Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1983 fréttirl ■ Franska söngkonan Yvonne Germain tók lagið fyrir fréttamenn í gær, er franska vikan var kynnt þeim lítillega og matreiðslumeistari frönsku vikunnar Jean Louis Tavernier tók undir. (Tímamynd G.E.) KEA' HEILDARVELTA JÓKST UM 54% FRONSK VIKA HEFST ÍDAG að Hótel Loftleiðum ■ Frönsk vika hefst í dag að Hótel Loftleiðum og stendur hún til 13. þessa mánaðar. Gestum frönsku vikunnar gefst færi á að kynnast því besta t hinni rómuðu frönsku matargerðarlist ásamt tilheyrandi vínum, auk þess sem franska söngkonan Yvonne Germain mun skemmta gestum. Eldhúsmeistari frönsku vikunnar er Jean Louis Tavernier, sem er ekki aðeins þekktur í sínu heimalandi heldur er hans getið í flestum bókum sem fjalla um franska matargerðarlist. Hótel Loftleiðir gangast fyrir þessari viku í samvinnu við franska sendiráðið, eins og áður og fjöldi fyrirtækja mun einnig kynna franska vöru sem þau hafa í umboðssölu hér á landi þessa daga. Öll kvöld þessara frönsku viku verður dregið í happdrætti og aðalvinningurinn verður dreginn út síðasta kvöldið, en það er ferð fyrir tvo til Parísar, en eins og kunnugt er, þá halda Flugleiðir upp beinu flugi á milli Keflavíkur og Parísar yfir sumartímann, og er flogið einu sinni í viku, á laugardögum, og verður fyrsta beina flugið í sumar þann 18. júní. Ýmislegt annað er á döfinni hjá Hótel Loftleiðum, að vanda, og Imá nefna að framundan eru finnskir dagar og cali- fornískir dagar. Um hvítasunnuna mun söngkonan Stina Britta Melander syngja í Blómasal og síðast í maí verður hinn heimskunni Viktor Borge gestur á dönskum dögum. - AB Stefna Kvennalist- ans kynnt ■ „Pau mál sem Kvennalistinn mun setja á oddinn á Alþingi eru: Sam- felldur skóladagur, a.m.k. 6 mánaða fæðingarorlof, stórfelldar útbætur í dagvistunarmálum. endurmat á störfum kvcnna, fullorðinsfræðsla og cndurmerintun sem auðveldi konunt endurkomu á vinnumarkaðinn og cndurskoðun á stöðu kvenna t lífeyr- is- og tryggingarmálum,1’ segir m.a. í stefnuyfirlýsingu Kvennalistans sem kynnt var á fréttamannafundi í fyrri viku. Kvennalistinn segist vilja að sam- eiginleg reynsla og verömætamat kvenna verði metið til jafns við reynslu og verðmætamat karla sem stefnumótandi afl í samfélaginu. Pær segjast vilja leggja til hliðar hug- myndir um jafnrétti sem feli í sér rétt kvenna til að vera eins og karlar. - AB ■ Heildarvelta Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri jókst um tæplega 54 af hundraði á s.l. ári. Nam hún rúmlega 1,3 milljörðum króna. Laun og launatengd gjöld félagsins urðu samtals 164,7 millj- ónir, eða rúmlega 53 af hundraði hærri en árið á undan. Þessar upplýsingar komu fram í skýrslu Vals Arnþórssonar, kaupfélags- stjóra, til félagsráðsfundar sem haldinn ■ Stjórnmálaflokkarnir hafa ákveðið að gangast fyrir sameingilegum fram- böðsfundum sunnanlands og verða þeir haldnir sem hér segir: Vík Mýrdal laugardaginn 9. apríl kl. 14 Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 9. apríl kl. 21 Baraflokkur- inn á Borginni ■ Hljómsveitin Baraflokkurinn, frá Akureyri, heldur tónleika á Hótel Borg í kvöld fimmtudagskvöld, og hefjast þeir kl. 22. Nokkuð er um liðið síðan Bara- flokkurinn var á ferðinni hér í bænum síðast og væntanlega eru þeir félagar með nokkuð af nýju efni á þessum tónleikum. Sex presta- köll laus til umsóknar ■ Biskup íslands hefur auglýst á vor- dögum þau prestaköll sem þjónað er af settum prestum svo og prestaköll sem laus hafa orðið vegna mannaskipta. Nú eru auglýst fimm prestaköll laus til um- var nýlega. Valur greindi einnig frá því, að vöru- birgðir félagsins hefðu aukist mikið milli áranna. Kvað hann það stafa af verð- bólgunni, sölutregðu á skreið ogfleiru. Nettó fjárfestingar KEA á árinu 1982 námu um 30,2 milljónum króna, sem er heldur minna en 1981 ef mið er tekið af verðlagsþróun í landinu. Þorlákshöfnsunnudaginn 10. apríl kl. 15 Flúðum miðvikudaginn 13. apríl kl. 14 Hvolsvelli fimmtudaginn 14. apríl kl. 21 Véstmannaeyjum sunnudaginn 17. apríl kl. 15.30 Selfossi þriðjudaginn 19. apríl kl. 21. sóknar, auk embættis farprests. Um- sóknarfrestur er til 30. apríl nk. Prestaköllin eru þessi: Djúpavogs- prestakall í Austfjarðaprófastsdæmi, Hólmavíkurprestakall í Húnavatnspró- fastsdæmi, Hríseyjarprestakall, Sauð- lauksdalsprestakall í Barðastandarpró- fastsdæmi, Mælifellsprestakall í Skaga- fjarðarprófastsdæmi og embætti farprests. Viltu hringja í geimferjuna...? ■ Nú gefst íslendingum kostur á að ná beinu símasambandi við bandarísku geimferjuna „The Challenger". Póst og símamálastofnunin hefur tilkynnt að menn geti nú hringt í síma 90 1 307 410 6772 og þá eigi að vera mögulegt að hlusta á samtöl áhafnarinnar við stjórnstöð. Tíminn er áætlaður frá 4. apríl kl. 18.49 gmt 9. apríl n.k. - Sjó Sameiginlegir framboðs- fundir á Suðurlandi ■ Frá fundi Kvennalistans með fréttamönnum. (Tímamynd - Árni Sæberg) Bændur - Athugið Heyvinnuvélar á verksmiðjuverði f rá 1982 kEmpEr Hinir velþekktu og vinsælu Kemper heyhleðsluvagnar. Tvær stærðir 24 rúmm. og 28 rúmm Sláttuþyrlur 2 stærðir - vinnslubr. 135 og 165 cm Margra ára reynsla tryggir gæðin. Mest selda sláttuþyrlan í áraraðir. Fullkomin varahlutaþjónusta. Stjörnumúgavél 280 - 402 P T Heyþyrla 440 T - 440 M - 452 T - 452 M Tvær stærðir - tvær qerðir Heybindivélina þekkja allir VELADEILD SAMBANDSINS BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavik S. 38 900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.