Tíminn - 16.02.1983, Blaðsíða 1
Islendingaþættir fylgja blaðinu í dag
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Miðvikudagur 16. febrúar 1983
37. tölublað - 67. árangur
Fjárhags- og viðskiptanefnd ræddi við fulltrúa aðila vinnumarkaðarins í gær:
FULLTRIÍAR KRATA OG ALÞÝÐU-
BANDAIAGSMANNA MÆTTll EKKI!
■ Fundur í fjárhags- og við-
skiptanefnd Alþingis, vegna vísi-
tölufrumvarpsins var haldinn í
gær Id. 17.00, en þingflokks-
formaður Alþýðubandalagsins
hafði harðlega mótmælt að þetta
mál væri tekið fyrir á fundi scm
formaður nefndarinnar Halldór
Ásgrímsson hafði boðað í gær-
morgun.Á fundinn í gær komu
fulltrúar hagsmunasamtaka
vinnumarkaðarins, en fulltrúar
Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks í fjárhags- og viðskipta-
nefnd mættu ekki.
„Ástæða þess að ég taldi rétt
að boða til þessa fundar í
morgun var einungis sú, að það
hefur orft verið venja að byrja að
fjalla um mikilvæg mál til að
greiða fyrir framgangi þeirra á
Alþingi, þótt ekki sé búið að vísa
málinu með formlegum hætti til
nefndar. Ég tel að fundurinn í
dag hafi verið mjög gagnlegur,
því þar var hægt að koma á
framfæri upplýsingum til hags-
munasamtakanna og einnig var
hægt að undirbúa öflun frekari
gagna í þessu rnáli", sagði Hall-
dór Ásgrímsson í gærkvöldi.
Halldór sagði að sjálfsagt
mundi reyna á það nú í dag hvort
vilji sé fyrir því í þinginu að
vísitölufrumvarpið fái meðferð
með þeim hætti að það geti
komið að gagni í því alvarlega
efnahagsástandi sem þjóðin
stendur nú frammi fyrir. „Ég
vildi reyna mitt til að svo mætti
verða. En sé sá vilji ekki fyrir
hendi í þinginu, verður ekki við
það ráðið og aðrir verða þá að
bera ábyrgð á því“, sagði
Halldór.
-HEI
Loðnuleidangur Bjarna
Sæmundssonar:
,EKKI RJART-
ARI HORFUR’
— segir Hjálmar Vilhjálms-
son, leidangursstjóri
■ „Það er sjáanlegt að það
verða engar þýðingarmiklar
breytingar á þeim tölum sem
þegar hafa komið fram um stærð
hrygningarstofnsins, þ.e. um 220
þúsund tonn. Því eru horfumar
því miður ekkert bjartari en þær
voru í janúurlok," sagði Hjálmar
Vilhjálmsson, flskifræðingur, í
samtali við Tímann, en hann er
nýkominn í land eftir mánaðar
loðnuleiðangur með rannsókn-
arskipinu Bjarna Sæmundssyni.
Auk mælinga á hrygningar
stofninum var í leiðangrinum
reynt að slá máli á ókynþroska
smáloðnu, sem veiðanleg verður
næsta vetur. Að sögn Hjálmars
fannst nokkuð af slíkri loðnu
fyrir austan land og sömuleiðis
úti af Melrakkasléttu og við
Kolbeinsey.
Mikill hluti
Sudurlands
símasam-
bandslaus
■ Símastrengurinn milli
Reykjavíkur og Selfoss um
Hellisheiði bilaði í gær og
missti Suðurland þá mikinn
hluta af símasambandi st'nu
við aðra staði á landinu.
Að sögn Kristjáns Helgá-
sonar umdæmisstjóra þá var
samt ekki alveg símasam-
bandslaust við svæðið því
hægt var að nota mikrósend-
inn til Hvolsvallar og streng
þaðan til Selfoss. Hann vissi
ekki fyrir víst hvað olli bilun-
inni í gær en símasamband
var komið á að nýju um
kvöldið.
-FRI
„Langmestur hluti smáloðn-
unar hefur gengið á svæðið úti
af Vestfjörðum, en þegar við
komum þangað var allt orðið
fullt af ís eftir áhlaupin sem gerði
um daginn. Þess vegna náðist
ekki að rannsaka loðnuslóðir
fyrr en komið var vestur í
Víkurál. Þar var talsvert af
smáloðnu, en þó sýnist mér að
stærstur hluti hennar hafi verið
undir ís. Svo að þessu sinni
komum við ekki með neinar
marktækar tölur um smáloðn-
una,“ sagði Hjálmar.
Ætlunin var að nota mæling- .
arnar á smáloðnunni til viðmið-
unar í tillögum Hafrannsóknar-
stofriunar um bráðabirgðaveiði-
kvóta fyrir næsta haust og vetur.
Vegna íssins verður það ekki
unnt, en þó sagði Hjálmar að
með hliðsjón af þeim upplýsing-
um sem fyrir lægju, væri útlit
fyrir að hægt yrði að veiða
einhverja loðnu á næsta tímabili.
í leiðangrinum var jafnframt
hugað að hrygningarloðnu á
Vestfjarðasvæðinu, sem hugsan-
lega gæti bæst í hrygningarstofn-
inn fyrir sunnan, en að sögn
Hjálmars fannst sáralítið af
henni.
Aðspurður um loðnuna sem
Vestmannaeyjabátar hafa orðið
varir við fyrir Suðurströndinni
sagðist Hjálmar telja, að þar
væri á ferðinni sama loðnan og
vart varð úti af sunnanverðum
Austfjörðum í upphafi leiðang-
urs Bjarna Sæmundssonar og
leiðangursmenn á Árna Friðriks-
syni, sem einnig var í loðnuleið-
angri, mældu þegar hún var á
svæðinu frá Ingólfshöfða og aust-
ur á Lónsvík. -Sjó.
■ Framtíðin, málfundafélag Menntaskólans í Reykjavík, var 100 ára í gær. í tilefni af því
efndu nemendur til ýmissa hátíðarhalda og m.a. var þessi loftbelgur látinn stíga til himins,
afmælisbaminu til heiðurs. Myndin er tekin við íþöku, bókasafn Menntaskólans í Reykjavík,
sem einnig hefur löngum verið samastaður Framtíðarinnar. (Tímamynd Ámi).
Skodana-
könnun
Framsóknar-
manna á
Vestfjörðum:
GÖGNIN
FÓRU TIL
REYKJA-
VÍKUR!
— „póstur
frá Japan
berst á
skemmri
tíma
en frá
Patreks-
firði”!
■ „Þetta er algjört vandræða-
ástand með póst frá Patreksflrði.
Maður fær t.d. póst frá Japan á
miklu skemmri tíma en frá
Patreksfirði, þaðan eru bréf
jafnan viku til 10 daga að
berast“, sagði Guðmundur
Sveinsson á Isafirði í gær. En
þótt hálfur mánuður sé nú liðin
frá skoðanakönnun framsókn-
armanna á Vestfjörðum hefur
ekki verið hægt að telja atkvæðin
ennþá vegna þess að kjörgögnin
sem sett voru í ábyrgðarpóst frá
Patreksflrði höfðu enn ekki bor-
ist til ísafjarðar í gærkvöldi.
Kristinn Jón Jónsson á ísafirði
sagði ljóst o.ðið að gögnin hafi
villst til Reykjavíkur, en hafi
ekki komið þaðan enn, þótt
flogið hafi verið vestur um
helgina. í því flugi komu m.a.
kjörgögn frá Árneshreppi á
Ströndum. Kristinn kvað menn
verða að vona að þessi gögn frá
Patreksfirði bíði næsta flugs í
Reykjavík og komi þá með
næstu ferð, sem áætluð er í dag.
-HEI