Tíminn - 10.02.1983, Page 8
8
FIMMTUDAGUR 1«. FEBRÚAR 1983.
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Slgurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttlr,
María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn , skrifstofur og auglýsingar:
Siðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýslngasimi 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392.
Verð i lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrlft á mánuði kr. 150.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Biaðaprent hf.
Kjördæmamálid
■ Það er eins og margt annað rangt hjá formanni
þingflokks Alþýðubandalagsins, að Framsóknarflokkur-
inn krefjist einhverra forréttinda í kjördæmamálinu, og
ætli sér stærri hlut en öðrum flokkum.
Ágreiningurinn, sem verið hefur í kjördæmamálinu og
enn er ekki fullleystur, stendur um það, hvort kjósendur
eigi að ráða vali þingmanna, sem kjördæmi þeirra eru
ætlaðir, eða hvort farið sé eftir einhverjum annarlegum
reglum.
Það er ekki hægt að telja það til ávinnings fyrir einn
flokk eða annan, að kjósendur í viðkomandi kjördæmi
fái sjálfir að ráða vali þingmanna sinna. Úrslit kosninga
sýna, að víða hafa orðið tilfærslur milli flokka. Það lýsir
mikilli trú andstæðinganna á framtíð Framsóknarflokks-
ins, ef þeir trúa því, að það sé honum til varanlegs hags,
ef kjósendur fá sjálfir að ráða vali þingmanna kjördæmis
síns.
Það, sem glímt hefur verið við með aðstoð tölvunnar
að undanförnu, er að ná í senn eðlilegum jöfnuði milli
kjördæmanna annars vegar og jöfnuði milli flokkanna hins
vegar. Þetta er viðfangsefni, sem tölvan hefur enn ekki
fullkomlega ráðið við, þótt hún hafi verið studd með
mikilli stærðfræðilegri þekkingu.
Stáðreyndin er sú, að það er ákaflega erfitt og raunar
útilokað að ná fullkomnum jöfnuði milli flokka með
bundinni tölu þingsæta. Setja má upp fræðilegt dæmi
þessu til skýringar.
í næstu kosningum keppa a.m.k. fimm flokkar. Segjum
að þeir fái jöfn atkvæði, að því undanskildu, að einn þeirra
fái einu atkvæði meira en hinir. Þetta atkvæði gæti tryggt
honum að fá einu þingsæti meira en hinir flokkarnir fá.
Til þess að ná fullum jöfnuði þyrfti þá að bæta við fjórum
þingsætum.
Þjóðverjar glímdu mjög við þessa þraut, þegar þeir voru
að stofna Weimarlýðveldið. Þeir ætluðu sér að ná fullum
jöfnuði milli flokka. Þeir gáfust upp við allar úthlutunar-
reglur, sem byggjast á deilingu.
Niðurstaða þeirra varð sú, að hver flokkur skyldi fá
einn þingmann fyrir hverja 60 þús. kjósendur, sem
greiddu honum atkvæði, og að tala þingsæta skyldi ráðast
af þessu. Þess vegna fór þingsætatalan eftir kosningaþátt-
tökunni. í kosningunum 1924 varð t.d. þingsætatalan 459,
en í kosningunum 1926 493.
Gallinn við vinnubrögð stjórnarskrárnefndar og for-
manna flokkanna hefur verið sá, að alltof mikið hefur
verið miðað við núverandi flokkakerfi og úrslit þingkosn-
inga að undanförnu. Þetta hefur verið grundvöllurinn,
sem nær allir útreikningar hafa byggzt á og tölva hefur
verið að reikna út hvernig bezt mætti hagræða, m.a. með
tilliti til þess að þetta flokkakerfi festist í sessi og nýir
aðilar og óháðir frambjóðendur ættu erfiðara uppdráttar
en gömlu flokkarnir.
Það er vitanlega æskilegt, að samstaða geti náðst milli
flokkanna um breytingar, sem gerðar eru á stjórnarskrá
og kosningalögum, því að nóg er samt til að deila um. En
það er ekki nóg, að flokksforusturnar nái samkomulagi
að tjaldabaki, heldur þarf þjóðin einnig að fá að vera með
í ráðum og fá tíma til þess. Annars er hætta á, að tjaldað
sé til einnar nætur.
Töpuð ár
Þjóðviljinn getur þess í fyrradag, að þrjú ár séu liðin
frá myndun núverandi ríkisstjórnar. Hjörleifur Guttorms-
son gat þess í ræðu um helgina, að fjögur ár væru liðin
síðan hann varð iðnaðarmálaráðherra.
Allan þann tíma hefur raforkuverðið, sem álbræðslan
greiðir, haldizt óbreytt. Hjörleifur getur ekki kvartað
undan því, að hann hafi ekki fengið að ráða ferðinni
hingað til.
Niðurstaðan er fjögur íöþuð ár. Þ.Þ.
skrifaö og skrafað
■ Geír Hallgrímsson
Ótafur Ragnar
Sverrir Hermannsson
■ Ragnar Amalds
Mikið liggur við
■ - Bráðabirgðalögin eru
smámál og einskis virði, sagði
formaður þingflokks sjálf-
stæðismanna í sjónvarpi í
fyrrakvöld, en kjördæma-
málið er stórt og verður að
leysa með hraði.
Rétt er það, kjördæma-
málið er stórmál, en mikið
lifandis ósköp liggur á að
reka það gegnum þingið og
helst án þess að þeir sem um
það eiga að fjalla hafi tíma
til að átta sig á síbreyttum
tillögum og hvernig þær virka
í réttlætisátt. Efnahagsmálin
eru sem sagt smámál, sem
ekkert liggur á að lagfæra, en
öll hugarorka þings og stjórn-
ar beinist að því negla stjórn-
arskrá og kosningalög að því
er virðist með það fyrir
augum að sjöundi maður á
lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík og fjórði maður á
lista Alþýðubandalagsins nái
inn á þing í næstu kosningum.
Þetta gífurlega hagsmuna-
mál þjóðarinnar tekur á sig
ýmsar myndir. Hnífurinn
gengur ekki á milli formanns
Sjálfstæðisflokksins og þing-
flokksformanns Alþýðu-
bandalagsins og láta málgögn
þeirra óspart að því liggja að
það standi eingöngu á fram-
sóknarmönnum að málið fái
skjóta og farsæla lausn.
Framsókn vill forréttindi
segir Þjóðviljinn eftir þing-
flokksformanni Alþýðu-
bandalagsins, og blaðið hefur
eftir honum:
- Það hefur verið algjört
grundvallaratriði í störfum
stjórnarskrámefndar í 2 ár
og í viðræðum formanna
stjórnmálaflokkanna fjög-
urra í tvo mánuði að jöfnuði
á milli flokkanna yrði náð.
- Síðustu daga hefur því
miður komið í ljós, að Fram-
sókn hafnar þeirri grundvall-
arreglu og vill að Framsókn-
arflokknum sé ívilnað sér-
staklega, þannig að hann fái
einum til tveimur þing-
■ Páll Pétursson
mönnum fleiri en honum ber
umfram aðra flokka. Með
því lagi vill flokkurinn við-
halda forréttindum umfram
aðra sem hann hefur haldið í
um 60 ára skeið. Aðrir flokk-
ar hafa hafnað þessum for-
réttindakröfum Framsóknar,
sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son þingflokksformaður Al-
þýðubandalagsins."
Þama er því slegið föstu að
Framsóknarflokkurinn vilji
fá einum eða tveimur þing-
mönnum fleiri en honum
ber. Samkvæmt hverju ber
flokknum það?
Látið er eins og atkvæða-
magn einstakra flokka sé
eitthvað óumbreytanlegt og
verið sé að semja um óbreytt
ástand hvað þingmanna-
fjölda flokkanna varðar.
Naglfast fylgi?
í síðustu kosningum má
segja að Framsóknarflokkur-
inn hafi verið heppinn. Á
Vestfjörðum og Norðurlandi
vestra munaði aðeins um 50
atkvæðum að flokkurinn náði
inn öðrum og þriðja manni.
En atkvæðatölur breytast frá
einum kosningum til ann-
arra, líka í prófkjörum, og
það er ekkert naglfast að
Framsóknarflokkurinn fái til-
tekið atkvæðamagn í hinum
ýmsu kjördæmum. Þótt
menn vilji skoða tillögur um
breytta kjördæmaskipan og
reyni að átta sig á mismun-
andi þýðingu þeirra merkir
það engan veginn að verið sé
að heimta einhver forrétt-
indi.
Sú bábilja að framsóknar-
menn einir græði á ranglátri
kjördæmaskipan fær ekki
staðist. í Reykjavík og
Reykjaneskjördæmi búa tæp
40% afkjósendum flokksins,
miðað við síðustu kosningar,
en úr þessum kjördæmum
eru aðeins 3 af 17 þing-
mönnum flokksins.
Miðstjórnarfundur Fram-
sóknarflokksins sem haldinn
verður um næstu helgi mun
skera úr um hvort flokkurinn
verður aðili að því samkomu-
lagi sem nú er einkum rætt
um. Það er því rangt sem
látið er að liggja að flokkur-
inn sé að skerast úr leik og
hafi brotið allar brýr að baki
sér til að vera með í þeim
viðræðum sem allir flokkam-
ir eiga nú aðild að til lausnar
kjördæmamálinu.
Geir Hallgrímsson og
Ólafur Ragnar eru sammála
um að verði Framsóknar-
flokkurinn ekki með í sam-
komulaginu muni hinir flokk-
arinr þrír standa að frum-
varpi um breytingu á kjör-
dæmaskipaninni.
Efasemdir
En sú ofuráhersla sem þeir
leggja á samkomulag, og
kenna framsóknarmönnum
einum um að standa á móti,
er vel til þess fallin að breiða
yfir ósamkomulag í eigin
flokkum um málið. Ragnar
Arnalds fjármálaráðherra
segir að hann muni hafna
öllum þeim tillögum sem nú
er rætt um til lausnar málinu.
Lúðvík Jósefsson er enn
áhrifamaður í sínum flokki
þótt hann sitji ekki á þingi og
er hann sama sinnis.
Sverrir Hermannsson
sagði í viðtali við Tímann í
gær, að hann sé ekki nógu
ánægður með það sem að er
stefnt og muni bera fram
breytingatillögu. „Ég á eftir
að sjá að það náist allsherjar-
samkomulag um þetta,“
sagði Sverrir. „Held raunar
að einhver tími muni líða
áður en hægt er að kveða upp
úr með það að líkur séu á
samkomulagi, þótt á þeim sé
að heyra að þeir hafi gert sér
auknar vonir um þetta, hvort
sem það er raunsæ niðurstaða
eða ekki. En það komu
fréttir sem maður varð vissu-
lega hissa á fyrir helgina, þ.e.
að Framsóknarflokkurinn
væri ákaflega tilleiðanlegur í
þessu öllu. Það hefði maður
nú haft vissar efasemdir um.“
En maður getur haft vissar
efasemdir um fleira en til-
leiðanleika Framsóknar. Það
er hárrétt að innan Fram-
sóknarflokksins eru skiptar
skoðanir á með hvaða hætti
er eðlilegast að leiðrétta at-
kvæðamisvægi í landinu,
enda verður það aldrei gert
svo að öllum líki. En í
þingmannaliði hinna flokk-
ana eru einnig skiptar
skoðanir um málið þótt reynt
sé að fela það með því að
kenna framsóknarmönnum
einum um að þeir tefji fyrir
viðunandi lausn. Og það eru
fleiri en þeir Sverrir og
Ragnar Amalds sem ekki
eru alls kostar sammála for-
mönnum flokka sinna í kjör-
dæmamálinu. f Alþýðuflokki
em einnig skiptar skoðanir
þótt hljótt fari. Ekki einu
sinni Karvel Pálmason hefur
hafið upp sína þrumuraust til
að opinbera sína skoðun.
Framsóknarflokkurinn er
aðili að viðræðunum um
breytta kjördæmaskipan og
jöfnun atkvæðisréttar og er
ekki að skorast undan því að
taka afstöðu í því máli. Páll
Pétursson formaður þing-
flokksins sagði í Þjóðviljan-
um í gær:
-Við tökum þátt í vinnu
við gerð lagatextans, en það
em atriði þar, sem við Fram-
sóknarmenn erum mjög óá-
nægðir með.“
Undir þessi orð Páls gætu
margir af þingmönnum hinna
flokkanna áreiðanlega tekið,
ef þeir mæltu af hreinskilni.
O.Ó.
starkaður skrifar
„Þó að þær gætu gleymt, þá
gleymi ég þér samt ekki”
■ MORGUNBLAÐSMENN héldu hátíðlcga upp á sköp-
unarafmæli ríkisstjómarinnar og þótti það skrýtið, að myndun
þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr, skyldi ekki minnst með
sérstökum hætti í málgagni stærsta stjórnarflokksins á
afmælisdaginn. En ríkisstjórnin getur alla vega huggað sig við
það, að Morgunblaðsmenn segja eins og Jesaja spámaður:
„Þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki“. Enda
hefur þessi ríkisstjóm alltaf verið sérstakt áhugamál þeirra,
sem Morgunblaðið ciga.
Auðvitað er fyllsta ástæða til þess að fjalla um það, jafnt
á afmælisdögum sem aðra daga, hverju núverandi ríkisstjórn
hefur áorkað við mjög erfiðar aðstæður Hún var sem kunnugt
er mynduð eftir að allar aðrar tilraunir til stjórnarmyndunar
höfðu mistekist; hún var í raun og vera eina leiðin fyrir Alþingi
til að mynda þingræðisstjórn.
Ríkisstjórnin tók við mjög erfiðu þjóðarbúi; bullandi
verðbólgu, sem ákveðið var að ráðast gegn með skipulegum
hætti. Vafalaust hefði sú sókn gegn verðbólgunni borið
umtalsverðan árangur ef ekki hefðu komið tU þau alvarlegu
efnahagsáföll, sem dunið hafa á þjóðinni og landsmenn sjálfir
höfðu ekki nokkur tök á að koma í veg fyrir; mjög alvarlegur
aflabrestur og slæm staða á flestum útflutningsmörkuðum
okkar, en þetta tvennt hcfur leitt til stórfells viðskiptahaUa
og minnkandi þjóðarframleiðslu og þjóðartekna.
Þrátt fyrir þessi áföll, og þrátt fyrir þá kreppu í löndunum
í kringum okkur, sem leitt hefur atvinnuleysisbölið yfir
tugmilljónir manna á Vesturlöndum, hefur ríkisstjórainni
tekist að koma í veg fyrir atvinnuleysi hér. Það hefur auðvitað
kostað auknar skuldir, sem notaðar hafa veríð tU að draga úr
því áfalli sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir.
Þegar frá líða stundir verður það vafalaust talið merkasta
verk þessarar ríkisstjóraar að hafa bægt atvinnuleysinu frá,
ekki síst með hliðsjón af reynslunni frá viðreisnaráranum,
þegar skyndilegur samdráttur í afla varð tU þess að skapa hér
víðtækt atvinnuleysi - það alvarlegasta frá því á kreppuárun-
um. Sá samanburður ætti að vera skyldulesning allra þeirra,
sem nú vilja gera h'tið úr þvi, að ríkisstjórninni hefur tekist
að haida atvinnuleysinu frá.
Auðvitað hefur ríkisstjórnin komið fram merkum umbótum
á fjölmörgum sviðum, og staðið að margháttuðum fram-
kvæmdum, svo sem í samgöngumálum - þótt það sem vel er
gert vilji oft kafna í vandamálaumræðu hversdagsins.
Að sjálfsögðu er margt hægt að gagnrýna í störfum þessarar
ríkisstjórnar eins og þeirra, sem á undan hafa farið. Mannanna
verk era aldrei fullkomin, og allt orkar tvímælis þá gert er.
En það er lítilmannlegt að gagnrýna ráðamenn þjóðarínnar
fyrir þá atburði, sem þeir hafa engin tök á, svo sem eins og
gang fiskistofna í sjónum eða þróun verðlags og eftirspumar
á erlendum mörkuðum. „Eins og flskamir festast í hinu
háskalega neti og eins og fuglamir festast í snöranni - á líkan
hátt verða mennirnir fangnir á óheillatíð, þá er hún kemur
skyndilega jfir þá“, segir á einum stað. Yfir slíkuni atburðum
ráða mennimir ekki, hversu vel sem þeir era af guði gerðir.
En í íslenskri stjnrnmálaumræðu er það vafalaust til of
mikils mælst að stjórnmálamenn fái að njóta slíks sannmælis.
-Starkaður.