Tíminn - 08.03.1983, Page 10

Tíminn - 08.03.1983, Page 10
io____________ viðskiptalífið ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1983 umsjón: Skafti Jónsson ■ „Það má scgja að Stjómunarfélagið sé hluti af l'ulloröinsfræðslunni í landinu. Við bjóðum hér upp á ákveðna endur- menntun fyrir fólk í atvinnulífinu og eins fyrir þá sem eru að koma út á vinnu- markaðinn að nýju eftir hlé, „sagði Arni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Stjórn- unarfélags Islands í samtali við Tímann. - Námskeið ykkar eru aðallega á sviði viðskipta? „Stjórnandinn og hlutverk hans“ nefndist námskeiðið sem var í gangi hjá Stjórnunarfélaginu í gær. „Sinnum endurmenntunar þörfum atvinnulífsins” — segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands „Við höfum reynt að sinna þörfum atvinnulífsins, með því að halda nám- skeið fyrir framkvæmdastjóra og ein- staka undirstjórnendur í fyrirtækjum, sem hafa með að gera fjármál, sölu framleiðslu og aðra þætti sem yfirleitt er að finna í fyrirtækjum. Síðan erum við með almenn námskeið sem t.d. öll okkar tölvufræðsla, sem cr orðin talsvert umfangsmikil flokkast undir. Eins erum við með námskeið í bókfærslu, sölumennsku o.fl. f>ar fáum við stóra hópa inn rúmlega 2000 manns á síðasta ári, „sagði Arni. - Nú eruð þið með námskeið sem ber yfirskriftinga „Stjórnandinn og hlutverk hans“ - hverjir sækja svona námskeið? „Það eru aðallega stjórnendur og fólk sem hefur lent í einhvers konar stjórnun- arstöðum. Hér eru til dæmis margir hjúkrunarfræðingar sem hækkað hafa í tign innan spítalakerfisins og orðið hjúkrunarframkvæmdastjórar. í þeirra skóla skilst mér að lítið sé kennt um stjórnun. Við getum kallað það gat í þeirra menntun sem við reynum að fylla.“ - Nú cruð þið með geysilega mörg námskeið - er ekki erfitt fyrir fólk að velja á milli þeirra? Markmiðið skýrt skilgreint „Öll okkar námskeið eru skipulögð með það fyrir augum að fá réttan hóp inn. Markmiðið er mjögskýrt skilgreint þannig að fólk veit vel fyrir fram að hverju það gengur." - Þið eruð með mikið af erlendum námskeiðum? „Hingað koma 14 erlendir leiðbein- endur í vetur og halda hver sitt nám- skeið, sem eru á mjög ólíkum sviðum." - Hvað eru margir þátttakendur í hverju námskeiði? „Það er nokkuð misjafnt - fer mikið eftir því hvers eðlis námskeiðið er. A íslcnskum cr hámarks fjöldi yfirleitt 20 manns, algengur fjöldi á tölvunámskeið- um er frá 8 til 14. Þau erlendu eru hins vegar nokkuð fjölmennari, en þó eru aldrei með fleiri en 35 þátttakendur í einu." Nær undantekningalaust yfirbókuð „Erlend námskeið eru nær undantekn- ingalaust yfirbókuð. Áhuginn er alltaf að aukast og í því sambandi get ég nefnt að velta félagsins frá 1981 til 1982 jókst um 120%, sem er langt yfir verðbólgu. .Við höfum líka verið að sprengja utan af okkur hvert húsnæðið á fætur öðru. Við fluttum hingað (Síðumúla 23) fyrir rúm- um tveimur árum og höfum síðan tekið á lcigu 120 fermetra sal við Ármúla og þurfum þó að skipta mikið við hótelin í borginni. Það er svo greinilegt núna hvað fólk er að vakna til vitundar um gildi endur- menntunar og símenntunar. Enda eru nú svo miklar breytingar í öllum rekstri að þörfin hefur sennilega aldrei verið meiri. Þar hefur náttúrlega tölvan mest að segja en það kemur líka til að nú eru þrengingar og þá fer fólk að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera. Við getum nefnt að námskeið í markaðsstjórnun getur komið að góðu gagni þegar sala minnkar og gamlir markaðir hverfa og leita þarf nýrra, en þar liggur einmitt vandi margra íslenskra fyrirtækja." Frjálst nám - Tekur fólk próf að námskeiðum loknum? „Nei. Þetta er frjálst nám og hér eru engin próf tekin. Flestirsækja námskeið- ■ Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjúri Stjórnunarfélagsins. in í vinnutíma sínum á kostnað vinnu- veitandans. Við höfum líka komist að samkomulagi við Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmannafélag ríkis- stofnana um að fræðslu- og endur- menntunársjóðir félaganna greiði þátt- tökugjald félagsmanna sinna. Enda sjá bæði þessi félög og vinnuveitendur sinn hag í því að gera stnu fólki kleift að sækja menntun sem getur komið að gagni í starfi. Við höfum líka gert talsvert af því að skipuleggja námskeið að beiðni félaga og fyrirtækja, sérstaklega sniðin fyrir þeirra þarfir.“ Yfír 300 aðilar að félaginu „Stjórn félagsins er skipuð fulltrúum frá flcstum stærstu hagsmunafélögum landsins. Við erum með fulltrúa frá einkaframtakinu, samvinnuhreyfing- unni, verkalýðshreyfingunni og Vinnu- veitendasambandinu. Það eru yfir 300 fyrirtæki og 300 einstaklingar sem eru aðilar að félaginu og borgar hver um sig sérstakt gjald fyrir aðildina. Þá erum við með fræðsluráð, sem í eru fulltrúar frá Háskóla íslands, iðntæknistofnun og iðnaðarráðuneytinu. Loks má nefna framkvæmdaráð, sem skipað er mönnum sem lengi hafa komið við sögu félagsins.“ - Hvað vinnst með því að vera félagi? „Allir starfsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að félaginu fá 20% afslátt af þátttökugjaldi námskeiðanna. Einnig er félögum gerð grein fyrir því sem hér á sér stað, í fréttabréfum." - Hvað með skipulagningu námskeiða erlendis? „Við höfum aðgang að upplýsinga- banka sem hefur að geyma upplýsingar um námskeið í öllum löndum Vestur- Evrópu og í Bandaríkjunum. Þannig getum við fundið námskeið fyrir mann, sem kannski er á ferðalagi erlendis og vill nota tímann til að fræðast um eitthvað sem viðkemur hans áhugamál- um eða atvinnu." Nýr Bakka- foss til Eimskips — leigdur til þriggja ára með kaupa- heimild ■ Eimskip mun taka við nýju skipi, m/s Bakkafossi, um miðjan þennan mánuð, og kemur skipið til íslands í lok mánaðarins. Bakkafoss, sem áður hét City of Oxford, er tæpra 1600 rúmlesta gáma- skip, byggt fyrir tveiipur árum í Bret- landi. Skipið getur ilutt 250 gámaein- ingar og er systurskip City of Hartle- pool, sem félagið hefur á tímaleigu. M/s Bakkafoss er leigður á þurrleigu til þriggja ára með kaupaheimild, og kemur skipið í stað Marc Garant, sem verið hcfur í Ameríkusiglingum að undanförnu. íslensk áhöfn verður á Bakkafossi. Skipstjóri Þór Elísson en yfirvélstjóri Ásgeir Sigurjónsson. Rúnit ár er síðan eldri Bakkafoss var seldur. Það skip var smíðað 1970 og gat flutt um 130 gámaeiningar., Eimskip keypti skipið árið 1974, en mun það hafa verið orðið of lítið og þar af leiðandi óhagkvæmt í rekstri á þeim leiðum sem það sigldi. Aðalfundur Eimskips hf. ■ Aðalfundur Eimskipafélags ís- lands h/f verður haldinn í Súlnasal, Hótel Sögu mánudaginn 21. mars ' klukkan 14.00. Ádagskráverðavenjuleg. aðalfund- arstörf, tillaga um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa, aukningu hlutafjár og inn- köllun eldri hlutabréfa svo og önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs- mönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Rcykjavík frá 14. mars. Eimskip fjölgar þjónustu- höfnum — Dublin og Belfast á írlandi bætast við ■ Um árabil hefur Eimskip rekið þjón- ustuhafnir í samvinnu viö umboðsmenn sína í Bretlandi. Hér er um að ræða vörumóttökustöðvar, þar sem umboðs- menn taka á móti vöru, aðstoða við- skiptamenn við að fylla út öll farmskjöl og tryggja þannig sem einfaldasta flutn- ingaþjónustu. í fréttabréfi Eimskips segir, að þessar hafnir þjóni ekki eingöngu innílytjend- um, því íslenskir útflytjendur eigi með þessu móti kost á að koma vöru sinni sem næst viðskiptavinum sínum með minni tilkostnaði en ella. Fjórar þjónustuhafnir eru nú í rekstri í Bretlandi; í London. Birmingham, ■ Alafoss Eimskips. Leeds og Hull. Þær eru í tengslum við vikulegar ferðir frá Felixstowe, en auk þess hafa skip félagsins komið við í Weston Point hálfsmánaðarlega. Viðskiptavinum Eimskips er nú boðið upp á vikulega flutninga frá þjónustu- höt'num félagsins í Dublin og Belfast á írlandi. Vikulegar ferðir eru auk þess frá Helsinki í Finnlandi. Þá var s.l. haust opnuð ný þjónustuhöfn í Mílano á Ítalíu. Flutningar frá þessum höfnum eru ekki eingöngu bundnir við gámavöru, heldur er hér um að ræða alhliða flutn- ingaþjónustu á stykkjavöru. Norski sjávarútvegs- ráðherrarm, Thor Listau: Varar vid auk- inni framleiðslu frystra sjávar- afurða í Noregi ■ „Hætt er við að í næstu framtíð verði erfitt fyrir okkur að losna við sjávaraf- urðir vegna breyttra aðstæðna á okkar helstu mörkuðum, „sagði Thor Listau, sjávarútvegsráðherra Norðmanna, í fyrirlestri sem hann hélt í Osló fyrir skömmu. Thor sagði að erfiðleikar sem stcðjuðu að á helstu skreiðar og saltfiskmörk- uðum hefðu neytt norska fiskverkendur til að frysta stærri hluta sjávaraflans en hingað til hefur verið gert. Ráðherrann varaði við þessari þróun og sagði norsk- an sjávarútveg ekki undir hana búinn. „Mikil aukning á framleiðslu frystra sjávarafurða getur leitt til þess að verð- fall verði á þeim. sem náttúrlega þýðir lélegri afkomu fyrir sjávarútveginn. Til að ná fram meiri stöðugleika í sjávarút- vegi verður að leita nýrra leiða. „sagði Thor Listau. í því sambandi talaði hann um fiski- stofna sem hingað til hafa verið lítið eða jafnvel ekki nýttir. Loks sagði ráðherrann, að sala á fiski innanlands í Noregi hefði minnkað mik- ið frá því um 1960. Nú borðaði hver Norðmaður um 10 kílóum minna af fiski en fyrir 20 árum sem þýddi að neyslan hefði minnkað um 35 til 40 þúsund tonn. Þessi þróun hefði átt sér stað, þrátt fyrir að verð á kjöti 'og kjötvörum hefði hækkað um sem næst 40 af hundraði tímabilinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.