Tíminn - 22.03.1983, Qupperneq 1

Tíminn - 22.03.1983, Qupperneq 1
Allt um íþróttir helgarinnar — bls. 9 til 12 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Þriðjudagur 22. mars 1983 67. tölublað - 67. árgangur Forsætisrádherra ræðir efnahagsráðstafanir: VILL HANN NtÐUR- FÆRSLULEIÐINA? „Athyglisverð en vandfarin leid,” segir Steingrfmur Hermannsson „Forsætisráðhcrra boðaði okkur Svavar til fundar í dag til þess að ræða hugsanlegar að- gerðir í efnahagsmálum og hann gerði grein fyrir þeim hugmynd- um sem hann hefur verið með í þessu sambandi,“ sagði Stein- grímur Hermannsson, sjávarút- vegsráðherra, er Tíminn spurði hann í gær hvort einhverjar efna- hagsráðstafanir hefðu veríð á- kveðnar á fundi forsætisráðherra með honum og Svavarí Gestssyni í gær. Steingrímur var spurður hvort hugmyndir forsætisráðherra hefðu einkum verið í þá veru að grípa til niðurfærslna og neitaði Steingrímur því ekki en sagðist ekki vilja tjá sig um hugmyndirn- ar í smáatriðum, enda hefði þetta aðeins verið fyrsti fundur- inn um hugsanlegar ráðstafanir. Niðurfærsluleið er fólgin í því að lækka laun, verðlag almennt, fiskverð, búvöruverð o.fl. um ákveðinn hundraðshluta og sagði Steingrímur í samtali við Tím- ann að hann hefði lengi talið þessa leið áhugaverða, en þó væri hún vandfarin. „Eini munurinn á niðurfærsluleið og niðurtaln- ingu er sá,“ sagði Steingrímur, „að með niðurfærslu leyfir mað- ur verðlagi og launum að hækka, eins og vísitala kveður á um, en færir svo niður um ákveðna prós- entutölu, en með niðurtalning- unni eru hækkanirnar ekki leyfð- ar þannig að þessar leiðir eru ákaflega svipaðar. Ein af ástæð- unum fyrir því að við völdum niðurtalninguna á sínum tíma, var sú að við óttuðumst að niður- færslunni fylgdu ýmsir erfiðleik- ar, eins og t.d. þeir hvernig lækka ætti vöruverð sem nýlega ■ Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir heimsótti Rangárþing s.l. sunnudag. Þrátt fyrir kalsaveður tókst heimsóknin vel og lauk forsetinn miklu lofsorði á móttökur gestgjafa sinna. Hér hefur smávaxinn Rangæingur afhent forsetanum blómvönd. Sjá nánar bls. 5. Tímamynd Bjami Jóhannsson Dómsmálaráðuneytið um rallmálid: BIÐUR UM UMSAGNIR OG VIÐ- HORF ALLRA SEM MÁUÐ VARDAR — ekki endanleg neitun til keppnishaldaranna Tafir á pappírssend- ingu ■ Vegna tafa á pappírssend- ingu til prentsmiðju er blaðið aðeins 20 síður í dag í stað 24 síðna eins og vanalega. Biðjum við lesendur að virða þetta til betri vegar. ■ Dómsmálaráðuneytið hefur skrifað Landsambandi aksturs- íþróttafélaga bréf þar sem segir að „það telji á þessu stigi eigi efni til að heimila" hina fyrir- huguðu rallkeppni á hálendi ís- lands í sumar. Ráðuneytið telur að keppnin ef heimiluð verður „yrði stærri í sniðum en keppnir til þessa að því er varðar daga- fjölda, fjölda sérleiða og fjölda keppenda.“ Segir ennfremur í bréfinu að keppnin sé fyrirhuguð um viðkvæm gróðurlönd sem hlífa beri af náttúruverridarsjón- armiðum. Síðan segir í bréfinu að áður en til þess komi að ráðuneytið taki endanlega af- stöðu til umsóknar um rallhald- ið telji það nauðsynlegt að fyrir liggi að hlutaðeigandi lögreglu- stjórar samþykki að keppnin fari fram að fullnægðum ýmsum skil- yrðum sem talin eru upp í bréfinu. Að sögn Ólafs Walters Stef- ánssonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu er hér ekki verið að leggja bann við rallinu, heldur er verið að fá umsagnir allra þeirra sem málið varðar, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. - JGK FER EKKI FRAM hefði hækkað - hvernig ætti að koma á eftirliti með slíku, o.fl.“ „Aðalatriðið er,“ sagði Stein- grímur, „að við erum að ræða það hvort þessi ríkisstjórn geti gert eitthvað til þess að lægja þá verðbólguöldu sem nú gengur yfir.“ Ráðherrarnir þrír munu ræða þessi mál frekar á fundi í dag og á ríkisstjórnarfundi í dag, mun Steingrímur Hermannsson leggja fram tillögu að bráðabirgða- lögum um aðstoð við fyrirtæki í sjávarútvegi. - AB ■ „Aðundanförnuhefurmér borist mikill fjöldi áskorana um framboð við næstu alþing- iskosningar í Rcykjavik. Eg met mjög mikils þessaf ótví- ræðu yfirlýsingar um traust, vinsemd og stuðning og þakka þeim þúsundum, sem að þeim standa. Að vandlega athuguðu máli hef ég samt ákveðið að verða ekki í kjöri við kosning- arnar 23. apríl.“ Svohljóðandi er yfirlýsing dr. Gunnars Thor* oddsen, forsætisráðherra um framboðsmál sín, en alþjóð hefur nú um nokkurt steið beðið þess með óþreyju að fá vitneskju um hvort forsætis- ráðherra myndi fara í framboð eða ekki. Hópur stuðningsmanna dr. Gunnars Thoroddsen hefur nú um skeið safnað undirskrift- um til þess að skora á ráðherr- ann, og er hann hafði kynnt þeim ákvörðun sína í fyrradag, héldu þeir með sér fund, þar sem þeir samþykktu yfirlýsingu þar sem flokksforysta Sjálf- stæðisflokksins er harðlega gagnrýnd fyrir einstrengingsleg vinnubrögð sem stefni að auknu flokksræði og stefni þar með fylgi Sjálfstæðisflokksins í voða. í niðurlagi yfirlýsingar- innar segir: „Nú hefur dr. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi kosning- um, og höfum við því ákveðið að bíða átekta, en fylgjast vel með framvindu má!a.“ Undir yfirlýsinguna rita þeir Bene- dikt Bogason, Sveinn Björns- son og Gunnar Bachmann. Ekki tókst í gær að ná sambandi við forsætisráðherra og spyrja hann um ástæður þessarar ákvörðunar. — AB Steingrímur Hermannsson: „Hefur áhrif á kosn- 99 gerði við Sjálfstæðisflokkinn í sjónvarpsumræðum frá Al- þingi, og Ijóst af því að hann hefur orðið fyrir ákaflega mikl- um vonbrigðum með þróunina í þessum flokki sem hann um ntargra áratuga skcið hefur ekki bara stutt, heldur leitt," sagði Steingrímur, „og þetta uppgjör hlýtur að verða mörg- um sem fylgt hafa flokknum að máli, unthugsunarefni. Til dæmis þeim, sem af ýmsum ástæðum aðhylltust sjálfstæðis- stefnuna í anda Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Þarna talaði maður sem gerst má þekkja innviði flokksins og þær breytingar sem þar hafa orðið. Sérstaklega fmnst mér umhugsunarverð orð hans, um fráhvarf forystu flokksins frá stcfnunni um fulla atvinnu." Steingrímur sagði jafnframt: ■„Ég fagna hins vegar góðu samstarfi við Gunnar Thor- oddsen þessi rúm þrjú ár, og ég hef margs góðs að minnast frá þessumárum.“ — AB ■ „Ég hélt af ýmsum ástæð- um að Gunnar Thoroddsen ætlaði fram, m.a. vegna þess að ég vissi að í undirbúningi voru efnahagsráðstafanir,“ sagði Steingrímur Hermanns- son formaður Framsóknar- flokksins, þegar Tíminn spurði hann álits á þeirri ákvörðun dr. Gunnars Thoroddsen að vera ekki í framboði í komandi kosningum. „Þcssi ákvörðun forsætisráð- herra hefur að sjálfsögðu veru- leg áhrif á kosningabaráttuna. Mér finnst alveg ljóst að ríkis- stjórn sú sem nú situr hljóti að segja af sér strax að loknum kosningum. Út af fyrir sig skil ég mjög vel þessa ákvörðun forsætisráðherra, sem hefur nú staðið t eldltnunni í áratugi og hlýtur að vera farinn að hugsa til að tívfla sig á stjórn- málunum og að sinna öðrum hugðarefnum,“ sagði Stein- grímur. „Mér finnst ákaflega athygl- isvert það uppgjör sem hann Olafur Jóhannesson: „Það er eftir- sjá að honum” ■ „Það er náttúrlega sjónar- sviptir að því, þcgar slíkir menn eins og Gunnar Thor- oddsen hverfa af þingi,“ sagði Ólafur Jóhannesson, utanrík- isráðherra, er Tíminn innti hann álits í gær á þeirri ákvörð- un dr. Gunnars Thoroddsen að bjóða sig ekki fram til næstu alþingiskosninga. „Gunnar Thoroddsen á að baki einn lengsta þingmanns- feril og hefur mjög sett svip sinn á þingið á þeim tíma sem hann hefur verið þar,“ sagði utanríkisráðherra jafnframt, „og verið þar í fremstu röð um langt skeið. Gunnar Thor- oddsen er einn margreyndasti stjórnmálamaður og fáir munu efast um gáfur hans og hæfi- lcika. Það er eftirsjá að honum, en einhvern tíma verða allir að setja punktinn.“ — AB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.