Tíminn - 12.07.1983, Síða 3
ÞRIÐJ UDAGUR 12. JÚLÍ1983
3
fréttir
Sparnadarhugmyndir heilbrigðisráðuneytisins:
„MUNUM HAMtA GEGN
ÞESSUM HUGMYNDUM”
segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður
Starfsmannafélgsins Sóknar
■ „Mér svnisl í fljótu bragði að við
munum reyna að hamla gegn þessum
hugmyndum ráðuneytisins eins og við
getum,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir, formaður Starfsmannafélagsins
Sóknar, þegar hún var innt álits á
sparnaðarhugmyndum hcilbrigðisráðu-
neytisins, varðandi rekstur ríkisspítal-
anna.
I bréfi heilbrigðisráðherra til stjórnar
og forstjóra ríkisspítalanna er sérstak-
lega óskað eftir að könnuð verði hag-
kvæmni þess að bjóða út ýmsa verkþætti
í starfsemi spítalanna svo sem rekstur
eldhúss og mötuneyta, rekstur þvotta-
húss og ræstingu, en við þessa þætti
spítalarekstursins, er meirihluti starfs-
manna í Sókn.
„Ég held að það gæti reynst erfiðara
en margur hyggur að bjóða út rekstur
mötuneyta og eldhúss. Á sjúkrahúsum
er framreitt sérstakt fæði, sem sjaldnast
er á boðstólum í mötuneytum annars
staðar. Varðandi ræstingarnar tel ég
ekki góða hugmynd að setja þær í bónus.
Eins og er veit ég ekki um eina einustu
Sóknarkonu sem hefur óskað eftir því að
tekin verði upp bónusvinna í ræstingum,
enda ræstingar á sjúkrahúsum að mörgu
leyti annars eðlis en annars staðar. Á
sjúkrahúsum er stöðugur umgangur.
Eins er með þvottahúsið, ég hef ekki
orðið vör við að neitt af því fólki sem þar
vinnur óski eftir bónusvinnu og mér
finnst ómannúðlegt að neyða henni á
fólk,“ sagði Aðalheiður. - Sjó
Eðvarð
Sigurðsson
látinn
■ Eðvarð Sigurðsson fyrrum alþing-
ismaður og formaður Verkamanna-
sambands íslands, lést í Reykjavík síðast
liðinn laugardag tæplega 73 ára að aldri.
Eðvarð var fæddur að Nýjabæ í Garði
í Gullbringusýslu, sonur hjónanna Sig-
urðar Eyjólfssonar sjómanns frá Litlu-
Brekku í Reykjavík og Ingibjargar Jóns-
dóttur frá Nýjabæ. Eðvarð vann ýmis
almenn verkamannastörf framan af ævi
en tók jafnframt þátt í verkalýðsbarátt-
unni og málefnum sem snertu verkafólk
og kjör þess. Árið 1944 gerðist hann
starfsmaður Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar en hafði áður verið í stjórn
þess, eða frá því í janúar 1942. Þá var
hann fulltrúi á þingum ASÍ frá 1942, í
miðstjórn þess frá 1954 og formaður
Verkamannasambands íslandsfrá 1964.
Eðvarð átti sæti í fjölda nefnda sem
fjölluðu um kjör og aðbúnað verkafólks.
Hann átti m.a. sæti í nefnd sem undirbjó
lög um atvinnuleysistryggingar 1956 og í
stjórn Atvinnuleysistryggingarsjóðs var
hann frá stofnun hans. Þá átti hann sæti
í nefndum sem endurskoðuðu lög um
slysatryggingar og var fulltrúi ASÍ í
íslensku sendinefndinni á ársfundum
Alþjóðavinnumálaskrifstofunnar í Genf
1955 og 1957.
Eðvarð átti sæti í miðstjórn Sósíal-
istaflokksins frá stofnun hans 1938 og
svo Alþýðubandalagsins frá stofnun
þess. - ÞB
Blöndudeilan:
Ætti að skýrast
í næstu viku
■ „Við munum halda viðræðum áfram
á morgun, en síðan er ætlunin að gefa
aðilum umþóttunartíma fram að helgi.
Á fundum í næstu viku ættu þessi mál
því að skýrast," sagði Guðlaugur Þor-
valdsson, ríkissáttasemjari, í samtali við
Tímann.
Sáttasemjari hefur nú til meðferðar
ágreiningsmál vegna kjarasamninga
starfsmanna við Blönduvirkjun. Full-
trúar verkalýðsfélaga er hagsmuna hafa
að gæta ræddu við sáttasemjara fyrir
helgi, en í dag var sameiginlegur fundur
með fulltrúum verkalýðsfélaga og sam-
taka vinnuveitenda.
Guðlaugur Þorvaldsson sagði að að svo
stöddu væri ekki unnt að segja hvort um
alvarleg ágreiningsefni væri að ræða, en
hugmyndir væru uppi um að gera heild-
arsamninga um virkjunarvinnuna líkt og
á Tungnaársvæðinu, og væri því um
talsvert verk að ræða. GM
astur látinn
■ Þorgrímur V. Sigurðsson frá Staða-
stað, fyrrum prófastur fyrir Snæfellsnes
og Hnappadalssýslu er látinn.
•^réorgrímur var fæddur að Hvítárbakka
þann 19. nóvember 1905 sonur hjónanna
Sigurðar Þóroddssonar og Ásdísar Þor-
björnsdóttur.
Hann var prestur að Grenjaðastað
árið 1931 allt til ársins 1944 er hann varð
prestur að Staðastað. Þar var hann
prestur til ársins 1973 er hann lét af
störfum en með preststarfinu rak hann
skóla á staðnum. Hann varð prófastur
síðusu ár starfsævi sinnar.
Eftirlifandi ekkja hans er Áslaug Guð-
mundsdóttir.
■ Frá keppni í unglingaflokki 13-15 ára. Hinrik Bragason á Erli t.v. sigraði í þeim flokki.
■ Stórmót hestamanna var haldið í
Víðidal nú um helgina. Keppt var í
brokki, skeiði og stökki auk þess sem
keppt var í flokki eldri og yngri unglinga.
Veður var mjög gott og verður árangur
hestamanna að teljast nokkuð góður
miðað við fyrri keppnir.
f 800 metra stökki sigraði Örvar á 59,6
sek. en þar var eigandi og knapi Róbert
Jónsson. Annar varð Tvistur á 60,2 sek.,
þriðji Snarfari á 62,5. í 350 metra stökki
varð fyrst. Spóla á 24,6 sek. Eigandi og
knapi á Spólu var Hörður Þ. Harðarson.
Annar var Reykur á 24,9 sek, þriðji var
Trilla á 25,4 sek. í 250 metra stökki var
fyrstur Hrappur á 18,6 sek, og knapi
Kristín Sigurfinnsdóttir. Annar varð
Eron á 18,7 sek, þriðji Örn á 18,8 sek. f
300 metra brokki varð fyrstur Álfur
Gísla B. Björnssonar á 37,3 sek, knapi
Þórður Jónsson, Trítill annar á 38 sek og
Brimur varð þriðji á 44,9 sek. f 250
metra skeiði sigraði Villingur Harðar G.
Albertssonar á 22 sek, knapi Aðalsteinn
Aðalsteinsson, annar Sproti á 22,2 sek,
þriðji Hjörtur á 22,3 sek. í 150 metra
skeiði sigraði Júpíter á 14,8 sek, eigandi
og knapi var Sigurbjörn Bárðarson.
Annar varð Torfi á 15,2 sek, og þriðji
varð Ásaþór á 15,4 sek.
I A-flokki gæðinga varð efstur Glæsir
með einkunnina 8,52, en eigandi hans er
Jón Ingi Baldursson en knapi var Gunn-
ar Arnarson. Annar varð Sókron, þriðji
Rekkur, fjórði Laski, fimmti Erpur.
í B-flokki gæðinga varð efstur
Krummi, annar Haki, þriðji Dýrlingur,
fjórði Bliki og fimmti Nökkur.
f unglingaflokki 13-15 ára sigraði
Hinrik Bragason á Eril, önnur Sólveig
Ásgeirsdóttir á Neista, þriðji Sigurður
Kolbeinsson á Flugari og fjórða María
Magnúsdóttir á Tígli og fimmti Sigur-
oddur Pétursson á Gjafari.
f flokki 12 ára og yngri sigraði Sigrún
Erlingsdóttir á Hrönn, annar Bogi
Hólmar Viðarsson á Blesa og þriðja
Anna B. Níelsdóttir á Drottningu.
Á mótinu var valinn glæsilegasti hest-
ur mótsins, en þann titil vann Glæsir
Jóns Inga Baldurssonar sem einnig varð
efstur í A-flokki gæðinga. Knapi á Glæsi
var Gunnar Arnarson. Þá var einnig
valinn knapi mótsins, en þann titil hlaut
Sigurbjörn Bárðarson sem einnig sigraði
í 150 metra skeiði á hestinum Júpíter.
- ÞB
Þorgrímur V.
Sigurðsson
fyrrum próf-
Stórmót hestamanna í Víðidal
Lestunar-
áætlun
Hull/Goole:
Jan ........
Jan ........
Jan ........
25/7
8/8
22/8
Rotterdam:
Jan........
Jan .......
Jan .......
Jan .......
. 12/7
26/7
9/8
23/8
Antwerpen:
Jan.........
Jan ........
Jan.........
Jan ........
. 13/7
. 27/7
10/8
24/8
Hamborg:
Jan ......
Jan ......
Jan.......
Jan.......
Helsinki:
Helgafell ..
Helgafell ..
15/7
29/7
12/8
26/8
15/7
9/8
Larvik:
Hvassafell
Hvassafell
Hvassafell
18/7
1/8
15/8
Gautaborg:
Hvassafell...................19/7
Hvassafell................... 2/8
Hvassafell...................16/8
Hvassafell...................30/8
Kaupmannahöfn:
Hvassafell...................20/7
Hvassafell................... 3/8
Hvassafell...................17/8
Hvassafell...................31/8
Svendborg:
Helgafell....................13/7
Hvassafell................. 21/7
Dísarfell ...................22/7
Hvassafell................... 4/8
Helgafell....................12/8
Árhus:
Helgafell....................13/7
Hvassafell...................21/7
Dísafell.....................22/7
Hvassafell................... 4/8
Helgafell....................12/8
Gloucester, Mass:
Jökulfell.....................15/7
Skaftafel!...................22/7
Skaftafell...................19/8
Halifax, Canada:
Skaftafell...................23/7
Skafíafell...................20/8
u
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
SambandshLlsinu1,'■
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101