Tíminn - 29.03.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.03.1956, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 29. marz 1956. Mescalín - jurtalyfið mexíkanska: ■mscS Opnar það dyr ti! svimandi sælu, eða er það skjól heimsþreyttra lífsflóttamanna? Aldons Huxley lýsir áhrifum þessa furðulega lyfs í síðustu bókum síimm — Lundúnabréf frá Jökli Jakobssyni Aldoux Huxley hefir um margt rætt um dagana og jafn- an látið að sér kveða á sviði bókmenntanna. Hann hefir lagt stund á flest form ritmennsku, skrifað skáldsögur, leikrit;"' ljóð og smásögur, en frægastur hefir hann orðið fyrir rit sín um þjóðfélagsmál og þar er penni hans skarpastur. Gagn- rýni hans á misbresti nútímamenningar er hárhvöss og ein- beitt, hreinskilni og hæðni lífga og lita frumlega og rökræna' hugsun. r- I LEIKHÚSMÁL j ....rmi i Hann hefir löngum komið á ó- vart og ekki sízt hafa tvær síðustu bækur hans vakið eftirtekt og furðu. Fyrir rúmum tveimur ár- um skrifaði hann bókina „Doors og Perception“ og nú fyrir nokkr- um dögum kom út í London „Hea- ven and Hell“, framhald þeirrar bókar. Það vex eitt bióm í Mexíkó. í eyðimörkum Mexíkó grær urt af kaktusætt og heitir því virðu- lega nafni Anholonium Lewinii og varð fyrst rannsökuð af vísinda- mönnum á seinni hluta 19. aldar, en Indíánar höfðu lengi þekkt þessa jurt og talið hana guðlega. Úr rót jurtarinnar fæst eiturefnið mescaliu sem orðið hefir tilefni fyrrgreindra bóka Huxleys og að hans dómi á efni þetta e. t. v. eftir að gerbreyta sögu mannsandans og viðhorfi og skilningi manna á eðli tilverunnar! Huxley bað um að verða til- raunadýr visindamanna, sem feng- ust við rannsóknir á mescalini og lýsir þeim áhrifum sem hann varð fyrir. Fyrstu áhrifin urðu þau að skyn hans á fjarlægðir og víddir gerbreyttist svo hann sá „dýpra inn í“ hlutina en ella og tímaskyn- ið dvínaði, eða öllu heldur komu aðrir hlutir merkilegri í staðinn. Dómgreind hans og minni hélzt ó- skert, viljakraftur hans hvarf að mestu og þeir hlutir, sem hann áð ur hafði haft áhuga á og hugsað daglegu lífi, að öðrum kosti verði skynjunin ofviða mannshuganum. — En ýmsir einstaklin'gar sóu fæddir með víðara skynsvið en öll alþýða og standa því nær leyndar- dómi tilverunnar, í þeirra hópi tel- ur Huxley listamenn, skáld, tón- snillinga, spámenn, heimspekinga og sjáendur. Mescalín segir hann að víkki skynsvið mannsins, þann- ig, að hann sjái og heyri þá hluti, sem listamennina aðeins grunaði. Vöggugáfa snillinganna er barna- glingur hjá áhrifum mescalíns. Heimspekilegar kenningar eru ekki nema ein hliðin á málinu, líf- færifræðilegar verkanir mescalíns- ins eru einnig teknar til greina og kannaðar eins og unnt er. í manns- heilanum eru starfandi ýmis enz- yme-kerfi, sem gegna mismunandi hlutverkum. Nokkur þeirra vinna að því að birgja heilafrumurnar upp af glúgósum. Mescalín hefir þau áhrif að starfsemi þeirra kerfa lamast og þar með minnkar stór- um sá sykurskammtur, sem nauð- synlegur er heilanum. Við það koma fram þau áhrif á hugann, sem áður er sagt frá. „Sjálf-ið hverfur, en innsta verund hlutanna opinberar sig,“ segir Hux ley. Mescalín í stað sakramenta. Huxley gengur út frá þeirri stað- reynd, að maðurinn geti aldrei orð ið sjálfum sér nægur, hann muni aldrei hætta leit sinni að einhvers um, misstu algerlega gildi sitt í j konar smugu á þeim vegg hvers- huga hans. Hann varðaði ekki! dagsleika og fábreytni, sem um- meira um þá af þeirri ástæðu, að kringja hann og gerir líf hans grátt annað betra og meira tók hug hans fanginn. Litir urðu allir skær ari og fegurri og form einfaldra hluta, borðs, stóls og klæðnaðar, fékk á sig aðra mynd, sem orkaði á skynfæri hans af álíka krafti og fegurstu og mikilfenglegustu lista- verk snillinganna höfðu orkað á huga hans áður í eðlilegu ástandi. og snautt. Trúarbrögð og listir, há- tíðir og „þorrablót“, dans og á- heyrn góðs upplesturs, allt er þetta að dómi Huxleys „smugur í vegginn.“ Og sama tilgangi þjóna tobak og brennivín ásamt öðrum eiturlyfjum í daglegri notkun. En Huxley fordæmir þau, sem skaðleg og seigdrepandi eiturefni þar sem Er sú spurning var Ligð fyrir j aftur á móti mescalimð taki þeim hann hvort honum fyndist um- i öllum fram að gæðum, en hafi hverfið þægilegt eða óþægilegt,; enga galla þeirra; vekji hvorki svaraði hann: „Neither, it just is“. glæpsamlegar og siðlausar tilhneig Ósköp venjulegt pottblóm í stof-, ingar eins og áfengi, né lami unni varð honum tilefni óendan-; hjarta og lungu ems og nikótín. legrar fullnægingar, hann skynýði \ Hann ræðir ennfremur samband í þessu pottblómi innstu veru allra trúarbragða og ölvunar af hvers hluta og Jykill lífsgátunnar lá í konar tagi, eins og kunnugt er, hendi hans. Hann starði iímunum voru drykkjur háðar í nánum saman á þá ummyndun, sem efnið tengslum við blótin til forna með í buxunum hans hafði tekið á sig norrænum þjóðum og svipað átti og fannst öll listaverk heims, tón-! sér stað með fjarlægari þjóðflokk- smíðar Bachs, málverk Rembran-! um. Huxley heldur þvi blákalt dts og skáldskapur Shakespeares fram, að trúarbrögð nútímamanna Maðurinn skapaði bílinn í sinni mynd. Meðan á tilraun Huxleys stóð kvaðst hann hafa komizt nær því að grafast fyrir um hinar raunveru legu rætur schizophreniu en nokkru sinni áður, en schizophren- ia mun vera algengasta íegund geð veiki á okkar öld. Sjúklingurinn er í svipuðu ástandi og sá, sem tekið hefir mescalín, að því viðbættu, að hann skynjar vegna sjúkleika síns illa áhrif, sem yfirþyrma hann, örvæntingin verður marg- föld og hann veit að hann getur á engan hátt útilokað þessi áhrif. Tilraunir hafa sýnt, segir höf., að einungis heilbrigðir menn til sálar og líkama eru færir um að neyta mescalíns, annars verði tilveran helvíti í stað himnaríkis. Ekki verður skilizt við þetta spjall án þess að geta hvernig Huxley varð við er hann var leidd- ur út á götu og sýnd nýtízku bif- reið. Úr „innstu verund“ bílsins streymdu þéttar bylgjur heimsku- legrar sjálfsánægju! Maðurinn skapaði bílinn í sinni mynd — og Huxley fékk óstöðvandi hláturkast unz tárin runnu niður kinnar hans. Vísa völvunnar íslenzku. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort kenning Huxleys sé rétt, að mescalínið geti undir stjórn sérfróðra manna, orðið bjargvættur mannkynsins, létt af því áhyggjum og sorgum en fyrt það „svimandi sælu“, leyst vanda- mál, sem hingað til hafa orðið mönnum að falli og jafnvel færl þá nær lausn gátunnar miklu um hinztu rök lífsins. Eða er mesca- línið aðeins nýtt hálmstrá, svika- stígur, sem heimsþreyttir lífs- flóttamenn hafa fundið til að forða sér undan þungri skyldu, sem þeir megna ekki að framkvæma? Völvan íslenzka hefir áreiðan- lega ekki þekkt mescalín, en hefir sennilega verið í hópi þeirra sjá- enda og dulspekinga, sem Huxley talar um, að hlotið hafi í vöggu- gjöf það innsæi i tilveruna, sem 1 einnig mescalín veitir. Að minnsta kosti er hennar læknisráð hvorki það, að leggja undir sig heiminn með styrjöldum og blóði né held- ur að yrkja ódauðleg kvæði: Ef að þín er lundin hrelld þessum hlýddu orðum: Gakktu með sjó og sittu við eld svo kvað völvan forðum. Þetta einfalda ráð völvunnar er skylt frásögn Huxleys, er hann sat himinlifandi og starði á dá- semdirnar í efninu í buxunum sín um en gaf skít í Shakespeare, Bach og Itembrandt. Fáskrúíkgir en táknrænir Iielgileikir á páskahátíðinni - Ríkisútvarpið flyt- nr nútíma helgiieik á laugardagien fánýtur hégómi hjá því undri. Sykurforði heilafrumanna og innsta verund allra hluta! Huxley reynir að útskýra þessi undursamlegu áhrif hins nýja og lítt þekkta efnis. í því skyni grípur hann til þeirrar kenningar Berg- sons að sérhver sála hafi þann hæfileika að vita og skynja allt, sem komið hefir fyrir hana og enn fremur allt, sem á hverju augna- bliki gerist í öllum alheiminum. Skynfæri mannsins og íaugakerfi séu tæki til að útiloka og skammta sérhverjum örlitlum hluta þessar- ar skynjunar, hæfilegan skammt þurfi á einhverju slíku að halda, en þar sem áfengi komi ekki til greina af augljósum orsökum muni mescalínið verða hin dýrlegasta guðsgjöf. í því sambandi segir hann írá trúariðkunum núlifandi kristinna Indíána í Ameríku (The Native American Church). í stað messuvíns og obláta neyta þeir lyfs, sem er náskylt mescalíni og líta á kaktusinn sem sérstaka gjöf Guðs, senda til þeirra af himnum. Við trúarathafnir sinar halda Indí ánarnir ráði, rænu og réttum sið- um og prófessor, sem rannsakað hefir og tekið þátt í messum þeirra staðhæfir, að trúarbrögð þeirra, tilbeiðsla og guðhræðsla sé stór- til j>ess að einstaklzngurinn fái not.jum dýpri og heigari tilfinning en ið sín í lífsbaráttunni og Lfað | meðal hvítra manna kristmna. Frá St. Gallklaustri til Strindbergs EFTIR AÐ HINUM RÓMVERSKU leikum hafði hnignað niður í trúðu leika, sem oft urðu siðspillandi, snerist hin almenna kristna kirkja gegn slíkum sýningum með þeim afleiðingum, að leiklist í Ncrður- álfu sofnaði Þyrnirósarsvefni, sem stóð í nokkrar aldir. Á sjöttu og sjöur.du öld flæddi yfir álfuna menningarstraumur frá Eyjunni grænu, írlandi, sem þá var orðið eitt mesta menningarríki heimsins. Sjúkrahús, klaustur og aðrar menntastofnanir risu upp víða á meginlandinu, og kunna menn deili á mörgum þeirra manna, scm hér voru að vcrki. Einn kunnasti lærdómsmaður þessara alda var heilagur Coluinbanus, sem senni- lega hefir verið kennari þess manns sem St. Gallklaustrið í Sviss er kennt við. St. Gallklaustrið varð snemma griðastaður bók- mennta og fagurra lista, og frá því er komin elzta frásögn um endur- reisn leiklistarinnar í Norðurálfu. Á PÁSKUM, einhvern tíma á tí- undu öld, var örstuttur leikur felld- ur inn í hámessu upprisuhátíðar- innar. Prestarnir, skrýddir dalma- tika, sýndu atburðinn á páskadags- morguninn, þegar konurnar komu að gröf Krists og hitta þar engilinn. Hann ávarpaði þær og segir: Að hverjum leitið þér, ó kristnu konur? Þær svara: Jesú frá Nazar eth, ó himneskur. Engillinn: Hann er ekki hér, hann er upprisinn, eins og hann sagði. Farið því og segið að liann sé risinn úr gröf- irtni. Þessi stuttu samtöl, sem brátt fóru að tíðkast á hátíðisdögum kirkjunnar, urðu smám saman viða meiri. Þau voru án undirleiks og ekkert svið var notað. Á jólum var venjulega% sett jata með mynd af jólabarninu í kórinn, og þangaö söfnuðust prestarnir, sem sýndu fjárhirðana vegsama barnið, kista með hvítu klæði yfir, var látin tákna gröf Krists. í augum nútíma manna virðast leikar þessir harla fáskrúðugir, en í augum mynda- og bóklausra kynslóða fyrri alda voru þeir oft stórviðburðir, og nutu óskiptar hylli almennings. Heim- Rita - ný Regn- bogabók Regnbogaútgáfan í Reykjavík hefir nýlega sent frá sér nýja regn bogabók, og nefnist hún Rita eftir Arlan Pram. Sagan segir frá ungri stúlku, sem lendir á villugötum og verður að standa fyrir lögreglu- rétti en hlýtur síðan samúð mið- aldra lögfræðings, sem tekur hana að sér og beinir lífi hennar á far- sælli brautir. Sagan er áhrifarík og spennandi og geðþekk um margt. Næsta regnbogabókin á undan þessari var sagan Það skeði um nótt eftir Alec Coppel. Sú saga hef ir verið kvikmynduð, og er mynd sú komin hingað til lands og verð- ur sýnd í Bæjarbíó í Hafnarfirði bráðlega. Bækur þessar eru gefnar út í smekklegum og handhægum, en ó- dýrum búningi — vasabókarformi, sem mjög tíðkast erlendis um bæk ur til skemmtilestrar. AIis hefir Regnbogaútgáfan gefið út 14 bæk- ur í þessum flokki. Efni fyrstu helgileikanna ildir eru fyrir því að leikar þessir hafi einnig verið tíðkaðir á Norð- urlöndum eða a.m.k. í Svíþjóð. Brátt urðu leikarnir viðameiri, auk þess sem efni þeirra gerðist ver- aldlegra. Þeim var því þokað úr kórnum, út á kirkjutröppurnar eða kirkjugarðana, og loks fluttust þeir á aðaltorg bæjanna. „PÁSKAR“ — hátiðarleikrit Ríkisútvarpsins. ÞESSI NÚTÍMA helgileikur, sem er í senn ljóðrænn, raunsær og með sagnakenndum blæ, verður AUGUST STRINDBERG fluttur í ríkisútvarpinu laugardag- inn fyrir páska. August Strindberg skrifaði leikritið, sem er í þremur stuttum þáttum, í októbermánuði árið 1900. Frumsýningin var í leik- húsi í Frankfurt am Main í marz næsta ár. Mánuði síðar var það sýnt í Dramaten í Stokkhólmi og hefir fram að þessu vérið það leik- rit Strindbergs, sem oftast er sýnt í ættlandi skáldsins, Sviþjóð. LEIKRITIÐ FJALLAR UM fjöl- skyldu, búsetta í Lundi. Faðirinn situr í fangelsi. Móðirin, sem situr heima með börnum sínum, ímynd- ar sér, biíur og þrjósk, að sakleysi eiginmannsins sannist áður en lík- ur. Eldri sonurinn, Elis, sem er kennari, verður að sjá fjölskyld- unni farborða, og auk yngri bróð- urins, Benjamíns, og systurinnar Eleonoru, er Kristina, unnusta El- j is, þar í heimili. , ÞAÐ HVÍLIR DAPURLEIKI yfir fjölskyldunni á þessum langa föstu degi. Hún óttast komu lánadrott- í ins síns. Benjamín barmar sér út ' af latínuprófi. Eleonora, sem er ! sálsjúk, hræðist heimsókn lögregl- ' unnar, því að stúlkunni hefir orðið 'á að taka páskalilju í verzlun án. i þess að vita, hvort kaupmaðurinn hafi fengið aurana, sem hún skildi eftir á búðarborðinu. Elis er órór og afbrýðissamur, því að Kristina hefir 'ofað að fara á hljómleika mcð öðrum manni. Á meðan fellur snjórinn „og hylur göturnar eins og hálmur, úti fyrir þessu deyjandi heimili.“ Síðasti þáttur, sem gerist á páskadagskvöld, hefst í gráköld- um næðingi, en endar í hlýrri vor- sól. Og þegar Eleonora biður um sólríkt surnar, þá geta áhorfendur tekið undir. „En þú verður að hvísla því lágt! Því að nú eru ský- in horfin og þá heyrist þangað upp.“ Sbj. Raðstofa tekin til starfa í RefSavík Frá fréttaritara blaðsins í Keí'lavík. Laugardaginn 24. þ. m. var tek- in í notkun baðstofa hér í Kefla- vík. Er hún gerð eftir finnskri fyr irmynd og hituð upp með raf- magni. Kvöldið fyrir opnun sýndi stjórn Sundhallarinnar báðstofuna og voru þar viðstaddir íþróttafull- trúi, bæjarstjóri o. fl. Báðstofan rúmar 8 manns í baði í einu og er áætlað að baðið kosti 8 kr. fyrir manninn. íþróttafulltri rakti sögu baðstofa frá fyrstu tíð. Gat hann þess, að nú væru starfándi‘40 bað- stofur hér' á landi og 14 ' þéírra væru hitaðar upp með rafmagni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.