Tíminn - 22.07.1983, Blaðsíða 12
■ í miöri sumarsæluvikunni á Sauftár-
króki var tekið í notkun á vegum Kaup-
félags Skaglirðinga stærsta vöruhús
norftanlands, efta um 3500 fm aft grunn-
flatarmáli og hlaut það nafnið Skagfirð-
ingabúð. Meft tilkomu hins nýja húss
leggur K.S. jafnframt niftur sex cldri
verslanir sem þaft haffti vífta í bænum,
það eru Lagersalan á Eyri, Grána,
ritfangadeild, vefnaftardeild, bygginga-
deild og kjörbúftin á Smáragrund.
„Á undanförnum árum höfum við haft
smáar og litlar verslanir hér og þar í
bænum, oft í ófullnægjandi húsnæði.
Með þessu nýja vöruhúsi leggjum við
þær niður og teljum jafnframt að með
tilkomu þess batni reksturinn og þjón-
ustan við félagsmenn okkarogviðskipta-
vini," sagði Ólafur Friðriksson kaupfél-
agsstjóri í samtali við Tímann er við
ræddum við hann um hið nýja vöruhús
og starfsemi kaupfélagsins á Sauðár-
króki.
Skagfirðingabúð,____.VJ_--------------
Tímamyndir FRI
■ Magnús Sigurjónsson vöruhússtjóri
Skagfirðingabúð hin nýja
Kaupfélag Skagfirðinga tekur í notkun stærsta vöruhús norðanlands
Olafur Friðriksson kaupfélagsstjóri
■ Pétur Pétursson byggingameistarj
■ Guttormur Óskarsson gjaldkeri K.S. (t.h.) ræðir málin vift gesti, m.a. Stefán
Guðmundsson þingmann.
„Það gefur auga leið að með þessu
vöruhúsi batnar vöruúrval og þess vegna
ætti að vera auðveldara fyrir bæði bæjar-
búa og fólk í nærliggjandi sveitum að fá
flestar þær vörur sem það þarfnast hér í
stað þess að þurfa að sækja þær út fyrir
byggðalagið, jafnvel allt til Reykjavíkur.
Ég vil taka það fram hér að við
munum ekki leggja niður kjörbúð okkar
á Skagfirðingabraut en álagið á henni
var orðið mjög mikið. Hún mun halda
áfram að þjóna viðskiptavinum okkar í
miðbænum og útbænum fyrst og fremst
en auðvitað verður svo framtíðin að
skera úr um hver þróun þessa verður.
En hvcrjir eru kostir Skagfirðingabúft-
ar fyrir hinn almenna neytenda?
„Þeir eru náttúrulega fyrst og fremst
þeir að hann getur fengið svo til allt
undir einu þaki. Húsið er enn ekki
fullfrágengið, þannig munum við til
dæmis opna kaffiteríu í húsinu í haust,
auk þess sem skrifstofur okkar flytja
einnig hér inn á efri hæðirnar.
Einnig eins og ég gat um áðan þá hefur
fólk mikið þurft að sækja út fyrir byggða-
lagið, ekki hvað síst til Eyjafjarðar og
svo Reykjavíkur en þær ferðir ættu að
mestu að vera úr sögunni."
Byggingin gengið mjög vel
Það var árið 1976 sem bygging Skag-
firðingabúðar hófst og hefur hún gengið
vonum framar.
„Það cr að stórum hluta að þakka
frábæru starfsfólki sem við höfum haft
svo og byggingameistaranum Pétri Pét-
urssyni. Þetta hefur ekki bara gengið vel
heldur er handbragðið allt með miklum
ágætum að mínum dómi,“ sagði Ólafur.
„Framreiknaður kostnaður við húsið
stendur í dag í 54-55 milljónum króna og
eru þar inn í innréttingar upp á um 10
milljónir en þetta tel ég síður en svo vera
■ Svipmynd úr matvörudeildinni
■ Barnahorn er til staftar í húsinu
■ Ungir sem aldnir komu að skoða húsift fyrsta daginn
mikið verð fyrir bygginguna, raunar tel
ég hana óvenjulega ódýra miðað við
stærð. Sem dæmi til samanburðar vil ég
nefna að einn af þremur togurum útgerð-
arfélags Skagfirðinga, Hegranesið, var
lengdur um 5 metra og kostaði það 40
milljónir kr.“
Fastráðnir starfsmenn Kaupfélagsins
eru nú um 258 talsins og rekur það
umfangsmikla starfsemi á Sauðárkróki
óg í Skagafirði fyrir utan verslun. Sem
dæmi stórt mjólkursamlag, hið þriðja
eða fjórða stærsta á landinu, þekkt fyrir
ostagerð enda hlaut maribo ostur frá því
verðlaun á sýningu í Danmörku á
síðasta ári.
Þá rekur kaupfélagið stórt og fullkom-
ið sláturhús á staðnum... „en það hefur
valdið okkur nokkrum áhyggjum hve fé
af svæðinu hefur fækkað undanfarin ár,
eða um 13 þúsund frá 1977..“ segir
Ólafur.
Kaupfélagið á síðan Fiskiðju Sauðár-
króks sem er fyrirtæki í mikilli uppbygg-
ingu, bíla- og vélaverkstæði, plastverk-
smiðju, saumastofu og rekur útibú í
Varmahlíð, Hofsósi og Fljótum.
Litamerkingar
Vöruhússtjóri Skagfirðingabúðar er
Magnús Sigurjónsson. Við fengum hann
til að sýna okkur húsið og grcina frá
starfseminni.
„Við höfum hér 26-28 manns í fullu
starfi cn erfitt er að segja fyrir nú um
hvort sá fjöldi haldi sér í framtíðinni.
Það verður reynslan að skera úr um. Þrír
deildarstjórar eru hér, einn sér um
vefnaðarvörudeild og undir hann heyra
einnig snyrtivörur, skartgripir og sport-
vörur þar með talið hestasportið sem er
Skagfirðingum ómissandi hlutur. Annar
sér um búsáhaldadeild og undir hann
heyra einnig gjafavörur, leikföng, papp-
írsvörur og ritföng og sá þriðji sér um
matvörudeild.
Við búumst við að salan hjá okkur
aukist verulega frá því sem var í gömlu
búðunum því með tilkomu þessa húss
getum við pantað inn í stórum einingum
og verið þar af leiðandi með alls konar
tilboð. Sem dæmi um tilboð hjá okkur
nú er kjúklingar á 115 kr, kílóið sem er
langt undir almennu verði. Raunarerum
við einnig með grillofn hér þar sem við
grillum kjúklinga í og fær fólkið þá
pakkaða inn í hitapoka þannig að þeir
haldast heitir í nokkra tíma en þeir eru
á sama verði og hinir.
Við höfum í uppsetningu á innrétting-
um prófað þá nýjung að hafa hér lita-
merkingar, þ.e. ákveðinn litur á hillum
fyrir ákveðna vöruflokka raftæki til
dæmis í brúnum hillum og þar fram eftir
götunum og við uppsetningu á deildun-
um hér höfum við reynt að hafa hvern
vöruflokk sem mest sér þannig að fólki
finnist það vera í sérverslun hverju
sinni,“ sagði Magnús.
- FRI