Tíminn - 28.04.1983, Síða 12
FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983
12
heimilistíminn
umsjón: B.St. og K.L.
■ Sl. föstudag var saman kominn
hópur fríðra og föngulegra kvenna
í stöðvum Kennarasambands ís-
lands við Grettisgötu í Reykjavík.
Hér voru saman komnir félagar í
Handavinnukennarafélagi íslands,
en þennan dag héldu þeir svokall-
aðan „Starfsdag“ ásamt félögum
sínum öðrum í Sambandi hand- og
myndmenntakennara. Innan sam-
bandsins eru handavinnu-, smíða-,
teikni- og vefnaðarkennarar.
betta er í fyrsta sinn, sem slíkur
„Starfsdagur" er haldinn, og að
sögn Guðrúnar Þórsdóttur, for-
manns Handavinnukennarafélags
íslands, fer þaö eftir því, hvernig
til tekst nú, hvort framhald veröur
á starfsdagahaldi.
Blm. Heimilistímans varð hugs-
að til handavinnutímanna í barna-
skóla fyrir allmörgum árum. Þá
var ekki um auðugan garð að
gresja í efnisvali til handavinnu
(Tímamyndir GE)
■ Það var þröngt setinn bekkurinn á „Starfsdegi" handavinnukennara, en konurnar létu þaö ekki á sig fá.
Starfsdagur
handavinnukennara
og aðaláherslan var lögð á aö
koma ncmendum upp á lagið meö
hagnýt vinnubrögð, t.d. að prjóna
vettlinga og leista, sauma svuntur
og blússur. Bæði efniviöurinn og
vinnubrögðin höföuðu lítiö til allt
of margra nemenda, sem stóðu í
þeirri trú, að þeir ættu lítið gagn
eftir að hafa af þessari kunnáttu.
En greinilegt er, aö hér hefur mikil
breyting orðið á.
Guðrún Þórsdóttir segir, að
markmiðið í handavinnukennslu
nú sé að kenna aöferöir, fremuren
að binda verkefnin aígerlega við
ákveðin stykki, sem ekki má
bregða út af, eins og áður var. -
Frjálsræðið er nú allt annað en
var. Nemendur ráða nú miklu
meira hvaða verkefni þcir taka sér
fyrir hendur, segir hún. En hún
kvaö stöðugar brcytingar vera á
handavinnukennslu.nú er t.d. unn-
ið að því að tengja handavinnu-
kcnnsluna meira ööru námi í skól-
unum en verið hefur. Eitt atriði í
þeim breytingum cr að leggja
meira hópverkcfni fyrir nemendur
en til þessa hefur tíðkast, þ.e.a.s
að kenna þeim að vinna saman í
hópum.
Og það var einmitt það, sem
handavinnukennararnir voru að
fást við á áðurnefndum „Starfs-
degi“ sínum sl. föstudag. Verkefn-
in, sem þær voru að vinna við,
voru 4, vetur, sumar, vor og haust.
Konurnar drógu sér verkefni og
skipuðu sér saman í hópa, en
verkefnin unnu þær síðan frá eigin
brjósti.
Meðfylgjandi myndir sýna mis-
munandi útfærslur þeirra á verk-
efnum, en allar eiga það sameigin-
legt að vera mjög skemmtilegar.
■ Hér virðisl uppskerutíminn vera að nálgast
■ Hér eru hendur svo sannarlega látnar standa fram úr ermum. Unniö er samtímis frá réttunni og röngunni, svo að enginn
tími fari nú til spillis;
■ Þær höföu veg og vanda af þessum fyrsta „Starfsdegi“ handavinnukennara.
Elísabet Magnúsdóttir (t.v.), formaður Starfsdagsnefndar, og Guðrún Þórsdóttir,
formaður Handavinnukennarafélags íslands (t.h.)
t. ■ Kappið var svo mikið, að konurnar gáfu sér ekki tíma til að færa sig um set til að njóta kaffisins.
kalTibollarnir fá því að dvelja í góðum félagsskap efniviðarins, sem notaður var við handavinnuna.
■ Stundum var skotist frá öðrunt borðum í heimsókn til að kíkja á það sent hinar voru að gera