Tíminn - 22.03.1983, Page 2
ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 1983
Engar viðræður í yfirvinnudeilunni:
,Þungt í okkur skapid’
— segir varaformaður Hlífar
Lestunar-
áætlun
Hull:
Jan ..................... 5/4
Jan ................... 18/4
Jan .................... 3/5
Rotterdam:
Jan ..................... 6/4
Jan .....................19/4
Jan...................... 4/5
Antwerpen:
Jan .....................23/3
Jan..................... 7/4
Jan .....................20/4
Jan ..................... 5/5
Hamborg:
Jan .....................24/3
Jan ......................8/4
Jan .....................22/4
Jan ..................... 6/5
Helsinki:
Helgafell................ 15/4
Helgafell................ 13/5
Larvik:
Hvassafell............... 28/3
Hvassafell..............11/4
Hvassafell..............25/4
Hvassafell...............9/5
Gautaborg:
Hvassafell.............. 29/3
Hvassafell..............12/4
Hvassafell..............26/4
Hvassafell..............10/5
Kaupmannahöfn:
Hvassafell............. 30/3
Hvassafell..............13/4
Hvassafell..............27/4
Hvassafell..............11/5
Svendborg:
Hvassafell..............31/3
Helgafell.............. 14/4
Arnarfell ...............27/4
Hvassafell..............28/4
Hvassafell..............12/5
Árhus:
Hvassafell..............31/3
Helgafell ............... 14/4
Arnarfell ...............27/4
Hvassafell...............28/4
Hvassafell ^............12/5
Gloucester, Mass:
Skaftafell...............23/4
Halifax, Canada:
Skaftafell...............24/3
Skaftafell..............25/4
J8k
^SKIPADEILD
SAMBANDSINS
SambandshúsínÚ ' ’
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
■ „Við erum tilbúnir í viðræður hve-
nær sem er en við höfum engin tilboð
fengið í þá átt frá ísal. Fyrirtækið hefur
neytt okkur út í þessar aðgerðir og það
hefur ekki boðið okkur neitt svo mér sé
kunnugt um,“ sagði Sigurður T. Sigurðs-
son varaformaður Verkamannafélagsins
Hlífar í Hafnarfirði er blaðið spurði
hann fregna af vinnudeilum félagsins og
álversins í Straumsvík.
„ísal hefur sent okkur bréf þar sem
þeir mótmæla yfirvinnubanninu og bera
brigður á lagalegt réttmæti þess, það sé
brot á kjarasamningi milli aðilanna og á
lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur.
Þeir áskilja sér í bréfinu rétt til að sækja
Verkamannafélagið Hlíf til ábyrgðar
fyrir það tjón sem yfirvinnubannið kann
að valda.“
Aðspurður sagði Sigurður að ekki
væri kveðið á um neina fasta yfirvinnu í
samningunum milli ísals og Hlífar, en
kveðið væri á um hámark hennar. Mættu
t.d. vaktavinnumenn ekki vinna fleiri en
þrjár vaktir á viku eða fimm vaktir á
hverjum tveim vikum eða útborgunar-
tímabili eins og það sé orðað í samning-
unum.
„Ég veit ekkert hvað verður en það er
þungt í okkur skapið,“ sagði Sigurður.
Hann sagði einnig að óánægja væri með
fleiri þætti en óeðjilega yfirvinnu, starfs-
menn væru mjög óánægðir með vinnuað-
stöðu og teldu að þrifnaðarkröfum á
vinnustaðnum væri engan veginn
fullnægt.
-JGK
Ragnar Halldórsson
forstjóri ísals:
BROT A LÖGUM
OG SAMNINGUM
■ „Stjórnendur ísals hafa lýst þvt yfir
að yfirvinnubannið er brot á samning-
um og brot á lögunum um stéttarfélög
og vinnudeilur og við lítum svo á þeir
vcrði að bera ábyrgð-á því ef þeir rjúfa
samninga og fara ckki lögum. Ég er
ekki að scgja að það sé ekki hægt að
semja við þessa menn en þeir veröa að
vita það að viö teljum þetta bæði brot
á sámningum og lögurn, „sagði Ragnar
Halldórsson forstjóri ísals þegar Tím-
inn spurði hann hvort fsal hygðist fara
lagaleiðina vegna yftrvinnudeilunum.
Ragnar sagði að sú mikla yftrvinna
sem starísmcnn kvarta undan sé alger-
lega tímabundið ástand, en ekki varan-
legt. Yfirvinna undanfarið hefði verið
um 15% vinnutímans, en til saman-
burðar sagði hann að yfirvinna í
nóvember og desentber hefði aðcins
verið 2% vinnutíma.
Ragnar sagði að viðra.'ður hefðu
farið fram fyrir helgi og engan árangur
borið. Engar viðræður hefðu verið
boðaðar nú.
Hvcrjum og einum er heimilt að
ncita yfirvinnu, en bann verkalýðsfé-
lags við yfirvinnu á samningstímabili
er brot á samningum, „sagði Ragnar.
—JGK
m a fij znm m ii k' i ^ rAmt#±i ^ i • j *ai i «
THOMBON O;
VCJCOCASSCTTE tCCOHOtti TVK309PGW
*- *
1 : \
SUk
n- i 1 n
u• f U D 0 D C
í Thomson myndsegulbandstækjum er nýtt til fulls sú tækni sem best reynist
hverju sinni. Þessvegna notarThomson VHS myndbandakerfið í framleiðslu sína.
Kynnið ykkur gæði Thomson litsjónvarpa og myndsegulbanda sem eitt virtasta
fyrirtæki á sviði öreinda-, ratsjár- og tölvustjórnunartækja framleiðir í daq.
HEIMILISTÆKI Armúla3 Reykjavík S. 38 900