga almennings. Fyrir utan þessa sýningu erum við svo með sýningu í Vest- mannaeyjum í undirbúningi. Það verða myndir frá Vest- mannaeyjum sem við höfum safnað saman. Við vonumst til að þessi sýning verði sett upp einhvem tíma í mars.“ JGK I iniwmi'fli erlent yfirlit ■ Shultz, Reagan forseti og Bush Hafa Bush og Shultz haft erindi sem erfidi? Árangurinn af sendiferðum þeirra óljós enn ■ REAGAN forseta og ráð- gjöfum hans var orðið það ljóst um áramótin, að áróðurstafl risaveldanna hafði snúizt við eftir að Andropov tók við forust- unni. í Vestur-Evrópu hafði staða Sovétríkjanna batnað í áróðurs- stríðinu eftir að Andropov hafði boðizt til að fækka meðaldræg- um eldflaugum í Evrópu til jafns við eldflaugar Breta og Frakka. Einnig hafði það styrkt aðstöðu Rússa, að Andropov hafði lagt til, að gerður yrði griðasáttmáli milli Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbanda- lagsins. Viðræður yrðu síðan hafnar á grundvelli hans um takmörkun og samdrátt hvers konar vopna og herafla. . Reagan var ekki undir það búinn að mæta þessari sókn Andropovs með gagntillögum, eins og krafizt er í Vestur- Evrópu í vaxandi mæli. Hann hélt enn fast við núlltillöguna svonefndu varðandi meðaldrægu eldflaugamar, en bætti því þó við, að hann væri tilbúinn að íhuga vandlega allar tillögur frá Rússum. Jafnframt hafnaði hann þó tillögunni um að Rússar tak- mörkuðu meðaldrægar eldflaug- ar í Evrópu til jafns við frönsku og brezku eldflaugarnar. Það var ekki aðeins í Evrópu, sem Rússar höfðu snúið áróðurs- taflinu sér í vil. Þeir höfðu orðið vinsamlegri skipti við Kínverja en um langt skeið og voru farnir að gefa Pakistanstjórn í skyn, að þeir væru tilbúnir til að semja um Afganistan. Því til áréttingar em rússnesk- ir fjölmiðlar nú farnir að segja frá hernaðarlegum átökum í Afganistan, en um það höfðu þeir þagað að mestu í stjórnartíð Brésnjefs. Sumir fréttaskýrendur telja þetta merki um, að Andropov meini það alvarlega, að hann vilji semja um Afganistan á þann hátt, sem Pakistan, íran og Kína gætu unað við. Slíkt myndi bæta sambúð Rússa og Kínverja. REAGAN taldi af framan- greindum ástæðum, að hann yrði að snúast gegn sókn And- ropovs bæði í Vestur-Evrópu og Asíu. Hann og ráðgjafar hans voru hins vegar ekki vissir um, hvernig það yrði bezt gert. Niðurstaðan varð sú, að ■ Kohl og Thatcher Bandaríkjastjórn skyldi vinna sér tíma með því að Reagan sendi sérstaka fuiltrúa til Vestur- Evrópu og Austur-Asíu í þeim tilgangi að ræða við helztu valdamenn þar og afla upplýs- inga, sem gætu orðið grundvöllur að stefnubreytingum eða stefnu- mótun síðar. Reagan og ráðunautum hans var Ijóst, að þessar sendiferðir yrðu ekki teknar alvarlega, nema hann tefldi fram hinum beztu mönnum, sem hann hafði á að skipa. Það gerði hann líka. Hann sendi Bush varaforseta til Vestur-Evrópu og Shultz utanríkisráðherra til Austur- Asíu, en Bush og Shultz eru tvímælalaust þeir samverka- menn Reagans, sem njóta mests álits og viðurkenningar. Báðir hafa þeir þann kost að vera gætnir og athugulir og hollir Reagan, þótt oft kunni þeir að hugsa á aðra leið en hann. Sennilega tekur Reagan meira tillit til þeirra en annarra sam- verkamanna sinna. Það hefur áður verið rakið í erlenda yfirlitinu að hlutverk Bush myndi reynast býsna erfitt, þar sem hann hefði annars vegar haukana í Bandaríkjunum, sem vilja beita Sovétríkin viðskipta- þvingunum og herða vígbúnað- arkapphlaupið, en hins vegar vaxandi fylgi í Vestur-Evrópu við þá stefnu, að ekki eigi að láta samninga stranda á því, þótt Rússar hafni núlltillögu Banda- ríkjaforseta. Hlutverk Shultz var ekki síður erfitt, þótt á annan hátt væri. Sambúð Kína og Bandaríkjanna hefur farið kólnandi að undan- förnu. Valdamenn í Peking hafa lýst vaxandi andúð á stuðningi Bandaríkjanna við stjórnina á Taiwan og þeir hafa lýst vaxandi andstöðu við hersetu Banda- ríkjamanna í Suður-Kóreu. Til viðbótar hefur komið eins konar viðskiptastríð á vefnaðar- vörum. Bandaríkjastjórn tak- markaði vissan innflutning á vissum vefnaðarvörum frá Kína, en Kínastjórn svaraði með al- geru banni á bandarískum vefn- aðarvörum. í kínverskum fjölmiðlum hafa Bandaríkin verið ásökuð um svipaða yfirdrottnunarstefnu og Sovétríkin, en fram til skamms tíma voru Sovétríkin talin verri. Á sama tfma hefur það svo gerzt, að sambúð Kína og So- vétríkjanna hefur heldur Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar skánað. Utanríkisráðherra Kína mætti við jarðarför Brésnjefs og í framhaldi af því mun Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna heimsækja Peking. Þá hefjast aftur í marz viðræður þær milli Kína og Sovétríkjanna, sem hófust á síðasta ári. SENDIFERÐUM þeirra Bush og Shultz er nú að ljúka og verður ekki dæmt um á þessu stigi, hver árangurinn verður. Hann kemur ekki fyllilega í ljós fyrr en eftir heimkomuna og þegar séð verður, hvort þessar sendiferðir verða til þess að breyta eitthvað afstöðu forsetans og stjórnar hans. Ótvírætt hafa þessi ferðalög þó vakið athygli og Bandaríkin verið meira í sviðsljósinu en Sovétríkin meðan á þeim stóð. Bush fékk hjá öllum þeim ríkisstjórnum, sem hann heim- sótti, stuðning við þá skoðun, að núlllausnin svokallaða væri bezta lausnin varðandi meðaldrægu eldflaugarnar, en það var jafn- framt látið fylgja með, að aðrar lausnir gætu komið til greina. Þetta kom m.a. glöggt fram í yfirlýsingu, sem birt var eftir fund þeirra Helmuts Kohl og Margaretar Thatcher í London 4. þ.m. í yfirlýsingunni segir, að náist ekkert samkomulag um meðaldrægu eldflaugarnar, verði Natóáætluninni frá 1979 framfylgt. Ýmsir fréttaskýrendur draga þá ályktun af þessu, að Reagan verði ekki stætt á að halda núllstefnunni til streitu, heldur verði hann að sætta sig við minna, ef samkomulag á að nást. Shultz var vel tekið í Japan eins og vænta mátti, þótt óvíst sé um árangur af viðræðunum í Tokýó. Um viðræður hans við valdamenn í Peking hefur það helzt frétzt, að þær hafi verið hreinskilnar og gagnlegar. Shultz notaði tækifærið til að bjóða Deng, sem er mesti valdamaður Kína, í heimsókn til Bandartkj- anna, og verður sennilega úr henni á þessu ári. Litlar líkur virðast á því, að breyting verði á stefnu Kínverja þangað til. Strax eftir brottför Shultz gagnrýndu kínverskir fjölmiðlar aðstoð Bandaríkj- anna við Taiwan og hemaðarað- stoðina við Suður-Kóreu, en þangað fór Shultz frá Peking.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.