Tíminn - 22.03.1983, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1983
Torfi Þorkell Guðbrandsson
skólastjóri, Finnbogastöðum — sextugur
■ í dag, 22. mars, er Torfi Guðbrands-
son skólastjóri á Finnbogastöðum í
Árnesheppi sextugur. - Á þeim tíma-
mótum í ævi hans langar mig að senda
honum nokkur orð með þakklæti og
árnaðaróskum og veit að fleiri mundu
vilja það sama gera, því maðurinn er af
mörgum þekktur og einungis að góðu.
Torfi er fæddur að Heydalsá í Stein-
grímsfirði. Þar bjuggu foreldrar hans
rausnar og myndarbúi. Þau voru, Guð-
brandur Björnsson frá Smáhömrum í
sömu sveit og Ragnheiður Guðmunds-
dóttir frá Ófeigsfirði. Torfi er afkomandi
merkra afreksmanna og dugnaðarforka
í báðar ættir. Hann er ósvikinn Stranda-
maður að uppruna, enda kippir honum
í kyn ti! þeirra um flest. Guðbrandur
faðir hans var orðlagður áhuga- og
afkastamaður til allra verka á sjó og
landi, og móðir hans, Ragnheiður ein-
stök ágætiskona og móðir og unni Torfi
henni mikið. - Föðurfaðir hans, Björn á
Smáhömrum, var búhöldur og hrepp-
stjóri í sinni sveit, og móðurfaðir hans,
Guðmundur Pétursson, óðalsbóndi,
hákarlaformaður og kaupfélagsstjóri og
forustumaður um öll framfaramál sinnar
sveitar. Báðir voru þeir sæmdir riddara-
krossi Fálkaorðunnar fyrir störf sín. -
Og þegar lengra er rakin ætt hans kemur
hún fljótt saman við Ásgeir Einarsson á
Kollafjarðarnesi og síðar á Þingeyrum,
alþingismann Strandamanna, með
meiru.
Af því, sem hér hefur stuttlega verið
rakið, sést að kappgirni og dugnaður eru
ríkir eðlisþættir í fari forfeðra hans. Þeir
eru líka sterkir í eðlisfari Torfa og er
ekki öllum hent að fylgja honum eftir,
svo vel sé, þegar hugur hans beinist að
ákveðnum verkefnum. Oft hefur mér
fundist honum svipa einna helst til
Ásgeirs á Þingeyrum. Hefur mér líka oft
fundist að Torfi hefði einna mestar
mætur á honum af fjarskyldum ættingj-
um sínum. Hefur hann kynnt sér störf
þessa frænda síns vel og haldið ýmsu til
haga þar um, og gjarnt er Torfa að vitna
til hans um dugnað og forsjá. Sýnir það
aðdáun hans á þessum frænda sínum.
Einnig verður honum 'oft hugsað til
langafa síns, Ásgeirs Sigurðssonar á
Heydalsá, fyrir óeigingirni og fórnar-
lund, sem hann átti í ríkum mæli, og
kunnast er af því er hann gaf land í túni
sínu undir fyrsta héraðsskólann í sveit,
á íslandi, Heydalsárskólann, og hjó með
því á þann hnút, sem staðið hafði í vegi
fyrir því hugsjónamáli Strandamanna.
Þar er annar snar þáttur í eðli Torfa, það
hafa margir reynt.
Þau Guðbrandur og Ragnheiður eign-
uðust 10 börn, 6 syni og 4 dætur. Tveir
synir þeirra bú nú á Heydalsá. - Þegar
Torfi var barn að aldri heimsótti hinn
válegi gestur, berklaveikin, heimili hans.
Hún var á þeim árum örlagavaldur
margs ungs fólks og olli mörgum bæklun
og aldurtila. Fjögur systkinanna á Hey-
dalsá veiktust og báru sum þeirra þess
aldrei bætur. Kom þessi vágestur einna
harðgst niður á Torfa. Hann var aðeins
þriggja ára þegar hann varð að fara að
heiman og leggjast inn á Sjúkrahús
Isafjarðar. Þar varð hann að liggja í
gifsi í þrjú ár í von um að unnt væri að
bjarga baki hans. Eftir þá löngu legu
kost hann um tíma á ról, en fleira var
veikt fyrir en bakið. Við smávegis hnjask
brotnaði mjaðmarliður hans upp. Þar
höfðu berklarriir einnig verið að verki.
Og önnur tvö til þrjú ár varð hann enn
að liggja á sama sjúkrahúsi í gifsi í von
um að einhverju yrði bjargað. Loks
komst hann aftur á ról, markaður þess-
um sjúkdómi. Neðrihluti baksins var
bæklaður og annar fóturinn mun styttri
og nær ónýtur. - Það segir sig sjálft hve
hörð raun það hefur verið andlega
heilbrigðu og tápmiklu barni að ganga
gegnum. að þurfa að liggja 5 - 6 ár
rúmfast, geta ekki hreyft sig úr stað og
sjá næsta umhverfi sitt aðeins í spegil-
mynd gegnum glugga yfir rúmi sínu. Það
þarf sterka sál til að komast óbrotinn úr
slíkri raun, það tókst honum en mikil
þrekraun hefur það verið. Þó þessi og
þó lengri þrautatími hans berist í tal hefi
ég aldrei heyrt hann mæla æðruorð um
það. Aðspurður segir hann aðeins:
„Ójú, erfitt var það“. - Þegar honum
loks auðnaðist að komast heim töldu
foreldrar hans hann úr Helju heimtan.
Eftir þessi áföll var sýnt að við venjulega
vinnu og líkamlegt erfiði gæti hann ekki
valið sér lífsstarf, því þyrfti að sækja á
önnur mið. Þegar hann hafði aldur til fór
hann til náms í Reykjaskóla. Að því
námi loknu var hann barnakennari í
hreppunum innan Steingrímsfjarðar og
kenndi þar nokkra vetur. Féll honum
kennslan vel og þeim ekki síður sem
nutu kennslu hans. En farkennslan var
aldrei eftirsóknarverð til frambúðar og
allra síst hæfði hún honum eins og ástatt
var fyrir honum.
Því var enn lagt út á námsbrautina, farið
í Gagnfræðaskóla ísafjarðar og síðan í
Kennaraskólann í Reykjavík þar sem
hann lauk námi með ágætum og kennara
réttindum. Að því loknu kenndi hann
einn vetur í Hafnarfirði og annan í
Reykjavtk. Fór honum kennsla vel úr
hendi og stóðu honum ýmsir vegir opnir
á þeirri braut. - Á þessum árum
gekk hann undir læknisaðgerð. Var
fótur hans brotinn upp og lagfærður svo
að síðan hefur hann á báðum fótum
gengið með sérstökum útbúnaði. Varð
það honum mikil bót frá því sem verið
hafði og gert honum fært að gera margt,
sem annars hefði verið
honum ófært. - Á sumrin var hann, á
þessum árum, heima og vann flest verk
sem fyrir komu. Eftir að tveir elstu
bræður hans fórust stóð hann fyrir búi
móður sinnar með yngri bræðrum sínum
af miklum dugnaði.
Sumarið 1955 vantaði skólastjóra að
Barnaskóla Árneshrepps á Finnboga-
stöðum. Um þá stöðu sótti Torfi og fékk
hana. Ekki hugsaði hann sér að vera hér
til langframa, heldur aðeins að vera hér
þennan eina vetur til tilbreytingar og
að kynnast móðurfólki sínu og öðrum
ættingjum, sem hann hafði ekki átt kost
á að kynnast nema af frásögnum móður
sinnar. En margt fer öðruvísi en ætlað
er. Þessi eins vetrar dvöl hefur nú lengst
upp í að vera rúmlega 28 ár. Hér fann
hann lífsförunaut sinn og eiginkonu,
Aðalbjörgu Albertsdóttur frá Bæ, sem
hefur verið honum styrk stoð. Þau eiga
6 mannvænleg börn, 5 syni og eina
dóttur, sem öllum kippir í kyn sitt með
dugnað og mannkosti. Sum þeirra hafa
þegar stofnað eigin heimili, en þau
yngstu enn í skóla. Elsti sonurinn, Björn
er sestur að búi á Melum, ættaróðali
móðurfrænda föður síns. Hefur hann
staðið í örri uppbyggingu á óðalinu og
lætur hvergi deigan síga. Það er Torfa
mjög að skapi og þar hefur hann átt
mörg og góð handtök hin síðustu árin.
Það var okkur Árneshreppsbúum
mikið lán að fá Torfa hingað til þessa
þýðingarmikla starfs og að svo fór um
framvindu veru hans, sem raun er á
orðin, og má segja að forsjónin hafi
verið okkur þar vilholl. Slíkur maður
sem hann er vandfundinn. Hann sam-
lagaðist fljótt fólkinu hér og hefur lifað
sig inn í líf þess og störf eins og hann væri
hér borinn og barnfæddur.Hann hefur
gengt skólastjórn og kennslu við alrhenn-
ar vinsældir nemenda sinna og aðstand-
enda þeirra. Hann er drengskaparmað-
ur, sem lætur gott af sér leiða hvar sem
hann má því viðkoma, orðvar og grand-
var í öllum greinum, sannur mannbóta-
maður^hjartahlýr. Hann er stórgreindur
eins og hann á kyn til og áhugamaður um
allt sem til umbóta horfir, vinnuáhugi
hans, þar sem hann gengur að starfi, er
svo mikil! að fáir komast þar til jafns við
hann þó heilir séu, og afköst hans
einstök. - Hann hefur unnið ómetanlegt
starf í fræðslu og uppeldismálum þeirra
barna, sem undir höndum hans hafa
verið. Hann sáir góðu sæði í þann akur,
sem honum hefur verið fenginn til um-
sjár og ræktunar og það er gott að vita
börn sín undir umsjá hans. Hann er
mikill félagshyggjumaður og hefur að
miklu leyti haft forgöngu um félagslíf í
sveitinni frá því hann kom hingað og er
sérlega laginn að finna smugur fyrir
skyndisamkomur til ánægju og uppbygg-
ingar þegar möguleikar hafa opnast til
þess, á dimmum haust og vetrardögum.
Torfi er með afbrigðum greiðvikinn
og ávallt reiðubúinn til hjálpar þar sem
hjálpar er þörf. Þess hefi ég mörgum
sinnum notið og er ekki einn um það.
Svo sem að líkum lætur um mann með
skaphöfn hans hefur hann skipað sér í
sveit með Framsóknarflokknum. Um-
bóta- félagshyggju- og mannbótastefna
þess flokks fellur vel að lífsskoðun hans
og skapgerð, þar sem samvinnan er
grunntónn og hyrningarsteinn mann-
legra samskipta. Hann hefur haldið
Framsóknarfélagi hreppsins betur vak-
andi en nokkur annar og er ávallt reiðu-
búinn til liðveislu.
Þau hjónin eru gestrisin og góð heim
að sækja. Margir leggja leið sína í
Skólann til að njóta gestrisni þeirra og
viðræðna. Allt ónytju tal er Torfa fjarri
skapi, en íhugul umræða um málefni
líðandi stundar og framtíðarhorfur ræðir
hann af hófsemi og áhuga. - Allt frá því
að vegasamband komst á hingað norður
og ferðamannastraumur beindist
hingað, hefur verið haldið opnu gistirými
fyrir ferðalanga í Skólanum undir umsjá
þeirra hjóna. Þetta hefur fjöldi manna
notfært sér og jafnframt notið greiða-
semi og fyrirgreiðslu þeirra. Fyrir það
hafa þau hlotið vináttu og þökk fjöl-
margra manna víðsvegar af landinu.
Veit ég að margir þeirra mundu vilja
senda þeim hlýjar kveðjur á þessum
afmælisdegi Torfa. - Ég legg leið míná
oft til Torfa og Aðalbjargar frænku
minnar. Þangað er gott að koma, að
finna handtak Torfa hlýtt og traust,
finna vinarþel þeirra og barna þeirra og
eiga viðræður um ýms málefni, sem í
hugann koma og á dagskrá eru hverju
sinni. Hér hefur verið stiklað á stóru um
helstu æviatriði Torfa og verksvið hans
fram að þessu. Margt er ósagt og verður
ekki rakið að sinni. Á þessum afmælisdegi
Torfa færi ég honum kærar þakkir
mínar, fjölskyldu minnar, annarra ná-
granna og sveitunga fyrir öll störf hans í
okkar þágu og þeirrar vinsemdar, sem
kynnin við hann hafa skapað. Það er
ómetanlegt að hafa notið návistar slíks
drengskaparmanns og hollvinar. Það
verður aldrei þakkað svo sem vert væri.
Sú er bótin í því máli, að með því hefur
hann safnað í þann sjóð, sem mölur og
ryð fá ekki grandað. - Ég óska honum
og fjölskyldu hans góðs gengis um ókom-
in ár - og Guðs blessunar.
Lifðu heill góði vinur.
Guðmundur P. Valgeirsson.
*X$8S"-
_ K.
rd norðanvörum-
agn°s*á ísss%s rr
--—rrr:
■jj*
iur: , nil<;oatískuVÖlVrÚrUl1
. ********* ,jö]d jjuxnae®! kjóie®1 °8
jtar, aJaœ“ , rríatverði
gullaríePPiagJ
öbandog loP1
^ámaJtorÍí0^
rðii iiá Hlemmtorgi-
★1 m m mji USi ii fÁ
sambandsverksmiðjanna a akureyri