Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 2 JÚLÍ1983 I Bjó við „eilífa æskuA< fram í andlátið! ■ 60 ár eru nú liðin síðan Gloria Swanson var á hátindi frægðar sinnar. En hún var sögð hafa haldið fcgurð sinni fram í andlátið. ■ Látin er í New York ein skærasta stjarna þöglu mynd- anna, Gloria Swanson, 84 ára að aldri. Gloria komst sem ung stúlka að við kvikmyndirnar og þcgar um tvítugt var hún orðin óum- dcilanlega stærsta stjarna Hollywood. A hátindi frægðar sinnar dró hún sig í hlé frá kvikmyndaleik, en lét þó til lciðast, þegar hún var orðin 51 árs gömul, að leika í cinni kvikmyndinni enn, „Sunset Boulevard". Þar fór hún meö hlutverk afdankaðrar leik- konu, sem getur ekki sætt sig við að vera búin að vera. Gloria þótti standa sig vel í hlutverkinu, en ekki vildi hún viðurkenna, að hún þekkti sjálfa sig í persónunni, sem hún túlkaöi á hvíta tjaldinu. Þvert á móti heföi hún vel sætt sig við að hætta kvikmynda- leik, enda löngum önnum kafin á öðrum vígstöðvum. Alls gift- ist Gloria sex sinnum, en fræg- asta ástarævintýri sitt átti hún með Joseph Kennedy, ætt- föður Kennedyanna, svo sem fram kom í ævisögu hennar, sem út kom fyrir nokkru. Gloria þótti halda sér með afbrigðum vel. Leyndardóm- inn kvað hún þann, að fólk skyldi aldrei gera neitt, sem því þætti óskemmtilegt. Effólk færi alltaf eftir sínu höfði, hreppti það eilífa æsku! Dauðdagi leikkonunnar var eftir hennar höfði. Hún sofnaði að kvöldi í rúmi sínu á sjúkra- húsinu, en vaknaði ekki að morgni. HÐ MIMB HANN HUDSON ■ Gordon Jackson sem Noel Strachan lögfræðingur, sem verður vonlaust ástfanginn í ungu stúlkunni Jean Paget sem hann varð fjárhaldsmaður fyrir og leikin er af Helen Morse í „ A Town Called Alice“. úr þáttunum „Húsbændur og hjú“ ■ -Ég hef bara verið að hvíla mig og hafa það gott síðustu þrjá mánuðina", sagði Gordon Jackson nýlega á blaðamanna- fundi í London. Gordon Jackson, sem flestir kalla reyndar Hudson, síðan hann lék yfirþjóninn í bresku sjónvarpsþáttunum „Upstairs, Downstairs“ kom fram í sjón- varpsviðtali, sem tekið var í London, á vegum danska sjón- varpsins. Claus Toksvig var viðmælandi Jackson. Þegar Jackson sagði frá sínu þriggja mánaða fríi var hann spurður, hvort heilsan hefði ekki verið í lagi, en hann taldi svo vera, en hann hefur unnið stanslaust síðan hann varð heimsfrægur scm Hudson, og allt í einu hefði þetta verið orðið of mikiö. - Það cr nú svo, að tlestir . leikarar eru fegnir að hafa nóg að gera, svo ég áttaði mig ekki ■ Þarna er Gordon Jackson kominn hress til vinnu aftur eftir þriggja mánaða frí. á því, að ég var að gera út af við sjálfan mig. Það er svona þegar maður verður loksins frægur - á sextugsaldri, sagði hann hlæjandi. Hann sagði, að loks hefði konan sín beðið sig að ræða málin og þau hefðu komist að þeirri niðurstöðu, að það væri engin ástæða fyrir hann að taka hvaða tilboði sem væri og þeytast um allar jarðir til að leika. (t.d. til Ástralíu í mynd- inni „A Town Called Alice“, sem var sýnd hér í sjón varpinu) -Ég ákvað, sagði leikarinn, að breyta um lífsstíl og taka nú lífinu létt, og byrjaði með þriggja mánaða fríi, - og ég er eins og nýr maður. I viðtal dagsins Jóhann G. Jóhannsson stendur í stórræðum: SMÁUÓDf UTOG USTAVERKAIEGA ■ „Þetta er fyrsta málverkasýning mín í ein þrjú ár,“ sagði Jóhann G. Jóhannsson, tónlistarmaður og málari með meiru í viðtali við Tímann, en það er óhætt að segja að hann standi í stórræðum þessa dagana. Hann opnaði málverkasýningu í Gallery Lækjartorgi, laugardaginn 2. júlí og er auk þess að byrja með listaverkaleigu og sölu, sem er nýjung hér á landi. „Málverkasýningin saman- stendur af 70 myndum sem ég hef málað á síðustu þremur árum. Þetta eruvatnslitamyndir, eins konar fantasíur og sumar með landslagsívafi. Éghef kosið< að kalla þessa sýningu, Smáljóð. í lit. Það má því segja að þetta séu ekki stór verk í þeim skiln- ingi. Þetta er sölusýning og verð myndanna er svona á bilinu 3-14 þúsund krónur,“ sagði Jóhann. Hver er hugmyndin að baki stofnunar listaverkaleigu? „Af fenginni reynslu á sýning- arhaldi og sölu listaverka, er ákveðið að stofna þessa Lista- verkaleigu á vegum Gallery Lækjartorgs, til að annast útleigu( og umboðssölu listaverka og eftirmynda. Hugmyndin er að einstaklingar og fyrirtæki geti tekið verk á leigu í ákveðinn tíma gegn vægu gjaldi. Nú ef (Tímamynd Ámi Sæberg) * ■ Jóhann G. Jóhannsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.