Tíminn - 13.03.1983, Síða 15

Tíminn - 13.03.1983, Síða 15
SUNNUDAGUR 13. MARS 1983 15 w® \ ívíxl' V.\^ fW 4avm 1 wÍÍL ■ Magnús Stephensen dómari í Landsyfirréttin- um og málsvari miidra refsinga. dómstólaskipaninni hér á landi. Átti Magnús mestan þátt í tillögugerð þeirra þremenninga. Þar verður Magnúsi nt.a. tíðrætt um hinn mikla rugling sem orðinn var á íslenskri refsilöggjöf, sem auk þess var mjög úr takt við tímann. Tók hann t.a.m. dæmi af Stóradómi frá 1564 og nefnir hann „óskipulegan járndóm", með allar sínar sífelldu hýðingar. Annað dæmi um þetta eru afskipti Magnúsar af rekstri fangahússins við Arnarhól. Magnús og Trampe greifi fóru utan til Kaupmannahafnar sumarið 1807 í þeim tilgangi að ná fram einhverj- um umbótum í þeim málum hjá dómsmálastjórn- ■ Bjarni Thorarensen skáld var dómari í Lands- yfirrétti og þótti strangur og óvæginn. En hafa viðhorf hans til refsinga verið dæmd of harkalega? afskipti af málum, með því að hann var óþreytandi að rita um ný lög og dóma í Klausturpóstinn, einkum til skýringa á ákvæðum laga og niður- stöðum dóma almenningi til uppfræðslu. svo hann mætti vita sem gerst hver lög væru í landinu. Viðhorf Bjarna ómakleg dæmd Flest af því sem hér er saman tekið um afskipti Magnúsar Stephensen af dómsmálum og saka- mannameðferð almennt, er vel þekkt, enda eru þetta þau mál sem skipa einna stærstan sess í æviverki þessa eljusama manns. ■ Typtunarhúsið á Arnarhóli sem tekið var í notkun 1770-71. Þar var rúm fyrir 54 venjulega sakamenn og 16 stórglæpamenn. Nú er Stjórnarráðið þar til húsa. inni. Aðalvandinn voru rekstrarerfiðleikar hegn- ingarhússins. Tillögur Magnúsar til lausnar á vandanum miðuðu að því að breytt yrði refsiá- kvæðum um hegningu fyrir öll hin smávægilegri afbrot svo föngum myndi fækka. Hafði raunar verið alið á svipuðum hugleiðingum allt frá árinu 1805. Árangurinn af afskiptum Magnúsar í þetta skipti var konungsbréfið 25. júlí 1808, um refsing- ar í sakamálum, þar sem mikil mildun refsinga átti sér stað. Útkoma konungsbréfsins hingað til lands og birting þess þótti sumum mikill viðburður. Jón Espólín sýslumaður í Skagafirði og margfrægur annálaritari var nokkuð frægur af refsigleði sinni. Eyðir hann miklu púðri á konungsbréfið: ...er tók af tukthús-dóma fyrir flest, en lagdi vid hvern einfaldan stuld, lausgángara hátt ok margl annat, smáhýdingar... Gapastokkur var ok af tekinn, sem annat er til mínkunar horfdi, hafdi hann verit vanbrúkadr stundum fyrrmeir, en þó þótti sumum, eigi alheimskum, illa, er einga minkun skyldi mega bjóda þeim, er sýndu sik í mínkunarverkum með fullum ódrengskap,...“ Bætir Espólín síðan við með nokkurri vandlæt- ingu að því er virðist: „var frumvarp þeirrar löggjafar eignat Magnúsi Stephensen.“ Fleiri mætti tína til um bein afskipti Magnúsar af sjálfri löggjöfinni og undirbúning tillagna um þau mál. En auk þessa hafði hann ýmisleg óbein Sé ég ekki ástæðu tilað tíunda þetta frekar hér enda eru öl| verk hans á þessu sviði dregin svo skýrum dráttum að skoðanir hans og röksemdir fyrir þeim leyna sér aldrei. Þessu er hins vegar á annan veg farið með Bjarna Thorarensen, en viðhorf hans á þessum málum hafa löngum farið á mis við þá umfjöllun sem þau ættu skilið, enda býr að baki skoðunum hans meiri dýpt og hugsjón en hirt hefur verið um að setja fram í þeim verkum, sem fjalla um þrætur þeirra Bjarna og Magnúsar. Hefur Bjarni löngum verið ómaklega flokkaður í refsispeki sinni. T.a.m. nefnir Þorkell Jóhannesson hann „ramman afturhaldsmann", í Sögu íslendinga VII. Björn Þórðarson eignar Bjarna endurgjaldsstefnu, „fyrri alda og aldar stefna, tyftunar- og ógnar-“, þ.e. auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Ekki hjálpar þetta þó Birni til að hemja aðdáun sína á Bjarna á öðrum stöðum, og nefnir hann „gáfaðan og glæsilegan hugsjónamann og skáld“. Hvað sem því líður þá hefur Björn eflaust gert Bjarna rangt til varðandi hugmynd hans um refsingar. Verður hér reynt að grafast fyrir sjónarmið Bjarna í þessum málum og leiðrétta ýmsan misskilning um afstöðu hans. Það verður að vísu ekki af Bjarna tekið, að hann var refsisamt yfirvald, og taldi að aga og undirgefni almúgans við yfirvöld landsins væri best borgið með því, að taka hraustlega á yfirsjónum hans og þráa við að hlýðnast lögum og reglu. Atkvæði hans í Landsyfirréttindum og þær refsingar sent hann leggur til eru ótvíræður vitnisburður um þetta. Þá gætir þess einnig oftlega, að hann hafi takmarkaðan skilning á lífsháttum alls almennings, sem hann taldi sig hafin yfir. Slíkur embættis- og yfirvaldshroki ef svo mætti kalla, verður reyndar ekki honum einum eignaður. Magnús Stephensen getur vel borið hluta af þeirri sneið, enda umhyggja hans fyrir högum alþýðu föðurleg umhyggja, en ekki vin- samlegar ábendingar til jafningja, og hafði maður- inn skömm á allri alþýðumenningu. Hinu tilfinn- ingaheita, rómantíska skáldi virðist hins vegar hafa skort það sem nytsemdarskáldið vonda Magnús átti þó til að bera, en það var samúð með bágum kjörum almúgans. Virðast manni athuga- semdir Bjarna unt fólk af lægri stéttum heldur en ekki grunfærnislegar. „Undalegt sýnist ad i Kirki- unni, sem præcipue og principaliter moralsku Félagi, skuli Skálkar vera jafngódir heidvirdum Mönnum," sagir hann í bréfi til Gríms Jónssonar 1826. Virðist vera hér á ferðinni misskilningur hjá Bjarna á 'undirstöðuatriðum kristindómsins eða fyrirlitning á fólki sem ratað hefur í hendur réttvísinnar af bágindum. Bjarni reynir reyndar ekki að leyna skoðunum sínum um þróunina í refsiréttinum: „sern öll midar mest til ad vera ei Misbrotamönnum ofhardr, en minna til ad verja borgaralegt Félag" segir hann. Þannig verður það ekki dregið í efa að Bjarni taldi fulla þörf á því að hafa refsingar nokkuð harðar og öll miskunnsemi væri til hins verra. Bjarni ekki afturhaldsmaður Það er hins vegar fjarri sanni að eigna honum afturhald og aðdáun á einhverskonar endurgjalds- kenningu gamals tíma eins og fræðimenn hafa gert. Ástæðurnar fyrir þessu virðast í fljótu bragði vcra tvær. í fyrsta lagi atkvæði hans í réttinum, og sú staðreynd að það er einatt háns hlutskipti að mæla með hörðustu refsingunni.í öðru lagi hafa afskipti hans af löggjöf á sviði refsiréttar einatt verið túlkað sem andóf gegn nýrri hugmyndum í þeim tilgangi að halda í það gamla. Skulum við fyrst víkja að hinu síðartalda, því þar er komið að kjarna þeirra röksemda sem Bjarni setti fram skoðunum sínum til stuðnings. I bréfi til Gríms Jónssonar dagsettu 14. mars 1826 segir hann: „Eg vék einhvörntíma á ad þvíngun yrdi hafa Stad í borgaralegu Félagi til oekonomiskra Betrana..." Grundvallar viðhorf Bjarna virðist samkvæmt þessu vera það, að refsingar skyldu þannig á lagðar, að til nytsemda gæti horft fyrir efnahag og efnalega velferð þjóðfélagsins. Hér er til staðar algert nytsemdar- sjónarmið um refsingar, eða cins og hann segir sjálfur í framhaldinu: „Eg œtlast til, ad þad sem þvíngad er til, sé Hlutur sem hafi vissa góda Verkun fyrir alda og óborna og ad Control sé möguleg edur ad Pvíngunin verdi framqvamd. “ Bjarni gerði sér Ijóst að flest afbrot, einkum þjófnaðarbrot, áttu rætur sínar að rekja til fátæktar og oft algerrar neyðar. Vissulega virðist vera tilgangslaust að rcfsa mjög strangt eða yfirleitt refsa fyrir slík afbrot, og höfðu menn fyrir löngu viðurkennt það. Var þessu mætt með því að svokallaður neyðarþjófnaður skyldi mcð öllu refsilaus. Bjarni setti sig upp á móti slíkri reglu með einkar athyglsiverðum rökum sem taka beinlínis mið af séríslenskum aðstæðum og segir: ...-eg veit ad íþessu Efni verdu margirá mótimér, en eg hefi reynt ad sanna af Neydar Piófnadr sem almenn Regla verkar ámóti siálfs síns Tilgangi - helzt í Islandi - þegar Fellisár uppáfalla, þá er ei ödru ad stela en Sképnum, menn hafa þá fœrri þeirra ad missa, yrdu skiólt ófœrir vid slík lögleg Rán, mœttu svo annad hvört deja úr Húngri eda fara med sama Máta sem hinn í Hernad, giörafleiri ófœra og seinarst deja allir... “ Hugsjónir Bjarna eru nátengdar þessu sjónar- miði og nánast rökrétt framhald. Þar sem stóran hluta afbrota mátti rekja til frumstæðra atvinnu- hátta og bágrar afkomu flestra þegna landsins, skyldi miða refsingar við það. Mælir hann með því að láta fanga vinna nytsamleg störf í þágu bætts efnahags og nefnir t.d. þúfnasléttun sem „mætti þvínga til að framqvæma" og bætir síðan við: „ísland hefdi ei einasta annad Utlit, heldur miklu meir Meigur ef þær olukku þúfur væru afmádar, og þad væru þær nú i hvörs Manns Túni ef Tilskipunum hefdi hlýdt verid.“ Bjarni er hér að vísa til hinna marfrægu þúfnatilskipana og bendir á að nota hefði mátt fanga til þess að framfylgja þeim. Athyglisverðar hugmyndir Bjarna um refsingar Af framansögðu ætti að vera Ijóst að Bjarni hafði ýmislegt til málanna að leggja í refsispeki sinni sem vert hefði verið að leggja eyrun við, og sýnist að hefði getað hent býsna vel hér á landi. En það var e.t.v. óhamingja hans, að einmitt á sínum bestu árum var það hans hlutskipti, að starfa með svo geðríkum og ákveðnum dugnaðarmanni sem Magnús Stephensen var, manni sem átti bágt með að una nokkrum að vera hans jafningi, ekki síst ef hann var á annarri skoðun. Hér kann að leita á sú spurning, hvort Bjarni hafi verið samkvæmur hugsjónum sínum í þessum málum, í embættisfærslu sinni, sem dómari í Landsyfirréttinum. Þess verður t.d. ekki vart að hann hafi þar reynt, að koma refsihugmyndum sínum, eins og þeim er lýst hér að framan, í framkvæmd. í því sambandi verður þó að hafa í huga aðstöðu Bjarna innan Landsyfirréttarins. Meginorka hans þar fór í að berjast gegn nýjum straumum í refsirétti, sem hann var í hjarta sínu mótfallinn, þ.e. almennt mildun refsinga og tilslökun. Hugur hans stóð til annars, enda taldi hann það leiða til enn meiri vandræða og upp- lausnar í samfélaginu í heild. Hans hugmynd var sú, að þvinganir, sem allir voru sammála um, að nauðsyn væri á, í einhverri mynd, til að viðhalda lögum og reglu, skyldu jafnframt þjóna því markmiði, að rétta við hag þjóðarheildarinnar. Þegar Bjarni stóð frammi fyrir því að velja einhverjum skálkinum refsingu, hafði hann engar lögmæltar hcimildir, að sækja í, sem þjónuðu hans hugmyndum. Magnús var að þessu leyti betur settur, að hann gat sneitt hjá lögunum í atkvæðum sínum, í trausti þess að leið hans væri í samræmi við tíðarandann og hlyti velþóknun æðri dómstóla af þeim sökum. Bjarni velur því þá leið sem lá beinast við, að reyna að mcgni að hengja sig í lagabókstafinn, þar sem þess var kostur. Og satt að segja beygir hann sig einatt undir lögin að þessu leyti og túlkar þau á þann veg sem verri er fyrir sakamanninn. Réttvísi hans kemur og fram í því að sjaldnast vill hann ganga lengra en lögin mögulega bjóða. Það cr og raunar athyglisvert að Bjarni lítur næstum á það scm skyldu sína að vera ósammála hinum dómurunum. í bréfi til Grtms Jónssonar 1819 ræðir hann um þann þráláta ríg, sem á sér stað í réttinum og segir: en þessi Rigur sem œ hefir verid millum Höfdíngia hér, er í Raun og Veru Almúgans Palladium, því kiœmi ockur öllum saman, postio - vid séum ecki allir rádvandir, þá er eckert Undanfœri fyrir Almúga móti Oréttvísi ockar, enn eins og nú stendur og stadid heflr, controllerum við hvör annann." Þannig virðist honum að nauðsyn beri til að halda uppi þeim málstað sem hann hefur fram að færa, því það sé a.m.k. sjónarmið sem sé nauðsynlegt að komi fram. Óréttvísi yfirvalda gegn þorra almúga gæti rétt eins komið fram í of mikilli tilslökun við afbrotafólk sem leitt gæti til upp- lausnar, og því sé nauðsynlegt að það sjónarmið sé ekki eitt ráðandi. Andóf gegn mildum refsingum Nokkur dæmi mætti taka um það að Bjarni fer þá leið að styðjast af öllum mætti við sálfar lagahcimildirnar cinmitt í þeim tilgangi að andæfa hinum mildari refsingum. 1822 lá fyrir að dæma niann fyrir 4. hórdóms- brot. í niðurstöðu sinni vill Bjarni styðjast við kgsbr. 25. júlí 1808, sem leggi 2 ára tughúsvist við 3. hórdómsbroti. Þar sé hins vcgar ekki getið um 4. hórdómsbrot. Stóridómur hafi áður ákveðið þyngstu refsingu fyrir 3. brot, þ.e. dauðarefsingu. Af því megi álykta að ekki sé ætlast til þes að refsingin almennt þyngist eftir 3. brot heldur sé þar um að ræða þá þyngstu fyrir slíkt brot. Af þeirri ástæðu vill hann dæma manninn til 2 ára tugthúscrfiðis, þ.e. nákvæmlega eins og lög gera ráð fyrir. Magnús dæmir manninn hins vcgar til 26 rd. sektar, eins og fyrir annað hórdómsbrot, með þcim rökstuðningi að hann hafi þegar hlotið dóm fyrir tvö fyrstu brotin. Slíkt var reyndar andstætt öllum vcnjum um aukna refsingu vegna ítrekun brota. Annað dæmi mætti nefna, sem raunar áður cr um getið, um stúlkuna sem stal saumabolta frá móður sinni. Magnúsi býður raunar við því að dæma stúlkuna, en Bjarni bendir einfaldlega á að játning stúlkunnar um leynilega töku boltans og heimildarlausa meðferð hans, liggi fyrir og því sé þetta einfaldur þjófnaður og vil láta dæma hana til 10 vandahagga refsingar, beint eftir lögum. Hér verða ekki fleiri dæmi tekin, en með athugun á dómum yfirréttarins má ráða það sem hér er vikið að. Eru röksemdir Bjarna flestar meira og minna því marki brenndar að ganga eins langt og lög mögulega heimila, með ýmiss konar skýringum á því hvað sé í gildi og hvað ekki, og hvernig beri að skilja einstök ákvæði. Hér verður hins vegar staðar numið með Bjarna Thorarensen og refsispeki hans, sem vissulega bar svip hörku og óbilgirni, en var á ýmsan hátt vel ígrunduð og studd þeim rökum, að allar fullyrð- ingar um afturhald og endurgjaldsstefnu verða mun hæpnari ef að er hugað. Helstu heimildir: Bjarni Þórðarson: Landsyfirdómurinn 1800-1919 R.1947 Dómar Landsyfirréttar i útgáfu sögufélagsins Bjarni Thorarensen: Bréf.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.