Tíminn - 13.03.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.03.1983, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 13. MARS 1983 listviðburdir helgarinnar ■ Atriði úr óperunni Míkadó sern frunisýnd var á föstudagskvöld. Önnur sýning er á sunnudagskvöld. ■Við sjúkrabeð:Þóra Borg og Lilja Þórisdóttir í hlutverkum sínum. Húsið-Trúnaðarmál, ný íslensk kvikmynd, framsýnd um helgina: íslenska óperan sýnir Míkadó eftir Gilbert og Sullivan: Keisarasonur í dulargervi lendir í ævintýrum ■Á miðilsfundi í Húsinu: Bríet Héðinsdóttir, Helgi Skúlason, Þorsteinn Hannesson. ■ íslenska ópcran frumsýndi í gær- kvöldi óperettu Gilberts og Sullivans Míkadó. Önnur sýning verður á sunnu- dagskvöld. Lcikstjóri er Francesca Zam- bello frá Colorado í Bandaríkjunum og sviðsmyndin cr cinnig í höndum Banda- ríkjamanna, þcirra Michaels Deegan og Söru Conly en þau starfa hjá Metropolti- an óperunni í New York. Alls taka 9 söngvarar þátt í sýningunni auk kórs íslenskuóperunnaren þaueru: Elísabet F. Eiríksdóttir, Hrönn Hafliða- dóttir, Katrín Sigurðardóttir, Soffía Bjarnleifsdóttir, Bessi Bjarnason, Hjálmar Kjartansson, Júlíus Vífill Ing- varsson, Kristinn Hallsson og Steinþór Þráinsson. Sýningarstjóri er Guðný Helgadóttir. Söguþráður ópercttunnar er í stuttu máli þessi: Nanki-Pú, sonur Míkadósins (keisara Japans), flýr föðurhús til þess að komast hjá því að giftast skassinu Katishu, og kemur til bæjarins Titipú dulbúinn scm hljóðfæralcikari. Þarfellir hann hug til Nam-Nam, scm því miður er heitbundin forráðamanni sínum, Kó- Kó klæðskera. Fullur örvæntingar held- ur Naki-Pú á braut og gerist farand- söngvari. Þegar hann fréttir að Kó-Kó hafi veriö dæmdur til dauða hraðar Nanki-Pú sér aftur til Titipú en kemst þá að raun um að ekki einasta hefur Kó-Kó verið náðaður heldur og verið gerður að Há-yfir-böðli Titipú. Há-yfir-böðullinn hyggst ganga í það hcilaga með Nam- Nam svo Nanki-Pú finnst ráðlcgast að stytta sér aldur. Þetta fréttir Kó-Kó, sem er fallinn í ónáð hjá Míkadónum vegna ódugnaðar við aftökur, og telur hann Nanki-Pú á að gangast undir opinbera aftöku að mán- uði liðnum gegn því, að hann fái að njóta Nam-Vam þar til að því komi. Þegar allt er klappað og klárt fréttir Kó-Kó frá Pú-Kó vini sínum, sem gegnir öllum embættum í Titipú öðrum en Há-yfir- böðuls, að sá böggull fylgi skammrifi, að lögum samkvæmt skuli kona réttaðs manns fylgja honum lifandi í gröfina. Þar með fer brúðkaup Nanki-Pú í vaskinn. í þessu upplýsir Pú-Kó að Míkadóinn ásamt Katishu og hirðfólki sé á næstu grösum. í skelfingu sendir Kó-Kó þau Nam-Nam og Nanki-Pú, og er hún . reisu og scmur skýrslu þar scm segir af opinberri aftöku Nanki-Pú, og er hún vottfest af hverjum einasta embættis- manni í Títipú, þ.c. Pú-Kó. Þegar Mík- adóinn kemur upplýsist það fljótlega að Nanki-Pú er erfingi krúnunnar, og viður- lög við því að eiga þátt í dauða hans eru suða í olíu við hægan hita - og skiptir þar engu þótt glæpurinn sé framinn af gáleysi. Kó-Kó grátbiður nú Nanki-Pú, sem til allrar hamingju var ekki lagður af stað í brúðkaupsfcrðina, um að gefa sig fram. En þar sem Nanki-Pú þckkir skapsmuni Katishu þá harðneitar hann að gera það svo lcngi sem hún pipri. Kó-Kó sem á sér engrar undankomu auðið gerir hosur sínar grænar fyrir Kastishu með góðum árangri, og Nanki-Pú birtist mcð höfuðið á sínum stað. Kó-Kó tckst að klóra yfir hið falsaða dánarvottorð og allt fær góðan endi. ■ Húsið-Trúnaðarmál, ný íslensk kvikmynd, verður frumsýnd í Háskóla- bíói í dag. Það eru fyrirtækin Saga-Film og Hugmynd sem gera myndina og hafa unnið að henni s.l. eitt og hálft ár. Lcikstjóri er Egill Eðvarðsson. kvik- myndatöku annaðist Snorri Þórisson, höfundur leikmyndar er Björn Björnsson, en handritið hafa þessir gömlu samstarfsmenn úr sjónvarpinu gert í sameiningu. Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sigurðsson fara með aðalhlutverk, en auk þeirra koma við sögu fjölmargir aðrir kunnir leikarar, og eins fólk sem ekki hefur áður fengist við lciklist. Myndin er tekin í Reykjavík og Vínarborg og er 103 mínútur að lcngd í dolby-stereo. Húsið-Trúnaðarmál fjallar um ungt fólk sent flytur inn í gamalt hús í Reykjavík. Hún cr kennari í heyrnleys- ingjaskóla. en hann er tónlistarmaður. Skömmu éftir að þau koma í húsið verður stúlkan vör við eitthvað sem angrar hana en hún veit ekki hvað er. Um miðbik myndarinnar fcr sambýlis- maður hennar utan til náms og þá færast hinir dularfullu atburðir í aukana. Stúlk- an heyrir raddir og verður m.a. vör við að í húsinu eru haldnir miðilsfundir. Hún einbeitir sér að því að reyna að leysa ráðgátu hússins og kostar það mikla og spennandi leit. Lilja Þórisdóttir fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni. IJl Heimili óskast Fósturforeldrar óskast á Stór-Fteykjavíkursvæð- inu. Allar nánari upplýsingar gefur félagsráðgjafi Félagsmálastofnun Kópavogs sími 41570 ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU viðgerðir Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. ŒfroslvarU REYKJAVIKURVEGI 25 Há'fnarfirði sími 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík. Dularfulllr atburð- Ir í gömlu húsi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.