Tíminn - 16.02.1983, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983
26
þingfréttir
Vegaáætlun 1983-1986:
Áhersla lögd á aukningu
bundins slitlags
■ Vegaáætlun fyrir árin 1983-’86hefur
verið lögð fram. í ár eru áætluð framlög
til vegamála 1.023 millj. kr. 1984 1.507
millj. kr. 1985 1.603 millj. kr. og 1986
1.634 millj. kr. í ár er áætluð sérstök
lánsfjáröflun við Ó-vega 51 millj. kr.
Hér fer á eftir skipting útgjalda þau
ár sem vegaáætlunin nær yfir:
í langtímaáætlun. Eru það svipuð hlut-
föll og gilt hafa undanfarin ár.
Til stofnbrauta.
Hér er haldið þeirri skiptingu á
verkefnaflokka, sem notuð hefur verið
hin síðustu ár og gefið góða raun, þ.e.
almenn verkefni, bundin slitlög og
II. SKIPTING ÚTGJALDA
( Fjárhæðir í m. kr.)
1983 1984 1985 1986
2.1. Stjórn ok undirbúningur:
1. Skrifstofukostnaöur 20,2 28,8 29,0 29,6
2. Tæknilcgur undirbún 26,2 37,2 37,8 38,3
3. Umferdartaln. og vcgacftirlit 3,6 5,1 5,2 5,3
4. Eftirlaunagrciöslur 2.2 3.1 3.2 3,2
52,2 74,2 75,2 76,4
2.2. Vifihald þjóðvega:
1. Sumarviöhald
1. Viöhald malarvcga 99,0 144,8 154,3 160,3
2. Viðhald vega mcö
bundiö slitlag 56,9 82,7 85,3 89,0
3. Viöhald brúa 13,2 19,6 20,8 21,8
4. Viöhald vamargarða 1.8 2.6 2,6 2,7
5, Hcflunvega 50,8 75,8 79,6 83,6
6. Rykbinding 18,1 26,1 28.8 31,9
7. Vinnsla eínis 48,5 70,0 72,9 78,9
K. Vatnask. ogófyrirséö 11,3 16,1 16,4 16,7
9. Vcgmcrkingar - 2.4 3.6 3.7 3,8
302,0 441.3 464,4 488,7
2. Vctrarviöhald 76,1 111,7 113,4 115,0
Halli frá 1982 4,5
382,6 553,0 _ 577,8 603,7
2.3 Til nýrra þjofivega:
1. Stofnbrautir
1. Stofnbrautir almcnnt 122,4 188,0 202,0 202,0
2. Bundin slitlög 97.5 154,0 167,0 166,0
3. Sérstök vcrkefni 93,0 145,0 157,0 155,0
4. ó-vegir 48,0 43,0 50,0
312,9 535,0 569,0 573,0
2. þjóðbrautir 59,1 91.2 112,2 111,8
3. Bundin slitl. á þjóðv.
f kaupst. og kaupt 5,0 14,0 18,0 18,0
4. Girðingar og uppgræösla 7,0 10,3 10,5 10,8
384,0 — 650.5 — 709,7 — 713,6
2.4. Til brúagerða:
1. Brýr lOmoglcngri 28,1 51,0 59,0 59,0
2. Smábrýr 6.9 9,0 10,6 10,7
35,0 60,0 69 7
2.5. Til fjallvega o. 11.:
1. Aðalfjallvcgir 2,2 3,2 3,2 3,2
2. Aörir fjallvcgir 2,4 3,3 3,3 3,3
3. þjóðgaröavcgiro. fl 2.2 3.1 3.1 3,1
4. Bláfjallavegur 5.1 7,1 8.4 8,4
5. Reiðvegir 0,3 0.4 0.4 0,4
12,2 — 17,1 — 18,4 — 18,4
2.6. Til sýsluvega: 27,8 41,6 41,6 41,6
2.7. Til vega í kaupst. og kauptúnum: 68,0 95,2 95,2 95,2
2.8. Til vélakaupu og áhalduhúsa:
1. Til véla- og vfirkfærakaupa 2,9 4,4 4,4 4,4
2. Til bygginga áhaldahúsa 4,3 6,6 6.6 6,6
7.2 — 11,0 — 11,0 — 11,0
2.9. TU tilrauna: 3.0 4,4 4,5 4,6
972,0 1 507,0 1 603,0 1 634,0
ó-vegir 1983 51,0
1 023,0 1 507,0 1 603,0 1 634,0
I kaflanuin um áætlaöar nýjar fram-
kvæmdir segir:
Árið 1980 varð veruleg aukning á
fjáveitingum til nýrra vega og brúa.
Hefur framkvæmdamáttur fjárveitinga
haldist í aðalatriðum óbreyttur síðan.
Svo er einnig á árinu 1983, en síðan
eykst framkvæmdamáttur síðari ár vega-
áætlunartímabilsins.
Skipting fjár á milli einstakra liða
innan þessa verkefnaflokks er í megin-
dráttum í samræmi við tillögu að lang-
tímaáætlun, sem lögð var fram á Alþingi
í vor. Nokkur breyting cr þó gerð
varðandi fjármögnun brúa á stofnbraut-
um. í langtímaáætlun var kostnaður við
þessar brýr talinn með kostnaði viðkom-
andi vegarkafla. Til að hjálpa til við
fjármögnun þcssara brúa var hluti af
brúafé tckinn inn í fjárveitingar til
stofnbrauta.
I langtímaáætlun var þessi tilhögun
hagkvæm og gaf gott yfirlit yfir verkefnið
í heild. Á hinn bóginn er visst hagræði
í því í vegaáætlun að halda fjárveitingum
til brúa aðskildum frá fjárveitingum til
stofnbrauta. Hefur því verið fært til
fjármagn af stofnbrautum yfir á brýr, að
því marki, að allar brýr 10 m og stærri,
sem byggja skal á stofnbrautum séu
byggðar fyrir fjárveitingar til brúa. Þetta
á þó ekki við um brýr scm teljast til
sérstakra verkefna á stofnbrautum. Þær
greiðast af fjárveitingum til þess verkefna-
flokks. Þá eru smábrýr á stofnbrautum
ennþá inni í fjárveitingum til almennra
verkefna á stofnbrautum. Getur komið
til álita að færa þær einnig yfir á
brúaliðinn, og mætti gera það við
meðferð málsins á Alþingi.
Til nýrra þjóðvega
Við skiptingu fjár á einstaka liði er
haldið þeim hlutföllum, sem fram koma
sérstök verkcfni. Eru hlutföll milli
flokka svipuð og í gildandi vegáætlun.
Að þessu sinni bætist við nýr verkefna-
flokkur, en það eru hinir svonefndu
Ó-vegir (Ólafsvíkurenni, Óshlíð og Ól-
afsfjarðarmúli). Hefur þótt rétt að halda
þeim aðskildum frá öðrum verkefnum
innan stofnbrauta, vegna sérstöðu þess-
ara vega og stærðar verkcfnanna.
Skipting fjárveitinga á verkefnaflokka
er sem hcr segir:
un, svo og til nýrra verkefna á þessu
sviði.
d) Ó-vegir
Fjárveiting er í samræmi við tillögu
að langtímaáætlun. Samkvæmt henni
á að ljúka við Ólafsvíkurenni á
■ tímabilinu. Einnig yrði unnið allmik-
ið að framkvæmdum í Óshlíð og að
undirbúningi í Ólafsfjarðarmúla.
Til þjóðbrauta
Fjárveiting til þjóðbrauta 1983 er 59,1
m.kr., en hækkar í 112 m.kr., síðustu
tvö ár tímabilsins. Jafngildir þetta um
40% auknum framkvæmdamætti. Fé til
vega í jaðarbyggðum er innifalið í
tilgreindum fjárveitingum.
Til bundinna slitlaga á þjóðveg-
um í kauptúnum og kaupstöðum
Lagf er til að sérstök fjárveiting gangi
til þess verkefnis að flýta lögn bundins
slitlags á þá þjóðvegi í kauptúnum og
kaupstöðum, sem enn hafa malarslitlag.
Er við það miðað að þessir vegir fái
bundið slitlag á næstu 5 árum. Fjárveit-
ing þessi er 5 m.kr. 1983, en fer síðan
hækkandi og er 18 m.kr. 1986.
1983 m.kr. 1984 m.kr. 1985 tn.kr. 1986 m.kr.
a) Almenn verkefni . . . . 122,4 188 202 202
b) Bundin slitlög 97,5 154 167 166
e) Sérstök verkefni . . . . 93,0 145 157 155
d) Ó-vegir 51,0 48 43 51
a) Almenn verkefni
í þessum verkefnaflokki er öll almenn
vegagerð á stofnbrautum. Fjárveit-
ingar undir þessum lið geta þó einnig
gengið til bundins slitlags í tengslum
við nýbyggingu vcga svo og til smærri
brúa, sem bundnar eru vegafram-.
kvæmdum. Fjárveiting til „hafísveg-
ar“ er innifalin í tölum hér að ofan.
b) Bundin slitlög
Fjárveitingar af þessum lið fara til að
leggja bundið slitlag bæði á þá
vegarkafla, sem við því geta tekið án
mikilla lagfæringa, svo og á kafla sem
byggðir eru upp fyrir fjárveitingu af
almennum verkefnum.
c) Sértök verkefni
Miöað er við að fjárveiting til
sérstakra verkefna standi undir öllum
kostnaði viðkomandi verka, þar með
talið brúargerð og bundið slitlag.
Fjárveiting fer til þeirra verkcfna,
sem ákveðin voru í gildandi vegaáætl-
Til girðinga og uppgræðslu
Áætlað er að í árslok 1982 séu
ógreiddar girðingakröfur um 30 m.kr.
Þá er talið að eftir sé að græða upp um
3000 ha meðfram vegum.
Lagt er til, að fjárveiting til þessa
verkefnis verði 7 m.kr. 1983, en verði
10,8 m.kr. 1986.
Til brúagerða
Lagt er til, að fjárveiting til brúa verið
35 m.kr. 1983,60m.kr. 1984,69,6 m.kr.
1985 og 69,7 m.kr. 1986. Eins og áður
er að vikið, eru fjáveitingar til allra brúa
taldar hér, aðrar en fjárveitingar til brúa
á sérstökum verkefnum og til smábrúa á
stofnbrautum.
Til fjallvega o.fl.
Til aðalfjallvega
Lagt er til, að fjárveiting til þessa liðar
verði 2,4 m. kr. á árinu 1983, en 3,3
m.kr. á árunum 1984-’86.
Þjóðgarðavegir og vegir að fjöl-
sóttum ferðamannastöðum
Lagt er til, að fjárveiting til þessa liðar
verði 2,2 m.kr. á árinu 1983 og 3,1 m.kr.
á árunum 1984-’86.
Bláfjallavegur
Lagt er til, að fjárveiting af fjallvegafé
verði 5,1 m. kr. á árinu 1983, 7,1 m.kr.
á árinu 1984 og 8,4 m.kr. á árunum
1985-’86.
Reiðvegir
Lagt er til, að fjárveitingtil þessa liðar
verð 0,3 m.kr. á árinu 1983, en hækki í
0,4 m.kr. á árunum 1984-’86.
í áætluninni er m.a. spá um bifreiða-
fjölda og segir þar:
Bifreiðum hefur fjölgað mjög ört hér
síðustu árin. Er nú svo komið að
bifreiðaeign á íbúa er að verða með því
hæsta sem þekkist í heiminum í dag.
aðeins í fimm ríkjum er bifrciðaeign
meiri en hér á landi, þar af er eitt þeirra
Evrópuríki, Luxembourg. Eflaust eru
margar ástæður fyrir mikilli bifreiðaeign
íslendinga, en telja má að þar vegi þungt
strjálbýli og miklar vegalengdir ásamt
því, að bifrciðin er tiltölulega hag-
kvæmur kostur til fólks- og vöruflutn-
inga. Fjölgun bifreiða er eðlilega mjög
sveiflukennd milli ára og endurspeglast
þar almennt ástand efnahagsmála. Sem
dæmi má nefna, að á siðasta áratug var
fjölgun bifreiða milli einstakra ára mest
12,9%, en minnst 0,1%
Vegna erfiðrar stöðu efnahagsmála
um þessar mundir er gert ráð fyrir að á
næstu fjómm ámm dragi heldur úr fjölgun
bitreiða og þá sérstaklega fyrri hluta
tímabilsins. Aukning er áætluð 3%
1983, 3% 1984 og 4% síðustu tvö árin.
Ár Bifreiða- fjöldi 1/7 Þarafmeð bensínhreyfli Innfluttir bflar
1983 108.900 98.500 8.000
1984 101.600 9.000
1985 105.600 10.000
1986 109.000 10.000
Kvikmyndir
$MX1«
Simi 78900 O-K-ð
Salur 1
Gauragangur
á ströndinni
Létt og fjörug grinmynd um nressa
krakka sem skvetta aldeilis úr
klaufunum eftir prófin í skólanum
og stunda strandlífið og skemmt-
anir á fullu. Hvaða krakkar kannast
ekki viðfjörið á sólarströndunum?
Aðahlutverk: Kim Lankford, Jam-
es Daughton, Stephen Oliver
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11
Salur 2
Fjórir Vinir
(Four Friends)
fnm iraKMgrw*
Hrrrf In <lrH milh
to Ihr kv ponrrci thr w^rr r
Ný frábær mynd gerð af snillingn-
um Arthur Penn en hann gerði
myndirnar Litli Risinn og Bonnie
og Clyde. Myndin gerist á sjöunda
áratugnum og fjailar um fjóra vini
sem kynnast í menntaskóla og
verða óaðskiljanlegir .Arthur Penn
segir: Sjáið til svona var þetta i pá
daga.
Sýnd kl. 5, 7.05,9.05 og 11.10.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
★★★ Tíminn
★★★ Helgar-
pósturinn
Salur 3
Meistarinn
Meistarinn er ný spennumynd
með hinum frábæra Chuck Norris.
Hann kemur nú í hringinn og sýnir
enn hvað i honum býr. Norris fer
á kostum í þessari mynd.
Aðalhlutverk: Chuck Norris,
Jennifer O’Neill og Ron O'Neal.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
Litli lávarðurinn
Aöalhlutv: Alec Guinness, Ricky
Schroder og Eric Porter. Leik-
stjóri: Jack Cold.
Sýnd kl. 5, 7,
Salur 4
Flóttinn
Flóttinn er spennandi og jafnframt
fyndin mynd sem sýnir hvernig
J.R. Meade sleppur undan lög-
reglu og fylgisveinum hennar á
stórkostlegan hátt.
Sýnd kl. 5
Sá sigrar sem þorir
'Peir enr sérvaldir, allir sjáltboðalið-
ar svífast einskis, og eru sérþjálf-
aðir. Þetta er umsögn um hina
frægu SAS (Spedal Air Service)
Þyrlu-björgunarsveit. Liðstyrkur
þeirra var það eina sem hægt var,
að treysta á.
Sýnd kl. 7.30 og 10.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
HÆKKAÐ VERD
Salur 5
Being There
Sýnd kl. 9.
(12 sýningarmánuður).