Tíminn - 08.03.1983, Page 7

Tíminn - 08.03.1983, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1983 7 umsjón: B.St. og K.L. ■ Brigitte Bardot tekur nú orðið ferskt sveitaloftið fram vfir reykmettað andrúmsloftið á börunum að BB sæti ekki á börum og héldi að hún væri að njóta lífsins. En að því kom, að hún sjálf gerði sér Ijúst, að nú væri meira en nóg komið. Hún sagði skiiið við kvikmyndirnar og dró sig í hlé í hús sitt í St. Tropez. Þar kom hún sér smám saman upp sínum eigin dýra- garði, en dýr og dýravernd hafa verið hennar helstu áhugamál síðustu árin. Ekki sagði hún í einu skrefi skilið við karlmenn, sem alltaf höfðu verið snar þáttur í lífi hennar. Þeir komu og fóru einn á fætur öðrum. En smám saman hefur henni tekist að koma jafnvægi á þau mál í lífi sínu líka. Saknar ekki glaumsins í kvikmyndaheiminum Sú Brigitte, sem Frakkar kynntust í sjónvarpsþáttunum, lýsti því yfir, að hún saknaði ekki hið minnsta draumaheims kvikmyndanna eða alls glaumsins, sem honum fylgir. Það, sem veitir henni mesta fullnægingu nú, er að berjast fyrir betri meðferð á dýrum. Fræg er barátta hennar gegn seladrápi í Kanada og hefur henni orðið vel ágengt í því að leggja þá atvinnugrein niður þar í landi, að flá selakópa lifandi til að ná af þeim skinn- unum. Nú orðið vill engin kona með sómatilfinningu ganga í selapels. En gúðverkin byrja heima fyrir, og Brigitte sýnir í verki það, sem hún prédikar. Hún hefur á heimili sínu fjöldann allan af dýrum. Þar að auki styður hún fjárhagslega mörg dýraheimili. - Ef ég get gert eitthvað fyrir dýrin, hef ég ekki lifað til einskis, segir hún. þeirra koma í kaffi til okkar á hverjum degi, og sumir koma oftar en einu sinni, en slíkt fer allt eftir því hve margir hafa komið til þess að tala við þá hverju sinni, en það fer auðvitað eftir því hversu vinsæll hver og einn er í sínu kjördæmi." - Hvað býður þú svo ráða- mönnum þjóðarinnar upp á? „í hádeginu erum við með súpu, brauð og síld, auk eggja, kaffi, mjólkur, öls o.þ.h. Með kaffinu bjóðum við svo upp á pönnukökur, en þær ásamt kleinunum eru alltaf með vinsæl- asta kaffibrauðinu. Þá erum við með sandkökur, smákökur og skonsur, með ýmis konar áleggi, eins og hangikjöti, rúllupylsu, lambaskinku, osti o.fl.“ - Hvað með verðið - er þetta selt á kostnaðarverði? „Nei, það er eitthvað aðeins niðurgreitt, en það er ekki mikið." - Áttu þér uppáhaldsþing- mann hérna? „Nei, ég geri ekki upp á milli þeirra. Þeir eru allir jafngóðir - þetta eru allt saman indælisstrák- ar, og ég er eiginlega eins og ein stór mamma þeira allra.“ - Blaðamanni finnst þetta nú hálfkómísk samlíking, því það er augljóst að Þórdís gæti verið dóttir a.m.k. sumra þingmanna. Þórdís hlær við þegar hún heyrir hugrenningar blaðamanns og bætir við: „Já, og jafnvel dóttur- dóttir að minnsta kosti tveggja þeirra, en við nefnum engin nöfn í því sambandi," segir Þórdís og hlær dátt. - AB. ■ Hún Þórdís Valdimarsdúttir, ráðskona í eldhúsi Alþingishússins segir að þingmennirnir séu upp til hópa indælisstrákar. - Tímamynd: Róbert. erlent yfirlit ■ FRÉTTASKÝRENDUM virðist yfirleitt koma saman um. að atvinnu- og efnahagsmálin hafi verið þau mál. sem höfðu mest áhrif á úrslit þingkosning- anna í Vestur-Þýzkalandi síðast- liðinn sunnudag. Framan afkosningabaráttunni * voru eldflaugamálin efst á baugi, og þá virtist sósíaldemókrötum veita betur og þeir vera að vinna upp það tap, sem þeir höfðu orðið fyrir frá síðustu kosning- um, ef marka mátti skoðana- kannanir. Kristilegir demókratar virtust hins vegar vera að missa fylgi. einkum þó til Frjálslynda flokksins. Græni flokkurinn virt- ist hins vegar vera að missa fylgi til sósíaldemókrata. Þegar styttist til kosninganna. hófu kristilegir demókratar vel skipulagða gagnsókn og lögðu aðaláherzlu á efnahagsmálin. í málflutningi þeirra var dregin upp mynd af því, hvernig komið var, þcgar stjórn Hclmuts Schmidt lét af völdum, og at- vinnuleysið fyrst og frentst skrif- að á reikning hennar. Kristilegir demókratar töldu þetta sýna, að sósíaldcmókratar myndu ckki rétta við efnahagslíf- ■ Helmut Kohl kanslari Kohl forðadist að boða efnahagsstefnu Reagans Strauss getur orðið honum erfidur ■ Lukas Beckman (t.h.), núverandi formaður Græna flokksins, og Ollo Schiley, sem nú mun oröinn einn af þingmönnum fiokksins. rauf samstarfið við sósíaldcmó- ið. Kristilegu flokkarnir væru miklu líklcgri til þess, ogvitnuðu m.a. því til stuðnings í efnahags- undrið svonefnda í stjórnartíð Adenauers og Erhards. At- vinnurekendur treystu þeim bet- ur og það myndi örva atvinnulíf- ið. Þessi áróður virðist hafa borið ávöxt. Scgja má, að kristilegir demókratar hafi átt síðustu tvær vikur kosningabaráttunnar. Þá lét Kohl kanslari fyrst verulega til sín taka og mætti á fjöl- mennum kosningafundum, cn hann hafði lítið sótt þá áður eða niiklu minna cn aðrir leiðtogar flokkanna. Samkvæmt frásögn The Eco- nomist forðuðust kristilegir demókratar að boða Thatcher- isma eða Reaganisma (Reago- nomics). Einkum gætti Kohl þess vel í kosningaræðum sínum. Hann sagði, að stjórn hans væri miðjustjórn, andvíg bylting- arkenndum aðgerðum frá hægri cða vinstri. Hún myndi rcyna að sporna gcgn auknum ríkisút- gjöldum og ríkisafskiptum, en ekki grípa til neins róttæks niður- skurðar, t.d. í félagsmálum. Þessi málflutningur virðist hafa tryggt Kohl sigur i kosning- unum. Úrslit kosninganna urðu þau, að kristilegu flokkarnir fengu samanlagt 48.8% greiddra at- kvæða, en fengu 44.5% í þing- kosningunum 1980. Þeir fengu nú 244 þingmenn kjörna, en 226 í kosningunum 1980. Sósíaldemókratar fengu 38.2% greiddra atkvæða, en fengu 42.9% í kosningunum 1980. Þeir fengu nú 193 þing- menn kjörna, cn 218 í kosning- unum 1980. Frjálslyndi flokkurinn fékk tæp 6.97o greiddra atkvæða, cn 10.6% í þingkosningunum 1980. Hann fékk nú 34 þingmenn, en fékk 53 þingmenn í kosningun- um 1980. Græni flokkurinn fckk 5.6% greiddra atkvæða, en fékk 1.5% í kosningunum 1980. Hann fékk nú 27 þingmenn kjörna, en fékk engin þingsæti 1980. HELMUT Kohl er að sjálf- sögðu talinn aðalsigurvegari kosninganna. Kristilegu flokk- arnir bættu verulega fylgi sitt undir forustu hans. Það er It'ka sigur fyrir hann, að Frjálslyndi flokkurinn skyldi halda vclli. Sumir fréttaskýrcndur scgja bæði í gamni og alvöru, að ef til vill hafi það vcrið mesti sigur Kohls, að kristilegu flokkarnir fcngu ekki meira. Ef þeir hcfðu fcngið meirihluta, hefði Kohl þurft að sætta sig við Strauss sem varakanslara og utanríkisráð- herra. Það hcfði Kohl ekki talið eftirsóknarvcrt að sögn kunn- ugra. Þótt sigur Kohls sé vissulega mikill, er spurningin sú, hvort sigur Gcnschers hafi ekki verið meiri. Þegar Frjálslyndi flokkurinn krata á síðastliðnu hausti, var fylgi flokksins komið niður í 2-3% samkvæmt skoðanakönn- unum. Við þctta bættist mikill klofningur í flokknum vegna stjórnarslitanna. Margir þing- menn fóru úr flokknum. Flestir töldu þá, að flokkurinn væri úr sögunni. Undir forustu Gcnschcrs hcf- ur hann rétt við furðu fljótt aftur. Sá áróður flokksins virðist hafa borið góðan árangur, að ekki væri heppilcgt að þjóðin skiptist í tvær fylkingar og þriðja aflið væri úr sögunni. Sigur Græna flokksins er einn- ig verulegur. Hann hefur mcira en þrcfaldað fylgi sitt síðan 1980 cða á tveimur og hálfu ári. Um skeið var talin vcrulcg hætta á því eftir að Vogcl hóf 'sóknina í cldtlaugamálinu, að Græni flokkurinn næði ekki 5% mark- inu. .Erfitt cr að spá um framtíð Græna flokksins. Eins og er byggist hann fyrst og frcmst á fylgi óánægðra kjósenda, sem ekki hafa sameiginlcga stefnu. ÞÓJT Kohl hafi unnið góðan sigur og Frjálslyndi flokkurinn haldið velli, er engan veginn tryggt, að stjórnin vcrði traust í sessi. Það mun framaröðru velta á afstöðu Strauss. Kristilcgu tlokkarnir cru tveir. Kristilegi flokkurinn cöa Kristi- lega lýðræöisbandalagið (CDU) starfar í öllum fylkjum Vestur- Þýzkalands, nema í Bæjaralandi. Þar starfar það ekki. heldur er þar scrstakur kristilegur flokkur, Kristilcga sósíalbandalagið (CSU). Þessir flokkar hafa jafn- an haft bandalag með sér í kosningum og á þingi starfa þeir scm cinn flokkur. Stefnan erlíka svipuð, cn þó er CSU talið hcldur íhaldssamara. Strauss hefur frá upphafi verið hinn ókrýndi lciðtogi CSU. Það fckk nú 53 þingmenn kjörna. Það þykir ekki ólíklegt, að Strauss muni nú gera þá kröfu, að þar sem CSU hafi flciri þing- menn cn Frjálslyndi flokkurinn, fái það bæði embætti varakansl- ara og utanríkisráðherra, en þcim cmbættum gegnir Gensch- er nú, og Frjálslyndi flokkurinn gerir það að skilyrðum fyrir stjóm- arsamstarfi að halda þeim áfram. Það getur reynzt Kohl erfitt að leysa þennan ágreining, ef hann kemur til sögu. Fái Strauss ekki sitt fram, gctur stjórnarsamstarf- ið orðið örðugt. Svo getur farið, að Strauss krefjist þess, að Kohl myndi minnihlutastjórn, sem efni fljótlega til kosninga. Strauss myndi ekki heldur vera fjarri því að mynda stjórn með sósíaldemókrötum, eins og á árunum 1966-1969. Hann vill sízt vinna nteð Frjálslynda flokknum. Sósíaldemókratar munu hins vegar ófúsir til sam- starfs við kristilegu flokkana meðan þeir þurfa að keppa við Græna flokkinn. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.