Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1983 Fermingartilboð JOKER skrifborð á aðeins kr. 2.790.- Húsgögn oa . , ... Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi 86-900 Þú færð allt fyrir gæludýrin hjá okkur. Sendum í póstkröfu. AMASON Laugavegi 30 - sími 91-16611. Notaðir lyftarar í miklu úrvali Getum afgreitt eftirtalda lyftara nú þegar: Rafmangs Dísil 1,51. 2,5t.m./húsi. 2t. 3.51. m/húsi. 2,5t.m/snúningi. 4t. 3tm/snúningi Skiptum og tökum í umboðssölu M K. JÓNSSON & CO. HF. Vitastíg 3 Sfmi 91-26455 Ég þakka öllum þeim, sem glöddu mig á sextugsaf- mælinu með góðum gjöfum, heillaskeytum og heimsóknum eða sýndu mér sóma með öðrum hætti. Lifið heil. Torfi Þ. Guðbrandsson, Grunnskólanum Finnbogastöðum. t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, Ólína Vilborg Guðmundsdóttir, Hafnargötu 52, Keflavík, lésf í sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishóraðs 26. mars. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Stefán Stefánsson, Vilhelmína Hjaltalín, Kristinn Danivalsson, Áslaug, Guðmunda og Ólína. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar Einars Þorsteinssonar frá Gularási, Austur Landeyjum. Sérstakar þakkir eru til lækna og starfsfólks á Sjúkrahúsinu Selfossi og á Landakoti. Guðmundur Þorsteinsson, Þórunn Þorsteinsdóttir. I fréttir Léleg vertíd hjá Grindarvíkurbátum til þessa: Þriðjungi minni afli en í fyrra GRINDAVÍK: „Það er ákaflega dauft hér yfir öllu og mikiu minni afli það sem af er heldur en var í fyrra og hitteðfyrra. Ég er að gera mánaðar- uppgjörið núna og sýnist að aflinn í mars hafi nú verið um 8.600 tonn á móti um 13.000 tonnum í fyrra og þetta er í réttu hlutfalli við þá mánuði sem liðnir eru af vertíðinni", sagði Rúnar viktarmaður á hafnarviktinni í Grinda- vík. Hann kvað þetta hrikalegt upp á vinnuna hjá fólkinu í húsunum, auk að sjálfsögðu sjómannanna. Það verði bara að vona að aprílmánuður bjargi einhverju. ■ Grindavíkurhöfn. Hitaveita Rangæinga: Stöðugt dælt um 22 sek- úndulitrum Námsstefna í Borgarnesi: Beint samband við upp- lýsinga- banka uti i heimi VESTURLAND: „Þetta er kjörið tækifæri fyrir menn til að kynna sér hvaða leiðir eru til í upplýsingaöflun, því m.a. er ætlunin að uppiýsingaþjón- ustan verði í beinu sambandi við upplýsingabanka úti í heimi á náms- stefnunni. Þarna gefst mönnum því tækifæri til að koma með fyrirspurnir um sín vandamál og fá upplýsingar utn hvernig megi leysa þau“, segir í frétt frá iðnráðgjafa Vesturlands um fyrir- hugaða námsstefnu, sem Samtök svcit- arfélaga í Vesturlandskjördæmi gang- ast fyrir f Hótel Borgarnesi á morgun, föstudaginn 8. apríl og hefst hún kl. 10. Námsstefna þessi er haldin í sam- vinnu við Iðntæknistofnun íslands, Framkvæmdastofnun ríkisins og Upp- lýsingaþjónustu rannsóknarráðs. Hún er ætluð öllum áhugamönnum um nýja framlciðslu, um endurbætur á núver- andi framleiðslu með tilliti til upplýs- ingaöflunar, um leyfisframlciðslu, fyrir vélaframleiðendur og hrácfnisöflun og fleira. Einnig er ætlunin að ofangreind- ar stofnanir og lánasjóðir kynni starf- semi sína. Erindi á námsstefnunni flytja: Ingj- aldur Hanníbalsson. forstjóri ITÍ, Hörður Jónsson ITÍ, Bjarni Einarsson frá Framkvæmdastofnun, Snorri Pétursson iðnrekstrarstjóri, Jón Er- lendsson frá Upplýsingaþjónustu Rannsóknarráðs, og Ólafur Svcinsson iðnráðgjafi SSVK. HEI Svipaður afli r Ólafsvík og í fyrra ÓLAFSVÍK: „Það hefur gengið svona sæmilega hérna að undanförnu. Frá áramótum til marsloka komu á land hérna um 7.200 tonn, sem er svipað og á sama tíma í fyrra“, sagði Ævar Guðmundsson, viktarmaður á hafnar- voginni í Ólafsvík. Hann kvað vinnu hafa legið niðri um páskana, bátarnir voru í þorskveiði- banni og landsmenn hafi einnig tekið sér frí. En togarinn Már kom til löndunar s.l. þriðjudag rneð um 110 tonna afla. tipi RANGÁRÞING: „Þetta hefur gengið alveg ágætlega síðan dæling hófst með nýju dælunni. Það er alltaf dælt svona um 22 lítrum á sekúndu og vatnsborðið helst svona í 80 metrum. Sé dælt aðeins minna þá hækkar það“, sagði Olgeir Engilbertsson í Nefsholti er við sprðum hann hvernig gengið hafi með Hitaveitu Rangæinga frá því aftur var byrjað að dæla úr borholunni á Laugar- landi eftir bilunina á dögunum. VESTMANNAEYJAR: „Hugmyndin er að kanna nánar um nýtingu á nýjum framleiðslumöguleikum í fiskinaðin- um sem ekki hafa verið nýttir til þessa og jafnvel að styrkja eða styðja stofnun nýrra fyrirtækja í því skyni", sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður áhugamannafélagsskapar um nýiðnað í fiskiðnaði, sem stofnaður hefur verið í Vestmannaeyjum. Sigrún kvað ekki beinlínis stefnt að nýjum rannsóknum heldur frekar að halda áfram með könnun þeirra fram- Hann kvað ekki þörf fyrir meira vatn eins og er a.m.k., en smám sáman sé verið að tengja fleiri við veituna. Einnig sé nú búið að einangra tankinn, þannig að vatnið hafi þá hitnað og þurfi því minna af því. Olgeir hvað ekkert hafa komið fyrir síðan nýja dælan kom - allt hafi verið í fínu lagi. -HEl leiðslumöguleika sem rannsakaðir hafa verið, en framleiðsla strandar á að ekki hefur verið kannað hvort framleiðsla væri arðbær. Það sé því fyrst og fremst athugun á arðbærni sem félagið stefni að, varðandi vinnslu á hráefni sem til fellur í Vestmanna- eyjum, en ekki hefur til þessa verið nýtt eins og hægt væri. Þar sem þetta sé þó á algjöru byrjunarstigi kvað hún ekki tímabært að nefna nein sérstök atriði. „En við erum þegar með nokkur atriði í huga", sagði Sigrún. -HEI ■ Vestmannaeyjar Áhugamannafélag um nýidnað stofnað íEyjum: Athugar arð- bærni nýrra framleiðslugreina

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.