Tíminn - 08.03.1983, Page 8

Tíminn - 08.03.1983, Page 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skritstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiislustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 1S, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi f 8300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Tíminn í sókn ■ Fyrir helgina var svonefnd fjölmiðiakönnun birt, ef það er þá rétta orðið yfir þá sérkennilegu aðferð sem notuð hefur verið við að koma á framfæri upplýsingum á stangli úr þeirri könnun. Þegar niðurstöður hennar, að svo miklu leyti sem þær liggja fyrir opinberlega, eru bornar saman við síðustu könnun af sama tagi, sem birt var árið 1981, kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. I fyrsta lagi er Ijóst, að þótt sameining Dagblaðsins og Vísis í eitt blað hafi skilað tiltölulega góðum árangri, þá er hlutur síðdegismarkaðarins í heildarblaðamarkaðinum mun minni en áður var. í könnuninni árið 1981 kom t.d. í Ijós, að samtals 86.03% aðspurðra lásu annað hvort Dagblaðið eða Vísi. í þessari könnun eru það rúm 64% sem lesa DV. Samkvæmt þessu lesa nú mun færri síðdegisblað en áður var eða sem nemur um 22% þeirra sem þátt taka í könnuninni. En þótt hluti síðdegisins í markaðinum hafi þannig minnkað, þá er ljóst að DV hefur náð góðri stöðu sem cina síðdegisblaðið. Það er sýnilega mikið keypt sem annað blað á heimili, þar sem fram kemur að meira en helmingur þeirra sem eru áskrifendur að DV eru líka áskrifendur að Morgunblaðinu. Það er því að verulegu leyti sami hópur landsmanna sem kaupir bæði blöðin. Afmorgunblöðunum hefur lestur bæði Morgunblaðsins og Tímans aukist en Þjóðviljinn, Alþýðublaðið og Helgarpósturinn hafa tapað lesendum. Samkvæmt könnuninni nú lesa 29.03% þeirra, sem þátt tóku, Tímann, en sambærileg tala úrsíðustu könnun var27.87%.Tíminn hefur því verið í sókn þctta tímabil, þótt sú hreyfing sé auðvitað mun minni en þyrfti að vera. Þessi aukning kemur einnig fram í lestri helgarútgáfu blaðanna, þar sem 32.28% lesa nú Tímann um helgar en voru áður 30.18%. Hefur 7'íminn þar komist upp fyrir Helgarpóstinn. Tíminn er í sókn samkvæmt þessari könnun þrátt fyrir að hún hafi verið gerð áður en áskrifendagetraun Tímans komst í fullan gang, en hún hefur skilað á annað þúsund nýjum áskrifendum síðustu mánuðina. y Könnunin staðfestir einnig enn yfirburðastöðu Tímans í dreifbýlinu, þar sem blaðið er enn sem fyrr lang mest lesna blaðið. Þar lesa 53.11% Tímann, en aðeins 24.84% Morgunblaðið. Hin styrka staða Tímans í dreifbýlinu gerir Tímann að sjálfsögðu sjálfkjörið blað fyrir þá, sem vilja ná til íbúa dreifbýlisins og þeirra, sem landbúnað stunda. Þótt niðurstöður fjölmiðlakönnunarinnar sýni að Tíminn er í sókn, er jafnframt ljóst að enn frekar þarl að styrkja og efla blaðið, því þau fjármálaöfl, sem gefa út Morgunblaðið og DV, ráða alltof miklu af blaðamarkaðinum. /V þv. þarf að verða breyting á næstu árum, því annars er hætta á að fjármagnsöflin verði allsráðandi um skoðanamyndun í landinu. Kosid á móti Kosningaúrslit bárust frá þremur þjóðlöndum um helgina. Þótt aðstæður séu að mörgu leyti mjög ólíkar í þessum þremur löndum - Vestur-Þýskalandi, Frakklandi og Ástralíu - þá einkenndi þó eitt öðru l'remur öll úrslitin. Það var að kjósendur létu óánægju sína með ástand efnahags- og atvinnumála bitna á þeim, sem farið hafa með stjórnvöldin undanfarin ár - og skipti þar engu máli hvort það voru hægri eða vinstri stjórnir. I bæjar- og sveitastjórnarkosningunum í Frakklandi fengu andstæðingar vinstri flokkanna, sem fara með stjórn landsins undir forystu Mitterands, meirihluta. I Vestur-Þýskalandi fengu Kristilegir demókratar og bandamenn þeirra hreinan meirihluta. Jafnaðarmenn, sem farið hafa með stjórn landsins í nokkuð á annan áratug, biðu mikinn ósigur. Og í Ástralíu var aðdáanda Margareth Thatchers vikið úr valdastóli í miklumkosn- ingasigri vinstrimanna. Kjósendur hafa í öllum þcssum tilvikum látið óánægju sína með þróun efnahags- og atvinnumálanna skýrt í Ijósi. Hvort þær stjórnir, séni taka við í Ástralíu og Vestur-Þýskalandk gera svo betur skal ósagt látið. Þegar aðeins er kosið á móti má oft búast við því að kjósendur verði fyrir vonbrigðum. Þeir. sem yfirbjóða í stjórnarandstöðu, eru yfirleitt ekki líklegir til að standa við hástemmd loforö þegar taka þarf á málum af ábyrgð og festu. Það mætti vera íslenskum kjósendum til umhugsunar- fyrjr kosningar. -ESJ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1983 skrifad og skrafad Mikið skáld ■ „Mikið skáld er Símon“ voru andlátsorð göfug- mennisins Guðmundar Árnasonar, sem á sínum tíma framdi performansa og happ- eninga, og kallaði dúll af lítillæri sínu. Símon var vinur og meistari Guðmundar, og einn mestur afkastamaður í samanlagðri mennjngarsögu íslendinga, orti tugi vísna á degi hverjum á langri ævi. Margir samtímamanna skálds- ins þóttust hafa efni á að kasta að honum steini og kalla vísur hans og rímur leirburð, og enn lifa menn á meðal vor sem leggja það á sig að taka krók til að hnýta í Símon Dalaskáld. Menn eru náttúrlega frjáls- ir að því að hafa skoðun á skáldskapargildi andlegra afurða Símonar og kæta skap sitt með því að rifja upp skringisögur af heilsufari hans þegar hann átti um sárt að binda. En marga fótnetta mey og uppburðarlítinn pilt gladdi Símon með liprum vísum sínum þar sem hann dró fram allt hið besta í fari hvers og eins og spáði bjartri framtíð. Og þeir sem tóku vel við skáldinu þáðu að gistilaunum hjartahlý um- mæli í bundnu máli, sem hvergi geymdust nema í minni þeirra sem viku góðu að skáldmæltum umrenningi með höfðingjafas. Fáir þekktu Símon betur en Guðmundur, vinur hans, og efast enginn um að andláts- orðin séu runnin undan innstu hjartans rótum. Málgagn sósíalisma hóf um helgina að hefja upprifjun á ævi og störfum Karls Marx, en öld er líðin frá dauða hans. Ekki dugði minna en ummæli eins nánasta sam- starfsmanns hugsuðarins, er hann skýrði frá dauða hans, í fyrirsögn: „Mestur heili Evr- ópu er hættur að hugsa“. Úti í hinum stóra heimi cru þessi eftirmæli álíka fræg og and- látsorð Guðmundar dúllara. En sá er munur á að á meðal sanntrúaðra eru ummæli Engels um Marx kórrétt guðspjall, en glott var að síðustu kveðju dúllarans. Lauslátir lærisveinar Vel má vera að mat Engels hafa verið rétt þótt ávallt sé erfitt að leggja mælikvarða á gáfur manna. En dálítið er undarlegt að þeir sem hafa tekið Karl Marx upp á sína arma sem frelsara mann- kyns og telja sér trú um að þeir hafi kenningar hans að leiðarljósi skuli láta það líð- ast að óhlutvandir menn lagi þær í hendi sér eins og þeim passar hverju sinni. Alþjóða-, hyggja verkalýðsins og al- ræði öreiganna eru enn fjar- tægari markmið nú en hug- tökin voru a dögum Marx. En þetta er nokkuð sem allir trúarbragðahöfundar verða fyrir. Lærisveinarnir túlka kenningar þeirra og skoðanir eftir eigin höfði og aðlaga þær eigin þörfum. Eitthvað er til sem kallað er marxlenínismi. Hann varð ekki til fyrr en löngu eftir dauða Leníns, og að sjálf- sögðu ekki fyrr en Stalín var allur, því þá þurfti að breyta ásjónu kommúnismans til að breiða yfir glæpaferil Stalíns. Þar kom, að þeir sem eitt sinn hældu sjálfum sér upp í hástert fyrir að vera kom- múnistar, urðu einn góðan veðurdag að marxistum og sumir að marx-leninistum. Á valdatíma Stalís þótti það bera vott um manngæsku og menningarlega og vitsmuna- lega yfirburði að vera kom- múnisti. í hinum vestræna heimi eru það ekki nema sérvitringar í smáflokkum, sem bera slíkt á borð. Nú eru menn marxistar, firiðarsinnnar, allaballar og frjálslyndir sér- hagsmunastreðarar og vesal- ings höfundur Auðmagnsins liggur undir því að vera kennt um allar þessar sundurleitu skoðanir og þær heimfærðar undir kenningar hans. Leiðarljósið Árin sem Marx gleymdist var Jósef Stalín hafinn til vegs og mikillar virðingar meðal róttæklinga sem elska mannkynið. Maðurinn sem mat manngildið öllu ofar, eins og honum var lýst af einlægum aðdáanda. Höfundur Reykjavíkur- bréfs Mogga fer nokkrum orðum um Stalírisdýrkun sl. sunnudag og af kurteisi við þjóðfrelsishetjurnar skal ekki tíundað hér hvað æðstu prestar þeirra höfðu um manninn að segja þá, né leiðari málgagnsins á útfarar- degi öreigaforingjans, en get- ið örfárra lýsinga á mann- kostunum sem teknar eru úr franska vikuritinu l’Express; sem kommúnistar viðhöfðu á meðan manngildishugsjón- in stóð í hvað mestum blóma: Ódauðlegur leiðbeinandi mannkyns. Ljós vort. Stórhuga upphafsmaður kommúnismans. Hinn snjalli sporgöngu- maður Marx, Engels og Leníns. Mesta ofurmenni allra tíma Jöfur í anda og verki. Óviðjafnanlegur snillingur marxískra vísinda. Öflugasti heili vorra daga. Uppspretta ljóss vors og afls. Besti vinur gyðinga. Viska, heiður og samviska vorra daga Leiðarljósið. Heilinn sem brýtur öll vandamáF samtímans til mergjar. Hinn fágæti heili þar sem safnast hefur öll byltingar- reynslan sem öreigastéttin hefur öðlast á hundrað árum. Sólin og sannleikurinn. Regnbogi hins framsækna mannkvns. Von er að slíkir mannkost- ir fái verðug eftirmæli. En minningargreinin um „mesta heila Evrópu“ er öllu blendnari. í stuttu máli er dregið fram það sem tína má til honum til kosta og lasta. Gáfur hans tíundaðar og síð- an þær fréttir sagðar helstar að hann hafi verið nautna- sjúkur,drykkfelldurhórkarl. Það er skammt öfganna á milli. Mikið ósköp er geð- felldara andvarp Guðmundar dúllara um vin sinn, en há- timbraðar yfirlýsingar og of- lof þeirra sem aðhyllast sam- eignarhagkerfi um sína pre- láta. OÓ starkadur skrifar Ríkisstjórnin og naudsyn adgerda í efnahags- málum ■ ALÞINGI það, scm nú situr, fer að Ijúka störfum. Stefnt er að þvi að afgreiðslu inála verði lokið á föstudaginn, en þá cru rúmar sex vikur til kjördags. Kkkert bcndir til þess að Alþingi muni taka á ncinum þætti efnahagsmálanna þessa daga sem eftir eru til þingloka. Alþýðuhandalagið og Sjállstæðisflokkurinn munu í samein- ingu koma i veg fyrir að gerðar verði endurbætur á vísitölukerfinu. Sumir leiða getum að því að það muni hafa í för incð sér, að ný ríkisstjórn muni síðar á þessu ári taka á vísitölumálinu mcð viðreisnarlaginu - þ.e. afnema vísitölu- kerfið. Fari svo munu vafalaust ýmsir sjá, að betra hefði veriö að fara að vilja meirihluta ríkisstjórnarinnar og breyta þessu kerfi til betri vegar. En það er of seint að iðrast eftir dauðann. Ljóst er að ríkisstjórnin mun ekki geta setiö aðgerðarlaus í efnahags- og at vinnumáluin Iram til kjördags. I viðtali viö Olaf Jóhanncsson. utanríkisráðhcrra, sein birtist í Tíinanum fyrir rúmri viku, kom fram það álit hans, að ríkisstjornin yrði að grípa til lágmarksaðgerða gegn veröbólgu og atvinnuleysi. Gunnar Thoroddsen, forsætisraðherra, tók í saina streng þegar liann svaraði spurningum á fundi með unguni framsókn- árniönnuni í síðustu viku. Þar sagði hann m.a., samkvæmt fréttafrásögn í Tímanum:,,Eg geri ráð fyrir því að ríkisstjórnin silji fram yfir kosningar og það er mín skoðun, að ekki komi til mála aö hún silji aðgerðarlaus. Auðvitað á að gera efnahagsráðstafanir vegna þeirrar geigvænlegu þróunar, sem orðið liefur í verðlagsmáluni nú upp á síökastið, sumanber miklar launa- og fiskvcrðshækkanir“. - Það er því Ijóslega vilji meðal framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í ríkisstjórn að taka á þessum málum til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og hemja veröbólguna eitthvað. Forvitnilegt verður að vita hvernig alþýðubandalagsmenn bregðast við, hvort þeir vilja sitja aðgerðarlausir þar til atvinnuleysi hellist yfir eða vera með í því að taka á málum. HINS vegar er svo auðvitað Ijóst, aö markvissar aðgerðir sem duga til frambúðar verða ekki gerðar fyrr en eftir kosningar, þegar nýr og starfhæfur meirihluti hefur myndast á Alþingi. Strax að kosningum loknum hljóta forystumenn stjórimiálaflokkanna að hefja viðræður um niyndun slíks meirihluta, og nýrrar ríkisstjórnar, sem gæti tckið á málum. Engu skal spáð um það hér, hvernig slíkar viðræður munu fara, þótt margt bendi til þess að erfitt kunni að reynast að mynda næstu ríkisstjórn. Það auðveldar auðvitað ekki þær viðræður ef suniir af foringjum Sjállstæðisflokks og Alþýðu bandalags verða vegna ósigra sinna í prófkjörum utan þings og liugsa því um það eitt að láta kjósa sem fyrst aftur til að komast á þing á nýjan leik. Þaö hlýtur hins vegar að vera krala landsinanna að þjóðarhagsmunir séu settir ofar pcrsónuhagsmunúm og flokkshagsmimum, og að reynt verði til þrautar strax aö loknum aprílkosningunum aö mynda nýja ríkisstjórn sem getur tckið á efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Allt annað væri ábyrgðarleysi. Starkaður

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.