Tíminn - 20.04.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.04.1983, Blaðsíða 1
Ísland án atvinnuleysis x§ FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Miðvikudagur 20. apríl 1983 89. tölublað - 67. árgangur. „Þjóðhagsspáin sýnir að framsóknarmenn höfðu rétt fyrir sér”: „VIÐ HOFIIM VERIÐ T1LBUNIR TIL RD GERA RAOSTAFANIR” ,,lýsi ábyrgð á hendur þeim sem ekki féllust á breytingu á vísitölukerfinu” segir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins ■ „Það eru vissir hlutir í þess- ari þjóðhagsspá Þjóðhagsstofn- unar, sem eru heldur skárri en spáð var, svo sem það að við- skiptahallinn á árinu er talinn verða minni, eða 4% en hafði verið spáð að yrði 8 til 10 %! og er það auðvitað jákvætt,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins er Tíminn ræddi við hann í gær um þjóðhagsspá Þjóðhagsstofn- unar sem kom út í fyrradag, og var kynnt hér í blaðinu í gær. „Sömuleiðis það, að þó að eriendu skuldirnar séu alltof háar, þá er þó greiðslubyrðin talin vera heldur minni en Geir hefur haldið fram og aðrir sjáif- stæðismenn," sagði Steingrímur jafnframt, „og það tel ég einnig vera af því góða.“ „Hinsvegar er það náttúrlega ískyggilegt að verðbólguhraðinn stefni í 80%, og það sannar náttúrlega það,“ sagði Stein- grímur, „að það varð að grípa í taumana fyrsta mars sl. Ég lýsi ábyrgð á hendur þeim sem ekki féllust á breytingu á vísitölukerf- inu, sem hefði dregið talsvert úr þessari holskeflu núna.“ Steingrímur sagði að þetta sannaði það, að það hefði verið misráðið af Alþýðubandalaginu að þora ekki að halda áfram niðurtalningunni á árinu 1982. Þá hefði Alþýðubandalagið brostið kjark, og svo hefði stjórnarandstaðan og Alþýðu- bandalagið brugðist er breyta þurfti vísitölukerfinu nú fyrir 1. mars sl. Steingrímur sagði að þessi spá sýndi svo ekki yrði um villst, að framsóknarmenn hefðu haft rétt fyrir sér í því, að halda hefði þurft niðurtalningunni áfram. „Við framsóknarmenn höfum verið tilbúnir núna," sagði Steingrímur, „til að grípa til ráðstafana, sem hefðu það í för með sér að lögbundnar yrðu aðgerðir út þetta ár, þannig að þær hækkanir sem framundan eru væru takmarkaðar, auk þess sem kaupmáttur lægri launa væri verndaður, og ég er sannfærður um að forsætisráðherra er á sömu skoðun." Steingrímur sagði að það væri ljóst, að ef ekki yrði gripið til slíkra ráðstafana, nú fyrir kosning- ar, þá þyrfti að mynda ríkisstjórn strax að loknum kosningum, sem tæki á þessum málum þegar í stað, ella myndu hækkanir á opinberri þjónustu og mörgu fleira dynja yfir, strax um mán- aðamótin. „Það verður náttúr- lega spennandi að vita,“ sagði Steingrímur, „hvort Geir Hall- grímsson og Svavar Gestsson, ætla sér að fara að semja um aðrar kosningar, eða híta sér þetta að kenningu verða.“ Er Steingrímur var spurður álits á þeirri spá Þjóðhagsstofn- unar, að þjóðartckjur og þjóð- arframleiðsla minnki um 4.5 til 5.5% sagði hann: „Þessi spá er mjög í þeim dúr, sem við höfðum séð fyrir, og í ljósi minnkandi afla, óttast ég að það geti orðið ennþá verra, því miður.“ _ ab Olafur Jóhannesson um Flugstööina íbeinni útsendingu: „SKAPAR 100-150 ATVINNU- TÆKIFÆRI” . - pil í&Mglp vJw .jmt U |Ít \'i ■ #1 ■ „Ég hef farið með utanrík- ismál og það hefur gengið áfalla- iítið af því að ég hef haft þann háttinn á að láta Alþýðubanda- lagsmenn engin áhrif hafa á þaú. Þar er ein undantekning sem er Flugstöðin. Þar hafa þeir neitun- arvald og þeir hafa hindrað það að 150 atvinnutækifæri, á þeim árum sem byggingin stendur 1982-86. IngviHrafn stjórnandi þáttar- ins beindi spumingu til Ólafs um niðurtalninguna sem samstarfs- aðilar í ríkisstjóm gáfust upp á. „Það er engin önnur leið til en Málin rædd áður en gengið var inn í sjónvarpssal. Tímamynd Róbert 14 VIIM STJÖRNA RÁS-2 byrjuð” sagði Ólafur Jóhannes- son utanríkisráðherra m.a. í beinni útsendingu sjónvarpsins með fulltrúum flokkanna í Reykjavík. Hann bætti svo við að nú hefði hann undirbúið það mál og það væri tilbúið þannig að þegar eftirmaður hans settist í stólinn væri hægt að byrja framkvæmdir í þessu máli en byggingin myndi skapa ein 100- ur þetta um lögfestingu, að af- nema eigi allan samningsrétt. Það er fjarri öllu sanni. En til þess að koma þeim ráðstöfunum fram, sem eru nauðsynlegar, til þess að hægt sé að koma þessum þrepum í framkvæmd þarf breyt- ingar á löggjöf, vegna þess að . enginn aðili er til í þjóðfélaginu sem hefur umboð til að semja um sum þau atriði.“ -FRI ■ Fjórtán sóttu um stöðu for- stöðumanns Rásar-2 hjáRíkisút- varpinú sem ráðgert er að hefji útsendingar 1. október næst komandi. Fjórir umsækjendur óskuðu nafnleyndar, en aðrir eru: Frosti Fífill Jóhannsson, þjóðháttafræðingur, Geir Viðar Vilhjálmsson, sálfræöingur, Guðmundur Sæmundsson, cand. mag., Hallgrímur Thorsteins- son, fréttamaður, Helgi Péturs- son, fréttamaður, ÓskarEyvind- ur Arason, kvikmyndatökumað- ur hjá sjónvarpinu, Steinþór Ólafsson, fjölmiðlafræðingur, Sveinn Kristinsson, Þorgeir Ást- valdsson, iandafræðingur og Ævar Kjartansson, varadag- skrárstjóri Ríkisútvarpsins. Nafnalistinn var lagður fyrir fund útvarpsráðs síðdegis í gær, en búist er við að ráðið taki afstöðu til umsóknanna á fundi að viku liðinni. Menntamálaráð- herra veitir stöðuna. Að sögn Harðar Vilhjálms- sonar, framkvæmdastjóra hljóð- varpsins, hefur dagskrárstefna Rásar-2 enn ekki verið full- mótuð. Þó sagði hann að nú væri reiknað með að sent yrði út 12 klukkustundir á dag og uppistað- an í dagskránni yrði létt efni og tónlist. Hörður sagði að ráðgert væri að fréttir og ýmislegt fleira efni af Rás-1 yrði væntanlega fléttað inn í dagskrá Rásar-2. Þá sagði hann að sennilega yrði útvarpað frá Rás-2 til klukkan 1 á nótt- unni. - Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.