Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 5
íslandskynning á vegum MÍR ■ María Sigurðardóttir rekstrarstjóri óperunnar og Hörður Erlingsson, sem hefur undirbúið sumarstarfið í nýju kaffistofunni. Tímamynd GE Blómlegt sumarstarf hjá íslensku óperunni - kaff istofa opnuð á ef stu hæð Gamla bíós ■ ÁþessuárigengstMÍR.Menningar- tengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna fyrir svonefndum „Islandsdögum" í fyrsta sinn. Fyrsta íslandskynningin verður í byrjun næsta mánaðar í Eist- landi, og fer 20 manna hópur úr þjóð- dansafélaginu „Fiðrildunum'* á Egils- stöðum þangað þann 28. júní n.k. Flokk- urinn sýnir þjóðdansa og flytur íslensk þjóðlög og alþýðusöngva íTallin, Narva og fleiri borgum í Eistlandi. Einnig fer hópurinn til Moskvu og Leningrad og hefur sýningar þar. Á íslandsdögunum í Eistlandi verður einnig opin sýning í Tallin á verkum tveggja íslenskra leikmyndateiknara, Fórunnar S. Þorgrímsdóttur og Sigur- jóns Jóhannssonar. Þá verða sýndar ljósmyndir frá sýningum og sviðssetning- um íslenskra leikhúsa á verkum rúss- neskra og sovéskra höfunda. í sýningarferðinni til Sovétríkjanna í sumar verða stjórnendur þau Þráinn Skarphéðinsson og Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir. Harmónikkuleikari er ■ Ráðsefna á vegum Félags norrænna mosafræðinga, verður haldin hér á landi dagana 1.-9. júlí. Eru nú komnir hingað til lands margir mosafræðingar frá Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Dvalið verður á Hótel Eddu, Menntaskólanum að Laugarvatni, og verða farnar þaðan ferðir vítt um Suðurland. Á þann hátt kynnast þátttakendur sérkennum og sér- legum lífsskilyrðum íslenskra mosa. í tengslum við ráðstefnuna verður nám- skeið í gróðurgreiningum fyrir norræna námsmenn og er það styrkt af Nordiskt Kollegium för Ekologi. Leiðbeinendur verða Gert Sten Mogensen, Bergþór Jóhannsson og Ágúst H. Bjarnason, en þeir síðastnefndu hafa annast undirbún- ing. f félagi norrænna mosafræðinga eru 220 félagar og gefur félagið út vísinda- Helgi Eyjólfsson. Síðari hluta októbermánaðar verða svo hinir árlegu „Sovésku dagar" á íslandi og verða þeir nú einkum helgaðir. Litháen, sem er eitt landanna við Eystra- salt. Af því tilefni kemur hópur lithá- iskra listamanna til íslands, m.a. einn af fremstu óperusöngvum Litháa, söng- kona, píanóleikari og söng- og dansflokk- urinn „Vetrunge" (Attavitinn), skipaður nemendum tónmennta-og dansdeildar Kennaraháskóla ríkisins í Klaipede. Þessi hópur er einn þekktasti þjóðdansa- flokkur í Litháen og hefur farið í mörg sýningarferðalög til útlanda. Meðal ann- ars var flokkurinn fulltrúi Litháa við opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Moskvu 1980. Þá kemur hingað í tilefni „Sovésku daganna" ýmiss konar sýningarefni, m.a. svartlistarmyndir, Ijósmyndir, list- munir o.fl. og verður sýning á þeim munum m.a. í Ásmundarsal við Freyju- götu. tímaritið Lindbergia, eitt virtasta rit sinnar tegundar í heiminum. flutningar h/f í nýjum og glæsilegum húsakynnum að Skútuvogi 8 í Reykja- vík. Lóð fyrirtækisins er um 10.000 fermetrar en húsið sjálft er 1829 fermetr- ar. Aðstaða til lestunar og losunar bíla er öll hin fullkomnasta, m.a. eru í húsinu rafknúnar vökvalyftur sem jafnað geta hæðir hinna mismunandi bifreiða við lestum og losun. Þá eru allar afgreiðslu- dyr rafknúnar. Að sögn Gissurar Þorvaldssonar fram- kvæmdastjóra Landflutninga var orðin ■ íslenska óperan gengst fyrir kvöld- vökum með íslensku efni í Gamla bíói í sumar og er tilgangurinn að kynna íslenska tónlist fyrir Reykvíkingum, jafnt sem útlendingum og hressa upp á fjárhag óperunnar. Á föstudags og laug- ardagskvöldum kl. 21.00 syngur 14 manna hópur úr óperukórnum íslensk þjóðlög og önnur lög eftir íslenska höfunda. Einnig verða sýndir þjóðdans- ar. Tveir einsöngvarar koma fram á hverri sýningu. ÖIl önnur kvöld kl. 21.00 verða kvik- myndasýningar. brýn þörf á nýju húsnæði vegna þrengsla á gamla staðnum við Héðinsgötu. Land- flutningum var úthlutað lóð við Skútu- vog árið 1976 en hún varð ekki bygging- arhæf fyrr en á sl. ári. Gissur sagði að byggingarframkvæmdir hefðu gengið mjög vel fyrir sig og hefði jafnvel getað gengið betur ef veðrátta hefði verið góð í vetur. Þá sagði Gissur að mjög mikil- vægt væri fyrir flutningastarfsemi af þessu tagi að hafa góða aðstöðu á „báðum endum" afgreiðslunnar, ekki hvað síst hér í Reykjavík. Með.tilkomu Á efstu hæð Gamla bíós hefur verið opnuð kaffistofu, en þar var í eina tíð íbúð þess kunna Bíó-Petersen. Þar geta gestir óperunnnar fengið súkkulaði, kaffi og meðlæti í hléum og eftir sýning- ar. í kaffistofunni hefur verið opnuð sýning á málverkum eftir Kjarval, Ás- grím og Jón Stefánsson. í uppganginum er jafnframt sýning á vefnaði eftir Vig- dísi Kristjánsdóttur. Verkin eru fengin að láni hjá Listsasafni Alþýðu og má geta þess að meðal mynda Kjarvals er ein sem aldrei hefur komið á sýningu áður. JGK húsnæðisins kæmu væntanlega fleiri aðil- ar til afgreiðslu en ætla mætti að ekki færri en 40-50 þúsund tonn af varningi fari í gegnum stöðina á ári. Landflutningar voru stofnaðir árið 1966 og er félag vöruflutningabílstjóra sem sjá um reglubundna flutninga á vörum út um allt land. Stjórn fyrirtækis- ins skipa: Ólafur Ólafsson kaupfélags- stjóri Hvolsvelli stjórnarformaður, Matthías Gíslason kaupfélagsstjóri Vík meðstjórnandi og Sigurður Jóhannesson fulltrúi KEA meðstjórnandi. -ÞB Ný samtök stofnud: Samfok ■ Nýlega voru stofnuð samtök sem kalla sig Samband foreldra- og kcnnara- félaga í Grunnskólum Reykjavíkur, skammstafað SAMFOK. Tildrögin að stofnun samtakanna voru þau að í maí 1982 komu saman til fundar formenn allflestra foreldra- og kennara- félaga í Reykjavík að frumkvæði félag- anna í Breiðagerðisskóla og Hlíðaskóla. Undirbúningsnefnd var kosin og sendi hún frá sér greinargerð til formannanna og í september sama ár var ákveðið um markmið og leiðir sem samtökunum bæri að stefna að. Stofnfundur var síðan haldinn 9.4. 1983 og sátu 34 menn þann fund, fulltrúar frá 18 grunnskólum auk for- eldra. Talsntaður undirbúningsnefndar mælti fyrir drögum að lögum og voru lögin samþykkt með nokkrum breyting- um þó. Þá var stjórn kosin til eins árs. Á stofnfundinum ríkti mikill cinhugur um nauðsyn þess að foreldrar ynnu saman að hagsmunamálum barnanna varðandi skólastarfið og ferðir þeirra milli heimilis og skóla. Menn voru sammála um að stefna bæri að því að hin einstöku félög fengju beina aðild að stjórn síns skóla og að sambandið fengi aðild að Fræðsluráði Reykjavíkur. Á fundinum kom fram að fyrir dyrum stæði að fræðsluráð Reykjavíkur héldi fund með formönnum allra foreldra- og kenn- arafélaganna. Á stofnfundinum varekki tekin afstaða til fjármögnunar starfsem- innar. Stjórnin mun leita upplýsinga hjá yfirvöldum hvaða möguleikar koma til grcina varðandi það. Það sem er helst á dagskrá SAMFOKS er að standa fyrir ráðstefnu um umferð- aröryggismál barna í haust og umfcrðar- dögum í grunnskólum í tengslum við hana. -ÞB Landvardafélag íslands: Lofsvert framtak lögreglu í Rangárvalla- sýslu ■ „Stjórn L.í. fagnar lofsverðu fram- taki lögregluyfirvalda í Rangárvallasýslu cr þau gengust fyrir eftirlitsflugi um óbyggðir helgina 25-26. júní í samvinnu við Landhelgisgæsluna", þannig hefst tilkynning frá Landvarðafélagi íslands sem þeir sendu frá sér vegna þessa máls. í tilkynningunni segir ennfremur að landverðir hafa ítrekað bent á nauðsyn samhæfðar gæslu flugvéla, bíla og stað- bundinnar vörslu á hálendinu. Stjórn L.í. vilji minna á að kærur landvarða á hendur ólöglegum hópferð- um hafi fengið að hvíla óáreittar í skúffum embættismanna og vonandi sé þetta eftirlitsflug merki um breytt við- horf stjórnvalda. -FRI ■ Félagar úr þjóðdansafélaginu „Fiðríldin“ sem farín eru í ferð til Fistlands og Sovétríkjanna. Félag norrænna mosafræðinga: RÁÐSTEFNAÁ LAUGARVATNI Landflutningar hf í nýjum húsakynnum ■ Þann 30. júní s.l. opnuðu Land- ■ I Tímanum var sagt frá mjólkurbíl sem valt fyrir stuttu á móts við bæinn Akbraut í Holtahreppi. Daníel Magn- ússon bóndi á Akhraut tók þcssar myndir af atvikinu sem tala sjálfarsínu máli. Tvennt er þó athyglisvert. Bíllinn er lítið sem ekkert skemmdur cftir veltuna enda mjúk lending í móann við hliðina á veginum. Þá sést vel hvað vegurinn cr mjór á þessum slóðum og vcgkanturinn hár svo lítið má út af bera að ekki verði þarna óhapp. Fyrir ári valt líka jeppabifrcið á santa stað og á sama hátt, og mjólkurbíllinn nú. Þessi vcgur er þó ekkcrt cinsdæmi í svcitum á Suðurlandi og sjálfsagt þurfa mjólkurbílstjórar víða að vinna við crfiðari aðstxður en þarna sjást. -GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.