Tíminn - 08.03.1983, Side 18

Tíminn - 08.03.1983, Side 18
Skýrsla um utanríkismál: Mikið starf fyrir höndum í haf réttarmálum — þótt mikilvægustu markmiðunum hafi verið náð ■ Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um utanríkismál. Þar er vikið að öllum meginþáttum utanríkismála. Skýrslan hefst á þeim ákvæðum stjórnarsáttmál- ans sem viðkemur utanríkismálum og bendir utanríkisráðherra á að í þeim felist engin mciriháttar nýmæli og fylgt sé í meginatriðum sömu utanríkisstefnu og farið hefur vcrið eftir á undanförnum árum. Varðandi einstök atriði utanrík- istnálakaflans tekur ráðherra fram: Fylgt hefur verið þeirri stefnu að kanna vandlega öll helstu málefni, sem konta til umræöu og meðferðar á al- þjóðavettvangi og taka síðan afstöðu til hvers og eins. Við mótun þeirrar afstöðu liggur í hlutarins cðli að öryggishags- munir okkar sjálfra og þess varnar- bandalags lýðræðisþjóða, serri við cigurri aðild að, hljóta að vera þungir á meta- skálunum þegar afgreiða skal mál, sem beinlínis varða þessa hagsmuni. Á hinn bóginn cigum við svo einnig sama mögu- lcika og aðrir til að koma okkar skoðun- um á framfæri og ciga þannig þátt í að móta þá stefnu, sem síðan vcrður fylgt. Hið sama gildir einnig um sameiginlega stefnumótun Norðurlandanna. betta er í samræmi yið þau lýöræðislegu vinnu- brögð scm íslenska þjóðin hefur viljað liafa að leiöarljósi á sem flestum sviöum. I samræmi við ákvæöi stjórnarsáttmálans hef ég látíð ráðuneyti initt fylgjast sér- staklega mcð starfsemi Norðurlanda- ráðs, þótt aörir þættir norrænnar sam- • vinnu komi reyndar fremur til kasta míns ráðuneytis en sjálft ráðið, sem cr á ábyrgð þjóðþinganna á Norðurlöndum. Ennfremur hefur þálttaka okkar í starf- scmi Sameinuðu þjóðanna vcrið eins öflug og unnt er með þeim takmarkaða mannafla. sem yfir er að ráða. Á árunum 198U og 1981 tókst að ná ntjög vel viðunandi samningum við Norðmenn unt Jan Mayen svæðiö, bæði um afmörkun lögsögu, fiskveiði- og landgrunnsmál og íjúka á þann veg deilu, sem gæti hafa orðið alvarlegur hnekkir fyrir norræna samvinnu. Ákvæði stjórnarsáttmálans um örygg- ismálanefnd og atvinnuuppbyggingu á Suðurncsjum falla hvorugt undir mitt ráðuneyti og mun ég því ekki ræða þau nánar hér. Bygging flugstöðvar á Keflavíkurflug- velli er svo þekkt mál aö óþarfi er að hafa mörg orö um. Áætlanir um þessa flugstöð hafa verið endurskoðaðar og eru raunar enn í endurskoðun, en ekki hcfur énn fcngist samkomulag allrar ríkisstjórnarinnar um aö hefja t'ram- kvæmdir. Mótframlög Bandaríkja- stjórnar vcgna þessarar byggingar falla niður hinn 1. október næstkomandi verði framkvæntdir þá enn ekki hafnar. Loks er í utanríkismálakafla stjórnar- sáttmálans sagt að athugað verði, hvort rétt sé að breyta því skipulagi, að utanríkisráðuneytið hafi yíirstjórn allra málaflokka á Keflavíkurflugvelli. Um þetta atriði vil ég segja það, að reynslan af því, að hvcrt ráðuncyti hafði yfirstjórn síns málaflokks á varnarsvæðunum á fyrstu árum varnarliðsins hér, leiddi til þess að yfirstjórn þeirra allra var færð í utanríkisráðuneytið mcð stofnun varn- armáladeildar 1953.' Ég er eindregið þeirrar skoðuitar að sú breyting hafi verið til mikilla bóta og varhugavert væri að stíga það spor til baka. Sem fyrr segir er víða komið við í skýrslunni cn hafréttarmál skipa nokkra sérstöðu fyrir íslendinga og fer hér á eftir kaflinn um þau málefni: Einn veigamesti málaflokkurinn, sem utanríkisþjónustan hefur fengist við á undanförnum áratugum eru hafréttar- mál í víðasta skilningi, þar með talin ýms mál, sem tengst hafa útfærslu fiskveiði- lögsögunnar. Við fögnum því nú, að mikill meirihluti þjóða heimshefursam- þykkt alþjóðlegan hafréttarsáttmála, sem tryggir okkur full yfirráð yfir fiski- stofnunum innan 200sjómílna frá grunn- línum, 200. sjómílna efnahagslögsögu og landgrunnsréttindi á jafnvel enn stærra svæði. Þótt 200 sjómílna lögsaga sé nú orðin óumdeild eigum við íslendingar enn eftir að útkljá ýmis mál, sem varða afmörkun bæði efnahagslögsögu og landgrunns gagnvart nágrannaríkjum okkar, scmja við þau um verndun og nýtingu sameiginlegra fiskistofna og stofna sem tímabundið fara um lögsögu fleiri ríkjá o.s.frv. Sum þessara mála þarf að scmja um sem fyrst, önnur rnega bíða endanlegrar úrlausnar um sinn og cnn önnur þarf að semja um á hverju ári eða jafnvel oftar. Þcss vegna fer því fjarri að við sjáum nú fyrir endann á störfum utanríkisþjónustunnar að haf- réttarmálum þótt mikilvægustu mark- miðunum hafi verið náð. Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna Hafréttarsáttmálinn var samþykktur á II. fundi ráðstcfnunnar í New York hinn 30. aprtl 1982 með 130 atkvæðum gcgn 4, 17 sátu hjá og 2 tóku ckki þátt í atkvæðagrciðslu. Boðað var til loka- fundar í Montcgo Bay á Jamaica dagana 6.-10. desember 1982 og var sáttmálinn undirritaður þar hinn 10. descmber 1982 af 119 aðilum. þ.á.m. Islandi. Nokkur iðnþróuð ríki þ.á.m. Bandaríkin voru andvíg ákvæðum sáttmálans varðandi alþjóðahafsbotnssvæöið og undirrituðu ekki. Sáttmálinn mun liggja frammi til undirritunar til 9. desember 1984. Hann gengur í gildi 12 mánuðum cftir að 60 ríki hafa íullgilt hann eða gerst aðilar. Sáttmálinn er í 320 greinum og 9 fylgiskjölum og fjallar um hin ýntsu atriöi hafréttarins. Með undirritun hans eru mörkuö tímamót í sögu hafréttar- ntála. Ákvæði hans staðfesta meginregl- ur um 12 sjómílna landhelgi, 200 sjó- ntílna cfnahagslögsögu og enn víðtækari yfirráð yfir landgrunni strandríkja. Má því segja. að þau sjónarmið, sem íslend- ingar hafa barist fyrir í rúnt 30 ár hafi nú hlotið algcra viðurkenningu á alþjóða- vettvangi. íslenska þjóðin Itefur með sáttmálanum fengið örugga stoð í al- þjóðalögum fyrir verndun og hagnýtingu þeirrar auðlindar, sem afkorna þjóðar- innar byggist á. Vonandi ber þjóðin gæfu til að gæta vcl fengins fjár. Hafréttarsáttmálinn verður lagður fyr- ir Alþingi til fullgildingar svo fljótt.sem tök eru á. Er nú unnið að þýðingu sáttmálans á íslensku. Hafsbotnsmálefni Svo sem ég tók fram í skýrslu minni um utanríkismál á síðastliðnu ári óskuðum við eftir viðræðum við Breta, Færeyinga og íra um afmörkun hafs- botnssvæða milli þeirra landa og íslands. Þau mál eru enn á byrjunarstigi, en verður fylgt eftir af ísiands hálfu. Ulan- ríkismájanefnd hefir rætt þau sjónarmið. Bilaleigan\§ CAR RENTAL <Q- 29090 5?S?tÍ2u3 REYXJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 ■ Ólafur Jóhannesson, utanríkisráð- herra. sem þar koma til greina svo ogafmörkun landgrunnsins við Reykjaneshrygg. Öll þessi mál eru til athugunar í Ijósi hins nýja hafréttarsáttmála. Loðnuveiðibann Á árunum 1980 og 1981 voru gerðar ítarlegar tilraunir til að ná samningum við Efnahagsbandalag Evrópu um fisk- verndar- og fiskveiðimál vegna samcig- inlegra hagsmuna á hafsvæðunum milli fslands og Grænlands. Á síðasta sainn- ingafundi þessara aðila í júlí 1981 náðist bráðabirgðasamkomulag um efnisatriði rammasamnings um samstarf, en endan- Icgt samþykki á þeim tcxta var háð santkomulagi um kvóta á helstu fiskteg- undum, loðnu, karfa og rækju og skipt- ingu kvótans. Svo niikiö bar á milli í þeim niálum, að frekari viðræðum var frestað um óákveðinn tíma og hafa þær ckki verið teknar upp aftur. Snemma árs 1982 óskuðu Norðmenn eftir því að þríhliða viðræður Norcgs, Islands og EBE f.h. Grænlands yrðu teknar upp til þess að reyna að ná samkomulagi um heildaraflamagn úr loðnustofninum og skiptingu þess. Þegar að því kom að viðræður hæfust í júní 1982 lágu fyrir skýrslur fiskifræöinga um hrun loðnustofnsins og að stærö hans væri aðcins u.þ.b. 190þúsund lestir. Var því af hálfu Islands lögð höfuðáhersla á samkomulag um algert bann við loðnu- vciðum þar til mælingtir sýndu að stofn- inn hefði náð þcirri lágmarksstærð sem fiskifræðingar teldu nauðsynlega, eða a.m.k. 400.000 lestum. Þcssar kröfur náðust fram á fundi aðila í Osló hinn 13. og 14. júlí 1982. Jafnframt voru sett í samkomúlagið ákvæði um skipti á veiði- heimildum á kolmunna ef til loðnuveiða kæmi.á vertíðinni 1982/83, mcira þó til EBE en Islands og Noregs, þar eð nteð þessu samkomulagi afsalaði EBE sér öllunt möguleika á veiðum úr þessum árgangi rneðan vetrarmælingar gátu gcf- íð íslendingum tækifæri til einhverra vciða og Jan Mayen samkomulagið gat bætt Norðmönnum uppcinhliða íslensk- ar veiðar. Erindaskipti fóru einnig fram við Færeyinga til þcss að tryggja að þeir nýttu sér ekki þegar gerðan samning við EBE um 10.000 tonna loðnuveiði við Grænland. Án þcss samnings hefðu Norðmcnn varla trcyst sér til að fram- t'ylgja banni gagnvart norskum fiski- mönnum á sama tíma og skip frá EBE-ríkjum og Færeyjum stunduðu veiðar og kynnu sumarveiðar þessara aðila þá að hafa cytt verulegum hluta þcss litla stofns sem cftir var. Grænland og EBE Ég hef áður greint nokkuð frá samn- ingum Grænlands við EBE vcgna á- kvörðunar grænlensku heimastjórnar- innar um úrsögn úr EBE. Þessir samn- ingar virðast ganga nokkru hægar en við var búist og má ætla að það dragist fram til 1985 að grænlensk fiskimið komist undir grænlenska stjórn. Þar til svo verður fer Efnahagsbandalagið með samningsgerð um fiskveiðar og verndar- aðgerðir við austur-Grænland, þ.á.m. varðandi loðnustofninn. Veiðar annarra þjóða við ísland Belgar hafa heimild til veiða hér við land skv. samningi frá 1975 eins og honum var breytt 10. júní 1981. Árskvóti belgísku skipanna er 4.400 lestir og ntá : hlutfall þorsks í heildarafla hvers skips í hverri veiðiferð aldrei vera hærra en 25%. Færeyingar hafa heimild til veiða hér við land skv. samningi frá 1976 með breytingum frá 1979 og 1981. Árskvóti af botnfiski cr 17.000 lestir og þar af má þorskafli ekki fara yfir 6.000 lestir. Á undanförnum áruni hefur auk þessa verið samið í upphafi hvers árs um gagnkvæmar veiðiheimildir á kolmunna, allt að 20.000 lestum. Um þessar mundir er verið að ganga frá endurnýjun sams konar veiðihcimilda fyrir árið 1983, að þessu sinni allt að 30.000 lestum. Loks hafa Norðmenn heimild til línu- og handfæraveiða við ísland, allt að 2.000 lestuni, þó þannig að þorskafli má ekki fara framúr 15% í hverri veiðiferð. Á sl. ári var einnig gerður samningur við Noreg, um gagnkvæmar veíðiheimildir á kolmunna við Island og Noreg, allt að 20.000 lestum á árinu 1982. Til athugun- ar cr hvort slíkur samningur verði aftur gerður fyrir árið 1983. Sérstakur kafli er um utanríkisþjón- ustuna: Starfsemi utanríkisþjónustunnar á undanförnu ári var með svipuðum hætti og áður. Tekið var upp stjórnmálasamband við Kólumbíu, Nicaragua og Grenada að ósk þessara ríkja, en engin ákvörðun hcfur enn verið tekin um að fela ein- hverjum sendiherra okkar fyrirsvar gagnvart þessum ríkjunt. Alls hefur ísland nú formlegt stjórnmálasamband við 68 ríki og eru íslenskir sendiherrar skipaðir í 55 þeirra. Hagsmuna okkar hjá þessunt þjóðum er gætt af tíu sendiherrum erlendis og þremur er starfa í ráðuneytinu í Reykjavík. Ólaunaðir kjörræðismenn íslands eru u.þ.b. 200 viðs vegar um heim, þ.á.m. í nokkrum löndum, sem enn hefur ekki verið tekið upp formlegt stjórnmálasamband við. Ennfremur er vert að hafa í huga, að í rúm 15 ár hefur verið í gildi samkomu- lag milli Norðurlanda um gagnkvæma aðstoð í ræðismálefnum, þannig að full- trúar einhvers hinna Norðurlandanna gæta hagsmuna þess eða þeirra, sem ekki hafa sendiráð eða ræðismann á þeim stað. Kemur það sér oft vel, ekki síst þegar slys ber að höndum eða eitthvað annað bjátar verulcga á, þótt skyldur þessara aðila séu að sjálfsögðu verulega takmarkaðri en okkar eigin fulltrúa. I skýrslu rninni í apríl 1980 gerði ég grein fyrir staðarvali fyrir sendiráð okk- ar og færði rök að því að þrátt fyrir staðsetningu þeirra á tiltölulega litlu svæði jarðar þá væru ekki frambærilegar ástæður til breytinga. Yfirgnæfandi meiri hluti utanríkisviðskipta okkar er við þessi eða nálæg lönd, samskiptin á sviði öryggismála og menningarmála sömu- leiðis og flestir íslendingar, sem dvelja erlendis við nárn cða stört' cru búsettir í þessum löndum. Hagsmuna okkar í fjarlægari löndum er ýmist gætt af sendi- ráðum okkar eða sendiherrum með búsetu í Reykjavík og samstarf við þjóðir þriðja hcimsins er rækt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annarra al- þjóðastofnana, auk þess sem tvíhliða eða norræn þróunaraðstoð fer heldur vaxandi. Sendiráðum okkar hefur ekki verið fjölgað í þrettán ár. Kostnaður við rekstur hinnar ciginlegu utanríkisþjón- ustu nemur um hálfum hundraðshluta af ríkisútgjöldum og hefur hlutdeild henn- ar fremur farið lækkandi nteð auknum rtkisumsvifum. ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1983 Kvikmyndir Sími 78900 Salur 1 Dularfulla húsið Kröftug og kyngimögnuð ný mynd sem skeður í lítilli borg i Bandarikj- unum. Par býr fólk með engar áhyggjur og ekkert stress, en allt í einu snýst dæmið við þegar ung hjón flytja í hið dularfulla Monroe hús. Mynd þessi er byggð á sannsögulegum heimildum. Aðalhlutverk: Vic Mórrow, Jess- ica Harper, Michael Parks. Leiksljóri: Charles B. Pierce Sýnd kl. 5,7,9,11 Bönnuð börnum innan 16 ára Salur 2 Óþokkarnir LACKOUl MMIOUJ HOOeRTCAHH*r»NE BCLtCW J MONrOOMRV • 'BLACKOUT" ALtVSON JtANPttPítE AUMONT HATMLLANOM'STATTOfKT Frábær lögreglu og sakamála- mynd sem fjallar um það þegar Ijósin fóru af New York 1977, og afleiðingarnar sem hlutust af því. Þetta var náma fyrir óþokkana. Aðalhluterk: Robert Carradine, Jim Mitchum, June Allyson, Ray Milland Sýnd kl. 5,7,9,11 Bönnuð börnum inna 16 ára Salur 3___________ Gauragangur á ströndinni Létt og fjörug grínmynd um hressa krakka sem skvetta aldeilis úr klaufunum eftir prófin I skólanum og stunda strandlífið og skemmt- anir á fullu. Hvaða krakkar kannast ekki við fjörið á sólarströndunum? Aðahlutverk: Kim Lankford, Jam- es Daughton, Stephen Ollver Sýnd kl. 5, 7,9 og 11 Salur 4_______________ Fjórir Vinir Ný frábær mynd gerð af snillingn- um Arthur Penn en hann gerði myndirnar Litli Risinn og Bonnie og Clyde. Myndin gerist á sjöunda áratugnum og fjallar um fjóra vini ' sem kynnast I menntaskóla og verða óaðskiljanlegir .Arthur Penn segir: Sjáið til svona var þetta i þá daga. Aðalhlutverk: Craig Wasson, Jodi Thelen, Michael Huddleston, Jim , Metzler. Handrit: Steven Tesich. Leikstjóri: Arthur Penn. Sýnd kl. 5,7.05, 9.05 Meistarinn Meistarinn er ný spennumynd með hinum frábæra Chuck Norris. Hann kemur nú í hringinn og sýnir enn hvað i honum býr. NorriS fer á kostum i þessari mynd. Aðalhlutverk: Chuck Norris, Jennifer O'Neill og Ron 0'Neal. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 11.10 Salur 5 Being There Sýnd kl. 9 (Annað sýnlngaár)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.