Tíminn - 16.02.1983, Side 8

Tíminn - 16.02.1983, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnusson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn , skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Slíkum flokki er ekki unnt að treysta ■ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru í stjórnarand- stöðu, voru að lokum neyddir til hjásetu við afgreiðslu bráðabirgðalaganna um efnahagsmál frá Alþingi. Þannig hafði verið þrengt að þeim, að þeir áttu ekki annars kost. Með því viðurkenndu þeir, að öll hin mikla andstaða, sem þeir höfðu haldið uppi gegn bráðabirgðalögunum um hálfs árs skeið, hefði verið .röng og byggzt meira á persónulegri óvináttu í garð Gunnars Thoroddsen en málefnalegum rökum. Skynsamlegt hefði verið af þessum þingmönnum að taka strax í upphafi þá afstöðu að sitja hjá við afgreiðsluna, og fylgja þannig fordæmi Framsóknarflokks- ins frá haustinu 1958, þegar svipuð staða var á Alþingi og nú. Persónulega óvildin og offorsið mátti sín hins vegar meira en málefnalegar röksemdir. í hálft ár hefur þjóðin horft á þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem eru í stjórnarandstöðu, nota stöðvunarvald sitt og Alþýðuflokksins í neðri deild til að gera þingið meira og minna óstarfhæft og tefja þannig gang mála, sem óhjákvæmilega þurfluað ganga fram, ef efnahagsástandið átti ekki að verða enn verra og gera allar efnahagsaðgerðir í framtíðinni mun erfiðari. Getur flokkur, sem þannig hagar sér, verðskuldað traust þjóðarinnar? Getur hann ekki hvenær sem er endurtekið svipuð vinnubrögð? Sést ekki glöggt á þessu, að Sjálfstæðisflokkinn skortir bæði forustu og festu til að taka ábyrga afstöðu til mála, þegar mest reynir á? Pá stjórna honum oft á tíðum annarleg sjónarmið, eins og svo glöggt hefur komið í ljós í umræddu máli. Slíkum flokki getur þjóðin ekki falið forsjá sína á þeim örðugleikatímum, sem nú eru, og geta haldizt um skeið. Þjóðin þarfnast nú annarra og ábyrgari vinnubragða en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ástundað í sambandi við bráðabirgðalögin. Upplausn hjá Alþýðubandalaginu Margt bendir til þess að upplausn ríki á heimili Alþýðubandalagsins um þessar mundir, en einkum þó hjá þingflokknum. Þar er bersýnilega ekki um neina stjórn að ræða. Þingmenn flokksins stefna í ýmsar áttir, án þess að forustan fái nokkuð við það ráðið. Álmálið er gott dæmi um ástandið. Eftir töpuð fjögur ár grípur Hjörleifur Guttormsson til þess örþrifaráðs, að boða einhliða hækkun á raforkuverði til álversins. Augljóslega er þetta gert vegna þess að fáar vikur eru til kosninga. Jafnframt boðar Ragnar Arnalds skyndilega til blaða- mannafundar, og boðar hækkun á sköttum til álversins. Um þetta hefði átt að vera búið að fá úrskurð viðeigandi dómsvalda, án alls tillits til þess, hvort kosningar væru í nánd eða ekki. Ömurlegasta dæmið er þó það, að Alþýðubandalagið hleypur frá samkomulagi, sem búið var að gera í ríkisstjórninni um vísitölumálið. Verði þetta mál stöðvað og verðbólgan látinóbeizluð, mun það fyrst bitna á þeim, sem atvinnuleysið vofir yfir. Ætla mætti, að Alþýðubanda- lagið léti sig varða hag þeirra, en það gleymist bersýnilega vegna glundroðans í innsta hring þess. skrifað og skrafad Skrýtin frétt ■ Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra er enginn málskrúðsmaður og er oft fastur fyrir þegar leitað er hjá honum upplýsinga eða álits á einu og öðru sem hann kærir sig ekki um að láta uppi. Blaðamenn kvarta oft yfir hve erfiðlega gengur að toga út úr honum upplýsingar eða skoðanir á dægurmálum sem þá langar að hafa eftir honum. Alþýðublaðið vann það þrekvirki í gær að slá upp á forsíðu merkilegri yfirlýs- ingu frá Ólafi. Hún var á þá leið aö Ólafur Jóhannesson reiknaði ekki með því að sitja á næsta þingi. Þetta þótti þeim skrýt- ið hjá Alþýðublaði sem von er, því Ólafur gaf kost á sér í prófkjör Framsóknar- flokksins í Reykjavík og var kosinn þar í fyrsta sæti. Ekki er búið að ganga cndanlega frá listanum og ekkert hefur heyrst um það að utanríkis- ráðhcrra hyggist ekki taka þaö sæti sem honum ber. Vangaveltur fjórblöðungsins vegna þessa eru kostulegar. Fyrirsögnin er þannig: „Ólafur Jóhannesson reiknar ekki með því að sitja á næsta þingi.“, undirfyrirsöfn „Jafn- vel þótt hann ætli að bjóða sig fram." Síðan fréttin: „Svo sem kunnugt er hafa ýmsir haft orð á því, að ýmisiegt í orðum og athöfnum Ólafs Jóhanncssonar innan Fram- sóknarflokksins og ríkis- stjórnarinnar bendi til þess að hann stefni á samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins þegar núver- andi ríkisstjórn hefur geisp- að golunni og þá undir hans stjórn. Ólafur var inntur álits á þessu. „Mig hefur nú ekki dreymt um það, ekki enn að minnsta kosti," svaraði hann. En kemur þessi möguleiki til greina að þínu mati? „Eg hef í rauninni ekki hugleitt þennan möguleika. því ég reikna ekki með því að sitja á þingi næsta ár,. nema þá að nógu margar bænaskrár komi um það. En cg mun svara til um það þegar þar að kemur." Ut af þessum orðum er síðan lagtoger Alþýðublaðið afskaplega hissa. Ályktanir af eigin misskilningi En hvcr er svo lausnin á þessari hugarþraut sem þarna er lögð upp? Ólafur Jóhann- esson ætlar ekki á þing en ætlar að vcrða forsætisráð- herra Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sam- kvæmt hugrenningum Al- þýðublaðsins. Lausnin er eins einföld og dæmið er flókið. Ekkert ann- að en misskilningur. Ólafur sagðist ekki reikna með að sitja í næstu ríkisstjórn en eðlilega mun hann sitja á þingi, enda býður hann sig fram í tryggu sæti. Misheyrn og misskilningur getur hent blaðamenn ekki síður en aðra en að draga ályktanir af eigin misskilningi og leggja út af þeim þótt rökvillan sé augljós er dálítið mikið af svo góðu. Dálkar Alþýðublaðsins eru svo fáir að það ætti að vera óþarfi að eyða dýrmætu rými undir stórpólitískar hugleiðingar sem eru úr lausu lofti gripnar. Dagana fyrir prófkjör framsóknarmanna í Reykja- vik hamraði Þjóðviljinn á staðhæfingum um að Ólafur Jóhannesson væri að bjóða sig fram til forsætisráðherra og hyggðist setja saman harð- svíraða hægri stjórn. Rök- semdirnar og hugleiðingarn- ar hæfðu málgagninu einkar vel, enda fléttaðar úr sandi. En nú hefur Alþýðublaðið bætt um betur og ber Ólaf sjálfan fyrir því að hann ætli ekki að sitja á þingi en samt að verða forsætisráðherra. Vandaður málflutningur atarna! Gerir þá ríku ríkari og... ■ Alþýðubandalagið berst nú heilagri baráttu gegn nýju viðmiðunarkerfinu, sem full- trúar flokksins hafa þó átt þátt í að móta, þótt þeir vilji ekki gangast við afkvæminu núna. Þjóðviljinn birti í gær niikinn reiðilestur vegna nýju viðmiðunarinnar og segir þar m.a.: Það er höfuðlygi, að Al- þýðubandalagið líti á núver- andi vísitölukerfi sem heilaga kú. Þvert á móti er Alþýðu- bandalagið reiðubúið til margvíslegra breytinga á því kerfi. En krafa Alþýðu- bandalagsins er sú að breyt- ingar á þessu verðbótakerfi leiði ekki sjálfkrafa til kjara- skerðingar hjá almennu launafólki, og þá síst hjá láglaunafólkinu. Alþýðu- bandalagið vill að sjálfsögðu að verðbætur á laun taki mið af þeirri neyslu sem nú tíðkast hjá almenningi, en varðandi breytingar í þeim efnum þarf líka að hafa hagsmuni hinna lægst launuðu sérstaklega í huga. Alþýðubandalagið gerir þá skýlausu kröfu, að áður en gripið verði til frekari kjara- skerðingar gagnvart almennu Iaunafólki, þá verði ráðist á aðra þætti í þjóðarbú- skapnum, sem meiru valdi um verðbólguna en kaup láglaunafólksins. Við þetta er helst það að athuga að vísitölukerfið er síst af öllu hagkvæmt lág- launafólki. Það er einfalt dæmi sem margoft hefur verið bent á, að þegar allir fá sömu prósentuhækkun, eins og gerst hefur fjórum sinnum á ári, hækkar kaup hinna hálaunuðu hlutfallslega meira en þeirra sem lægri laun hafa og þegar þetta endurtekur sig aftur og aftur eykst bilið æ meira og það er fyrst og fremst láglaunafólkið sem ber skarðan hlut frá borði en hálaunamenn njóta góðs-af. Þessu hefur ekki fengist breytt og er vísitöluútreikn- ingurinn á laun varinn af cldmóði til hagsbóta fyrir hálaunamenn. OO starkaður skrifar Reyr af vindi skekinn og mannaferdir f óbyggðum ■ EFTIK stóratburði helgarinnar og mánudagsins í stjórn- malunum; stefnuinörkunina í kjördæmamálinu hjá Framsókn- arflokknunt og Alþyðubandalaginu, ákvörðun forsætisráð- herra að flytja frumvarp um nýlt viðmiðunarkerfí fyrir laun og fleira, skyndilega kúvendingu stjórnarandstöðuþingmanna Sjálfstæöisflokksins í afstöðunni til bráöabirgðalaganna, og bresti í þingliöi Alþýðubandalagsins gagnvart ríkisstjórninni, birtir IMorgunblaðið leiðara sem ber yfírskriftina; „Manna- feröir í óhyggöum"! Fyrst hélt Starkaöur, að hér væri á fcrðinni lciðari um ferðaiag stjórnarandstöðuþingmanna Sjálfstæöisflokksins í hinum pólitísku óbyggðum, en fljótlcga kom í Ijós við lcstur, að leiðarahöfundi Morgunblaðsins liafði orðið svo mikið um sinnaskipti sinna inanna á þingi, að liugur hans leitaði til óbyggða landsins. En hvers skyldi hann liafa lcitaö þar? „Hvað fóruð þér að sjá í óbyggðum? Rcyr af vindi skckinn? Prúðbúinn mann? Að sjá spámann?". Þannig er spurt hjá Matteusi, og kannski cr svar Morgunblaðsmanna svipað og hjá þeim merka guðspjallanianni: „Já, segi ég yður, og það mcira en spámann." Hvaða árangur leit Morgun- blaðsmanna að spámanni til að bjarga Sjálfstæðisflokknum mun bera, skal ósagt látiö, en í þingflokknum er sýnilega cinungis reyr, sem vindurinn skckur frá einu sjónarmiðinu til annars. STEFNUBREYTING stjórnarandstöðuþingmanna Sjálf- stæðisflokksins varð til þess að hleypa bráðabirgðalögunum, sem þeir hafa hótað og svariö að fella í nær hálft ár, í gegnum þingiö, og er það nú endanlega afgreitt. Það er mikill sigur fyrir ríkisstjórnina en aflijúpar uin leið hringlandahátt og stefnuleysi stjórnarandstöðuþingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem hér hafa sýnilega látið undan kröfum almcnningsálitsins, sem taldi það að fella bráðahirgðalögin algert ábyrgðarleysi. En um leið og ríkisstjórnin vann þennan sigur hrikti í stjórnarsamstarfínu á öðrum vcttvangi. Alþýðubandalagið, sem skrifaði undir yfírlýsingu þess efnis í ágúst siðastliðnum, að það myndi standa að breytingu á viðmiðunarkerfi launa, þ.e. á vísitölukerfínu svokallaða, bakkaði út úr því samkomulagi nú hálfu ári síðar og hótaöi öllu illu ef ríkisstjórnin framkvæmdi þá stefnu, sem stjórnarflokkarnir voru allir sammála um í ágúst síðastliönum. Einum stjórnarþingmanninum varð svo mikið um, að hann sagði upp allri hollustu við ríkisstjórnina, en greiddi síðan atkvæði með stjórninni við afgreiðslu bráðabirgðalaganna! Það er því ekki ljóst hvaða alvara fylgir þessunt yfírlýsingum. Áður en frumvarpið var lagt frant niálti skilja á yfírlýsingum forystumanna Alþýðubandalagsins, að það gæti varðað stjórnarslit ef forsætisráðherra legði það fram. En nú á það að leiða til stjórnarslita ef alþingi samþykkir fruntvarpið, sem allar líkur eru á. Hvað þá gerist skal ekki spáð um hér. Um svipað leyti verður væntanlega búið að afgreiða kjördæmamál- ið, og sennilcga að ákveða kjördag, svo að óvíst er að Alþýðubandalagsráðherrarnir telji lengri stjórnarsetu í bili skipta máli. Ekki nmn hins vegar málefnastaða þcirra batna við að hiaupast á brott rétt fyrir kosningar út af breytingu á vísitölukerfí, sem þeir hafa sjálfir skrifað undir að þeir yrðu með í að breyta. -Starkaður.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.