Tíminn - 16.04.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.04.1983, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 7 umsjón: B.St. og K.L. ■ Mariasela Lebron, núverandi „Miss World“. Tölvunni bar saman við dómarana með vai hennar Nú skal velja fegurðardrottn- ingar eftir tölvu- útreikningum ■ Blaðamaður nokkur í Bretlandi sagðist hafa - með hjálp tölvu - verið búinn að fá samhljóða úrslit og niðurstað- an varð hjá dómnefndinni við síðustu Miss World-keppni, en þá varð Mariasela Lebron frá S-Ameríku drottningin. Blaða- maðurinn sagðist hafa sett í tölvuna mál hennar og upplýs- ingar um litarhátt, augnalit, þjóðemi o.fl. og útkoman varð Mariasela sem Miss World. Nú hefur frést að tölvur eigi að gegna stóru hlutverki við næstu heims-fegurðarkeppni. Þá eigi að hafa tölvu fyrir nokkurs konar „yfirdómara“ yflr dómnefndinni, og em þá fegurðardísirnar prófaðar með ýmsum spurningum og prófum, sem þær verða að standast sem best. Það er ekki þar með sagt, að þær komi ekki til greina til vinnings nema að vera með geysiháa greindarvísifölu, heldur er þetta nokkurs konar „klókindapróf“, hvað stúlk- urnar eru fljótar að átta sig, og hvort þær láti gabbast af ein- hverjum „plat“ spurningum. Forráðamenn keppninnar segja, að það geti síðar komið sér vel fyrir fegurðardísirnar að fá útskrift af dómi tölvunn- ar, því að hún segi til um hæflleika þeirra til ýmissa starfa, og hvað sé best við hæfi hverrar og einnar að vinna við. Það er stöðugt meiri og meiri fjárfesting í kringum fegurðar- keppnirnar, bæði í hverju landi fyrir sig, og þá ekki síst þegar í húfi er titillinn „Fegurðar- drottning heimsins“. Nú er m.a.s. hægt að fá keypt á kauphöllinni í London hluta- bréf í fegurðarsamkeppninni „Miss World“. Fatahönnun sagði hún fjög- urra ára nám. Þýskaland varð- m.a. fyrir valinu vegna þess að ódýrara sé að læra þar en bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum og einnig vegna þess, að auk þess að læra þýsku í M.R. hafi hún verið í Þýskalandi í 4 mánuði og sleppi því við að eyða heilum vetri einungis til að læra málið. - Leituðu krakkarnir liðsinnis hjá þér um búningana? - Það var nú eiginlega ég sem kom með hugmyndina, teiknaði upp búningana og þau sam- þykktu teikninguna. Síðan þurfti að útfæra þetta og ég tók að mér að búa til sniðin. Efninu söfnuð- um við í bakaríum hist og her um bæinn . Hver og einn fór síðan heim með sína 7 poka - hristi og þvoði, bar í þá grænsápu og lagði í klór og lituðu þá gráa. Síðan fengum við aðstöðu á kaffistofunni í Lýsi h.f. þar sem við komum saman og síðan var saumað á 3 til 5 saumavélar. Vinnan skiptist því vel niður á hópinn. Já, það var virkilegt fjör í þessu oggekk baravel. Endaeru þetta ákaflega einföld snið, mest beinir saumar, þannig að allir geta saumað. Það var aðal hugs- unin í þessu. - Hefur verið mikið félagslíf í Menntaskólanum þessa4vetur? - Það eru einstakir menn að reyna að halda uppi félagslífi, en því miður er allt of lítill áhugi. Ég var t.d. með myndlistardeild- ina í vetur og við höfðum mest myndlistarkvöld eftir jólin.'En þar mættu þetta 7-8 manns. Mér hefur þó fundist þetta heil- mikið fjör. Ég vart.d. í Herranótt bæði í fyrra og hitteðfyrra. Að vísu má segja að það hafi. sett nokkuri strik í reikninginn varð- andi lærdóminn. En ég tel mig líka hafa lært heilmikið á þessu og fengið mikið út úr því. - Kannski verið í ræðu- mennskunni líka? - Nei, ég hef látið nægja að ráðskast með bekkinn minn, sagði Guðrún glettislega. Skólasystkinin brostu samþykkj- andi, og við kvöddum þennan glaðlega hóp sem í gær skemmti sér saman, en síðan horfir fram á erfiðan próflestur. - HEI ■ JAFNT í fjölmiðlum innan og utan Vestur-Þýzkalands bein- ist veruleg athygli að þing- mönnum Græna flokksins. Um- ræðan snýst ekki sízt um það, hvort þingmenn Græna flokksins geti staðið saman eða klofni í fleiri smáeindir, jafnvel næstum eins margar og þingmennirnir eru margir. Kohl kanslari er meðal þeirra, sem eru þeirrar skoðunar, að Græni flokkurinn muni brátt missa réttinn til að geta talizt þingflokkur og átt samkvæmt því rétt á að fá menn í þingnefnd- ir. ■ Kohl kanslari og Walter Schwenninger, einn af þingmönnum Græna flokksins, Þingsetan getur reynzt græningjum áhættusöm Hún getur leitt ósamkomulag þeirra í Ijós ■ Nokkrir þingmenn Græna flokksins að ræða við. Vogel, leiðtoga sósíaldemókrata. Samkvæmt þessum reglum þarf þingflókkur að telja minnst 26 þingmenn. Þingmenn Græna flokksins eru 27 og þarf því ekki mikið að breytast til þess að flokkurinn missi umræddan rétt. Þingmenn Græna flokksins eru nefnilega mjög ósamstæður hópur og koma úr ýmsum ólík- um áttum. Sumirteljasigflokks- leysingja, aðrir eru langt til vinstri, sumir stjórnleysingjar og þar fram eftir götunum. Sumir þingmannanna vilja að flokkurinn komi á fastmótaðra skipulagi, enda geti hann haft meiri áhrif á þann hátt. Aðrir afneita öllu skipulagi og vilja fara frjálsir ferða sinna. Um þetta efni og fleira hafa þegar risið svo miklar deilur, að Petra Kelly, sem hefur verið talin helzti leiðtogi og áróðurs- maður flokksins, hótaði nýlega að segja af sér þingmennsku, því að hún þyldi ekki rifrildið í flokknum. Flokkssystkin hennar fengu hana þó til að falla frá þessu að sinni. Samt er talið að hún muni hverfa af þingi áður en kjörtíma- bilið er hálfnað, en þá eiga varamenn að taka við samkvæmt reglum flokksins. Enginn þing- maður flokksins má sitja lengur á þingi í einu en tvö ár. Petra Kelly er sögð heilsuveil, en það hefur hvílt mest á henni að halda flokknum saman. Skoðun hennar er líka sú, að starfið utan þingsins skipti meira máli en starfið í þinginu. Áhugi hennar beinist því mest að störf- um utan þings. Lögfræðingar þingsins í Bonn eru sagðir vinna að athugun á því um þessar mundir, hvort það samræmist ákvæðum stjórnskip- unarlaganna, að þingmenn flokksins séu háðir aðhaldi sér- stakrar eftirlitsnefndar, sem skipuð er óbreyttum flokks- mönnum og tilnefnd er af flokks- samtökum. Nefndin hefur víð- tækt vald til íhlutunar um störf þingmanna. Ýmsir lögfræðingar telja, að þetta brjóti í bága við það ákvæði stjórnskipunarlaganna, að þing- menn skuli eingöngu bundnir af samvizku sinni. Þar sem flokkssamtökin eru mjög laus í reipunum, telja ýmsir fréttaskýrendur, að þetta geti leitt til þess, að róttæk öfl sjái sér leik á borði og komi sér fyrir í flokkssamtökum til þess að hafa áhrif á þennan hátt. UM ÞESSAR mundir er mál á döfinni, sem Græni flokkurinn lætur verulega til sín taka. Það er almennt manntal, sem á að hefjast 27. apríl. Undir venjulegum kringum- stæðum, ætti manntal ekki að verða deiluefni, en svo hefur samt farið hér. Ástæðan er sú, að menn eiga jafnframt að svara 36 spurningum, sem snerta að verulegu leyti lífshætti þeirra. Skýrsluformið er þannig, að auð- velt er að setja það í tölvu. Margir óttast því, að hér sé um nósnir að ræða, sem yfirvöld geti hagnýtt sér á margan hátt. Skoðanakannanir hafa sýnt, að um þriðjungur þjóðarinnar er andvígur manntalinu í þessu formi. Andstaðan nær langt inn í stóru flokkana. Meðal þeirra, sem hafa hvatt til þess að fresta manntalinu, er Franz Josef Strauss. Fjölmargir hafa lýst yfir því, að þeir muni ekki svara eða beita hollenzku aðferðinni. Þá er átt við það, að þegar svipað manntal fór fram í Hollandi fyrir tólf árum, brugðust um 250 þús. fjölskyldur við á þann hátt að vera ekki heima, þegar von var á talningarmönnum. Við nöfn þessa fólks stendur nú þetta eitt: Ekki heima. Græni flokkurinn reynir nú að gera sér eins mikinn mat úr þessu máli og hann framast getur. Vafalítið verður honum talsvert ágengt. Þetta verður þó ekki það mál, sem Græni flokkurinn mun leggja á mesta áherzlu í náinni framtíð. Aðalmál hans verður nú eins og áður baráttan á móti staðsetningu bandarískra eld- flauga í Vestur-Þýzkalandi. Þessa baráttu mun hann fyrst og fremst heyja utan þingsins. Fyrir flokkinn er þetta m.a. hagstætt baráttumál að því leyti, að hann getur staðið sameinaður um það. Þegar þessu máli sleppir, er hann meira og minna ósammála um flest annað. EINN þekktasti blaðamaður Vestur-Þýzkalands, Theo Sommer, ritar í síðasta hefti Newsweek athyglisverða grein um Græna flokkinn. Theo Sommer er aðalritstjóri viku- blaðsins Die Zeit, sem þykir einna vandaðasta blað Vestur- Þýzkalands og hefur á ýmsan hátt svipaða stöðu þar og The Observer hafði í Bretlandi, þeg- ar vegur þess blaðs var hvað mestur. Theo Sommer byrjar gréinina á þeirri játningu, að Christoph sonur hans, 21 árs gamall, vel greindur og áhugasamur um stjórnmál hafi kosið Græna flokkinn í síðustu þingkosning- um. Sonurinn hefur þó ekki haft þau áhrif á Theo Sommer, að nann geri sér ekki ljósa ágalla Græna fiokksins. Fylgjendur hans séu ákaflega blandaður hópur, sem hafi það helzt sam- eiginlegt að vera á móti hinu og þessu. Það sé þeim jafnframt sameiginlegt, að þeir hafi fáar eða engar sameiginlegar úrlausn- ir. Þeir hafa enga stefnu í efna- hagsmálum, enga stefnu í utan- ríkismálum, þegar undan er skil- in andstaða gegn vígbúnaði, og einhvers konar óljósar og ó- raunsæjar hugmyndir um hlut- leysi. Niðurstaða Theos Sommer er í stuttu máli sú, að þótt Græni flokkurinn bendi ekki á úriausnir og skorti svör við vandamálun- um, hafi hann vakið ýmsar at- hyglisverðar og réttmætar spurn- ingar og því sé ekki ástæða til að amast við því, að hann fái tæki- færi til að sýna sig í þinginu. Eftir að grein þessi var skrifuð bárust þær fréttir frá V.-Þýska- landi, að sl. miðvikudag hefði dómstóll kveðið upp þann úr- skurð að manntalinu skuli frest- að um óákveðinn tíma. Þetta er talinn verulegur ávinningur fyrir Græna flokkinn. Þórarinn R Þórarinsson, ritstjóri, skrifar mfA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.