Tíminn - 28.04.1983, Side 4

Tíminn - 28.04.1983, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 28. APRIL 1983 Roccoco - sófasett Stakir stólar og sófaborð. Úrval af gjafavörum. Reyr-húsgögn og málverk. Fermingargjafir í úrvali. Verslunin Reyr Laugavegi 27, sími 19380 7 i’v V. GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. * S. 54595. Æ, Meltaway Snjóbræðslukerfi í bílastæði, tröppur, götur, gangstíga torg og íþróttavelli. Síminn er: 77400 Þú nærð sambandi hvort sem er að nóttu eða degi. PÍPULAGNIR sf. Smiðjuvegur 28 — BOX 116 202 Kópavogur ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU VIOGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. REYKJAVIKURVEGI 25 Há'fnarfirði sími 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík. Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, giugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6” og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 fréttir Engin er rós án þyrna: Fjordungs fjölgun árekstra í Borgarnesi — eftir að fjarðar- brúin kom BORGARNES: Engin er rós án þyrna, segir einhversstaðar og svipað mætti segja um Borgarfjarðarbrúna. Frá árinu 1981 fjölgaði umferðar- óhöppum í Borgarnesi um fjórðung frá næstu árum á undan, samkvæmt könnun sem gerð var af lögreglunni í Borgarnesi. „Ut af fyrir sig þykir tnér nú nokkuð mikið sagt að þessi fjölgun umferðar- óhappa sé einungis vcgna tilkomu brúarinnar, cn auðvitað hefur umferð hérna aukist verulega með tilkomu hennar. Einnig hefur orðið hér mikil fjölgun íbúa og þar með auðvitað fjölgun bíla um leið. í þriðja lagi fjölgar sumarhúsum hér í héraðinu stöðugt, sem einnig eykur mikið um- ferðina hér á staðnum. Ég held því að skýringanna sé víðar að leita en til brúarinnar", sagði RúnarGuðjónsson, sýslumaður í Borgarnesi. I samantekt yfirlögregluþjónsins í Borgarnesi á umferðaslysum þar á árunum I978 til 1982, að báðum árun- um meðtöldum kom í Ijós að árið 1978 voru þau 51 og árið 1979 alls 53, árið I980 samtals 57. Árið I98l fer talan upp í 71 og árið 1982 vcrða óhöppin 73. Rúnar tók fram að í flestum tilvikum væru þetta smá árekstrar með litlu eignatjóni og nær engum slysum. „Fyrst og fremst er þetta vegna þess að það vantar meira svigrúm. Við höfum hér ákveðna erfiða hnúta", sagði Rúnar. Af þeim stöðum nefndi hann t.d. bílaplanið við Essó-bensín- stöðina, úti í cyju þar sem bílastæði séu illa skipulögð og við Hótelið - andspænis Kaupfélaginu. Fyrirframan Hótclið hafi t.d. orðið 16 árekstrar á þessu tímabili. Menn eru því hvattir til að gæta vel að sér á þessum stöðum. svo og á aðalbrautinni - Borgarbraut- inni - sem gengur í gegn um plássið. - HEI Borgarfjarðarbrúin Oddeyrarskóli 28 ára en þó ekki fullbyggður: Nemendur hópast í leyfislausan leiktækjasal — vegna skorts á félagsaðstöðu AKUREYRI: „Unglinga á Oddeyri bráðvantar félagsaðstöðu. Lausleg könnun hetur leitt í Ijós að börn af svæðinu leita í hópum í leiktækjasal sem starfar án leyfis í miðbænum, því ekki er í annað hús að venda", segir m.a. í frétt frá Foreldra- og kennara- félagi Oddeyrarskóla sem nýlega hélt sinn fyrsta fund með fulltrúum úr bekkjardeildum skólans, en félagið var stofnað s.l. haust. indriði Úlfsson, skólastjóri ræddi m.a. um húsnæðisþrengsli Oddeyrar- skólans, sem enn er ekki fullbyggður, þótt 28 ár séu liðin síðan framkvæmdir hófust við hann. Mörgum hafi þá þótt það ofrausn að byggja fyrir 320 nem- endur. Þeir hafi þó orðið 480 á 2. starfsári skólans og séu 420 nú í vetur. Sagði skólastjóri vinnuskilyrði á marg- an hátt bág vegna húsnæðisþrengsl- anna. Þá sagði skólastjóri því miður ekki hafa tekist að öllu leyti að samræma viðhorf og vilja starfsmanna skólans annars vegar og skólanefndar, em- bættismanna og hönnuða hins vegar í sambandi við íþróttahús það sem nú hilli undir við Oddeyrarskóla. M.a. hafi skólafólkið mætt vissri andstöðu við hugmyndir um félagsaðstöðu í skóiahúsnæðinu. Á fundinum var síðan samþykkt áskorun á bæjaryfirvöld að hraða undirbúningi og byggingu íþróttahúss- ins sem mest, svo og stjórnunar- og félagsaðstöðu við skólann. Tímabært sé að fara að Ijúka við byggingu þessa 28 ára gamla skóla. Jafnframt var samþykkti að fara þess á leit að Félagsráð og stjórn Foreldra- og kennarafélags Oddeyrar- skóla fái að hafa fulltrúa með málfrelsi og tillögurétti á þeim fundum skóla- nefndar Akureyrarbæjar, þar sem fjallað er um byggingamál skólans. - HEI Adalfundur Búnaðarfélags Rangárvallahrepps: Vilja ekki rall á Fjallabaksleið RANGÁRÞING: Búnaðarfélagið á Rangárvöllum samþykkti nýlega ein- róma að mótmæla því að erlendir rallýkappar geystust um afréttarlönd þeirra. „Það var borin fram tillaga um þetta á aðalfundi Búnaðarfélagsins og sam- þykkt einróma. Tillagan var efnislega að við mótmælum þessu fjallarallýi og skorum á sýslumann að gera það sem hann getur til að sporna við því", sagði Þorsteinn Oddsson, bóndi á Heiði á Rangárvöllum sem er formaður Bún- aðarféJagsins. Fjallabaksleið syðri til- heyrir afrétti þeirra Rangvellina. í greinargerð með þessari samþykkt sagði Þorsteinn koma fram að rallýið yrði viðbót við aðra umferð um Fjalla- baksleið, sem sé meiri en nóg fyrir. Hann kvað það þó hafa minnkað, að menn væru akandi þarna út um hvipp- inn og hvappinn, en slíkt hafi verið mikið unr á tímabili. „Það er mjög veikur gróður þarna og þolir umferð illa," sagði Þorsteinn. Aðspúrður sagði hann hafa verið reynt lítilsháttar að bera áburð á afréttinn, en það virðist ekki koma að miklum notum, vöxtur þar sé svo hægur. Þorsteinn kvað nú aðeins orðna örfáa menn sem reki fé sitt á afrétt á sumrin, þannig að hann sé tæpast ofbeittur. Við spurðum Þorstein almennra tíð- inda úr sveitinni. „Það er svo sem ekkert sérstakt aó frétta. nema að manni finnst tíðin köld ennþá. Hér á ofanverðum Rangárvöilum hefur jörð verið undir snjó núna síðustu daga, en hann hefur nú töluvert gengið upp í blíðunni sem verið hefur í dag, sem er lang besti dagurinn ti! þessa". Hann kvað hafa verið frost flesta daga og upp í 8-10 gráður nær allar nætur. Frost í jörðu telur Þorsteinn þó ekki ýkja mikið á þessum slóðum. þannig að jörð ætti að taka nokkuð fijótt við sér er það snerist til hagstæð- rar tíðar. „En þó yrði það heldur í seinna lagi, því oft er nú farið að gróa eitthvað á þessum tíma, sem er alls ekki neitt núna”, sagði Þorsteinn. Sauðburð sagði Þorsteinn væntan- lega hefjast um 10. maí, en kannski aðeins fyrr þær ær sem voru sæddar í desember. En það sé ekki almennt. - Eru bændur að minnka bústofn sinn, eða kannski stækka hjá sér? - Ég held að þetta hafi nú verið svipað svona síðustu árin. í Gunnars- holti er þó orðið mikið minna fjárbú lieldur en var. Fénu þar varfargað að mestu leyti s.l. haust, sagði Þorsteinn. - HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.