Tíminn - 22.07.1983, Side 4
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ1983
Sfmi 44566
RAFLAGMR
Nýlagnir - Breytingar - Viöhald JHHW Æj
samvirki JS%/
Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur.
GRJOTGRINDUR
Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA
KVORT
KÝST I»Ú
GATEÐA
GRIND?
Eigum á lager sérhannaðar grjót-
grindur á yfir 50 tegundir
bifreiða!
Ásetníng á
staðnum
BIFREIÐAL gVERKSTÆÐIÐ
SKEMMUVEGI4 | KOPAVOGI h SIMI 77840 I’ ■nastðs
ÞÚ FINN IUR F/0# ÚR
TOSHIBA
Ferðagræjunum
Kannaðu kjörin
verð kr.
5.480.-
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTADAST RÆTI I0A - SlMI 16995
f réttir i
Veiðileyf i í Veiðivötnum
eftirsótt í sumar
Tjöld fuku ofan af fólki um síðustu helgi
Landsvcit: Veiðileyfi í Veiðivötnum
hafa verið mjög eftirsótt í sumar en
veiðin hins vegar ákaflega misjöfn, að
sögn Sigríðar Theódóru, húsfreyju í
Skarði á Landi, en þar eru veiðileyfi
seld. Hún kvað nú öllum veiðileyfum
ráðstafað þar til 28. júlí og helgarnar
jafnframt búnar það sem eftir er
sumarsins. Aðeins væru því eftir veiði-
leyfi á virkum dögum framan af ágúst-
mánuði. Eftir miðjan ágúst hefst síðan
netaveiði í Veiðivötunum, sem tölu-
vert er stunduð af heimamönnum.
Við Veiðivötn eru nú komin veiði-
hús sem Theódóra kvað mjög vinsæl af
þeim er þangað halda í veiðiferðir.
Líklegt taldi hún að það sé veðrið sem
mest áhrif hefur varðandi misjafnan
árangur veiðimanna, en alltaf væru þó
einhverjir heppnir og veiði vel og séu
þeir auðvitað ánægðir. Aðrir treysti
því að betur gangi næst.
Theódóra kvað hafa verið afar kalt
við Veiðivötn, sérstaklega undanfarn-
ar nætur. Aðfaranótt s.l. sunnudags
var þar líka mikið hvassviðri svo tjöld
fuku þar ofan af fólki.
Ekki hafi þó verið þar fleiri en svo
að allir gátu leitað sér svefnstaðar í
skálanum. Þessa sömu nótt kvað The-
ódóra hitann hafa verið kominn niður
í tvö stig þegar hún síðast leit á
hitamælinn. En frá öðrum bæ í grennd-
inni hafði hún spurnir af hitastigi um
frostmark um eittleytið um nóttina.
-HEI
Ræktað
land
stækkaði
um 30%
á síðasta
áratug
— Svipuð aukn-
ing varð á ný-
byggingum úti-
húsa í sveitum
■ Ræktuö tún á Islandi munu
nú samtals vera orðin 127,5
þús. hektarar og talið er að um
30% af þeim túnum hafi verið
ræktuð á síðasta áratug, að því
er fram kemur hjá Fasteigna-
mati ríkisins. Meðalstærð hinna
6.058 túna í landinu telst því
vera um 21,1 hektari. En þar
sem tún á eyðibýlum eru þar
meðtalin, og þau munu yfirleitt
vera meðal þeirra minnstu,
munu tún á byggðum býlum
vera þó nokkru stærri að með-
altali.
Stærð túnanna er ákaflega breytileg
og mikill munur á meðalstærð milli
landshluta. Rösklega fjórðungur allra
túna eru minni en 10 hektarar (eyðibýli
sjálfsagt flest þar innifalin) og annar
röskur fjórðungur með 10-20 hektara
tún. Tæpur fjórðungur túnanna er hins
vegar yfir 30 hektara að stærð, þar af
eru tún á 260 stöðum stærri en 50
hektarar. Þessi tæpi fjórðungur (23%)
túnanna að fjölda til er samtals rúm-
lega helmingur allrar ræktunar í land-
inu.
Ræktaða landið skiptist mjög mis-
jafnt eftir landshlutum. Á Suðurlands-
undirlendinu, þ.e. Árnes- og Rangár-
vallasýslum er liðlega fjórðungur alls
ræktaðs lands, en hins vegar ekki
nema liðlega tuttugasti hluti þess á
Vestfjörðum. Meðalstærð túna er lang
minnst á Vestfjörðum, 11,3 hektarar,
en mest í Suðurlandskjördæmi 26,6
hektarar. í öðrum landshlutum eru tún
yfirleitt um 20-21 hektarar að stærð að
meðaltali.
Hjá Fasteignamatinu kemur og fram
að nýbyggingar útihúsa virðist svara til
þeirrar stækkunar er varð á túnunum á
síðasta áratug. „Vísitölubúið" virðist
því hafa stækkað mikið á þeim tíma.
- HEI
Krísuvíkurberg.
Fuglaskoðunarferð
á Krísuvíkurberg
■ Fjórða ferð Náttúruverndarfélags
Suðvesturlands til kynningar á fyrir-
huguðu Náttúrugripasafni íslands
verður farin n.k. laugardag undir leið-
sögn Árna Waag, líffræðikennara.
Helsta fræðsluefnið að þessu sinni
verður um sjófugla við fslandsstrend-
ur.
Ferðin hefst á sýningu á uppstopp-
uðum sjófuglum sem nú stendur yfir í
Norræna húsinu, þar sem Árni Waag
fer um sýninguna með þátttakendum
á tímabilinu kl. 13,30 til 14.00. Klukk-
an 14.00 verður síðan lagt af stað frá
Norræna húsinu suður á Krísuvíkur-
berg þar sem reynt verður að fræða
fólk um sjófuglana okkar eins vel og
kos'ur er. Ferðakostnaður er 150 krón-
ur fyrir manninn en frítt fyrir börn sem
eru í fylgd fullorðinna. - HEI
Laugarlax h.f.:
Byggir 200 þús.
seiða laxeldis-
stöð í Laugardal
Árnessýsla: Hlutafélagið Laugarlax
h.f. hefur að undanförnu unnið að
undirbúningi byggingar laxeldisstöðv-
ar í Laugardal, þar sem hægt ætti að
vera að framleiða allt að 200 þús.
Íaxaseiði. Gerðir hafa verið samningar
um aðstöðu fyrir stöðina og undirbún-
ingi undir framkvæmdir er að ljúka.
Laugarlax h.f., sem er hlutafélag í
eigu heimamanna í Laugardalshreppi
ásamt nokkurra áhugamanna um fisk-
eldi og Veiðifélags Árnesinga, hélt
aðalfund sinn s.l. sunnudag. Á fundin-
um var samþykkt tillaga stjórnar um
að ráðist verði f byggingu laxeldis-
stöðvarinnar, samkvæmt þeim áætlun-
um sem lagðar voru fram á fundinum
og stefnt að því að stöðin hefji rekstur
fyrir næstu áramót. Á hluthafafundi
sem fyrirhugaður er 28. júlí n.k. á að
taka ákvörðun um hlutafjáraukningu
og endanlega ákvörðun um fram-
kvæmdir í haust, segir í frétt frá
Laugarlaxi h.f.
í stjórn félagsins voru kosnir: Eyjólf-
ur Friðgeirsson og Kristján Kristjáns-
son úr Reykjavík og Sigurður Sigurðs-
son á Laugarvatni. - HEI