Tíminn - 20.04.1983, Qupperneq 11

Tíminn - 20.04.1983, Qupperneq 11
10 Si'iiili MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 Íiiiillii 15 íþróttir Iþróttirl umsjón Samúel Örn Erlingsson Hrubesch til Standard Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: ■ Þýski markaskorarinn Horst Hrubesch hefur skrifað undir tveggja ára-samning við belgíska stórliðið Standard Liege, en það er liðið sem Ásgeir Sigurvinsson lék sem lcngst með í Belgíu. Sá norski skipti um skoðun ■ „Formaður norska körfuknattleikssam- bandsins klappaði fyrst með íslcndingum í lciknum gegn Dönum“, sagði Sigurður Helga- son fararstjóri íslenska landsliðsins á NM í körfuknattleik í Karlstad í Svíþjóð. „En þegar 13 stigunum var náð, hætti hann því snarlega, og fór að klappa með Dönum. Ef við hefðum unnið Dani með minna en 13 stiga mun, hefðu Norðmenn náð þriðja sætinu, sagði Sigurður. Eins og sagt var frá í Tímanum í gær sigraði ístcnska liðið Dani með 20 stiga mun, og náði því þriðja sætinu í mótinu. Víkingar réðu Tékka ■ Víkingar hafa ráðið tékkneskan þjáifara í handknattleik fyrir næsta keppnistímabil. Hann heitir Rudolf Haveleck og þjálfaði eitt sinn landslið Tékkóslóvakíu. Hánn kemur til landsins í ágúst, og tekur við af hinum stórgóöa þjálfara Bogdan Kovalczyk, sem nú lætur af þjálfun hjá Víkingi. IALLRA MALA VORINU 1987 KIR ENSKII BETRI f FIMLEIKUHUM Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: ■ „Þetta er mjög hagstæður samning- ur, sem ég er mjög ánægður með og þá sérstaklega að vera laus allra mála í lok samningstímabilsins“, sagði Ásgeir Sig- urvinsson í viðtali við Tímann í gærkvöld, en í gær skrifaði hann undir langtímasamning við VFB Stuttgart. Ásgeir Sigurvinsson hefur skrifað undir samning við Stuttgart til 1987. Núgildandi samningur Ásgeirs við Stuttgart rennur út árið 1984, en þessi nýi samningur felur í sér þriggja ára framlengingu, þannig að samningstíma- bilinu lýkur árið 1987, en þá verður Ásgeir nýorðinn 32 ára. Þessi samningur er að því leyti eftirtektarverður að Ásgeir verður laus allra mála við Stutt- gart frá og með vorinu 1987, og hyggist hann þá halda áfram knattspyrnuferli sínum, getur hann þá samið milliliða- laust við nýtt félag. Þess má geta að einungis helstu stórstjörnum Búndeslíg- unnar hefur tekist að fá slíkt ákvæði inn í samninga sína. „Jú óneitanlega var skemmtilegt að fá þetta í gegn, því nú hef ég algerlega frjálsar hendur eftir 1987. Til greina kemur að fara þá til Bandaríkjanna í nokkur ár, en við höfum svolítið velt því fyrir okkur,“ sagði Ásgeir. „Hvað samn- ingsupphæðina sjálfa varðar þá get ég ekki kvartað sérstaklega ef tillit er tekið til þeirra fjárhagsörðugleika sem at- vinnuknattspyrnan á við að etja um þessar mundir,“ sagði Ásgeir að lokum. ■ Ensku strákarnir sem kepptu í ung- lingalandskeppninni við íslendinga í Ármannshúsinu við Sigtún á laugardag- inn voru mun sterkari en hinir íslensku keppinautar þeirra. Þessir ensku strákar eru sterkustu unglingar Englendinga í dag, og voru eldri en íslensku strákamir sem kepptu. Englendingar sigruðu í landskeppn- inni með samtals 193,80 stig. íslendingar hlutu 137.20 stig. Englendingar náðu fjórum fyrstu sætunum í einstaklings- keppni, sigurvegari í keppninni varð James May, hann hlaut 49,60 stig, annar varð Neil Thomas með 48,20 stig, þriðji varð Richard Ellis með 47,90 stig, og fjórði Darren Higgs með 45,00 stig. I fjórða sæti í einstaklingskeppninni, og fremstur íslendinganna varð Guðjón Gíslason, með 41,10 stig. Englendingar áttu sjötta mann, Stephen Bush með 39, 30 stig, en hinn ungi og efnilegi Guðjón Guðmundsson varð sjöundi með 33, 20 stig. Erlendur Þ. Ólafsson varð áttundi með 31,35 stig, Arnór Diego níundi með 31,25 stig og Jóhannes N. Sigurðsson tíundi með 29,70 stig. Einn enskur keppandi keppti utan keppni, David Diggle, hann hlaut 42,75 stig. Samkvæmt upplýsingum frá forráða- mönnum keppninnar verður árangur íslensku piltanna að teljast góður, þar eð aldursmunur á keppendum landanna var talsverður á fimleikamælikvarða. Esso bikarinn í kvöid ■ í kvöld verður keppt um Esso-bikar- inn í handknattleik í Hafnarfirði. Það eru FH og Haukar sem keppa um þennan bikar árlega og er leikið í karlaflokki í handknattleik. Verður lík- lega gaman fyrir Hafnfirðinga að sjá þessi tvö lið sín í handknattleik eigast við, Haukar eru nýbúnir að tryggja sér fyrstu deildar sæti, en FH er eitt af toppliðum fyrstu deildar. í kvöld er einnig leikið um Emblubikarinn, og eru það kvennalið sömu félaga í handknatt- leik sem við það fást. Kvennaleikurinn hefst í íþróttahúsi Hafnfirðinga klukkan 19 í kvöld, en karlaleikurinn hefst klukk- an 20.15. Góð köst Islendinga ■ íslenska frjálsíþróttafólkið sem dvel- ur í Bandaríkjunum var flest við keppni um síðustu helgi. Bestum árangri náðu kastararnir tveir, Einar Vilhjálmsson spjótkastari og Vésteinn Hafsteinsson kringlukastari. Einar kastaði 84,14 metra, sem er 1 metra lakara en íslands- met hans, á móti^í Baton Rouge í Louisiana. Vésteinn kastaði 60,70 metra á móti í Alabama. Þar kastaði ginnig Sigurður Einarsson spjótkastari úr Ár- manni 75.38 metra, sem er hans besti árangur, og Pétur Guðmundsson kúlu- varpari varpaði 16,88 metra, sem er hans besta. íris Grönfeldt hjó nærri sínu íslandsmeti í spjótkasti, kastaði 48.56 metra, um tveimur metrum skemmra en íslandsmetið hennar er. Víðavangs- hlaup Hafnarfjarðar ■ Víðavangshlaup Hafnarfjarðar verður haldið á sumardaginn fyrsta, á morgun. Hlaupið hefst klukkan 14 við Lækjarskólann í Hafnarfirði. Keppt verður í flokkum karla fæddra 1976 og síðar, 1974 og 75, 1969-73, og 1965 og fyrr. í kvcnnaflokkum verður keppt þannig: fæddar 1976 og síðar, 1974 og 75, 1970-73, og 1969 og fyrr. Flosi Kristjánsson Arsenal/Man City kennari (2) „Eftir frammistöðu þessara liða að dæma síðustu vikur, hljóta Arsenalmenn að fara með sigur af hólmi.“ Hólmbert Friðjónsson knattspyrnu- þjálfari(0) Nottingham For./ Notts County „Forest vinnur, en engan stórsigur, þetta verður 1-0 eða svo." Halldór Lárusson kennari (3) Birmingham/ Everton „Birmingham nær jafntefli og nælir sér í dýrmæt stig." 2 Sigurður Þorkelsson prentari (0) Stoke/ Southampton „Southampton er sigurstranglegra, og ég spái því útisigri." Þorsteinn Friðþjófsson knattspyrnu- þjálfari(2) „Brighton sigrar, þeir eru að sækja í sig veðrið." Geir Hallsteinsson íþróttakennari og handbolta- þjálfari(l) „Þetta er heimasigur.' W.B.A./Tottenham „Spá mín er jafntefli" 2 Gunnar Salvarsson kennari (1) WestHam/ Aston Villa „Fæst orð hafa minnsta ábyrgð, Aston Villa vinnur." ■ „Égsetti hann breyttist á hann i frosk gamlan töfravökva, og ■ „Fann hana dómari, en hún glansar ekki lengur...“ ■ Nú er búin þriðja umferð af getrauna- leiksúrslitunum. Það eru óvænt úrslit alls- ráðandi á Englandi núna, nema þá helst ef búist er við óvæntum úrshtum, þá geta þau farið eftir bókinni. Ekki hefur gengið eins illa að spá á þessari getraunasíðu lengi, „Heimasigur, svo einfalt er það". Hermann Barnsley/ Gunnarsson Blackburn fréttamaður (0) „Þetta er heimasigur". GísliFelix Man Utd./Watford Bjarnason handboltakappi (0) „Ég held að Watford sé að lækka flugið, og sé ekki eins sterkt og áður. Brian Robson er kominn af stað aftur með United, og með tiUiti tU sigurs þeirra gegn Arsenal um síðustu helgi, þá spái ég heimasigri." 2 PállPálmason knattspyrnu- kappi(l) Middlesboro/ Wolves „Úlfarnir vinna þetta og hendast á toppinn". aðeins þrír spáðu rétt, og enn eru 5 án stiga. Það er þó ekki eitthvað sem segir neitt, enn eru fjórar umferðir eftir, og enginn öruggur með Wembleyferðina. HaU- dór Lárusson er einn með 100% nýtingu sem komið er, hann hefur 3 stig eftir 3 i'h'ViuV,'ii'WVH (Yp,}‘i'V i'u'oiiní' . ■ „Hvað eru tennurnar mínar að fætinum á þér???“ umferðir. Flosi og Þorsteinn fylgja fast eftir' með 2 stig, en aðrir eru skammt undan. Stig keppenda eru í sviga aftan við nöfn þeirra hér að ofan. Já það blæs ekki byrlega fyrir spá- mönnum, þegar falibarátta og barátta um UEFA sæti eru annars vegar, og mögu- leikarnir á hvaða Uð faUa, og hvaða Uð fara í Evrópukeppnir eru svo margir sem þeir eru nú. Enginn náði 12 réttum um síðustu helgi, fjórar raðir voru með 11 rétta og 99 raðir með 10 rétta. Hver þessara fjögurra með 11 rétta fékk í sinn hlut krónur 45.400, en hver hinna 99 raða gaf krónur 989. Nú er bara að spá í þessari leikviku, okkar spámenn hér á Tímanum gefast ekki upp, spá galvaskir, og ætla sér náttúrlega aUir á Wembley, tU mikUs er að vinna... STAOUR HINNA VANDLATIJ STAÐAN 1 Staðan í efstu deildunum á 1 1 Englandi eftir leiki ó laugar- dag. l.deild: Uverpool ..37 24 9 4 85-29 81 Watíord .. 37 20 4 13 67-48 64 Manch. Unit... ..34 16 12 6 46-26 60 Aston Villa ... .. 36 18 4 14 5344 58 Nott. Forest... ..37 16 8 13 5246 56 Stoke City .... ..37 16 7 14 51-52 56 Southampt ... ., 37 15 10 12 50-51 55 Tottenham ... ..36 15 9 12 544 6 54 WestHam ... .. 36 16 4 16 57-54 52 Everton ..36 14 9 13 5545 51 Ipswich .. 37 13 11 13 54-44 50 Arsenal .. 35 13 10 12 4647 49 West Bromw.. .. 36 12 11 13 4746 47 Notts County . .. 38 13 7 18 50-65 46 Covent City .. ..37 12 9 16 43-52 45 Sunderland... ..36 11 11 14 41-51 44 Manch.Cíty .. ..38 12 8 18 45-64 44 NorwichCity . .. 36 11 10 15 42-52 43 LutonTown .. ,. 36 10 11 15 58-73 41 Swans. City .. ..37 9 10 18 46-59 37 Birm. City .... ..37 8 13 16 33-53 37 Brighton ..36 8 11 17 3462 35 2.deild: ' Q.P.R ..35 22 6 7 68 30 72 Wolves ..37 19 12 6 61 37 69 Fuiham ..36 18 9 9 59 40 63 Leicester ..37 18 7 12 67 41 61 Leeds ..36 13 17 6 46 39 56 Oldham ..37 12 18 7 55 39 54 Newcastle.... ..36 14 12 10 58 47 54 Barnsley ,.36 14'H 11 64 46 53 Sheff.Wed ... ..36 13 13 9 51 39 52 . Shrewsh ..37 13 13 11 44 44 52 Blackburn .... ..37 13 10 14 51 62 49 Cambridge ... ..37 11 11 15 37 52 44 Grimsby ..37 12 8 17 43 64 44 Carlisle ..37 11 10 16 63 63 43 Derby ..37 8 18 11 44 51 42 Middlesbr ..37 10 12 15 43 65 42 Chelsea ..37 10 11 16 48 66 41 Charlton ..36 11 7 18 50 76 40 - Crystal P ..36 9 12 15 35 46 39 Bolton ..37 10 9 18 39 56 39 Rotherham ... ..37 9 12 16 38 59 39 Bumley ..35 9\ 6 20 48 60 33 ■ Frá keppni í borðtennis á Islandsmóti fatlaðra. Þar var keppt í mörgum flokkum. Myndirnar tók Hrafn Óskarsson. FRABÆR AÐSTAÐA - DRENGILEG Islandsmót fatlaðra var haldið á Selfossi um sídustu helgi ■ „Á Selfossi eru frábærar aðstæður, til að halda svona mót, og aðdáunarvert hve mikið hefur þar verið gert i íþrótta- málum“, sagði Markús, Einarsson hjá íþróttasambandi fatlaðra á mánudag, eftir Islandsmót fatlaðra á Selfossi um helgina. Á Selfossi var keppt í sundi, borðtennis, boccia og bogfimi. Leikgleð- ■ Verðlaunaafhending í sundi. Guðmundur Jónsson íþróttaforkólf- ur á Selfossi afhendir verðlaunin. in í fyrirrúmi, sigurinn fólst í því að vera með, og áreiðanlega margt sem „full- frískir“ íþróttamenn ef svo má að orði komast, gætu af fötluðum lært í því efni, það geta nefnilega ekki allir sigrað. Og það er óhætt að taka undir orð Markúsar Einarssonar hvað varðar íþróttaaðstöðuna á Selfossi. Þar er nýtt glæsilegt íþróttahús, tvær sundlaugar í sömu sundhöllinni, úti og inni, með viðeigandi pottum, nuddpottum og líkamsræktaraðstöðu. Sundlaugin ersvo að segja við hlið íþróttahússins sem er sambyggt Gagnfræðaskólanum og þar er starfandi mötuneyti og góð gistiaðstaða. Það væsti því ekki um íþróttafólkið úr röðum fatlaðra á Selfossi. Eins og áður er nefnt var keppt í fjórum íþróttagreinum, í sundi var keppt í 33 sundum, eftir flokkum og greinum, í Boccia í fjórum flokkum, einstaklings- keppni og sveitakeppni. f bogfimi voru veitt 6 gullverðlaun, og í borðtennis keppt í flokkum þroskaheftra, heyrnar- daufra, hreyfihamlaðra sitjandi og standandi, og að sjálfsögðu í flokkum karla og kvenna, einliðaleik, og tvíliða- leik. Sigurvegarar voru jafnmargir og greinarnar, og svo eins og áður sagði stærsti sigurinn falinn í því að vera með. Hér verður ekki birtur tæmandi listi yfir sigurvegara á mótinu, til þess er ekki rúm. Sigursælust í sundi urðu Anna Geirs- dóttir ÍFR, ína Valsdóttir Ösp og Böðv- ar Böðvarsson IFH, sem öll hlutu 4 gullverðlaun, og Edda Bergmann, Ösp og Sigurður Pétursson Ösp sigruðu í þremur greinum. Jón Grétar Hafsteinsson var mjög sigursæll í boccia og borðtennis, sigraði í flokki þroskaheftra í boccia í einstakl- ingsflokki og sveitakeppni, og í einliða- leik karla í borðtennis. Þá hlaut Elísabet Vilhjálmsson 3 gull í bogfimi og sigraði, og Ásgeir Sigurðsson varð annar, hlaut einnig 3 gull. msmm ■ Boccia er íþróttagrein sem nær eingör.gu er bundin við fatlaða hér á landi. Viða erlendis er þessi íþrótt mjög vinsæl. 33 sund voru þreytt á Selfossi. Sund er sú íþrótt scm fatlzðir stunda hvað mest.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.