Tíminn - 22.03.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.03.1983, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Markviss vegaáætlun ■ Morgunblaðið kvartar yfir því s.l. laugardag að vegamál sitji á hakanum, lítið sé gert og enn minna áætlað - og að alltof litlu sé eytt til vegagerðar. Vísað er til tillagna Sjálfstæðisflokksins um 12 ára vegaáætlun og talinn mikill skaði að hún hefur ekki náð fram að ganga. En sannleikurinn er sá að vel hefur verið unnið að vegamálum, og áætlanir liggja fyrir um enn meiri fram- kvæmdir á næstu árum. Aldrei hefur verið lagt eins mikið af bundnu slitlagi á þjóðvegi eins og í tíð núverandi ríkisstjórnar og enn verður hert á slíkum framkvæmdum. Sérstökum framlögum er veitt í svokallaða ó-vegi, sem tengja mikilvæg byggðarlög og miklar áætlanir eru uppi um áframhaldandi lagningu varanlegs slitlags. Á sama tíma og sjálfstæðismenn kvarta yfir að ekki sé veitt nægilegu fé til vegagerðar standa þeir sjálfir að því að drepa frumvarp um sérstaka fjáröflun til vegafram- kvæmda, en á síðustu dögum þingsins lögðust þeir hart gegn frumvarpi frá samgönguráðherra um svokallað kílógjald af bifreiðum, en það átti að skila á annað hundrað milljónum króna til vegakerfisins. Þessi tvískinn- ungur bendir ekki til að þeim sé mikið í munaðlengja verulega þá vegi sem þaktir eru bundnu slitlagi. Samgönguráðherra lagði fyrir síðasta þing langtímaá- ætlun í vegagerð. Þar er gert ráð fyrir að 2.2% af vergri þjóðarframleiðslu verði varið til vegagerðar á þessu ári og síðan aukist það hlutfall. Nær áætlunin til ársins 1994. Þetta hlutfall ber að skoða sem lágmark, en það skal aukið í 2.4% innan þriggja ára og skal áætlunin þannig úr garði gerð að auka megi framkvæmdahraða, ef meira fjármagn kemur til en ráð er fyrir gert í langtímaáætlun- inni. Fjárþörf er útreiknuð í áætluninni, svo og niðurskipan framkvæmda og skilgreining gerð á stofnbrautum og þjóðvegum í þéttbýli. 1981 samþykkti Alþingi langtímaá- ætlun um vegagerð og hefur verið unnið að langtímaáætlun í samræmi við hana. Höfuðmarkmið áætlunarinnar eru: Vegir hafi fullt burðarþol allt árið, það er 10 tonn. Vegir séu byggðir upp úr snjó, eftir því sem unnt er. Bundið slitlag sé lagt á vegi, þar sem gera má ráð fyrir að umferð verði meira en 100 bílar á dag allt árið. Það er sem sagt unnið skipulega að uppbyggingu vegakerfisins og langtímamarkmiðið er bundið slitlag á alla aðalvegi landsins. Það er í meira lagi undarlegt að sömu aðilar og tefja fyrir að hægt sé að fjármagna vegaframkvæmdir skuli núa öðrum því um nasir að vegaframkvæmdir skuli ekki ganga nægilega vel. Enn allra veðra von ■ Sú ákvörðun Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra, að gefa ekki kost á sér til framboðs til alþingiskosninga veldur áreiðanlega fylgismönnum hans vonbrigðum en aðrir anda léttara. Kveðjuræða hans í eldhúsdagsumræð- unum var hörð ádrepa á forystulið Sjálfstæðisflokksins sem hann sakaði um einsýni og valdahroka, en taldi hins vegar að frjálslynd öfl ættu ítök í flokknum og nefndi þar til samráðherra sína, sem hlutu mjög góða útkomu í prófkjörum. Fylgismenn Gunnars hafa sent frá sér yfirlýsingu, þar sem segir að í stað umburðarlyndis stefni nú í átt til aukins flokksræðis, sem mun þrengja flokkinn utan um harðan kjarna fárra gegn fjöldanum. Þrátt fyrir ákvörðun forsætisráðherra virðist samt allra veðra von innan Sjálfstæðisflokksins og sættir ekki tekist, hvað sem síðar kann að verða. O.O. skrifað og skrafad Afneita íhaldinu ■ Nýleg fjölmiðlakönnun auglýsingastofanna hefur verið talsvert til umræðu í dagblöðunum og þykir þar hverjum sinn fugl fagur og niðurstöður könnunarinnar óspart notaðar til að sýna og sanna að hvert einstakt blað sé á uppleið og njóti sívax- andi vinsælda hjá lesendum. DV og Morgunblaðið hafa fjallað ítarlega um könnun- ina og niðurstöður blaðanna eru þannig að hvort um sig þykist hafa umtalsverða yfir- burði yfir hitt og nú eru þau farin að rífast um hvort þeirra sé verra flokksblað. Ritstjór- ar beggja blaðanna keppast við að sverja vesalings Sjálf- stæðisflokkinn af sér og má ekki á milli sjá hvort þeirra er frjálsara og óháðara. DV segist vera orðinn risi í fjölmiðlaheiminum og farið að ógna veldi Mogga, Moggi segir að lítið sé að marka upplagstölur DV, það séu nefnilega alvörutölur sem Morgunblaðið gefur upp en upplag DV sé ósköp reikult. Hins vegar segir Morgun- bjaðið að DV sé flokksmál- gagn Sjálfstæðisflokksins, en DV segir að það sé óháð, en Morgunblaðið sé flokksblað, og það ekki af betri endan- um. Sterk tengsl Leiðarahöfundur Morgun- blaðsins s.l. sunnudag er beiskur út í DV og sýnir fram á að það sé hálfgert platblað og flokksmálgagn: „f forystugrein Dagblaðs- ins Vísis í fyrradag er Morg- unblaðið enn einu sinni talið „flokksblað". Það er meira en tímabært, að Dagblaðið Vísir upplýsi lesendur sína um tengsl þess við einn stjórnmálaflokkanna. Frá því að blaðið var stofnað hefur annar ritstjóri þess átt sæti í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins og er nú í framboði fyrir þann flokk til Alþingis. Hvorugur ritstjóra Morgun- blaðsins, svo dæmi sé tekið, á sæti í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins eða á framboðslist- um Sjálfstæðisflokksins. Það fer náttúrlega ekki á milli mála, að tengsl Dagblaðsins Vísis við Sjálfstæðisflokkinn eru sterkari en tengsl Morg- unblaðsins við þann flokk. Umræðurnar um fjölmiðla- könnunina sýna, að það er eðlilegt og sjálfsagt að blöðin komi sér saman um upplags- eftirlit. Þess vegna er tillaga Morgunblaðsins, að Morgun- blaðið og Dagblaðið Vísir komi sér saman um slíkt upplagseftirlit, sem önnur blöð geta orðið aðilar að, ef þau óska. Til þess að útiloka strax hugsanlegan ágreining um það, hvers konar upplag skuli miðað við, leggur Morg- unblaðið til, að upplagseftir- lit gefi upp þrenns konar upplag blaðanna. f fyrsta lagi svonefnt „prentað upplag", en það upplag kveðst Dag- biaðið Vísir gefa upp nú. Þetta er sá eintakafjöldi, sem fer í gegnum prentvélina hverju sinni. í öðru lagi verði gefið upp „nettóupplag", en það er sá eintakafjöldi, sem fer út úr prentsmiðju. Á j prentuðu upplagi" og „nettó„upplagi“ getur mun- að frá 1000 upp í 2000 ein- tökum vegna þess hversu ! mörg eintök eyðileggjast í prentun. í þriðja lagi leggur Morgunblaðið til, að þessi tvö blöð opni bókhald blað- anna fyrir upplagseftirliti, þannig að hægt verði að gefa upp selt upplag blaðanna, þ.e. hversu mörg eintök þau fá greidd, en það er auðvitað það upplag sem máli skiptir og alls staðar er miðað við, enda geta blöð prentað eins mörg eintök og þeim sýnist, án þess að það gefi rétta mynd af raunverulegu upp- lagi þeirra. Morgunblaðið gengur út frá því sem vísu, að ekki muni standa á Dagblað- 1 inu Vísi að faliast á þessa tillögu." Það fer að verða alvarlegt mál fyrir íhaldið ef rétt reyn- ist að það eigi sér ekkert málgagn. Starfsmenn Árvak- urs sverja Sjálfstæðisflokkinn af sér og DV er frjálst og óháð. Það er að verða tímabært að dusta rykið af ísafold og Verði sem öll flokksbrotin gætu síðan kallað sameigin- legt málgagn. Afneita arfleifðinni Þjóðfrelsismálgagnið fer heldur feimnislega með frétt- ina um arfleifð sannra Marx- Engels-Lenins áhangenda. Stuttlega er greint frá erfða- skránni að Bollagötu 12, og segir að enginn flokkur á íslandi eigi því láni að fagna að geta skipað sér í samfylk- ingu hinna alþjóðlegu marx- lenínisku flokka. Þá vitum við það. En hinsvegar bendir blaðið á hverjir séu bærir um að stjórna arfleifðinni sam- kvæmt erfðaskránni, en það eru formcnn Reykjavíkur- deilda vináttufélaga íslands og sósíalisku landanna. Þeir eru taldir upp: Slík vináttufélög eru til í landinu á milli fslands og Sovétríkjanna formaður fvar Jónsson, við Pólland formað- ur Haukur Helgason, við Tékkóslóvakíu formaður Jón Hannesson, við Kúbu for- maður Ingibjörg Haralds- dóttir, við Austur-Þýskaland Örn Erlendsson, við Albaníu Þorvaldur Þorvaldsson og við Kína Arnþór Helgason eftir því sem við best vitum. Ann- ars hlýtur þetta mál að vera sérstaklega viðkvæmt bæði lögfræðilega og ekki síður pólitískt ef við þekkjum Framsóknarflokkinn nógu vel. Gjarnan mætti upplýsa betur hvers vegna þetta ætti að vera framsóknarmönnum viðkvæmt mál. Ekki gerir hann neina kröfu til marx- leníniskrar upphefðar á neinn hátt og hefur aldrei státað sig af að hafa starfað í anda þeirra heiðursmanna, jafnvel ekki þeir sem komið hafa sér upp kunningjatengslum við bændaflokksmenn Búlgaríu. F orsætisráðherra dregur sig í hlé ■ Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, hefur ákveðið að draga sig í hlé, þrátt fyrir áköf bónarbréf stuðningsmanna sinna í Reykjavík um að fara í framboð. Vafalaust hefur þessi ákvörðun komið þeim, sem undanfamar vikur hafa safnað um tvö þúsund áskorunum á forsætisráðherra að fara fram, nokkuð á óvart, enda em þeir skildir eftir forystulausir tveimur dögum áður en framboðsfrestur rennur út. Það mun því ekki koma til sérframboðs af þeirra hálfu, en hins vegar er auðvitað alveg óráðið hvað þeir gera í kjörklefanum 23. apríl næstkomandi. Bæði stuðningsmenn Gunnars Thoroddsen og hann sjálfur hafa að undanförnu skilgreint skýrt og greinilega, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn undir núverandi forystu. Samkvæmt þeirri lýsingu er hann ekki beinlínis kræsilegur. Forsætisráðherra orðaði það svo í kveðjuræðu sinni á Alþingi, að nú í seinni tíð hafi „syrt í álinn og blikur dregið á loft. Því er ekki að neita, að nokkurt fráhvarf hefur orðið frá þeim hugmyndum og grundvallarhugsjónum, sem við á sínum tíma gerðum okkur og sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur léngst af starfað eftir. Þar má tilnefna þröngsýni í stefnumótun og hugmyndir um harkalegt flokksræði". Það var auðvitað einkennandi fyrir þetta ástand, að hinn nýi kosningaleiðtogi og forsætisráðherraefni Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík skyldi vega að forsætisráðherra fyrir þessi tiltölulega mildu ummæli, segja þau högg fyrir neðan beltis- stað og tímaskekkju. Það er auðvitað í anda þeirrar „þröng- sýni“ og þess „harkalega flokksræðis“, sem forsætisráðherra var að vitna til. í yfirlýsingu stuðningsmanna Gunnars Thoroddsen , sem þeir gáfu út eftir aö forsætisráðherra hafði skilið þá eftir „munaðarlausa“ í höfuðborginni, var ástandinu í Sjálfstæðis- flokknum lýst á svipaðan hátt. Þar sagði m.a.: „Á undanförn- um árum hefur flokksræði og óbilgimi færst í vöxt innan Sjálfstæðisflokksins. Um leið og þessi þróun hefur gengið gegn helstu markmiðum flokksins um lýðræði og einstaklings- frelsi, hefur hún valdið vaxandi óánægju og kvíða hjá fjölmörgum sjálfstæðismönnum. Þrátt fyrir málefnalegt andóf gegn þessari þróun hefur það komið æ betur í Ijós, að í stað umburðariyndis stefnir nú í átt til aukins flokksræðis, sem mun þrengja flokkinn utan um harðan kjarna fárra gegnfjöldanum. Með þessu er hinu breiða fylgi flokksins stefnt í voða". Með ákvörðun sinni um að fara ekki fram í Reykjavík, veita sínum mönnum engan valkost innan flokksins, kemur forsætis- ráðherra stuðningsmönnum sínum að sjálfsögðu í töluverðan vanda. Annaðhvort verða þeir að kjósa Geir Hallgrímsson, sem verið hefur innst í hinum „harða kjarna fárra", og tryggja honum áframhaldandi þingsetu og formennsku í flokknum, eða þeir verða að nota atkvæði sitt á annan hátt; með því að sitja heima eða kjósa framboðslista annars flokks. Það yrði auðvitað kaldhæðni örlaganna, ef þessi loka- ákvörðun Gunnars Thoroddsen í stjórnmálum yrði til þess að tryggja í valdasessi einmilt þann mann, og þau öfl, sem Gunnar hefur hvað ákafast varað við - öfl „þröngsýni“ og „harkalegs flokksræðis" í Sjálfstæðisflokknum. Því verður ekki trúað fýrr en á reynir, enda geta stuðningsmenn Gunnars Thoroddsen í höfuðborginni auðvitað greitt atkvæði á kjördag með þeim hætti, sem eflir ábyrga stjórnmálamenn til áhrífa á sama tíma og frambjóðendum „þröngsýni" og „harkalegs flokksræðis" í Sjálfstæðisflokknum er refsað. — Starkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.