Tíminn - 13.03.1983, Page 26

Tíminn - 13.03.1983, Page 26
■ „Ef cg sest niður til að horfa á sjónvarpið prjóna ég oft á meðan“. Sigríður saumar Iíka fötin hans Hrafnkels og mun ekki af vcita að drvgja tek jurnar. „Ég hef lengst af búið með vinkonu minni, Maríu Gísladóttur en hún er nú nýfarin til Danmerkur, til að skrifa BA-ritgerð og gæta barna systur sinnar sem var svo heppin að fá vinnu. Við María kynntumst í öldungadeildinni og fluttum saman árið 1977. Síðan þá, höfum við oftast búið saman, bæði hér heima og cinnig í Svíþjóð þar sem við| vorum cinn vetur við nám í heimspeki. Síðan höfum við fengið ýmsa vini okkar í lið með okkur. Til þess að svona sambýli gangi þarf maður helst að þekkja fólkið nokkuð vel áður og vera búin að gera sér grein fyrir því hvort maður telji sig yfirleitt geta búið með viðkomandi einstaklingum. Það hafa t.d. oft verið strákar í sambúðinni en þcir eru ein- hvern veginn miklu brokkgengari og því hafa þeir frekar vcrið einskonar auka- meðlimir. Vinkvennasamböndin blíva aftur. á móti, það er ævinlega miklu jafnari skipting allra heimilisstarfa þegar stelpur búa saman og allt öðru vísi samband, jafnvel þó að ákveðnar reglur gildi um það hvenær hver og einn kaupi inn, eldi, geri hreint og þess háttar. Konur eiga bara miklu meira sameigin- legt - þá erum við komnar að reynslu- heiminum,“ segir Sigríður og brosir, „ - en við berum miklu jafnari ábyrgð á innkaupum, hreingerningum og öðru, án þess að það þurfi að ræða neitt sérstaklega." - Hvernig hefur ykkur gengið að fá húsnæði? „Það hefur nú gengið vægast sagt erfiðlega, og við höfum talið okkur heppnar þegar við höfum fengið íbúð fyrir heilan vetur. Ég hef búið á óteljandi stöðum og sum árin hef ég flutt þrisvar sinnum.'Reyndar er ég orðin svo þreytt á húsnæðishraki og flækingi að ég sé ekki fram á annað en að ég veröi að neita mér um framhaldsnám og fara þess.í stað að vinna til að geta kcypt mér íbúð. Ég verð að minnnsta.kosti að vera búin að fá eitthvert fast aðsetur þegar barnið kemst á skólaskyldualdur." Svívirðilega há húsaleiga „En fyrir utan óöryggi þeirra sem leigja \ og svívirðilega háa leigu eru yfirleitt mjög miklir annmarkar á þeim íbúðum sem eru leigðar út. Ég hef yfirleitt búið í eldra húsnæði, nálægt miðbænum, og því hefur yfirleitt verið mjög illa við haldið. Síðan er yfirleitt hægt að segja manni upp með sama og engum fyrirvara og samningar eru oftast mjög loðnir, ef þeir eru þá einhverjir. Ég bjó til dæmis einu sinni í húsi nokkru ofarlega á Skólavörðustíg sem var hita- og vatnslaust megnið af vetrin- um. Þarna var ekkert bað og engin eldavél, heldur lausar plötur og ofn undir. Það var svo kalt þarna að við urðum stundum að loka eldhúsdyrununt, kvcikja á ofninum og opna hann til þess að halda á okkur hita. Það þýddi náttúr- lega ekkert að kvarta, og við máttum borga fyrir þctta okurleigu. Síðan var okkur sagt upp mcð eins mánaðar fyrir- vara. Þetta ófremdarástand er fyrst og fremst húsnæðismálastefnu yfirvalda að kenna, hún miðar eingöngu að því að fólk kaupi sér sínar eigin íbúðir. Síðan leigja nokkrir einkaeigendur út íbúðir til að hagnast á því. í Svíþjóð eru það hins vegar fyrirtæki sem leigja út íbúðir og þó leigan sé há er hún ekki hærri en hér. Og það sem skiptir mestu máli er það að maður er öruggur um að verða ekki sagt upp, nema hreinlega að maður geri eitthvað af sér. Þar ríkja líka lög um viðhald leiguíbúða þannig að þær eru í góðu standi. Þar er sem sagt hægt að leigja en það gerir efiginn hér með glöðu geði. Það er farið að fara hræðilega í taugarnar á mér að vera svona á faralds- fæti. Maður fær íbúðir einungis til skainms tíma og síðan leysast sambýlin upp vegna þess að tnaður fær ekki nógu stóra íbúð eða af einhverjum öðrum ástæðum. Slíkt fyrirkomulag verður einnig mjög dýrt, því að maður þarf ýmist að vera að kaupa nýja búslóð eða selja þá gömlu - og að sjálfsögðu með tapi. Þannig stend- ur maður kannski eftir ísskápslaus vegna þess að sá sem átti ísskápinn tekur hann náttúrlega með sér. Þá kaupir maður ísskáp en síðan situr maður ef til vill uppi með tvo ísskápa í þar næsta sambýli. Og ( eins ef engir fataskápar eru í íbúð, þá kaupir maður skáp, og situr svo uppi með algjöran óþarfa ef innbyggðir skáp- ar eru í næstu íbúð.“ Hugleiddi fóstureyðingu - Hvernig er að vera með barn í svona sambýli? „Það hefur bjargað mér mjög mikið, sérstaklega til að byrja með. Ég átti Hrafnkel í ágúst 1981 að vel athuguðu , máli, þó að hann sé algjört slysabam. Ég ihuglciddi þann möguleika að fara í fóstureyðingu, enda finnst mér fóstur- eyðingar vera sjálfsagt mál. Ef banna ætti fóstureyðingar væri allt eins hægt að banna getnaðarvarnir, því að hlutverk þeirra er að koma í veg fyrir frjógvun eða m.ö.o. að líf kvikni, - ef maður á þá ekki að telja það kviknað áður eða er sæði ekki lifandi? Égerþeirrarskoðunar að konur eigi sjálfar að hafa ákvörðunar- rétt yfir líkama sínum og reyndar öllu lífi sínu, það er hægt að gera margt annað við líf sitt en ala upp börn. Barnauppeldi fer heldur alls ekki saman við ýmsa hluti, maður er ekki eins frjáls þegar maður er með börn í sinni umsjá og maður verður að neita sér um margt, því er ekki að neita. Ég fór fyrst fram á að tekið yrði legvatnspróf vegna þess að ég vissi að ég yrði miklu bundnari ef eitthvað yrði að barninu. Það fékk ég hins vegar ekki vegna þess að ég var ekki orðin 35 ára og ekki var vitað um neina krankleika í ættinni. Þess í stað fékk ég að fara í sónar og að því loknu var mér tjáð að engin ástæða væri til að óttast að eitthvað | væri að. Ég hafði hugsað mér að eignast ■ Hingað til hafa gestgjafar okkar Helgar-Tímafólks búið í kjarnafjölskyldum enda er sú fjölskyldugerð ríkjandi á íslandi í dag. Og reyndar halda sumir fræðimenn því fram að kjarnafjölskyldan hafi ævinlega verið algengust fjölskyldu- gerða á íslandi, hér hafi flestir bændur hokrað ásamt konu og krökkum á misjafnlega hrjóstrugum kotjörðum vítt og breytt um Iandið. Kallar eins og Snorri Sturluson, sem bjó stórbúi, orti á bókfell og skellti sér í laugina um helgar, voru víst fáséðir fuglar og gagnar lítt að teygja lýsingar þeirra á hýbýlum og heimilishaldi lagsbræðra sinna yfir alla alþýðu manna. Rétt eins og vafasamt verður að teljast að bera heimilishald og tómstundalíf þeirra sem hafa þetta í kringum áttaþúsund krónur í mánaðariaun saman við lifnaðarhætti þeirra sem fengu sömu upphæð í kauphækkun núna um mánaðamótin. Það mætti halda að maður væri að tala um mismunandi tegundir, en mælikvarðar náttúruvísindanna láta ekki að sér hæða. Svo við snúum okkur aftur að fjölskyldunni, þá eru alltaf einhverjir sem ekki kjösa, nú eða eiga ekki kost á, að búa í kjarnaijölskyldu. Þá reyna margir að stofna til sambýlis á einhverjum öðrum forsendum en kjarnafjölskyldan grundvall- ast á, þó það sé nokkuð erfltt hér á landi vegna þess aðallcga að húsnæðispólitíkin beinist í þá átt að byggja íbúðir utan um kjarnafjölskyldur sem síðan geta unnið að því það sem eftir er ævinnar að greiða þær niður. Enn aðrir kjósa síðan eða neyðast til að búa aleinir í kjallara- eða kvistherbergjum og nærast á jógúrti í öll mál af einu saman aðstöðuleysinu. Óhjákvæmilega verða alltaf einhverjir pínulítið útundan í samfélagi sem byggir öll sín lögmál á meðal-jóninum - og gleymir meira að segja oftast gunnu. Sem sagt: þessa helgina heimsækjum við Sigríði Björnsdóttur sem oftast hefur búið í samfélagi við nokkra vini sína frá því er hún yfirgaf foreldrahús. Sigríður er nemandi í félagsfræði við Háskóla íslands, en áður en hún hóf nám var hún farandverka- kona, kokkur á sjó, húsamálari o.fl. Auk þess er hún mamma hans Hrafnkels, sem er eins-og-hálfs árs. í heimsókn hjá Sigríði Björnsdóttur félagsfræði- nema, sem er einstæð móðir, og syni hennar Hrafnkatli: ■ „Eftii hakanum barn einhvern tíma svo ég lét slag ■standa.“ - Ráðfærðirðu þig eitthvaö við föður- inn? „Faðirinn ,var eindregið samþykkur því að ég færi í fóstureyðingu, en mitt var að ákveða. Það stóð heldur ekki til að framhald yrði á okkar sambandi svo að þetta var einvörðungu mín ákvörðun. Satt að segja hélt ég að þetta væri imiklu minna mál en það er, éggerði mér| alls ekki neina grein fyrir því hversu mikill baggi börn eru á uppalanda sínum,, þvt það eru þau óneitanlega. Annars held ég að Hrafnkell hafi verið óvenju erfitt barn, hann var gjörsamlega óþol- j andi fyrsta árið. Það stafaði af því aðl hann var veikur í maganum, enda var jhann alltaf ælandi og sofnaði ekki fyrr en klukkan þrjú á nóttunni. Hann var þó ekkert einsdæmi, mörg ungbörn eru magaveik. En hann var sem sé organdi: frá klukkan 9 á kvöldin til þrjú, lagði sig kannski á milli klukkan tíu og ellefu og tók síðan tvíefldur við eftir dúrinn.“ íHjáipsamt sambýlisfólk - Hvernig gekk þér að sinna náminu? „Ég tók fullt „pensúm“ þennan vetur þrátt fyrir allt, en það var ofboðslega 'mikið að gera og ég átti aldrei frí. Þá bjargaði sambýlisfólkið mér alveg, ég gat farið að heiman fyrir próf og þegar ég var að skrifa ritgerðir, og verið uppi á lesstofu í Háskólanum frá svona sex til ellefu á kvöldin og sambýlisfólkið pass- aði. Hrafnkell var mánaðargamall þegar skólinn byrjaði um haustið og þá miðuð- um við þrjár vinkonurnar, ég, María bg Guðrún systir hennar sem býr hér núna, stundatöflur okkar saman, til þess að 1 alltaf væri einhver okkar heima hjá Hrafnkatli. Þannig gekk þetta til í einn og hálfan mánuð og reddaði mér alveg, því að ég var ekki búin að fá neina dagmömmu. Það er nefnilega leitun að dagmömmu sem tekur svo ung börn, en ég var mjög heppin.“ - Hvernig hcldurðu að hefði gengið cf þú hefðir búið ein með barnið? „Ég hefði nú ekki hætt, en ég hefði örugglega ekki getað tekið eins mikið og því hefði námi mínu seinkað töluvert." - Tekur sambýlisfólkið því sem sjálf- sögðum hlut að vera þannig eiginlega þátttakendur í umsjá barnsins? „Já, mér finnst þau hafi gert það, sérstaklega hefur María verið einstök með hjálpsemina. Við erum líka mjög nánar vinkonur og vitum hvað hvorri annarri líður, án þess að um það þurfi að hafa mörg orð. Hún hefur oft ýtt mér út úr dyrunum og sagt sísona: uGóða komdu þér á bíó eða eitthvað, ég skal passa.“ Það er ómetanlegt að fá slíka aðstoð, en þetta hefur verið miklu meiri fyrirhöfn en mig óraði fyrir. En nú er Hrafnkell orðinn eins og hálfs árs og miklu auðveldari viðfangs." - Hvernig gengur núna að samræma móðurhlutverk og nám? „Einn af kostunum við það að vera einstæð móðir og að auki í námi er hversu auðvelt er að fá inni á bamaheim- ili. En síðan geta gallar á kerfinu komið aftan að manni. Þannig eru t.d. ■ sum námskeiðin í Háskólanum einungis í boði á milli klukkan fimm og sjö, en barnaheimilið lokar klukkan fimm. Það er heldur ekki litið hýru auga að bömin séu lengur en til fjögur, enda er það ekki æskilegt því þau eru þá orðin þreytt sem vonlegt er. Þannig hefur maður ekki

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.