Tíminn - 16.02.1983, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983
9
framboð
■ Jóhann Einvarðsson. B Helgi H. Jónsson
■ Arnþrúður Karlsdóttir ■ lnga Þyri Kjartansdóttir ■ Ólafur í. Hannesson.
Framboðslisti framsóknar-
manna í Reykjaneskjördæmi
■ Framboðslisti framsóknarmanna í
Reykjaneskjördæmi viö komandi Al-
þingiskosningar hefur verið ákveðinn og
er hann skipaður þessum mönnum:
1. Jóhann Einvarðsson, alþingismað-
■ Þrúður Helgadóttir
ur Norðurtúni 4, Keflavík.
2. Helgi H. Jónsson, fréttamaður,
Engihjalla 9 Kópavogi.
3. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsmað-
ur, Hjallabraut 17 Hafnarfírði.
■ Amþór Helgason
6. Þrúður Helgadóttir, verkstjóri,
Grundartanga 46 Mosfellssveit.
7. Arnþór Helgason, kennari, Tjarn-
arbóli 14 Seltjarnarnesi.
8. Guðmundur Karl Tómasson, raf-
■V
Magnús Sæmundsson
■ Örnólfur Örnólfsson.
4. lnga Þyri Kjartansdóttir, snyrti-
fræðingur, Fögrubrekku 25 Kópa-
vogi.
5. Ólafur I. Hannesson, aðalfulltrúi,
Brekkustíg 4 Njarðvík.
virkjam., Efstahrauni 5 Grindavík.
9. Magnús Sæmundsson, bóndi Eyjum
Kjósarhreppi.
10. Örnólfur Örnólfsson, sölumaður,
Hofslundi 15 Garðabæ.
■ Guðmundur K. Tómasson
á vettvangi dagsins
Halldór Krístjánsson:
Sumum eru vísitölu-
bætur kjaraskerðing
■ Einhver orðasveimur er uppi um það,
að hugsað sé um sérstakt framboð
launþega eða einhverra stéttarfélaga
þeirra. Þetta á sér stað þó að tveir
þingflokkar telji sig sérstaklega laun-
þegaflokka, auk þess sem aðrir flokkar
vilja allt fyrir alla gera.
Hins vegar hef ég ekki séð neitt um
það hvaða stefnu þetta sérstaka laun-
þegaframboð ætti að taka.
Nú eru launþegar mikið lið og næsta
sundurleitt. Því er erfitt að finna
sameiginleg hagsmunamál allra laun-
þega, utan þess sem eru hagsmunamál
alþjóðar.
Forysta launþegasamtakanna hefur
einkum barizt fyrir óskertum vísitölu-
bótum eða óhindruðum skrúfgangi kaup-
gjalds og verðlags. Á því græða sumir
launþegar en aðrir tapa. Það er því
engan veginn sameiginlegt hagsmuna-
mál allra launþega.
Þessi skrúfugangur er venjulegum
launamönnum í sjálfu sér meinlaus, ef
þeir eru skuldlausir. Skuldlausir há-
launamenn græða, en skuldugir tapa.
Hins vegar er þessi verðbólga atvinnulíf-
inu þung í skauti og þannig hættuleg
þjóðinni allri ef menn sjá upp úr eigin
buddu.
Þetta eru allt augljósir hlutir og engin
nýmæli. Ég tek hér upp hluta úr grein,
sem ég skrifaði sl. sumar:
..Það er fljótséð að 10% uppbót á laun
veldur því, að sá sem hafði 10 þúsund á
mánuði fær ellefta þúsundið til ráð-
stöfunar. Þetta er kallað „kjarabót" en
því fylgja ýmsir kjaraskerðingarliðir,
misjafnir að vísu, eftir efnum og ástæð-
um manna. Þúsund krónur á mánuði eru
12 þúsund á ári. Hvað má maður skulda
mikið til að vera skaðlaus af þessari
kauphhækkun, þegar þannig árar, að
hún fæst öll með minnkun krónu og
gengislækkun?
Það er fljótséð, að 10% í vaxtafæti
kostar 12 þúsund á ári, ef maður skuldar
120 þúsund. Þar gildir einu hvort við
köllum það vexti, verðtryggingu eða
gengistryggingu.
Kostnaðarverð þarf að greiða
Hér er ekki mikið svigrúm. Lánsféð
er annað hvort innlent sparifé eða erlent
lánsfé, sem greiða verður í réttri mynt.
Við getum enn sem fyrr gert sparifé
upptækt en það verður þjóðarbúi dýrt
ef enginn vill eiga geymslufé. Við getum
lánað erlent fé fyrir minna en það kostar
og hækkað söluskattinn til að greiða
mismuninn. En einhvern veginn verður
að borga peningana eins og þeir kosta.
Þannig verður
kauphækkun kjaraskerðing
En sagan er ekki öll sögð, þó að við
sjáum að maður, sem fær 10% kaup-
hækkun missi þá hækkun alla í aukinn
fjármagnskostnað, ef hann skuldar svo
og svo mikið. Hann verður að borga
fleira. Verzlunin er rekin með lánsfé og
raunar flest þjónusta önnur. Gengis-
lækkunin gerir þetta allt dýrara. Kaup -
hækkunin sem kölluð var kjarabót,
skerðir kaupmáttinn. Aukningin -kaup-
hækkunin - fer hjá mörgum öll í þyngda
greiðslubyrði vegna skulda en eftir
stendur hann með sama krónufjölda og
fyrr en skertan kaupmátt.
Veröbólguland er láglaunaland
Enn er sagan ckki öll sögð.
Atvinnan er rekin með lánsfé. Væri
unnt að minnka fjármagnskostnað at-
vinnuveganna, gætu þeir greitt hærra
kaup. Væri hægt að lækka vexti, eða
segjum að ekki þyrfti að þola gengis-
lækkun, sparaðist atvinnuvegunum fé,
sem þeir gætu notað til annars. Þanmg
miðar ótímabær kauphækkun að því að
hennar land verði að láglaunalandi.
Hættum þessu bulli
Hér er um að ræða flókin dæmi, sem
ekki vcrðafullreiknuð ílítilli blaðagrein.
Ætlunin er sú ein, að minna á liði, sem
verður að taka með í reikninginn, ef
menn vilja fá útkomu af einhverju viti.
Sannlcikurinn er sá, að með vísitölu-
bótunum og því sem þeim fylgir og fylgja
hlýtur er stundum kölluð yfir skuldugan
láglaunamann kjaraskerðing, sem mjög
er ómakleg. Þess vegna verður hin
svokallaða „kjaraskerðing" sem fram
kemur í skertum vísitölubótum, raun-
veruleg kjarabót fyrir marga fátæka
alþýðumenn.
Skrúfugangur verðbólgunnar er mörg-
um til ills. Menn skyldu nefna vísitölu-
bætur réttu nafni og sömuleiðis skerð-
ingu þeirra, en hætta að villa um menn
með gaspri um kjaraskerðingu, þegar
um cr að ræða beinar kjarabætur fyrir
marga þá, sem verst cru settir.
Það er til minnkunar viti bornum
mönnum að einblína á einstaka liði í
hinum mikla skrúfugangi verðbólgunnar
og láta eins og þeir séu sjálfstæðir og
óháðir öllu öðru. Farsælast væri að sem
flestir gætu skilið samhengi hlutanna. en
nú er villt um marga með óraunhæfu
kjaftæði eins og því að kalla 5%
skerðingu vísitölubóta kjaraskerðingu.
Því ætti sæmilegt fólk að hætta.
Hvers þurfum við?
Það sem við þurfum er að málum sé
stjórnað svo að menn geti lifað af þeim
launum sem hægt er að greiða. Til þess
að svo verði, þarf að vísu nokkru meiri
sparnað en margir hafa tamið sér
undanfarið. Það er vorkunnarlaust og
raunar má benda þar á sumt sem
mönnum væri til góðs. En raunhæf og
þjóðholl pólitík hlýtur að miðast við að
menn geti lifað af þeim launum sem hægt
er að greiða.
Því marki verður ekki náð með
almennum kauphækkunum, þegar at-
vinnulífið þolir cnga hækkun.
Mesti ójöfnuðurinn
Mesti ójöfnuður sem viðgengst nú á
íslandi, er ekki launamismunur, heldur
sá, hve misjafnt menn verða að greiða
fyrir húsaskjól. Allir þurfa húsaskjól og
slíkar frumnauðsynjar ættu að fást við
áþckku verði fyrir alla. Það jafnrétti
næst ckki nema íbúðarhúsnæði verði
greitt niður miklu meir en enn er gert.
Verri kosturinn
hefur verið valinn
Almennar kauphækkanir kosta ríkis-
sjóð árlega stórfé. Fyrir skulduga menn
væru það kjarabætur, að vísitölubætur
væru verulega skertar en fé sem við það
sparaðist notað til að hemla verðbólguna
með því að gera húsnæði ódýrara. E.t.v.
hefur þess aldrei verið kostur. Það er
kannskc bara hugsjón, en fræðilegur
möguleiki hefur það þó verið. Og sá
kostur sem valinn hefur verið, er miklu
verri.
Ef rétt væri stjórnað
Yröi veröbólgan stöðvuð, stórminnkaði
fjármagnskostnaður, verðlag hækkaði,
kaupmáttur ykist og atvinnuvegirnir
þyldu fljótlega hærra kaupgjaid.
Þetta væri sú pólitík, sem láglauna-
fólki væri farsælust og því betri sem það
væri skuldugra.
Hitt er annað mál, hvort hinir smáu
eigi sér talsmenn. Svo er það enn, hvort
menn kunna að sjá hag sinn í þessum
efnum.
En stjórnmálastefnu á ekki að meta
eftir því hverjar líkur virðast fyrirfram
á almannahylli, heldur afleiðingum á
þjóðarhag ef til kæmi.
Hvcr leggur áherzlu á þetta?
Rétta stefnu og skynsamlega ber að
boða og síðan leita menn ráða til að
vinna henni fylgi. Vilji er allt sem þarf,
segja mcnn stundum eftir Einari Ber.,
Þann vilja þarf að vekja með skynsam-
legum fortölum og ljósum rökum. í því
sambandi þarf að opna augu manna fyrir
áhrifum skrúfugangsins. Þar cru allt of
mörg augu lokuð.
Því fer sem fer. ' _ H.Kr.