Tíminn - 16.02.1983, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1983
2
fréttir
Tvísýn úr-
slit íReykja-
vikur-
mótinu í
bridge
■ Það var svo sannarlega á við að
horfa á kvikmynd eftir Hitchcock að
fylgjast með úrslitumvRcykjavíkur-
mótsins í bridge nú um helgina. 4
sveitir spiluðu í úrslitunum einfalda
umfcrð með 40 spilaleikjum og fyrir
síðustu umferð var sveit S'ævars
Þorbjörnssonar með 34 stig, sveit
Jóns Hjaltasonar með 33 stig, sveit
Egils Guðjohnsen með 7 stigog sveit
Ólafs Lárussonar með 6 stig. Sveitir
Jóns og Sævars mættust síðan í
lokaumferðinni.
Sá leikur var sýndur á sýningar-
tjaldi og í hálfleik var Sævar 10
impum yfir. í seinni hálfleiknum
sneri Jón blaðinu við og þegar tvö
spil voru eftir var munurinn 13 impar
Jóni í vil. En í næstsíðasta spili varð
einn spilarinn í sveit Jóns fyrir því
óhappi að spila niður öruggu geimi
og sveit Sævars græddi 10 impa.
Síðasta spilið féll stðan og leikurinn
fór 10-10 í vinningsstigum. Sveit
Sævars vann því mcð 1 vinningsstigi;
ef sveit Jóns hcfði fengið 1 impa
meira hefði hún unnið leikinn 11-9
og mótið um leið.
1 sveit Sævars Þorbjörnssonar spil-
uðu auk hans: Jón Baldursson,
Sigurður Sverrisson og Valur Sig-
urðsson. Þetta er í 3. skipti í röð sem
þeir Sævar, Jón og Valur vinna
Reykjavíkurmótiðí bridge og í annað
skipti scm Jón og Sigurður vinna
Reykjavlkurmótið með 1 impa mun.
í fyrra skiptið var það árið 1976 og
þá vaj tapsveitin engin önnur en sveit
Jóns Hjaltasonar, að vísu ekki skipuð
sömu spilurum og nú. I sveit Jóns
Hjaltasonar spiluðu nú auk hans:
Hörður Arnþórsson, Hjalti Elíasson,
Jón Asbjörnsson ogSfmon Símonar-
son.
Verðlagsráð
afgreiddi
fjórar
hækkanir
■ Verðlagsstjóri hefur cnn ckki
tekið ákvörðun um hvort gripið
vcrður til aðgcrða vegna einhliða
hækkunar á fargjöldum Strætisvagna
Reykjavtkur, en hún var 25 af
hundraði.
Að sögn Gísla G. ísleifssonar,
lögmanns Vcrðlagsstofnunar, verður
haldin sérstakur fundur í vcrðlags-
ráði vegna þessa máls á næstunni, og
þá væntanlega tckin ákvörðun um
viðbrögð stofnunarinnar.
Sem kunnugt er fékk Verðlags-
stofnun lagt lögbann við einhliða
fargjaldahækkun SVR fyrir nokkrum
vikum. -Sjó
bingflokkur
Framsóknar:
Rafmagn til
húsahitunar
verði
greitt niður
■ Þingflokkur framsóknarmanna
gerði eftirfarandi jílyktun s.l. mánu-
dag:
„Það sem ckki hefur enn tekist aö
ná fram hækkun á orkuverði til
stjóriðju, sem nýta mætti til niður-
greiðsút á rafmagni til húshitunar,
samþykkir þingflokkur Framsóknar-
flokksins að ríkissjóður greiði niður
til bráðabirgða verð'á rafmagni til
húshitunar af orkujöfnunargjaldi
skv. lögumnr. 12,1980ogísamræmi
við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá
5. maí 1982.“
■ Engu var líkara en
að komið væri á kjöt-
kveðjuhátíð í Ríó þegar
litið var inn á grímuball
hjá krökkunum í Snæ-
landsskóla í gær. Þar úði
og grúði af allskonar
kynjaverum og kynja-
fólki. Þarna voru líka
bófar sem hefðu sómt
sér vel í undirheimum
Hækkun SVR:
Rædd á
fundi verð-
lagsráðs
■ Verðlagsráð fjallaði á fundi fyrir
helgina um nokkrar hækkanabeiðnir og
samþykkti nokkrar hækkanfr. Aðgöngu-
miðaverð kvikmyndahúsa hækkar um
8.7% úr 46 krónum í 50 krónur.
Strætisvagnafargjöld Landleiða h/f,
þ.e. á teiðinni Reykjavík, Hafnarfjörður,
Garðabær hækka um 25% og sama er að
segja um fargjöld Strætisvagna Kópa-
vogs. Vöruafgreiðslugjöld skipafélag-
anna hækka um 20% og loks var
samþykkt að aðgangur að sundstöðum í
Reykjavík mættu hækka um 25%. Ein-
stakur miði að sundstöðunum fyrir
fullorðna kostar nú 15 krónur, kostaði
áður 12 krónur og barnamiðar hækka úr
6 krónum f 7.
Engin beiðni hcfur borist frá SVR um
hækkun á fargjöldum til Verðlagsstofn-
unar að sögn Georgs Ólafssonar verð-
lagsstjóra. JGK
Viðskiptaþing
verður f dag
■ Viðskiptaþing Verslunarráðs Islands
verður haldið í Kristalsal Loftleiðahótels-
ins í dagog hefst klukkan 11:00, en ekki
á fimmtudag eins og ranghermt var í
Tfmanum í gær.
Þingið her yfirskriftina „Frá oröum til
athafna“ og verður viðfangsefni þess
endurreisn íslensks efnahagslífs.
Gestir þingsins eru Matthias Johannes-
sen. ritstjóri, og Harris lávarður, fram-
kvæmdastjóri Institute of Economic Af-
fairs í London. -Sjó.
Rauði krossinn og
Hjálparstofnun kirkjunnar:
Skyndisöfnun
til aðstoðar
Ghanamönnum
■ Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði
kross íslands hafa ákveðið að taka
höndum saman um íslenska aðstoð til
Ghana, en þar ríkir sem kunnugt er
neyðarástand vegna flóttamannastraums
frá Nígeríu.
„Ástandið í Ghana er bágborið og
hafa þarlend stjórnvöld lýst yfir neyðar-
ástandi og farið fram á alþjóðlega hjálp.
Kirkjan, Rauði krossinn og hjálparstofn-
anir Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkis-
stjórnum margra landa leitast nú við að
svara neyðarkalli með virkri aðstoð."
segir í fréttatilkynningu frá Rauða krossi
íslands og Hjálparstofnun -kirkjunnar.
Hér á landi verður efnt til skyndi-
söfnunar meðal almennings svo íslensk
aðstoð geti orðið að veruleika. Safnað
verður með þeim hætti að opnaður
verður sameiginlegur gíróreikningur,
nr. 46000 - 1, en inn á þann reikning
getur fólk lagt framlög sín í öllum
bönkum, sparisjóðum og póstaf-
greiðslum. Þá munu skrifstofur Hjálpar-
stofnunarinnar og Rauða krossins taka
á móti framlögum.
Á blaðamannafundi sem stofnanirnar
efndu til kom fram að söfnunarfé verður
nýtt til kaupa á íslenskum afurðum;
skreið og saltfiski. Einnig verður það
nýtt til kaupa á lyfjum, en í flóttamanna-
búðum er mikil hætta á að skæðar
farsóttir brjótist út.
Hjálparstofnun kirkjunnar og’ Rauöi
krossinn fara þess á leit við landsmenn
að þeir taki þessari neyðarbeiðni vinsam-
lega og taki höndum saman um virka
aðstoð við flóttafólkið í Ghana.
-Sjó.
■ Guðmundur Einarsson. séra Bragi Friðriksson, Jón Ásgeirsson og Ottó
A. Michaelsen, kynntu skyndisöfnunina til aðstoðarbágstöddum Ghanabúum
fyrir fréttamönnum. Tímamynd GE.